Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 246. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 17. nóv. 1963
BRJALAÐA HUSID
ELIZABETH  FERRARS  -------:--------------,--------£----------____
Toby yppti öxlum. — Hann
kann að hafa haldið, að það
nægði að hindra þessa giftingu.
Hann kann að hafa haft eitt-
hvert samvizkubit, til að byrja
með, af að myrða föður Van-
essu. En seinna kann hann að
hafa komizt að því, að Roger ætl
aði að taka barnið frá honum,
hvort sem var. Þá var eina ráð-
ið að myrða Roger líka. En hvern
ig hann fann það út . . . ég hef
nú ekki nema getgátu um það.
Manstu í gærmorgun þegar þú
komst niður og varst« að tala um
ferðatöskurnar hennar Evu, og
hvert hún ætlaði og með hverj
um? Eg sagði, að það gæti ekki
verið Potter, af því að hann væri
í fyrirlestrahaldi tvisvar í viku,
í London. Jæja, Eva heyrði til
okkar, og Eva kom út úr stof-
unni, þar sem Fry og Vanessa
sátu, og þegar við komum inn,
gaf Fry í skyn, að hann hefði
líka heyrt þetta. Hann sagðist
líka vera viss um, að Eva væri
að ljúga, þegar hún sagðist ekk
ert ætla að fara. Setjum nú svo
að hann hafi þegar vitað, að
Clare ætlaði í eitthvert ferða-
lag, þá þurfti hann ekki annað
en leggja saman tvo og tvo.
—  Mig skyldi ekki furða,
sagði Georg, — ef þetta væri
rétt hjá þér. Eg býst við, að
það hafi verið út af þessari hler
un, að Clare var myrtur í dag.
— Þessi bíll, sagði Toby og vatt
sig til í sætinu, er ekki gerður
fyrir hraða. Jæja, eins og ég
var að segja, ef eitthvað var,
sem gæti spillt fyrir þessari fyr
irætlun þeirra að halda Vanessu
kyrri hjá sér, þá var það sættir
með Roger og Evu — því að þú
getur alveg bölvað þér upp á
það, að eitt höfuðskilyrði af Rog
ers hálfu hefur verið það, að
Eva sýndi telpunni svolítið meiri
xnóðurást.
— Eg get enn ekki skilið, sagði
Georg, — hvað gagn hann gat
haft af að myrða Lou. Ekki hefði
hann gat haft af að myrða Lou.
Ekki hefði hann haft upp úr því
neitt fé til umráða, nema rétt
það sem hann hefði fengið með
krakkanum fram að andláti
Clares.
Toby renndi óstyrkum fingrun
um gegn um hárið. — Jæja,
kannski hafa það alls ekki ver
ið peningarnir. Kannski var það
bara gert til þess að halda í
krakkann, krakkans vegna.
—  Þetta var skárra, sagði
Georg.
—  Og svo er hann kannski
bara eins vitlaus og hann læt-
ur.
— Það held ég sjálfur, að hann
sé, sagði Georg.
—  Heldurðu það? Toby setti
upp óánægjusvip. — Það var
fyrir tilstilli Evu, að mér datt
í hug, að það væri hann. Ein-
hvernveginn festist það í huga
mínum, að þegar hún kom upp
á laugardagskvöldið og fann
okkur vera að athuga þetta
íkveikjutæki, að þá væri hún
ekki nærri eins áhugasöm um
það og mátt hefði búast við. Þá
datt mér allt í einu í hug, að
þetta stafaði bara af því, að hún
hefði séð það áður eða eitthvað
því líkt. Gamli maðurinn sagði,
að þessi dægradvöl hans hefði
verið leyndarmál, en því dett-
ur mér ekki í hug að trúa.
—  Nei, þú getur bölvað þér
upp á, að það var ekkert leynd
armál.
