Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 249. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Fímmtudagur 2L nov. 1963
Bréf frá Fleetwood
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi bréf frá
skipstjóranum á brezka togar-
anum Lord Stanhope, sem
strandaði á söndunum við Ing-
ólfshöfða fyrir skömmu. Sam-
hljóða bréf birtist í síðasta
tölublaði F*:hing News.
Herra ritstjóri! — Ég vildi
gjarna, í hinum víðlesnu dálk-
um blaðs yðar, fá tækifæri til
að láta í ljós þakklæti mitt og
manna minna, við skipstjóra
og skipverja á togaranum
Kingston Diamond frá Fleet-
wood, togaranum Juniper frá
Aberdeen og skipherra og
skipshöfn á íslenzka varðskip-
inu Óðni.
Þessir menn hikuðu ekki við
að hætta eigin skipum og lífi,
kærðu sig kollóttan um storm
og stórsjó, til þess að koma
mér til hjálpar, er ég missti
skip mitt, Lord Stanhope, ná-
lægt Ingólfshöfða að morgni
7. nóvember.
, Ég þakka islenzku bjðrgun-
arsveitinni, sem barðist mót
sandstorminum, fann skipið og
bjargaði mér og mönnum mín-
um. Menn þessir stóðu upp í
mitti í brimgarðinum til að
hjálpa skipshöfn minni á land.
Engin orð fá lýst þakklæti
mínu við bóndann og fjðl-
skyldu hans, sem eru meðlim-
ir í björgunarsveitinni, buðu
okkur velkomna á heimili sitt,
gáfu okkur þurr föt og máltíð,
er sæmt hefði konungum.
Forseti Slysavarnafélagsins
og konur í kvennadeild þess í
Reykjavík gerðu allt, sem í
þeirra valdi stóð, til þéss að
okkur skorti ekkert.
í þessum félagsskap eru,
eins og í Lifeboat Institution
hjá okkur, aðeins sjálfboða-
liðar, og eru allir skipreika
sjómenn boðnir velkomnir,
hvert sem þjóðerni þeirra er.
Ég þakka forstöðumánni og
starfsfólki Sjómannaheimilis-
ins í Reykjavík og hinu ágæta
fólki frá Dvalarheimili aldr-
G. Harrison, skipstjóri.
aðra sjómanna, sem skemmtu
skipshöfn minni, meðan á dvöl
inni í Reykjavík stóð.
Einnig þakka ég Geir Zoega
og syni hans, sem endalaust
unnu að velferð okkar og sáu
um heimferð okkar. Skipshöfn
mín á líka þakkir skilið fyrir
karlmennsku á hættustund.
Ég er hreykinn af félagsskap
þeirra.
Að lokum skulum við þakka
guði fyrir lífgjöfina og tilveru
alls þessa góða fólks. Innilegar
þakkir, herrar og frúr, megi
starf ykkar alltaf takast giftu-
samlega.
m
— Nauósynlegt
Framhald af bls. 1.
Á slóðum Samuels Johnsons
Hádegisverð snæddu forseta-
hjónin í Cheshire Cheese veit-
ingahúsinu við Fleet Street í boði
Peter Thomas, aðstoðarutanríkis-
ráðherra. Hafði forsetinn sérstak-
lega óskað eftir að heimsækja
veitingahús þetta sökum þess að
hann hefur mikið dálæti á höfuð-
snillingnum, rithöfundinum og
orðabókarhöfundinum dr. Samuel
Fíngert
öskufall í Vík
VÍK, Mýrdal, 19. nóv. — f nótt og
snemma í morgun snjóaði hér dá-
lítið. Er leið á daginn tók að
rigna, Menn urðu þess varir í
morgun að gráleit askan hafi
sezt í snjóinn og þegar hann
bráðnaði kom dökk askan betur
í ljós. Tæplega hefðu menn orðið
þessa fíngerða öskufalls varir, ef
snjólaust hefði verið.
Um gosið við Vestmannaeyjar
er annars þetta að segja. Undan-
farna daga hefur gosmökkur sézt
vel af Reynisfjalli og utan úr
Mýrdal. Um 8 leytið í fyrrakvöld
sáust bláir blossar utan úr Mýr-
dal og voru þeir ofarlega í gos-
mekkinum.
Múlakvísl er eins lítil og bæj-
arlækur og hefur svo veríð und-
anfarið. Rennur tært vatn undir
brúna og jökulvatn sést þar ekki.
