Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 249. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						f
Fimmtudagur 21. nóv. 1963
MQRCUNBLAÐIÐ
13
Árni G. Eylands:
Eftir-hreytur
Hreppur til sölu
ÞRJÁR blaðaúrklippur hef ég
liggjandi á borðinu fyrir framan
mig. Víst væri þörf á að gera
þeim nokkur skil, og þó er ég
hikandi við það. Finn mig ekki
hafa aðstöðu til þess að vinna
hér að sem þarf, og veit að Morg-
Unblaðið getur ekki leyft mér
Bíðurúm fyrir nema lítið brot af
því sem segja þarf um mál það
lem hér er um að ræða.
Vil því aðeins drepa á þessar
Úrklippur í stuttu máli.
Fyrsta úrklippan eða sú sem
ég vil nefna fyrst, er auglýsing
í Morgunblaðinu 29. okt. Þar aug
lysir stjórn Kaupfélags ísfirð-
inga „Lax- og silungsveiðijörð til
sölu"--------„eyðijörðina Bakka-
sel í Langadal, Norður-ísafjarð-
arsýslu".
„Jörðinni fylgja laxveiðirétt-
indi í Langadalsá og silungsveiði-
réttindi í vötnum á Þorskafjarð-
arheiði".
Ljóst er það kvað þeir vilja,
hvert agnið er, og ekki þarf að
efa að á það verði bitið — lax- og
silungsveiðiréttindi.
Þessi auglýsing er vitanlega
ekki einsdæmi og engan veginn
á hana bent Kaupfélagi fsfirð-
inga til vansa, fjarri því. Hið
eina sem ef til vill má segja að
sé ofurlítið sérstætt við auglýs-
ingunna er að hún er undirrituð
af stjórn kaupfélagsins, en slíkt
mun vera heldur óvanalegt þegar
um söluauglýsingar er að ræða.
— Til þess geta legið einhverjar
ástæður mér ókunnar.
Nei, þessi auglýsing er ekk-
ert einsdæmi, því fer fjarri. Ef
ég man rétt eru ekki margir
mánuðir síðan að auglýstar voru
í einu númeri 3 eyðijarðir norð-
ur við Horn og tilgreindir veiði-
möguleikar. Mér skilst að það sé
orðin gangur málanna nú er
margar jarðir leggjast í eyði, að
efnamenn kaupa þær vegna veiði
vona, jafnvel kaupa þær af mönn
um sem eru að gefast upp við bú-
skip sökum aldurs eða af öðr-
um ástæðum, til þess beinlínis og
hiklaust að leggja jarðirnar í
eyði en njóta veiðinnar eftir
föngum. Og fyrir veiðina leggja
þeir jafnvel mikið í sölur, ekki
bara við kaupin heldur einnig að
bæta hana ef hægt er.
Við slíkar sölur og kaup getur
verðið eitt verið næg ástæða til
þess að gera jarðir algerlega ó-
byggilegar á arðbæran hátt.
Hér kom maður ættaður af
Mýrum, hann sagði frá smájörð
þar á Mýrunum. Aldrað fólk brá
búi og seldi jörðina manni sem
fór að búa þar, fyrir 200 þús.
kr., innan skamms seldi hann
laxveiðimanni í nærliggjandi
þorpi jðrðina fyrir 600 þús. kr.
<i— Lax- og silungsveiði. — Nú
eru 600 þús. kr. ekki nema verð
lítillar íbúðar í Reykjavík, svo
að ekki heimskaði veiðimaðurinn
sig á kaupunum, þau voru vafa-
laust góð frá laxveiðisjónarmiði
6éð, en verðið er auðvitað langt
of hátt til þess að svara til venju-
legs búskapar á smájörð þessari.
—  Og hvað tekur svo við um
þessa jörð? Þrír möguleikar eru
fyrir hendi, nefni þá sem dæmi
um slíkt:
1. Að jörðin leggist f eyði og
verði ekki nýtt sem bújörð.