— Jæja þá, sagði Toby, — í
gærkvöldi gaf hún í skyn, að
ástæðan til þess að hún vildi
hafa mig á staðnum, væri blátt
áfram sú, að ég gæti orðið að
gagni ef einhver ætlaði að sýna
henni ofbeldi. En ekki vildi hún
segja, hver það væri, nema tii
alvörunnar kæmi. Nú, hverjum
hefur Eva nokkurntíma sýnt svo
mikla vinsemd, að hægt væri að
halda, að hún vildi leggja sig í
mikla hættu fremur en að koma
upp um hann? Eg mundi segja
aðeins einn. Henni virðist þykja
innilega vænt um hann Fry
gamla. Eg er alveg viss um, að
hann hefur verið betri við hana,
þegar hún var krakki, heldur en
hún frænka hennar. En hvern-
ig sem það nú hefur gerzt, þá
var það umhyggja hennar fyrir
honum, sem kom öllu upp í
loft. Þú skilur, það var alveg
auðséð ,að hún vissi eitthvað,
því að taugarnar í henni biluðu
þegar í upphafi.
—  Gæti ekki hugsazt, sagði
(Georg, — að hún hafi bara
haldið, að hún vissi eitthvað,
alveg eins og hún hélt, að mað
urinn hennar hefði verið að
halda fram hjá henni?
— Vitanlega, sagði Toby. —
Þess vegna sagði ég einmitt, að
þetta byggðist um of á getgát-
um. En það var eitt eða tvennt
einkennilegt," sem studdi það. Til
dæmis þetta áhald til að skjóta
ör á mig — það hefur ekki verið
sett upp fyrr en í gærmorgun.
Og í gærmorgun var Fry — í
orði kveðnu — að laga slökkv-
ara, skáphurðir og þessháttar,
svo að ef hann hefur verið á
gangi uppi með einhver verk-
færi í hendi, þá hefði enginn
haft neitt við það að athuga.
Og svo líka . . .
— Við erum næstum komnir,
Tobbi, sagði Georg.
— Hvert erum við komnir?
— Heim til prófessorsins.
Toby  blístraði.  —  Jæja,  þú
veizt vonandi, hvað þú ert að
gera. En það hræðilegasta i
þessu öllu saman, Georg, er það,
að gamli maðurinn sneri á sjálf
an sig og varð að lokum að
ryðja þeim úr vegi, sem allt
þetta óhugnanlega fyrirtæki var
gert fyrir. Hann varð að losna
við Vanessu. Eg býst ekki við,
að hann hafi vitað, hvað hann
var að gera, þegar hann fékk
henni þetta bréf til föður henn-
ar, en þegar hún hafði tekið við
því, býst ég við að hann hafi
áttað sig á því, að ef hún segði
einhverjum, hver hefði fengið
henni bréfið, þá . . .
— Hún vissi ekki, hver fékk
henni bréfið, sagði Georg önug-
lega. — Eg sagði þér, hvernig
Clare fékk það í hendurnar. Ein
hver hafði laumað því í töskuna
telpunnar, og svo fann hún það
og sá að utaan á það var skrifað:
„Til pabba". Og svo kom hún
því til skila.
— Já, en . . .
—Við erum komnir. Jæja,
Tobbi, nú þarft þú ekki annað
að gera en halda þér saman og
horfa á, skilurðu? Hann stöðv-
aði bílinn. — Þú ferð bara að
eins og ég og gerir engan háv-
aða.
— Já, en Georg . . .
— Suss! sagði Georg hvasst. —
Eg skal segja þér það allt á eft-
ir
Georg hafði stöðvað bílinn spöl
korn frá húsinu. Húsið var gam
alt og í útborgastíl — einna
líkast helmingnum af tvöföldu
húsi, sem hefði verið skorið
sundur.
Georg gekk inn um hliðið.
Hann steig hljóðlega til jarðar.
Þegar hann kom að horninu,
flatti hann sig upp að veggnum.
Toby kom á hæla honum og fór
eins að, og andartaki síðar
voru þeir á fjórum fótum undir
runni einum, og horfðu á það
sem var að gerast í vanþrifna
garðinum.
Max Potter og frú Fry sátu
saman á trébekk, og studdu bæði
olnbogunum á tréborð, sem var
alsett blöðum. Það var sýnilegt,
að Potter hafði verið við vinnu
sína, þegar hún kom til hans.
Frú Fry var að tala, með mikl
— Heimilsfriðnum er bjargað. Við höfum fengið  sjónvarp
með tveimur skermum.
um æsingi í röddinni: — Já, en
það var það, sem þú komst i
morgun til að segja okkur. Eg
veit að það var það. Hvers vegna
segirðu mér ekki satt? Mér er
sama um allt annað, en þetta
verð ég að fá að vita . . . ég
verð það!
