Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 249. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 21. nóv. 1963
MORGUNBLADÍD
í
1
!
í
I
f


EINS OG skýrt var frá í blað-
inu í gær varð mikill eldsvoði
í Pípuverksmiðjunni við Rauð
arárstíg í fyrrakvöld. Við
slökkvistarfið slasaðist vara-
slkkviðlisstjóri Gunnar Sig-
urðsson og • liggur hann nú í
Landsspítalanum.
Fréttamenn Mbl. brugðu
sér í heimsókn til Gunnars í
gær og röbbuðu við hann ofur
litla stund.
— Ertu mikið meiddur?
— í>etta er ekki talið alvar
legt. Það brotnuðu þrjú rif,
en ekkert mun hafa laskast
út frá þeim. Mér er sagt að ég
geti haft af þessu talsverð ó-
not í a.m.k. vikutíma.
—  Hvernig bar þetta at-
vik að?
— Það var kl. rúmlega 10
í gærkvöldi að ég var stadd
ur niðri á slökkvistöð, en ekki
blökkviliðsmenn brjóta upp hurð. — Ljósm. Mbi.: Sv. Þ.
Aídrei legið í spítála fyrr
<r
— segir Gunnar varaslökkviliðsstjóri
á vakt. Þá gullu tveir bruna-
boðar með stuttu millibili,
annar á Týsgötu, en hinn á
Laugavegi 126. Síminn
hringdi skömmu síðar og þá
voru gefnar nánari skýring-
ar á brunköllunum. Annað
kallið var að Hvítabandinu,
en hitt að Pípuverksmðijunni.
Strax kom í ljós að ekki var
eldur laus í Hvítabandinu
heldur hafði slegið niður
reyk úr reykháfi. Kallað
hafði verið út allt slökkvilið
ið og komu því 40—50 manns
á vettvang.
Eldurinn var allur uppi á
lofti í Pípuverksmiðjunni og
gekk erfiðlega að komast að
honum.  Þarna  er  geymslu-
Gunnar Sigurðsson,varaslökkviliðsstjóri í sjúkrahúsinu í gær.
"•*%

*
loft fullt af hverskonar dóti.
Erfiðlega gekk að finna lúg
una upp á loftið, en ráðizt var
inn um þakglugga og þá fyrst
sló á eldinn er við settum
„kjallarastút" sem við köll
um svo, inn um gluggann,
en hann er þannig að stútur
inn snýst er vatnþrýstingur-
inn kemur á honn og úðar
vatninu í allar áttir.
—  En þegar slysið bar að
höndum?
—  Eg var uppi á loftinu
ásamt nokkrum öðrum og
vorum við að fikra okkur eft
ir þvi Þá féll ég skyndilega
niður um. gat, sem var svo
þröngt að ég komst ekki al-
veg niður, Þetta gat er.upp af
steypuvélinni og mun þjóna
einhverjum tilgangi í sam-
bandi við hana.
— Það gekk bæði erfiðlega
að rífa þiljur innan úr þakinu
og einnig að ná þakplötunum
af. Klæðningin vt c hólfuð
sundur og klætt með trétexi,
en við hitann myndaðist af
því gas, er blossar upp í glugg
um er það fær nægilegt súr-
efni. Af því stöfuðu blossarn-
ir út um gluggana. Erfitt var
að ná þakplötunum af eink-
um vegna ísingar er myndað-
ist á þeim í frostinu. Þakið
var stoppað með sementspok
um og brenna þeir með mikl
um reyk.
— Hvað um skemmdir?
—  Miklar skemmdir hafa
að sjálfsögðu orðið á húsinu,
en ekki tiltakanlegar á tækj-
um í því, en sement kann að
hafa skemmzt af vatni. Menn
þurftu að vera með grímur
við slökkvistarfið, en þegar
ég féll niður var ekki svo
mikill reykur að ég þyrfti að
hafa hana.
— Oft legið á spítala?
—  Aldrei áður. Mér hefir
ekki orðið svo mjög misdæg-
urt og "aldrei hent slys fyrr
við starfið. Er þé búinn að
vera 5 ár hér í slökkviliðinu.
Var áður 15 ár hjá hitaveit-
unni uppi á Reykjum. En ég
vildi komast í meiri hita og
því fór ég í slökkviliðið.
Slökkviliðsmaður  hefur sett
upp súrefnisgrímu áður  en
hann  leggur  til  atlögu  við
eldinn
;; \*
Vígsluför nýja Djúp-
bátsins, Fagraness
STAKSTEIIVAR
Fyrsta skrefið
Alþýðublaðið birtir í gær for-
ystugrein, þar sem gerðar eru að
umtalsefni tilraunirnar til að
koma á vinnufriði og leysa kjara-
málin.
Kemst blaðið  þar  að  orði á.
þessa leið:
„Fyrsta skrefið í heildarsamn-
ingum um kaupgjaldsmál, sem
ríkisstjórnin gengst nú fyrir, hef-
ur verið stigið. Það var lausn
þess vanda, hvernig verkalýðs-
samtökin annars vegar og at-
vinnurekendur hins vegar gætu
á skynsamlegastan hátt staðið að
samningunum, en hvorugur aðil-
inn er skipulögð heild,
Auk landsnefndar verkalýðs-
félaganna hefur 12 þúsund manna
hópur, sem lýtur forystu lýðræð-
issinna í félögum sínum, haft
samtök í haust um þessi mál.