2. Að einhver búi þar við lít-
inn kost og þau kjör að landeig-
andi í kauptúninu sitji að veið-
inni, og að í samræmi við það
njóti ábúandi mildra kjara, en
um leið er fyrir bí að jörðinni
sé sómi sýndur til lands og húsa.
¦_.  3. A3 landeigandi sé svo efnað-
ur og stórlundaður að hann efli
einhvern til ábúðar á jörðinni,
kosti til húsa og hjálpi ábúanda
til að rækta án þess að hann —
ábúandinn — vinni þar fyrir gýg.
Ljóst er af reynslu síðustu ára
að fyrst greindi möguleikinn er
sá líklegasti. Útkoma samkvæmt
möguleika nr. 2 er ekki ókunn á
Mýrum og svo mun víðar. Ekki
er það álitlegt hvorki fyrir
bændastéttina, sveitarfélag né
þjóðfélagið.
Þriðji  möguleikinn  er  sjald-
gæft  fyrirbæri  og  til .lítils  að
reikna með svo góðu.
— O —
Önnur úrklippan er úr Morg-
unblaðinu næsta dag eða 30. okt.
1963. Þar er sagt frá því að 4
þingmenn hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu í Sameinuðu
þingi um að fela ríkisstjórninni
að skipa þriggja manna nefnd til
þess „að kynna sér ástæður fyrir
því að jarðir fara í eyði" o.s.frv.,
og er þar einmitt höggvið eftir
því sem ég nú hefi nefnt um lax-
veiðijarðirnar. Svo er drepið á
hvort ekki sé eðlilegt að Jarða-
kaupasjóður ríkisins kaupi jarðir
sem fara í eyði, og fl. er rætt þar.
Þetta er stórlega gleðilegt, að
ráðamenn hafa komið auga á
hver öfugþróun hér er á ferðinni,
og hver þörf er að setja undir
lekann. Hefði mátt fyrr vera. —
Já, nefnd, svo er það, líklega
verður það úrræðið. Margar
nefndir hafa unnið vel. En stund-
um hafa nefndir orðið til þess að
svæfa málin og eru þess fersk
minni einmitt á búnaðarsviðinu.
Þetta er vandamál, ég held að
það verði ekki leyst, raunar mis-
vísandi að tala um að það verði
Ieyst, nær að tala um að bjarga
því sem bjargað verður, — ég
held að ekki komi til verulegra
bjargráða nema með hörðum
tökum — og hér liggur á að beita
hörðum og ákveðnum tökum í
eyðijarðamálinu yfirleitt, ekki
bara að því er snertir hlunninda-
jarðirnar.
Þess vegna má ekki svæfa þetta
mál í nefnd. Hér þarf skjót og
ákveðin tök, og satt að segja er
ég svo trúaður á vit og manndóm
þingmannanna f jögurra sem báru
fram þingsályktunartillöguna um
ræddu, að þeir gætu vel á einu
kvöldi samið frumvarp til laga
um þessi mál, sem bjargað gæti
miklu og orðið viðspyrna gegn
því að eins ört sigi á ógæfuhlið
í þessum málum eins og nú virð-
ist eiga sér stað, og vera fram-
undan, ef ekki eru rammar skorð
ur reistar við því. — Hvaða leið
sem verður valin — í öllum ham-
ingjunnar bænum, svæfið ekki
málið í nefnd eða á annan hátt.
Hér skulum við allir að vinna,
mættu þingmenn sveitanna
segja.
Þeir fjórmenningarnir nefna í
greinargerð sinni eða tillögum, að
væntanleg nefnd skuli „safna
gögnum um áhrif slíkrar þróun-
ar á landbúnað annara þjóða og
ráðstafanir þeirra þjóða til varn-
ar gegn henni". — Og nú tek ég
fram þriðju blaðaúrklippuna:
Það er smáklausa í norska
bændablaðinu Nationen 16. okt.