Hann togaði í þykka neðri vör
ina á sér, en svaraði engu.
Hún hélt áfram: — Eg veit, að
það varst þú, sem komst henni
burt. Þú hefur falið hana ein-
hversstaðar. Hvað hefurðu gert
við hana.
Hann hristi þunga höfuðið og
horfði fast á hana.
Hún æpti: — Eg grátbið þig.
Max Potter brosti. Brosið var
eins og viðutan, en grimmdar-
legt.
Hún brýndi raustina: — Þú
verður að segja mér, hvað þú
hefur gert af henni. Þú ert vond
ur maður og hefur gert mikla
bölvun af þér, en þú skalt samt
verða að segja mér, hvað þú
hefur gert af barninu. Þú verður
að skila mér henni aftur. Ef þú
gerir það ekki . . .
— Jæja, og ef ég geri það ekki,
frú Fry, hvað þá?
Hún greip báðum höndum
um úlnliðinn á honum. Hreyf-
ingin var svo snögg, að hann
hrökk við, en svo sat hann graf
kyrr.
— Eg get gert þetta, sagði hún
rólegri rödd. — Eg get rekið
nálina, sem ég hef hérna, inn í
úlnliðinn á þér. Hreyfðu þig ekki
prófessor, hún er alveg við úln-
liðinn og jafnvel smárispa mundi
þýða sama sem endalok merks.
manns í heimi vísindanna. Og
það væri nú ljóti skaðinn! Þv*
að, sérðu, ég hef dýft oddinum
á henni í eitur, sem er alveg
banvænt. Þú ættir ekki hvað
sízt að þekkja það og eiginleika
þess. Það kemur úr haustkrókus,
sem er svo fallegur og veiklu-
legur, og ein rispa þýðir sama
sem endalok Potters prófessors.
Þú hreyfir þig ekki eða hvað?
Að minnsta kosti ekki fyrr en
þú hefur sagt mér, hvar hún
Vanessa er niður komin.
Hann svaraði, og lét höndina
hvíla máttlausa þar sem hún var
komin: — Þú virðist býsna fróð
um eiturtegundir.
— Eg var einu sinni í háskóla,
sagði hún. — Eg lagði stund á líf
fræði. Eg lærði ekki neitt, sem
þú mundir kalla mikið, en ég
fylgdist nú samt með ýmsura
framförum.
— En ef þú stingur nú nálinni
í mig, frú Fry, — hvernig ætl-
arðu þá að komast að því, hvar
barnið er?
Skýrs	a ¦	De	n	nii	ii
„Kæri  Profumo.
Mér hefur verið kynnt inni
hald bréfs yðar dags. 4. júní,
og ég hef heyrt það, mér til
mikillar  hryggðar.  Þetta  er
sorglegt  fyrir  sjálfan  yður,
fjölskyldu yðar og vini. Engu
að síður munuð þér skilja, að
eins og ástatt er, get ég ekki
annað  en ráðlagt drottning-
unni að taka við afsögn yðar.
Yðar einlægur,
Harold Macmillan.
Til háttv. John Profumo, O. B. E.,
M. P.
Profumohjónin voru næstu fá
eina daga hjá vinafólki sínu. Eng
inn vissi, hvar þau voru niður-
komin. Blaðamenn leituðu þeirra
um landið þvert og endilangt, en
fundu þau ekki. Þorpsbúarnir
vissu um þau, en sögðu það eng
um utanaðkomandi. Þau vildu
vera í næði.   *
Profumo gekk ekki á fund
drottningar til að afhenda af-
sögn sína, heldur sendi hana með
sendiboða. Hann sagði og af sér
þingmennsku. Neðri málstofan
taldi hann hafa sýnt sér óvirð-
ingu, og nafn hans var strikað
út af ráðherra listanum. Niður-
læging hans var fullkomnuð.
16. KAFLI.
Naestu atburðir
Profumo sagði af sér í hvíta-
sunnu-þingfríinu. Afsögnin var
tilkynnt, miðvikudaginn 5. júni
1963. Þann 9. júní birti Suday
Mirror á forsíðu ljósmynd af
bréfi Profumos frá 9. ágúst 1961,
til Christine Keeler. Það kom
þá að gagni, eftir allt saman.
