Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. nóv. 1963
Stjórnarfrumvarp:
Gefin verði út geng-
istryggð verðbréf
Seðlabankanum  verði  kleift að
auka  endurkaup  afurðavíxla
RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær
fram á Alþingi frumvarp um
breytingru  á  lögum  um  Seðla-
Frú Guðrún
Pétursdóttir
lútin
FRÚ Guðrún Pétursdóttir lézt
hér í Reykjavík síðastliðið laug-
ardagskvöld, 85 ára að aldri.
Frú Guðrún fæddist 9. nóvem-
ber 1878, dóttir hjónanna Péturs
Kristinssonar, bónda í Engey, og
Ragnhildar Ólafsdóttur frá Lund
um í Stafholtstungum.
Hún giftist 5. júní 1904 Bene-
"      dikti Sveinssyni, síðar Alþingis-
fbrseta. Varð þeim hjónum sjö
barna auðið, sem eru Sveinn,
Pétur, Bjarni, Kristjana, Ragn-
hildur, Ólöf og Guðrún. Tvær
systranna eru látnar, Kristjana og
Ragnhildur.
Fimimtán áira gömul var hún
meðal stofnenda Hins íslenzka
kvenfélargs, og hófst þá langt og
•heillaríkt starf hennar að mál-
efnum kvenna. Helztu áhugamál
hennar vöru réttindabarátta og
menntun kvenna, líknar- ag
manúoarmál, málefni heimil-
anna, heimilisiðnaður, sjálfstæðis
barátta þjóðarinnar og íslenzk
srtjórnimál. Má segja, að hún hatfi
starfað óslitið að þessum málum
vbtí 65 £ra skeið, en árið 1959
sagði hún af sér flestum störfuim
m     í þágu áihuigamála sinna.
Frú Guðrún tók þátt í stofnun
Bandalags kveniva og síðar Kven
félagasambands íslands. Formað-
uir Kvenfélagasambandsing var
hún frá 1947 til 1959. Hún ták
þátt í stofnun Húsmæðrafélags-
ins, Kvemréttindafélagsins, var
um tíma formaður Heimilisiðn-
aðarfélagsins og Mæðrastyrks-
nefndar. Formaður í Sjálfstæðis-
kvennafélagimi Hvöt var hún um
tíma og síðar heiðursfélagi.
Þessarar merku konu verður
nánar getið í Mbl. síðar. Hún
verður jarðsumgin nk. fimmtu-
dag.
banka íslands. 1 frumvarpinu
felast tillögur um tvær mikil-
vægar breytingar á gildandi
lögum um Seðlabanka íslands.
Annars vegar er það, að heimild
bankans til innlánsbindinga
verði rýmkuð, fyrst og fremst í
þeim tilgangi að Seðlabankinn
geti aukið endurkaup afurða-
víxla og þannig beint meira af
sparifé þjóðarinnar til rekstrar-
lána í þágu undirstöðuavtinnu-
veganna. Er í þessu sambandi
heimild Seðlabankans til inn-
lánsbindingu hækkuð í 25% af
heildarinnstæðufé hjá hverri
innlánastofnun. Hin breytingin
er að Seðlabanka ísands verði
heimilt að gefa út verðbréf eða
aðrar skuldbindingar, er séu
bundnar gengi erlends gjaldeyr-
Oswald
jarðsettur
Fort Wortih, Texas, 25. nóv.
— NTB —
S T U T T U áður en kistu
Kennedys forseta var komið
fyrir í gröfinni í Arlington-
kirkjugarðinum í Washing-
ton, fór fram önnur útför í
Rose Hill kirkjugarðinum í
Fort Worth. Þar var einfaldri
trékistu, sem þakin var gráu
áklæði sökkt niður í
gröf að fáum viðstöddum. í
kistunni var lík Lee Harvey j
Oswalds, sem sakaður var um
morðið á forsetanum, en móð-
ir hans býr í Fort Worth. —
Kistan var flutt með mikilli
leynd frá Dallas, og fylgdu
henni fjórar  lögreglubifreið-
is, en tilgangurinn með þessu
ákvæði er að örva sparifjár-
myndun í landinu og auka traust
á gjaldmiðlinum. Ákvæði er um,
að slík verðbréf og vextir af
þeim verði undanþegin skatt-
lagningu á sama hátt og sparifé.
