Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORCUNBLAÐiD
Þriðjudagur 26. nóv. 1963
Jaqueline
- hugrökk
HÚN kraup á gólfið í bif-
reiðinni, þar sem forsetinn
lá alblóðugur, og þannig
reyndi hún að skýla hon-
um fyrir frekari árásum.
Meðan bifreiðin geystist
í áttina til Parkland sjúkra
hússins, rann blóð forset-
ans, og blóð John Connally,
ríkisstjóra í Texas, í ullar-
dragt hennar, án þess, að
hún tæki eftir því — en þá
bað Jaqueline Bouvier
Kennedy fyrir lífi Neigin-
manns síns, 35. forseta
Bandaríkjanna.
Er fyrsta skotið reið af,
og forsetinn kastaðist að
henni, þá hrópaði forseta-
frúin: „Ó, nei". Samt sem
áður reyndi hún strax, eða
um leið og ökumaðurinn
ók burt, að koma manni
sínum til hjálpar.
Hún og ríkisstjórafrúin
reyndu að búa sem bezt að
eiginmönnum sínum þá
stuttu stund, sem það tók
bifreiðina að komast til
sjúkrahússins. Lögreglu-
bifhjólin fylgdu með.
Föt frú Kennedy voru
útötuð í blóði, er hún gekk
inn í slysavarðstofuna, eft-
ir að forsetinn hafði verið
borinn inn.
Brottför hennar
Tæpum tveimur stundum
síðar, var lík forsetans flutt í
hvíta sjúkrabifreið, og augna-
bliki síðar birtist frú
Kennedy, en hún fylgdi með
á Ieiðinni til flugvallarins og
forsetaflugvélarinnar.
Þúsundir Texasbúa höfðu
komið til flugvallarins, en
lögreglan  hélt  mannfjöldan-
um í um 50 metra fjarlægð
frá hliðinu, sem sjúkrabifreið
in fór um.
Bak við sjúkrahúsið stóð
hvítur forsetabíllinn, og í bak
sætinu var enn rósavöndur-
inn, sem frú Kennedy hafði
verið færður á flugvellinum,
nokkrum stundum áður.
Frú Kennedy leit einu sinni
í áttina til fólksins, er hún
gekk að sjúkrabifreiðinni. Síð
an settist hún við hliðina á
ökumanninum, og horfði
beint fram, er bifreiðin rann
af stað. Lögreglubifhjól fóru
á undan.
Nokkrum stundum síðar,
horfði Jaqueline Kennedy
á Johnson sverja embættiseið
sinn. Það gerðist í forsetaflug-
vélinni, þeirri sömu, sem flutt
hafði Kennedyhjónin til Tex-
as.
Er Johnson hafði unnið eið-
inn, kyssti hann frú Kennedy
á kinnina. Hún herpti saman
varirnar. í>á loksins sáu menn
að hún grét. Síðan gekk hún
rólega aftur í flugvélina, og
settist við hlið kistunnar, og
þar var hún þær þrjár stund-
ir, sem flugið til Washington
tók.
í Washington beið hennar
það erfiða hlutverk að segja
börnunum tveimur, Caroline
og John, sem varð þriggja
ára í gær, mánudag, að faðir
þeirra befði verið ráðinn af
dö,|um.
Þannig lauk ferðalaginu til
Texas.
Kosningabaráttan.
Margir höfðu haft orð á
því, að frú Kennedy, sem er
hæglát og jafnvel feimin að
eðlisfari, hafi verið allt önn-
ur í framkomu í þessari ferð,
en hún átti vanda til. Þetta
var í fyrsta skipti, sem hún
hafði raunverulega tekið þátt
í kosningaferðalagi. Er maður
hennar átti í kosningabarátt-
unni 1960,  átti hún  von  á
Jaqueline Kennedy heldur í höhd májs síns, Robert Kennedy, er kista forsetans kewiur til her-
flurvaMarins við Washington. Sjá má blóðblettina á pilsi hennar. Umkomuleysi skín úr svip
hennar.
barni og varð að hafa hægt
um sig.
Sagt er, að hún hafi verið
nokkuð taugaóstyrk, er hún
kom til flugvallarins í San
Antonió á fimmtudag, en hún
hafi þó fljótt jafnað sig. Fólk
tók henni þar mjög vel, og
hrópaði „Lifi Jackie", en bún
veifaði mannfjöldanum, er
forsetabifreiðin rann gegnum
borgina. í Houston beindist
allra athygii að henni, er hún
kom á dansleik, sem haldinn
var um kvöldið.
Jafnvel forsetinn virtist þá
hverfa  í  skuggann af konu
sinni. „Til þess, að orð mín
verði enn Ijósari", sagði hann,
„þá ætla ég að biðja konu
mína að segja nokkur orð
líka."
Frú Kennedy var þá klædd
í dökkan síðdegiskjól, skreytt
um perlum. Hún gekk að
hljóðnemanum, og ræða henn
ar féll í góðan jarðveg. Hún
lýsti ánægju sinni yfir að vera
komin til Texas.
Erfitt hlutverk hennar.
Nokkrum mínútum síðar
klöppuðu gestirnir, 2,500 tals-
ins, fyrir forsetahjónunum, og
Þessi mynd sýnir K<=nnedy, frú Kennedy, og Connally, ríkisstjóra, við flugvðllinn í Dallas, skömmu áður en forsetínn var
skotinn til ólifis og ríkisstjórinn særður hættulega.
þeim voru hvoru um sig færð
Texas-stígvél.
Forsetinn virtist hafa mik-
inn áhuga á því, að athyglin
beindist að konu sinni, og
hann hvatti hana til að veifa
til fólksins, m.a. eitt sinn til
skólapilta, sem kölluðu:
„Halló, Jackie."
Eitt af því óhugnanlegra
við heimkomuna til Washing-
ton var, að starfsfólk Hvíta
hússins hafði ekki tíma til að
fjarlægja skreytingar, sem
settar höfðu verið upp, vegna
afmælis John litla. Tími gafst
ekki til þess, frá því atburð-
urinn spurðist til Hvíta húss-
ins, og þar til frú Kennedy
kom aftur þangað. Mörgum
litlum drengjum hafði verið
boðið til afmælisins.
Á morgun, miðvikudag, er
afmælisdagur Caroline, sem
þá verður sex ára. Ætlunin
hafði verið, að Kennedy-fjöl-
skyldan kæmi þá saman í
Hyannis Port
Er forsetaflugvélin lenti á
Andrews Air Force flugvelli,
þá stóð frú Kennedy þögul
hjá, er lyftari lagði bronz-
kistu forsetans á jörðina. Hún
var róleg, en rauðir dílar voru
í andliti hennar, og augu henn
ar grátbólgin. Blóðblettir voru
á fötum hennar og sokkum.
Hún gekk virðulega fram
hjá herverðinum, og sté inn
í gráa sjúkrabifreið, sem
flutti lík forsetans í Bethesda
sjúkrahúsið. Pk ræddi hún
stutta stund við mág sinn,
Robert Kennedy, dómsmála-
ráðherra. Síðan dró hún sig í
hlé með börnunum.
9. ágúst sl. lézt sonur
Kennedy-hjónanna, Patriek
Bouvier Kennedy, 2 daga
gamall. Hann hafði fæðzt með
skemmd öndunarfærL
Á föstudagskvöldið hvíldi
sú þungbæra skylda á frú
Kennedy að skýra fyrir Car-
oline og John, hvað hefði
komið fyxir.
tm
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32