1963. Þar segir svo:
Konsúll Thor Treider hefir
fengið stjórnarleyfi (konsesjón)
til þess að kaupa fjallabýlið Lo-
seterhögda í Hedal. Býlið er 600
ha að landvídd og er nú í leigu-
ábúð. Verðið er 110 þús. krónur.
Skilyrði (landbúnaðarráðuneyt-
isins) fyrir kaupunum eru meðal
annars, að kaupandi láti hið allra
bráðasta gera rekstursáætlun
(driftsplan) um notkun jarðar-
innar, og að skógplöntun og
framræsla verði hafin á jörð-
inni. Að öðrum kosti verður
kaupandi að skuldbinda sig til
innan 5 ára að setjast að á jörð-
inni sem fastbúandi bóndi þar.
Þessi stutta frásögn segir mik-
ið. Að hér getur ekki hver sem
vill og peningaráð hefir vaðið
fram og keypt jarðir til þess að
leggja þær í eyði, nema með því
að skuldbinda sig til þess að gera
þeim til góða í miklum mæli, t.d.
með því að rækta þar skóg til
framtíðarnytja. — Ella er búseta
og búskapur á jörðinni það sem
verður að vera.
Hér er á ferð sýnishorn af Bún-
aðarlögunum norsku frá 1955
(Jardlova) — harðhent lög og
markviss. Auðvitað girða þau
ekki fyrir að jarðir fari í eyði,
að því eru mikil brögð og enginn
ræður við slíkt, — og stundum
og sums staðar verður ekki talið
æskilegt að vinna gegn slíku,
eins og þjóðfélagsháttum nú er
komið. En lögin eru samt merki-
leg og margt gætum við af þeim
lært (ef við erum ekki orðnir of
stórir til að læra af öðrum?) —
Hvað um það, til eigin ráða verð-
um við einnig að grípa, og getum
vil gripið, ef þing og stjórn vilL
Það er engin nauðsyn né örvæn-
isúrræði að fljóta sofandi að
feigðarósi í þessu mikla vanda-
máli.
— O —
Fyrirsögn þessarar greinar
kann að þykja undarleg og jafn-
vel harkaleg. En athugum málið.
Hreppur til sölu. Þetta er engin
fjarstæða eins og nú fer fram og
horfir ef ekkert er að gert.
Væri ekki glæsilegt fyrir auð-
ugan Seyðfirðing (ef hann væri
nokkur til?) að kaupa Loðmund-
arfjörð „með húð og hári" þegar
vinur minn Stefán í Stakkahlíð
og hans fólk gefst upp á því að
sitja þar á einu búi í firðinum
öllum, sem engan skyldi undra
þótt brátt verði, slíkt er óumflýj-
anlegt.
Og hvað um Mjóafjörð? Væri
ekki gagn og gaman fyrir auð-
mann á Norðfirði (Neskaupstað)
að eignast fjörðinn og hafa þar
sumarsetu og veiði? Varla-getur
sá mæti maður Vilhjálmur í
Brekku varið hina litlu byggð
sína auðnaröflunum til lang-
frama, þess er engin von, þótt
mikið hafi hann að verja þar sem
er ættleifð hans glæsileg, en ekki
að sama skapi auðsetin til bú-
skapar með tæknitökum. (Ef til
vill bjargar síldin því að Mjói-
fjörður fari ekki í eyði?) — Það
þarf svo sem enga auðmenn til
að kaupa heilan hrepp sem er
farinn í eyði, eða þar sem síð-
asti manndómsmaður bíður eftir
Framh. á bls. 10.
UM BÆKUR
•
Við f jöll og sæ
Hallgrímur Jónasson.
VIÐ FJÖLL OG SÆ.
Leiftur h.f., Reykjavík.
HIN nýja bók Hallgríms Jónas-
sonar, Við fjöll og sæ, skiptist í
þrjá meginhluta. Heitir sá fyrsti
Gesti bar að garði, og eru átta
stuttir þættir í þeim hluta. Segir
þar frá nokkrum gestakomum á
bernskuheimili höfundar, sem
festst hafa í minni hans, en hann
ólst upp norður í Skagafirði. Eru
þeir þættir bæði skemmtilegir og
fróðlegir.