Þegar jökulvatn er í Múlakvísl,
kemur það úr Mýrdalsjökli.
— FréttaritarL
Johnson, sem var tíður gestur
þarna á sinni tíð og gerði garð-
inn frægan.
Að hádegisverði Ioknum heim-
sótti forsetinn snöggvast Middle
Temple, einn af lögfræðiskólum
Breta, sem er í City. Tók skóla-
stjórinn á móti forsetahjónunum,
og ræddi við þau um hríð.
fslendingaboð
Siðdegis höfðu sendiherrahjón-
in íslenzku, Hendrik Sv. Björns-
son og frú, boð inni í Dorchester-
hótelinu til heiðurs forsetahjón-
unum. Var það mikill fagnaður
og íslendingar búsettir í Bret-
landi eða við nám þar fjölmenntu.
Meðal annarra gesta voru ræðis-
mennirnir Sigursteinn Magnús-
son og Þórarinn Olgeirsson, Þór-
unn Jóhannsdóttir Ashkenazy,
Þórólfur Beck, Björn Björnsson
og frú, Jóhann Sigurðsson, Karl
Strand læknir og frú, dr. Alan
Boucher og frú o. fl.
Kvöldinu vörðu forsetahjónin
í leikhúsferð í boði Richards
A. Butlers utanríkisráðherra. Sáu
þau sýningu brezka þjóðleikhúss-
ins á Hamlet eftir Shakespeare í
Old Vic leikhúsinu.
Hvarvetna hafa allar móttökur
verið sérstaklega alúðlegar, og á
heimsókn þessi áreiðanlega eftir
að hafa mikla þýðingu til efling-
ar vinsamlegri sambúð og sam-
skiptum íslendinga og Breta.
Forsetahjónin hafa sérstaklega
haft orð á því hversu ánægjulegt
hafi verið að heimsækja Elisabetu
Bretadrottningu og mann hennar
Philip prins í gær sökum þess
hve blátt áfram og aðlaðandi þau
væru og skemmtileg heim að
sækja.
Rússneskir sendiráðs-
menn handteknir í Kongó
Sakaðir um undirróður gegn stjórninni
Leopoldville, Kongo, 20. (NTB)
ÞRÍR rússneskir sendiráðs-
starfsmenn hafa verið handtekn-
ir í Leopoldville í dag og í gær.
Einn þeirra var látinn laus
skömmu eftir handtökuna, en
hinir tveir eru enn í haldi sak-
aðir um tilraun til að grafa und-
an rikisstjórn landsins.
Mennirnir tveir, sem enn eru
í haldi, eru Borsi Voronin sendi-
ráðsfulltrúi og Jury Miakotn-
ik blaðafulltrúi. Er talið að þeim
sé haldið í búðum fallhlífarher-
manna hjá borginni Binza. Áreið
anlegar fréttir herma að sendi-
herra Sovétríkjanna í Leopold-
ville hafi átt viðræður við Cyr-
íír. Sigurður biður um
frásagnir og myndir
DR. SIGURÐUR Þórarinsison hef-
ur beðið blaðið að bixta eftir-
fairandí:
Enm einu sinni hafa fjölmarg-
ir íslendin/gar orðið sjónarvottar
að stórfenglegum náttúruiham-
förurai. Sem betur fer er gosið
við Vestmainnaeyjar enn sem
komið er einkum til augnayndis.
Þannig var og um síOasta Öskju-
gos 1961. Er ástæða til að minna
á að því fer víðs fjarri, að svo
hafi verið um öll eldgos á Is-
landi. Oftlega hefur þessi þjóð
goldið mikil afhroð vegna elds-
urnibrota Og eflaust á húm eimnig
eftir að verða fyrir skakkaföll-
um i eldgosurn. Saiga íslcmzikra
eldfjalla er snar þáttur baráttu-
sögu íslands þjóðar í þúsund ár
og hefur sú saga aldirei verið
skráð svo nákvæmloga sem
skyldi. Því rniður er skráðum
heimildum um mörg gosanna
mjög ábótavant, stórgos hafa orð-
ið hér eftir að land byggðist,
sem hvérgi eru sk>-áS og allt
fram á þessa öld hafa orðið hór
eldsumibrot sem ekki er hægt að
segja frá hvaða ári eru.