í greinargerð með frumvarp-
inu er m. a. sagt:
Þróunin undanfarið ár hefur
orðið þess valdandi, að nauðsyn
legt hefur reynzt að taka til end-
urskoðunar þá stefnu, sem fylgt
hefur verið í endurkaupamálum
síðan 1960. Vaxandi rekstrar-
kostnaður hefur á ný aukið
rekstrarfjárþörf sjávarútvagsins
en innlendar verðhækkanir
ásamt vaxandi birgðum undan-
Frh. á bls. 25
Erúarjökulsleið-
angur snéri við
Á LAUGARDAG lagði uPP leið-
angur frá Egilsstöðum, farinn í
þeim tilgangi að setja upp mæli-
steragur við Brúarjökul, til að
hægt sé að komast að raun um
ihve mikið jökullinn skríður
fram, en hann er á ferðinni í
norðurátt, sem kunnugt er.
f leiðangrinum voru Steinþór
Eiriksson, vélvirki, Ingimar
Þórðarson, Valgeir Viáheimsson
og Aðalsteinn Aðalsteinsson á
Vaðbrekku, sem er manna kunn-
ugastur á landsvæðinu við jökul-
brúnina. — Ætluðu þeira að vera
nokkra daga í förinni, en fengu
vitlaust veður og vonda færð.
Auk þess slitnaði belti á snjóbíl
þeirra, U-16. Sneru þeir þvi við
og komu til baka á mánudags-
morgun. Ekki er líklegt, að þeir
fari í aðra ferð.
Hundraðasta uppboð
Sig. Benediktssonar
Lík Oswalds flutt af morðstaðnum.
SIGURÐUR Benediktsson mun
halda hundraðasta uppboð sitt í
Súlnasal Hótel Sögu næstkom-
andi fimmtudag k. 5. Seldar
verða 35 myndir, allar eftir Jó-
hannes S. Kjarval. Myndirnar
eru eign listamannsins, málaðar
á tímabilinu 1917 til 1963.
Fyrsta uppboð sitt hélt Sig-
urður 2. maí 1953. Á síðastliðn-
um 10 árum hefur hann haldið
57 bókauppboð, 40 listmunaupp-
boð, 1 silfurmunauppboð og 1
antik-uppboð. Alls hefur Sigurð
ur selt um 6500 muni.
Framhald á bls. 31
Oswald myrtur við
fangelsið í Dallas
Morðinginn  gekk  að  fangan-
um,  sem  var  í  lögreglufylgd,
Dallas, Texas, 25. nóv. (AF)
LEE HARVEY OSWALD,
sem sakaður var um að hafa
myrt Kennedy forseta s.I.
föstudag, féll sjálfur fyrir
byssukúlu morðingja á
sunnudag. Verið var að
flytja Oswald milli fang-
elsa þegar næturklúbbseig-
andi, Jack Rubenstein eða
Ruby eins og hann er nefnd-
ur, gekk að honum og skaut
hann einu skoti í magann.
Rak Oswald upp óp og hné
þegar niður að fótum Rubys
og var fluttur í skyndi í Park
land sjúkrahúsið, þar sem
Kennedy lézt. Fjöldi lækna
reyndi að bjarga lífi Os-
walds, en tókst ekki Hann
lézt klukkustund og 47 mín-
útiini eftir að skotið bæfði
hann eða réttum 48 tímum
eftir lát Kennedys.
Sjónvarnstökuvélar fylgd-
ust með ferðum Oswalds og
morðinu, sem var sjónvarnað
beint frá staðnum, til millj-
óna áhorfenda um öll Banda
ríkin.
Fyrirhugað hafði verið að
flytja Oswaid milli fangelsa
aðfaranótt sunnudagsins, en
vegna áskorana fréttamanna,
sem vildu fylgjast með, var
flutningunum frestað til hádeg-
is. Nokkur mannfjöldi hafði
safnazt saman við  fangelsið og
Leiðrétting
í GREIN Björns Ólafssonar, „fs-
lenzk flugmál á krossgötum",
sem birtist í Morgunblaðinu sl.
sunnudag, félJ niður hluti úr
setningu, en setningin í heild
átti að hljóða þannig:
„Hér er um það að ræða, að
flugmálastjórnin samþykkir sér-
stök hlunnindi í fargjöldum til
banda Lx)ftleiðum, hlunnindi,
sem þeim gagnast einvörðungu í
samkeppni við Flugfélagið og
eru úr öllum tengslum við sam-
keppni Loftleiða við erlend flug-
félög".
sá morðið. Lustu nokkrir úr
hópnum upp fagnaðarópi, þegar
Oswald féll, en einn maður
hrópaði: „Þetta er of gott fyrir
'hann." Annar heyrðist hrópa:
„Einhver drap Oswald —
húrra." Og einhverjir lögðu til
að Ruby yrði sæmdur orðu
fyrir tilræðið.
