Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 249. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MOkCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. nðv. 1963
Forsetinn í boði borgarstjorans í London:
Fleira skylt með þjoöum vorum
en vér gerum oss
daglega grein fyrir
Forsetinn í boði borg........66
BORGARSTJÓRINN í London,
James Harman, hélt íslenzku for-
setahjónunum veizlu á þriðju-
dagskvöldið í Guildhall. Voru
þar samankomnir 400—500 gest-
ír, og var veizlan hin virðuleg-
asta.
Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir
var skautbúin og bar stórkross
Fálkaorðunnar. Borgarstjórinn
tók á móti forsetahjónunum og
leiddi forsetafrúna til borðs, en
forsetinn borgarstjórafrúna. Voru
síðan leiknir þjóðsöngvar beggja
landanna.
Meðal gesta í hófinu voru ýms-
ir ráðherrar, fylgdarlið forsetans
og nokkrir aðrir íslendingar,
sendiherrar, þingmenn, fulltrúar
hers, flota og flughers, borgar-
stjórnarfulltrúar,      listamenn,
menntamenn og fjármálamenn.
Fimmréttað var og snætt við
kertaljós og tónlist, en á undan
máltíð beðin borðbæn. Matseð-
ill var fagurlega skreyttur mynd-
um frá íslandi.
Á undan borðhaldi heilsuðu
borgarstjóri og forsetahjónin öll-
um gestum með handabandi. Síð-
an færði borgarstjóri forseta gjaf
ir. Var það bókagjöf og áritaður
silfurbakki. Forseti þakkaði og
sæmdi borgarstjóra íslenzku
Fálkaorðunni. Var veizlan öll hin
konunglegasta og stóð til kl.
22,15.
Forsetinn flutti ræðu í veizl-
unni, og sagði m.a.:
„ÍSLENDINOAR hafa að vísu
heimsótt þessa miklu borg um
aldir. Og sá var tíminn, fyrir níu
öldum, að Engil-Saxar og íslend-
ingar skildu hvors annars tungu
að mestu. Hálfur titill sjálfs borg
arstjórans, Lord, er bæði engil-
saxneska og íslenzka, þó síðari
hlutinn, Mayor, sé frá Normandy.
Og mér er sagt, að austurendi
þessa gildaskála heiti enn „Hust-
ings," sem er enn þann dag í
dag góð og gild íslenzka, „hús-
þing," eða sú samkoma, sem hald
in er undir þaki, en ekki berum
himni. Og sú enska finnst mér,
sem fslendingi að sjálfsógðu bezt
og stílfegurst, sem notar mest
af hinum fornu, stuttu og lag-
góðu engilsaxnesku orðum.
Það er fleira skylt með þjóð-
um vorum en vér gerum oss dag-
lega grein fyrir. Vér höfum staf-
rófið, og sjálft nafnið á því, frá
engilsöxum, og mörg kirkjuleg
orð, sem falla vel við vorn eigin
málblæ, enda á íslenzk kristni
mikið af fyrsta þroska sínum að
þakka heimsóknum enskra trú-
boðsbiskupa.
En þó er það mest um vert,
hve líkt er á komið um stjórn-
skipun og stjórnarfar í löndum
vorum. Hið íslenzka Alþingi og
hið brezka Parlament eru bæði
af sömu rót runnin. Brezkur full-
trúi lét svo um mælt á þúsuad
ára Alþingishátíð fslands, að þó
hið brezka Parlament væri móð-
ir annarra Parlamenta, þá væri
Alþingi íslendinga samt amma
þeirra.
Þróunin hér á Bretlandi hefir
leitt til þess stjórnskipulags, sem
nú heitir þingræði, og eftir þeirri
fyrirmynd höfum vér á síðustu
hundrað árum lagað vora þing-
stjórn. Frá Bretlandi hefir svo
það skipulag borizt um heim all-
an til lýðfrjálsra þjóða, og. unnið
þeim ómetanlegt gagn. Það köll-
um vér nú hinn frjálsa heim.
Land vort liggur í miðju hafi,
en Norður-Atlantshafið er nú
nokkurs konar Miðjarðarhaf
hinna elztu og öruggustu lýð-
ræðisþjóða. Þetta er góð lega, og
oss vel ijóst, að fámenn þjóð er
ekki örugg, nema hún búi við
gott nágrenni. Atvinnuvegir vor-
ir eru fábreyttir, og vér greið-
um með fiski og sjávarafurðum
mestan hluta þess innflutnings,
sem nauðsynlegur er nútíma
menningarþjóð.