Ég hefi vikið að þvi I sam-
bamdi við siðasta öskjugos, að
upplifum þess auðveldaði túlfcun
á sumum frásögnum af eldsum-
bnotum. Þetta á við í ennibá rík-
ara mæli um það gos, sem menn
nú hafa fyrir augum. Frásagmir
af neðansjávargosum kringum
ísland eru margar mjög óljósar
og oft erfitt úr að skera hvort
raumverulega heflur verið um
gos að ræða. Þess vegna eru
greinargóðar lýsingar á því hvað
ber fyrir augu þeirra er fyrst
litu gosið við Eyjair, mjög þýð-
inigaa-miklar heimildir ekki að-
eins um þetta gos heldur og til
skýringar heimilda um gömul
gos. Því heiti ég á þá, sem urðu
fyrstir eða meðal þeirra fyrstu til
að veita yfirstandandi gosi at-
hygli, af sjó, úr Eyjuim eða af
meginlandinu, að senda mér frá-
saignir af því hvernig þetta kom
þeim fyrir sjónir og tímasetja
atíhiuganir sínar eftir því sem
auðið er. Einnig bið ég alla þá,
sem myndir taka af þessu gosi,
úr lofti, af láði eða af legi, að
skrá hjá sér myndatökustað og
stund og dag, og gera það strax
að myndatöku lokinmi eða við
heimkomu úr myndatökuferð.
Framköllun mynda getur dregizit,
einkuim ef um litmyndir er að
ræða, og þvl ekki ráðlegt að
treysta á minnið um skráningu
þangað tíi myndirnar koma úr
framköllun, en rétt að skriifa þá
á þær, þaar upplýsingar er máli
skipta, svo sem tímasetningu og
stað. Tímasettar myndir eru hin-
ar ágætustu h«imildir um þetta
eldgos. Mjög aeskilegt væri einn-
ig að veðurathugunarmenn á
veðurstöðvum þar sem vel sést
til eldstöðvanna svo sem Stór-
höfða, Eyrarbakka og víðar skrá
hjá sér daglega stutt yfirUt um
gang gössins og breytingarnar
Jfrá degi til dags, eins og þetta
• kemur þeim fyrir sjónir.
Ég hefi um margra ára skeið
á vegum jarðfræðideildar Nátt-
• úrugripasafnsins unnið að söfn-
un  og köhnun  gagna varðandi
: eldf jallasögu íslands og því að
('lfsögðu einnig reynt að safna
öllum gögnum varðandi þau gos,
sem í gangi hafa verið. Margir
brugðust vel við í samlbaíndi við
Heklugosið og Öskjugosið og
treysti ég því, að svo verði einn-
ig um þetta gos. Allar upplýs-
ingar eru þakksamlega þegnar,
svo og myndir eða upplýsingar
um hverjir hafa myndir, sem
þeir telja athyglisverðar, Utaná-
skrift mín er Sigurður Þórarins-
son jarðfræðingur, Náttúrugripa-
safnið, Reykjavík.
ille Adoula forsætisráðherra I
morgun, og að þeir muni ræðast
við að nýju í kvöld um málið.
Engar staðfestar fregnir hafa
borizt um handtökurnar, en hálf
opinberar heimildir herma að
Rússarnir tveir hafi átt í fór-
um sínum mikilvæg skjöl Kongó
stjórnar. Eiga þeir að hafa veitt
andstæðingum stjórnarinnar mik
ilvægar upplýsingar til að auð-
velda baráttu þeirra gegn stjórn-
innL
Handtökumium hefur verið mót
mælt í Moskvu, og sagir blaðið
Izvstia að hér sé um freklega
ögrun að ræða. Blaðið segir að
mönnunum hafi verið misþyrmt
á lögreglustöð í Leopoldville áð-
Ur en þeir voru flutttr í fang-
elsi. Þá skýrir blaðið eiruiig frá
því að fallhlífahermenn hafi liimi-
. kringt  rússneska  sendiróiðið  á
¦ þriðjudag, en á meðan hafi verið
I lokað fyrir síma og rafma!gin til
sendiráðsins.
Izvestia segir að blöð í Kongó,
sérstaklega blaðið Le Progres,
hafi verið mjög fjandsamleg
sendiráðum nokkurra erlendra
ríkja að undanförnu, og nefnir
þar sendiráð Sovétríkjanna.
Tékkóslóvakíu og Egyptalands.
Tekur blaðið fram að við öryggis
þjónustuna í Kongó starfi um 30
bandarískir ráðgjafar.
Sagt var í Leopoldville i kvöld
að ríkisstjórnin ræddi nú hvort
slíta bæri stjórnmálasambandi við
Sovétríkin.