Einn lögreglumannanna, sem
áttu að gæta Oswalds, segir svo
frá morðinu:
— Ég stóð við útganginn þeg-
ar Lee Oswald var leiddur út,
og sá Jack Ruby koma. Ég vissi
hvað hann hafði í hyggju og
kallaði til hans „Jack, skepnan
þín". Ég reyndi að ná til hans,
en tókst ekki. Hann hljóp upp
að Oswald og hélt skammbyss-
unni ,upp að maga hans. Og ég
sá eldblossa. Ég hjálpaði við að
bera Oswald aftur inn í fang-
elsið. Það var lófastór bruna-
blettur á peysunni hans.
•  RUDDIST  AÐ  OSWALD
Aðrir sjónarvottar skýra frá
því að Ruby hafi kormð að fang-
elsinu í bifreið, og numið staðar
utan við girðingu, sem er kring-
um húsið. Þegar Oswald var
leiddur út, stökk Ruby yfir girð-
ingunna inn í hóp lögreglu og
fréttamanna og ruddist að Os-
wald. Tókst lögreglumönnun-
um ekki að ná til hans fyrr en
Oswald var fallinn.
Jack Rubenstein er fimmtug-
ur, og rekur tvo næturklúbba í
Dallas. Segir lögreglan að eina
finnanlega skýringin á morðinu
á Oswald sé sú að Ruby hafi
viljað hefna Kennedys forseta.
Sjálfur sagði Ruby við handtök-
una: „Ég kæri mig ekki um að
vera hetja. Ég gerði þetta fyrir
Jacqueline Kennedy." Fréttin
um morðið á Oswald barst
sk.iótt út og vakti eðlilega mikla
athygli. Margir hafa haft orð á
því að víta beri lögregluna í
Dallas fyrir vanrækslu og flest
bandarísku blöðin benda á að
jafnvel þótt lögreglan telji sig
hafa nægar sannanir fyrir því
að Oswald hafi myrt Kennedy
fcrseta, afsaki það á engan hátt
gjörðir Rubys. í réttarríki er sak
borningur saklaus þar til sök
hans er fullsönnuð. Og það er
verkefni dómstólanna að skera
I úr málum og kveða upp dóm.
•  EFASEMDIR
Útvarps- og sjónvarpsstöðvar
í Evrópu gerðu hlé á sendingum
sínum í gær til að skýra frá
morðinu á Oswald. Viðbrögð
flestra stöðvanna voru á einn
veg, eða eins og þulur franska
sjónvarpsins sagði: „Það munu
ávalt ríkja efasemdir í heimín-
um um hvort hann (Oswald)
var sekur eða saklaus."
Fréttastofur í Austur Evrópu
skýrðu strax frá morðinu. ADN
fréttastofan í Austur Þýskalandi
sagði að morðið á Oswald væri
liður í and-kommúnista sam-
særi, skipulagt af sömu öfga-
mönnum hægriaflanna í Banda-
ríkjunum, sem fyrirskipuðu
morðið á Kennedy. Blaðið Borba
í Júgóslavíu, sem er málgagn
kommúnista, segir að líkast sé
sem morðið á Oswald hafi verið
framið með leyfi yfirvaldanna.
Mjög hafi verið áriðandi að
koma í veg fyrir að Oswald
yrði myrtur, því sannleikurinn
um morðið á Kennedy sé ekki
aðeins innanríkismál Bandaríkj-
anna  heldur  alþjóðamál.
Miklar     varúðarráðstafanir
hafa nú verið gerðar í Dallas, og
virðist sem ríkislögreglan FBI
hafi tekið málin í sínar hendur.
Hefur Lyndon B. Johnson for-
seti fyrirskipað ítarlega rann-
sókn á morði Oswalds, og til-
kynnt hefur verið að allar niður
stöður rannsóknarinnar verði
birtar. Einnig hefur verið lögð
fram tillaga í bandaríska þing-
inu um að skipuð verði sérstök
þingnefnd til að rannsaka allt er
varðar morðið á forsetanum og
sök Oswalds.
Lögfræðingur Jack Rubis, Lu-
is Kutner, skýrði svo frá í dag
að skjólstæðingur hans hafi um
tíma starfað hjá AFL-CIA verka
lýðssamtökunum í Bandaríkjun-
um. Var hann ráðunautur hjá
samtökum flutningamanna á ár-
unum 1947—48, en stjórnendum
samtakanna mislíkaði starfsað-
ferðir hans, og var hann rekinn.
Þá segir lögfræðingurinn að
Ruby ha.fi yndi af að stæra sig
af fyrri kynnum sínum við
glæpahring borgarinnar Chi-
cago.
Einn af fyrri kunnihgjum Ru-
bys var yfirheyrður í dag, og
bar hann Ruby ekki vel söguna.
Hann kvaðst ekki trúa því að
Ruby hafi myrt Oswald af ein-
skærri föðurlandsást. Hugsan-
lega til að vekja athygli á sér
eða fyrir peninga, en annað ekki.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32