Eru þar í flokki mörg merkustu
verkalýðsfélögin, svo sem samtök
sjómanna,      verzlunarmanna,
verkakvenna og margra iðnstétta.
Samvinna á jafnréttisgrundvelli
hefur nú tekizt og verður von-
andi hægt að taka til óspilltra
málanna við sjálf kjaramálin."
Skáldleg tíð
Andrés  Kristjánsson  ritstjóri
ritar  bókmenntagagnrýni   um
Skáldatíma, hina
^vjsss' nýiu Dok H»H-
| dórs Laxness, í
| Tímann í fyrra-
|. dag. Gerir hann
þar m.a. saman-
burð  á  Gerzka
ævintýrinu   og
Skáldatíma.  —
Kemst  ritstjór-
inn í lok grein-
ar sinnar að orði á þessa leið:
„En hvað sem líður öllum þess-
um samanburði og ívitnunum,
furðar mann satt að segja á því.
hve lítið Laxness verður að taka
aftur af þvi, sem hann skrifar í
Gerzka ævintýrið, þegar ná-
kvæmlega er skoðað. Það örlar
svo víða á vaði fyrir neðan hann,
og það vað fer hann síðan í
Skáldatíma. í afturhvarfi hans
koma fram mannleg og heiðar-
leg viðbrögð, og hann sýnir að
hann er fær um að halda skáld-
reisn sinni, einnig þegar hann
skoðar hug sinn og gerir sjálfan
sig að nokkru rannsóknarefni.
En eitt gerir hann sér vafalanst
ljóst: Hann er aftur kominn í bát-
inn til André Gide og skuldar
honum satt að segja nokkra við-
ureknningu. „Ógæfa mín var of-
trú á lofið," sagði André Gide
um 1930. Og nú kveður Laxness
upp sinn dóm: „Stærsta axar-
skaft okkar vinstri sósíalista
fólst í trúgirni."
Það ber ekki mikið á milli —
aðeins þrjátíu ár. Og „var þetta
kannski ekki skáldleg tíð?"
ÞÚFUM, N--ÍS, 19. nóv.
Hið nýja skip Djúpbátsfélags-
Ins, FAGRANES, fór frá ísafirði
kl. 9.30 þriðjuda^inn 19. þ. mán.
í fyrstu ferð sína um fararsvæði
sitt inn í Djúp. Var ferð þessi
farin til þess að heilsa upp á
Dújpmenn. Þennan dag fór einn-
ig bátur sá, er annazt hefur ferð-
irnar nú um  tíma, í áætlunar-
ferð sina, og skiptu bátarnir höfn
um Djúpsins og viðkomustöðum
á milli sín, til þess að gefa fólki
kost á að koma um borð í skipið
og fara með því inn i Reykjanes,
því að þar var ákveðin dáJítil
dvöl og samkoma um borð í
hinu nýja skipi, til þess að skoða
Frá Isafjarðarkaupstað var lagt
af stað í björtu og fögru veðri.
Tóku nokkrir ísfirðingar sér far
með skipinu í þessa fyrstu ferð
þftss, svo og nokkrir Djúpmenn,
er fóru heim til sín FTamkvæimda
stjóri félagsinis, Matthías Bjanna-
son, al'þingismaður, og frú hans,
Halldór Gunnarsson, sá er sigldi
skipinu til ísafjarðar, o.fl.
Fyrsti viðkomustaður skipsins
var í Æðey og næsti Bæir. Þar
yar lagzt að bryggju, of bættust
í hópinn allir bændur af Snæ-
fjallaströnd og flestar konur
þeinra, sem tóku sér far til Ro^k-
janess. Bændur buðu skipið vel-
komið með húrralhrópi, er það
lagðist að bryggju — Þaðan
var farið að Melgraseyri, og tók
sú ferð ofurstutta stund á hinu
hraðskreiða skipi. Á Melgraseyri
komiu nokkrir bændur um börð
og héldu með því til Reykjaoiess.
Á bryggju í Reykjanesi stóð
hópur nemenda ásamt fjölda
fóiks úr sveitinni. Var skipið
'boðið velkomið.
Að því búnu var setzt að hófi í
salarkynnuim skipsins, og voru
veittar þar rausnarlegar veiting-
ar. Síðan fóru fram mikil
ræðuhöld. Matthías Bjarnason
lýsti skipinu og búnaði þess.
Siðan tók formaðux stjórn-
arinnar, Páll Pálsson í Þúf-
um, til máls Qg sagði frá gangi
mála í byggingarsögu skipsins.
'"•   Framhald á bls. 23.
Tákn um sættir
f brezkum blöðum kemur það
víða fram, að á heimsókn forseta
fslands til Bretlands er litið sem
tákn þess, að fullar sættir hafi *"
nú tekizt milli fslendinga og
Breta eftir „þorskastríðið". fs-
lendingar fagna þessum ummæl-
um brezkra blaða. Það er ís-
lenzku þjóðinni mikið fagnaðar-
efni að góð sambúð og einlæg
vinátta hefur á ný tekizt við
brezku þjóðina, eina ágætustu
og þroskuðustu menningarþjóð
heimsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24