Cefur 50 þús. til
stúlknaheimilis
KVENFÉLAGBD „Hvítabandið"
hélt nýlega fund og var hann
haldinn í minningu um 100 ára
afmæli fyrsta formanns félags-
ins, frk. ólafíu J6hannisdóttur.
Var á fundinum minnzt hennar
niikla og margvíslega menning-
arstarfs og lesið _upp úr ritum
henear.
Ákvað félagið að gefa kr. 50
þús. til þeirrar væntanlegu sitarf-
semi, sem vonandi verður bráð-
lega hafi/í, þ.e. að stofna heimili
fyrir stúlkur, er leiðst hafa ú.t í
óreglu og ekki eru færar um að
sjá um sig sjálfar. En það var,
sem kunnugt er, eitt af aðal-
áhugamálum frk. Ólafíu Jó-
hannsdóttur.
Mun félagið framvegis reyna
eftir getu að styðja slíka starf-
semi, þegar hún kemst á lagg-
irnar.
Ástríður
F^pfertsdóttir látin
Astríður Eggertsdóttir frá
Fremri-Langey í Breiðafirði,
ekkja Jóns E. Bergsveinssonar
erindreka SVFÍ létzt í Landa-
kotsspítala s.l. laugardag. Ást-
ríður var 78 ára að aldrL
Haínorfjörðar
STEFNIR, félag ungra Sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði, held
ur bingó í Sjálfstæðishúsinu í
kvöld kl. 8,30. — Margir góðir
vinningar.
Kefflavík
Aðalfundur Sjálfstasðisfélags
Keflavíkur verður haldinn í dag
kl. 9 síðdegis í Sjálfstæðishús-
inu.
Félagar eru beðnir um að f jöl-
menoa og mæta stundvislega.
Kópavogur
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Kópavogs verður haldinn í Sjálf-
stæðishúsi Kópavogs fimmtudag-
inn 28. nóv. kl. 20.30.
Fundarefni: 1. Venjuleg að-
alfundarstörf, 2. Önnur máL
Skíðasnjdr
á Hellisheiði
MlKI'ö og gott skíðafæri er nú
við Skíðaskálann í Hveradölum,
Hefur margt fólk komið þangaS
með skiði sín, síðan snjórinn féll
aðfaranótt miðvikudags. Um
helgina verður skiðalyftan í
gangi og brekkan upplýst.
— Irak....
Framhald af bls. L
frá rikisstjórn Baathista í Sýr-
landi til að reyna að jafna deil-
vu-nar. Forseti þéirrar nefndar
var Amin Hafez hershöfðingL
sem er jafnframt forsætisráð-
herra Sýrlands. Ekki tókust samn
ingar, og er Hafez nú komina
aftur til Damaskus.
Fyrst eftir byltingu hersins var
sett á algjört útgöngubann í Bag-
dad, en nú gildir bannið aðeina
yfir nóttina. Einn erlendu frétta-
mannanna í borginni símaði f
dag að allt væri þar með kyrrum
kjörum. Hann fór í gönguferð
um miðborgina og segir að verzl-
anir hafi verið opnar, og fólk
safnazt saman í kaffihúsum eina
og venjulega. Þá hefur verið til-
kynnt að bankar verði opnaðir
að nýju á morgun.
Hindrar einingu
Ekki hafa orðið miklar skemmd
ir af bardögum í höfuðborginni.
þótt sjá megi för eftir byssukúlur
á húsi varnarmálaráðuneytisina
og aðalstöðvum þjóðvarnarliðs-
ins. Skriðdrekar eru enn á verði
við útvarpsstöðina og við fleiri
opinberar byggingar.
Talið er að herstjórnin gefl
bráðlega út tilkynningu um skip-
un nýrrar ríkisstjórnar í landinu.
Telja stjórnmálafréttaritarar að
byltingin hafi orðið alvarlegt á-
fall fyrir Baathistahreyfinguna I
heild, og eigi eftir að hindra fyr-
irhugaða einingu íraks og Sýr-
lands.
Seint i kvold var tilkynnt 1
Bagdad-útvarpinu að Taher Ye-
hia hershöfðingi, fyrrverandi for
seti herráðsins, hafi verið skip-
aður forsætisráðherra nýrrar rík
isstjónar, en el Bakr fyrrverandi
forsætisráðherra skipaður að-
stoðar forsætisráðherra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24