Fyrsti kaflinn nefnist „Viltu
koma að slá?" Er þar greint frá
stuttri viðstöðu þriggja ferða-
manna, tveggja karlmanna og
einnar konu, sem brugðu sér
heim á bæinn til að biðjast
drykkjar. Heimafólki virtist ann-
ar gesturinn „eitthvað óvenju-
legur maður, kvikur og fallega
vaxinn, og svo vel búinn, að at-
hygli vakti. Samt var það eitt-
hvað enn annað, sem gerði hann
svo minnisstæðan, framkoman
öll og fas hans, málfar og hlý-
leiki orða og hugarfars." Þessi
óvenjulegi ferðalangur var Einar
Benediktsson. Hans hefur verið
getið oft og víða, enda skildi
hann eftir sig mörg sporin. Sú
mynd, sem Hallgrímur Jónas-
son dregur þarna upp af honum,
er að vísu skyndimynd, svip-
mynd, en sýnir þó vel þennan
frjálsmannlega heimsborgara,
sem var jafnt óþvingaður, hvort
sem hann fór um traðir afdala-
bæjar eða torg heimsborga.
Skammastu upp í skotið þitt
er óhugnanleg lýsing á kjörum
munaðarlesyingja á fyrri öld.
Atvik það, sem þar er frá sagt,
mun nú mörgum þykja ótrúlegt,
en það mun þá vart hafa verið
einsdæmi.
í  þættinum  Heppni  að  snúa
við er sjúkdómssaga höfundar.
Þar segir hann frá heiftarlegum
útvortisberklum á fæti, sem
hrjáðu hann í bernsku. Svo
magnaður var sjúkdómurinn, að
ákveðið var — að læknisráði —
að taka af honum fótinn, þar
sem honum var ekki hugað líf að
öðrum kosti. Átti að leyna barn-
ið því, sem í vændum var. En
einhvern veginn komst hann að
því, hvað yfir honum vofði. Bað
hann þá, að hann fengi að deyja
heima hjá sér heldur en að missa
fótinn, og urðu foreldrar hans
við þeirri ósk. Tveim árum síðar
var hann fullgróinn sára sinna.
Annar hluti bókarinnar er
ferðaþættir, og ber sama nafn og
bókin, Við f jöll og sæ. Er sá hluti
síðri, ef miðað er við bóklega
framsetningu. Flestir — ef ekki
allir ferðaþættirnir hafa verið
fluttir í útvarp og hlotið vin-
sældir að verðleikum. En hvort
tveggja er, að efni, sem flutt er
í útvarp með hljómmikilli rödd,
missir oft nokkuð af krafti sín-
um, þegar það er lesið af bók,
og þar að auki hefur Hallgrímur
jafnan fellt inn í þætti sína ýmiss
konar efni, einkum viðvíkjandi
ferðalögum, sem aðeins varðar
einstaklinga eða hópa (t. d. þakk
arskeyti), en hefur ekki almennt
gildi, efni, sem sem getur átt
heima í útvarpi og blöðum, síður
í bókum. Má í því sambandi
nefna þáttinn Hauststormur á
Kili.
Hallgrímur ann landi sínu,
einkum óbyggðunum, þar sem
kyrrðin ríkir, kyrrð og friður,
sem okkur borgarbúum gefst í
svo fáum og smáum sköm'mtum.
Hann lýsir mörgum stöðum, sem
fyrir augu hans hafa borið. Nátt-
úrulýsingar hans eru skrúðmikl-
ar  og  rómantískar.  Víða  tekst
x<w::.v
Hallgrímur Jónasson.
honum vel upp í þeim lýsingum,
en sums staðar bryddir á því, að
hann leiði lesandanum fremur
fyrir sjónir aðdáun sína en þá.
landslagsmynd, sem hann hyggst
bregða upp, lýsingarorðin bera
efnið ofurliði, maður fær glans-
mynd í stað landslagsmyndar.