Alþjóðaálit um fiskveiðaland-
helgi hefir breytzt á síðari árum,
og íslendingum lífsnauðsyn áð
stækka landhelgi sína. Þessi hags
munaárekstur leiddi til alvar-
legra átaka, sem hvorki Bfetar
né íslendingar óskuðu eftir. En í
þorskastríðinu, sem sumir hafa
kallað svo, voru sáttfúsir stjórn-
málamenn við völd, og skipherr-
ar á hafinu, sem skiptust meir á
heilræðum  úr  ritningunni  en
skotum. Vísast hefði brezkum og
íslenzkum víkingum fyrri alda
þótt það lélegt stríð! Viðureign
þessari lauk, án slysa með sátt
og samkomulagi. Vér hittumst
nú sem gamlir vinir og góðir ná-
grannar, meir til að muna allt
betur, sem vel hefir verið um
sambúð vora. Ef allt ætti að
muna og engu að gleyma, sem
þjóðum og ættum hefir borið á
milli, þá væri allri vináttu og
velvild útrýmt af jörðinni, og
fjandskapurinn einvaldur.
Herra borgarstjóri! Ég flyt yð-
ur beztu þakkir fyrir virðulegt
boð á þessum fornhelga stað, og
hinni brezku þjóð vinarkveðju
frá íslendingum."
Ræða forsetans..............
Var gerður góður rómur að
ræðu forsetans og mikið klappað.
Þá kvaddi borgarstjóri sér hljóðs.
Hann bauð gesti velkomna til
þessarar veizlu, sem hann sagði
að væri sú fyrsta, er hann héldi
erlendum þjóðhöfðingja. Ræddi
hann nokkuð um sögu íslands og
tengsl landsins við Bretland. fs-
lendingar kaupa vörur í Bret-
landi fyrir að meðaltali 30 sterl-
ingspund á mann, eða meira en
nokkur þjóð utan samveldisins.
ísland er nokkurskonar Aþena
norðursins, sagði borgarstjórinn,
og eru Bretar hreyknir af að kalla
íslendinga frændur. Enskukunn-
átta íslendinga er mikil, og ís-
lenzkar bókmenntir hafa mikil
áhrif haft á mörg ensk skáld. Þá
nefndi borgarstjórinn sjálfstjórn
á lýðræðisgrundvelli, og löggjaf-
arþing, sem hvorttveggja væru
rótgróin brezk fyrirbæri. Þó væri
hvorttveggja eldra á íslandi.
Hann nefndi landafundi Leifs
heppna, og kvað hafið gera þjóð-
ir okkar að nágrönnum. Land-
helgisdeilan  væri  góðu  heilli
Jumes Harman  borgarstjóri  í London  i  embættisskrúða  sínum
leyst fyrir tveimur árum, og öll
sárindi í því sambandi úr sög-
unni.
ísland nútímans er á eins
hraðri framfarabraut og nokkuð
annað Evrópuland, sagði borgar-
stjórinn, en íslendingseðlið ó-
breytt. Las hann upp snjalla lýs-
ingu á því eðli eftir sir Richard
Burton.
— Vinátta þjóða okkar er
byggð á gagnkvæmri virðingu og
samvinnu í alþjóðamálum. Við
erum ákveðnir baráttumenn fyr-
ir frelsi, lýðræði og einstaklings-
frelsi, og heimskunnir fyrir að
vilja verja þær hugsjónir. Vin-
áttusamband þjóða okkar hefur
aldrei verið traustara en nú og
nærvera forseta íslands í kvöld
er tákn ensk-íslenzkrar vináttu
og hið ánægjulegasta merki í sögu
þeirrar vináttu milli þjóða okk-
ar, sagði Harman borgarstjóri a8
lokum.
í veizlunni var forsetafrú Dóra
Þórhallsdóttir skautbúin með
sjal úr hvítri blúndu.
Kaupmannahöfn, 12. nóv.
ÞJÓÐBANKINN danski lækk
ar forvexti frá og með morg-
undeginum um y2% niður i
5]/4%. Fyrir þremur mánuð-
um voru vextirnir Iækkaðir
úr 6%% í 6%.
• Vilja Jamaicu-
svertingjar flytjast
hingað?
Velvakanda hefur borizt
grein, sem birtist í dagblaðinu
„Daily Gleaner", en það er gef
ið út í borginni Kingston á
eynni Jamaicu í Vestur-Indí-
um. Höfundur hennar heitir
F. W. Brideswater. Hefur hún
vakið talsverða athygli á Norð
urlöndum, m. a. birzt í hinu
góðkunna norska tímariti „Far
mand". í greininni er uppá-
stunga um að svertingjar, sem
eiga við mikil landþrengsli að
búa, flytjist til Norðurlanda,
og þá einkum íslands.