Sama dag hóf News of the World
birtingu á sögu hennar, sem fram
haldssögu. Blaðið hafði samið um
að greiða 23.000 pund fyrir hana.
Þingmenn neðri málstofunnar
höfðu umræðu, mánudaginn 17.
júní 1963.  Þann 23. júní báðuð
33
þér mig að hefja þessa rannsókn.
í skýrslu minni hef ég vikið að
„Lucky" Gordon og Stephen
Ward. Það kann að koma að
gagni ef ég tek hér fram helztu
atriði í máli þeirra. en heldur
ekki meira, þar eð ég tel ekki,
að þau hafi neina þýðingu í sam
bandi við rannsókn mína.
(I) Mál „Lucky" Gordons.
Klukkan 12,30 aðfaranótt 18.
apríl 1963, fékk lögreglan síma-
hringingu þess efnis, að Christ-
ine Keeler hefði orðið fyrir árás
af hendi Gordons, nokkrum mín
útum áður og óskað væri aðstoð
ar lögreglunnar. Leitað var að
Gordon og hann handtekinn sól
arhring síðar, 19. apríl 1963. —
Hann skyldi leiddur fyrir dóm
en var settur í gæzluvarðhald
fyrst um sinn.
Hinn 5. júní 1963 kom hann
fyrir dómstólinn, en daginn eft
ir afþakkaði hann aðstoð lög-
fræðings síns og flutti mál sitt
sjálfur. Hann kvaðst vilja kalla
30 vitni fyrir vörnina. Lögreglu
fulltrúinn komst að þeirri niður
stöðu, eftir nánari athugun, að
aðeins tvö af þessum vitnum
gætu borið um það, sem gerzt
hafði. Lögreglan reyndi að finna
þau en það tókst ekki. Og 7.
júní gaf Gordon skýrslu frá á-
kærðrabekknum, og því ekki
undir eið. Kviðdómurinn fann
hann sekan um líkamsmeiðingu
og hann var dæmdur í þriggja
ára fangelsi.
Hinn 1. júní 1963, kvaðst hann
mundu áfrýja. Áfrýjunardóm-
stóllinn ákvað hinn 30. júlí að
leyfa áfrýjunina, á þeim grund-
velli, að frekari framburð (þ.e.
vitnanna, sem ekki fundust)
skorti og hann gæti hugsanlega
leitt til efasemda um réttmæti
dómsins.
(II)  Ward-málið.
Hinn 1. apríl 1963 hóf lögregl
an rannsókn sína á athæfi Wards.
Margir framburðir voru teknir
og skýrsla send í maímánuði til
saksóknarans. Fundur var hald-
inn með málfærslumanninum, 7.
júní.  En  einmitt  sama  kvöld
barst Scotland Yard vitneskja
um, að Ward væri í þann veg-
inn að hverfa úr landi. Hann var
því handtekinn 8. júní. Hann
sótti um að mega setja trygg-
ingu, en því var neitað. Svo var
hann í varðhaldi meðan á yfir-
heyrslunum stóð, en þeim var
ekki lokið fyrr en 3. júlí 1963.
Þá var hann úrskurðaður fyrir
dóm, en fékk að setja tryggingu,
þrátt fyrir mótmæli lögreglunn-
ar.
Réttarhöldin yfir Ward hófust
22. júlí og héldu áfram í átta
daga. Allan þann tíma var hann
laus gegn tryggingu. 30. júlí 1963
hóf dómarinn að gefa yfirlit yfir
málið, en því var ekki lokið,
þegar hlé var gert. Næsta morg-
un fannst Ward meðvitundar-
laus, þar eð hann hafði tekið inn
ofmikið af deyfilyfjum. Dómar-
inn lauk yfirliti sínu að honum
fjarverandi. Hann var sekur
fundinn um að hafa lifað á ágóð
anum af saurlifnaði, frá 1.
júní 1961 til 31. ágúst 1962 (þar
sem Christine Keeler var kon-
an, sem um var að ræða) og frá
1. september 1962 til 31. des-
ember 1962 (Marilyn Rice-Dav-
ies). Dómarinn frestaði dóms-
uppkvaðningu þar til Ward væri
fær um að mæta í réttinum. En
Ward komst aldrei til meðvitund
ar og dó, 3. ágúst 1963. Sagan end
ar á honum — eins og hún byrj
aði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24