Engu síður munu ferðaþættir
hans verða merkilegar heimildir,
þegar tímar líða. Kynslóð hans,
brautryðjendurnir á fyrstu ár-
um Ferðafélags íslands, kannaði
óbyggðirnar og gerði almenningi
kleift að ferðast um þær á þægi-
legan hátt. Því brautryðjenda-
starfi er þó ekki lokið enn og
lýkur ekki, fyrr en fyrsta flokks
vegir, færir öllum bílum, liggja
um allar helztu öræfaleiðir. Vera
má, að það eigi óralangt í land,
en sú tíð mun þó koma. Og þá
munu menn áreiðanlega hafa
gaman af að lesa frásagnir þeirra,
sem fyrstir brutust yfir torfærur
og vegleysur til að kanna lítt
þekktar slóðir.
Eins og flestum er kunnugt,
er Hallgrímur Jónasson hagyrð-
ingur góður. Hefur hann víst far-
ið fáar ferðir svo, að hann kast-
aði ekki fram stökum, stundum
mörgum. í ferðaþáttum sínum
hefur hann látið fylgja með eina
og eina vísu og skýrt um leið frá
tilefni. í þessari bók eru færri
vísur en í fyrri þáttum hans.
Ferðafélagar hans munu eflaust
sakna þess. En líklega hefur
Hallgrímur farið rétt að. í
skemmtiferðum skapast oft sam-
eiginlegur hugblær, sem erfitt er
að láta aðra verða þátttakendur
í, jafnvel þótt ferðasaga sé vel
sögð. Ef vísa verður til við ein-
hverja ákveðna stemningu, er
hætt við að hún glati gildi sinu í
bók, þar sem lesandinn getur
ekki gert sér þá stemningu eig-
inlega.
Þriðji og síðasti hluti bókar-
innar heitir Horft um öxl, og
segir þar frá dularreynslu höf-
undar á fyrri árum og fleira.
Þéir, sem haft hafa kynni af
Hallgrími sem fararstjóra, getá
víst allir borið um, að hann seg-
ir vel draugasögur, og þarf ekki
að orðlengja, að honum bregzt
ekki bogalistin í þáttum þeim,
sem þarna eru prentaðir. Hefði
verið eðlilegra, að þeim hluta
bókarinnar hefði verið skipað í
miðið — á eftir bernskuminning-
unum.
Þessir þættir eru skráðir af
frásagnargleði og er ekki ótrú-
legt, að höfundur sé lengi bú-
inn að móta þá í huga sér, að
minnsta kosti þekkja ferðafélag-
ar hans suma þeirra af frásögn
hans sjálfs.
Margar myndir prýða bókina,
og eru flestar þeirra teknar af
Eyjólfi Halldórssyni, en hann er
eins og Hallgrímur alkunnur
ferðagarpur og fararstjóri hjá
Ferðafélagi íslands. Ekki skal
hér lagður neinn dómur á mynd-
irnar, en sumar þeirra hljóta að
vekja athygli, eins og myndin af
sæluhúsinu við Snæfellsjökul og
myndin af brúnni á Jökulsá á
Fjöllum. Hópmyndir þær, sem
bókina prýða, hefði þurft að taka
yfir heila síðu hver, til að þær
fengju betur notið sín.
„Að kenna, ferðast um ættland
sitt og skrifa í tómstundum, þetta
þrennt fer vel saman," segir Hall-
grímur Jónasson á einum stað í
bók sinni. Hann getur trútt um
talað, því að hann hefur sjálfur
iðkað það allt saman. Hinu fyrst
nefnda starfi hefur hann lengi
gegnt, en í formála gefur hann
til kynna, að þeirri „vertíð" fari
senn að ljúka. Mun þá væntan-
lega gefast tími til að sinna hinu
tvennu.
Gamlir ferðafélagar Hallgríms
og lesendur bóka hans munu all-
ir óska honum þess, að hann eigi
enn eftir að fara margar og eft-
irminnilegar ferðir um fjöll og
sæ.        Erlendur Jónsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24