Greinin ber heitið:
• Tala Norðurlanda-
búar af heilum hug?
„Herra rítstjóri.
Ég  hef  fylgzt  með  þeim
fjöldafundum og samþykktum,
sem nýlega hafa átt sér stað
á Norðurlöndum til stuðnings
blökkumönnum í Suður-
Afríku og Bandaríkjunum.
Dönsk veitingahús köstuðu
matvörum frá Suður-Afríku,
og danskir hafnarverkamenn
neituðu að lesta skip með vör-
ur frá Suður-Afríku. í Svíþjóð
voru haldnir fjöldafundir gegn
kynþáttastefnunni . í Suður-
Afríku og Bandaríkjunum, og í
kjölfar þeirra fylgdu mótmæla
göngur til sendiráða þessara
landa.
Þessi lönd eru 100% „hvít"
lönd. Þar er atvinna næg og
lífskjörin jafngóð eða betri en
í Englandi eða Bandaríkjunum.
Og nú kem ég að kjarna
málsins. Þegar skip þessara
þjóða koma hingað, eiga þá
svartir sjómenn á Jamaica
þess nokkurn kost að fá vinnu
á þeim? Nei. Jamica skortir
þar að auki möguleika til út-
flutnings mikils fjölda manna
(auðvitað   eru   þeir   flestir
svartir) svo að þeir geti bætt
lífskjör sín. En alls staðar hafa
þeir komið að lokuðum dyr-
um.
Nú þegar Jamicabúar eru
húsbændur á sínu eigin heim
i il— og þeir eru þekktir fyrir
skort sinn á kynþáttafordóm-
um, hvaða litarhátt, sem þeir
svo hafa — ættum við þá ekki
að sannreyna, hve ósvikin um
hyggja Norðurlandabúa er fyr-
ir lituðum kynþáttum. Eg skora
á ríkisstjórnina að snúa sér til
Danmerkur, Svíþjóðar og
Noregs í því skyni að fá þessi
lönd til að taka við janfmörg-
um útflytjendum frá landi okk
ar og England hefur gert. Til-
lagan er sett fram í fullri al-
vöru. Norðurlöndin hafa tekið
fyrsta skrefið, fylgjum því fast
eftir.
Einhver framkvæmdasöm
ferðaskrifstofa ætti án tafar að
leigja skip til þess að sigla til
Norðurlanda. í Svíþjóð einni
eru óbyggð landssvæði svo fer-

\\\\\Vvi-,/
Q^>

mílum skiptir. f Noregi gætu
fiskimenn okkar sezt að i
hundraðatali og veitt þann
sama þorsk, sem síðan er flutt
ur inn hingað.
Og enn get ég haldið áfram.
ísland er einnig raunverulega
óbyggt land. Þar er óhemja al
heitum uppsprettum og þar
eru ótæmandi möguleikar. ViS
höfum keypt saltfisk frá ís-
landi, og íslendingar hafa látiS
í ljós samúð sína með öJlu lit-
uðu fólki. Ég hef sjálfur verið
hvattur til þess af Dönum ojjj
íslendingum að senda til þeirra
hvern sem er frá Jamaica, hvm
nær sem er. Þeir myndu meí
gleði taka á móti Jamaicabú-
um sem gestum inn á heimill
sín.
Ef ég væri útflytjenda-rá8-
herra (eða hvað embættið nú
heitir) myndi ég tafarlaust taka
málið upp við þessar fjórar
umræddar þjóðir og biðja þær
að taka á móti 100.000 atvinnuj
leysingjum, og minna á þær
óskir, sem þær hafa látið í ljóa
í blöðum sínum um að hjálpa
okkur.
Er.gar aðrar þjóðir hafa lát-
ið slíkar óskir í ljós. Jafnvel
Afríka óskar ekki eftir neinum
héðan, nema þeir séu læknar,
verkfræðingar eða þ.u.l. Og
hvaða verkfræðing eða háskóla
mann myndi láta sig dreyma
um að yfirgefa blessaða eyj-
una okkar? Það er afar mik-
ilvægt í efnahagslegu tilliti aS
tæma göturnar hér af atvinnu-
leysingjum og hjálpa þeim a8
nota þetta ækifæri, sem býðst
frá Svíþjóð, Danmörku og
Noregi og íslandi. Sem sjálf-
stæð þjóð geta Jamaicabúar
farið til þessara þjóða, fengið
skipin til að beina för sinni
þangað og gefið okkur, sem
lifum í örbirgð nýja von.
F. W- Brideswater,
Kingston,
Jamaica.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24