Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 28
MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudágur 26. nóv. 1963 T GAVIN HO.LT: 4 ÍZKUSÝNING samband þeirra meðlima fjðl- skyldunnar, sem ég hafði þegar hitt. í bili var ég að brjóta heil- ann um hlutverk frú Thelby í heildarmyndinni. Það var áreið- anlega stórt og valdamikið, enda þótt hún ef til vill kæmi lítið fram út á við. Ef til vill hefur hún ráðið i hugsanir mínar. Hún gekk að öðrum gluggan- um á skrifstofunni og leit út. Hún var enn skjálfandi eftir reiðikastið, en þó ekki mjög. Hún var að jafna sig og ná valdi yfir sjálfri sér. Nú ávarpaði hún mig ,án þess þó að líta við. — Ég er bjáni að þjóta svona upp, en ég ræð bara ekki við það, sagði hún. — Þessi náungi hefur svo ill áhrif á blóðþrýst- inginn minn. Hann gengur ein- hverntíma af mér dauðri. Hann heldur, að hann sé hér allt í öllu. Heldur, að hann sé Clibaud h.f., en það er hann bara ekki. Það er ég, sem er það. Ég á fyrir tækið með skít og öllu saman. Það er mitt fé, sem rekur vél- arnar, og ég gæti sparkað hon- um strax á morgun. Hún sneri sér að mér. Það var glott á máluðum vörunum og skæru bláu augun hlógu aftur. — Takið þér ekkert mark á mér, sagði hún. — Ég er ekki annað en gömul kellingar- skrukka. Spyrjið þér heldur hann frænda minn, hann Benny, skepnuna! Eg ætti heldur að sitja í hægindastól og hugsa um eitt- hvað fallegt á legsteininn minn, en ég er bara ekkert upplögð í það. Eg vil hafa mitt gaman — og því ekki það? Ef ég set heim inn á vitlausa endann öðru hverju, hvað gerir það svo sem til? Eg greiði enn reikningana. Og meðan aurarnir mínir end- ast, ætla ég að stjórna öllu heila klabbinu. Hvað finnst yður um það? Þér getið þá gert yðar athug anir. Ef til vill komizt þér ekki að miklu, en hafið bara augun hjá yður. Eg verð þar ekki sjálf. Eg held mig alltaf bak við tjöld- in. Þannig er ég: Alltaf bak við tjöldin, þar sem lítið ber á mér. III Clibaud var ekki margar mín útur fjarverandi. Þegar hann kom aftur, var hann með há- vaxna, rauðhærða stúlku með sér. Kjóllinn, sem hann hafði far ið með út, var nú á þessari stúlku og einhvernveginn fannst mér hann nú allt öðruvísi. Með engu í hafði hann verið í mínum aug um eins og hvert annað kjóla- efni, en nú hafði hann fengið líf og sköpulag. Hann var nú hluti af stúlkunni, og tilheyrði henni eins og hann hefði verið saumaður á hana. Og þótt ein- kennilegt megi virðast, fannst mér ég eins og kannast við hann. Stúikuna hafði ég aldrei séð eða heyrt áður, en samt fannst mér eins og þetta atvik væri endur- tekning á einhverju, sem hefði gerzt áður. En þá mundi ég eftir Míllie Wise, þegar hún var að setja sig í stellingarnar frammi fyrir mér. Millie var einmitt í nákvæmlega eins kjól í skrif- stofunni. — Góðan daginn, Claudine, sagði frú Thelby. — Góðan daginn, frú. Stúlkan svaraði eins og hún kærði sig kollóttan um allt og alla. — Hvernig liður yður í dag, Claudine? Þegar hún endurtók nafnið, var það eins og með einhverjum gamansömum hreim, en ef frú Thelby hefur fundizt það eitt- hvað skrítið, fannst stúlkunni það ekki og hún virtist ekkert skemmta sér. — Þakka yður fyrir, svaraði hún með fjarrænum hreim. Mér fannst þetta mundi vera tilheyr andi hlutverkinu, sem hún varð að leika daglega. En hitt, hvernig frú Thelby hló, minnti mig á hennar eigin lýsingu á sjálfri henni. Hún hló eins og gömul kellingarskrukka. Rauðhærða stúlkan roðnaði. — Eruð þér enn í illu skapi út af morgundeginum? stríddi kell ingin henni. Blóðið steig upp í litaðar kinn ar stúlkunnar, og fyrst fannst mér eins og kuldinn hjá henni ætlaði að verða yfirsterkari. En hún var alls ekki köld. Hún var eldfjall undir jökulkolli. Og nú sprengdi hitinn jökulinn og jak- arnir flugu. — Já, það er satt — ég er i illu skapi! gaus upp úr henni. — Og öll þessi vonzka út af einum frídegi! — Þér vitið vel, hvað sá frí- dagur þýðir fyrir mig! sagði stúlkan æst. — Ef ég verð af þessu tækifæri, kemur það senni lega aldrei aftur. — En hvað þá um Clibaud og sýninguna okkar? Hann treystir yður til að vera í fallegustu kjól unum. Þeir voru sniðnir á yður. Og eins loðfötin. — Hann getur fengið einhverja aðra. Það eru tugir stúlkna I ráðningarstofunni. Rita Grey er með nákvæmlega sömu mál og ég. Hún gæti hæglega komið í minn stað. Ég get ekki hugsað mér að óhreinka nýju mottuna. — Já, en hún yrði bara aldrei Claudine. Kellingin skríkti aftur eins og hún hefði gaman af þessu. — Hún kann að hafa mál ih yðar, en hún hefur ekki háls- inn yðar og heldur ekki gulrótar litinn á hárinu. Viljið þér láta Clabaud rýna litasamsetningarn ar sínar með bleiktu ljós-skol- óttu hári? Claudine leit snöggvast á teikn arann, þöglan og taugaóstyrkan, en sneri sér svo aftur að forað- inu. — Clabaud getur stungið sér í ána, án þess að mér komi það nokkuð við, svaraði hún. — Eg er hætt hérna. Hætt við yður. Eg fer. Eg segi upp. Eg ætla ekki að tapa öllu, sem ég hef unnið fyrir hérna, bara til að gera ykk ur ánægð. — Eruð þér nú ekki dálítið van þakklát við okkur, daudine? Röddin á kellu var nú mildari, en einhvernveginn fannst mér hún vera að reyna að kvelja stúlkuna. Hún hafði rekið í hana hníf og var nú að snúa honum i sárinu. — Þér vitið, að við höf- um verið yður mikil hjálp, hélt hún áfram í gælutón. — Við höf um gert yður það, sem þér eruð. Ef ekki hefði verið Clibaud, væruð þér algjörlega óþekkt. — Já, það haldið þér, en það vill nú bara svo til, að ég er ekki á sama máli. Þið gerið ykkar bezta til að halda mér niðri. Þið viljið láta mig sýna hjá ykkur, þangað til vaxtarlag ið á mér er alveg búið að vera. Þá á ég að fara, með þennan háls sem þið þykizt dást svo mjög að. Þetta er ykkar ætlun, en bara ekki mín! Eg ætla að hafa það upp úr mér, sem ég get, með an enn er tími til. Og það fyrsta er að komast burt héðan, enda segi ég upp! Skýrsla Dennings um Profumo-máliö — Það er ekki nema alveg rétt, svaraði ég. Það lifir eng- inn nema einu sinni, hvort sem er. Hún hló. — Eg kann vel við yður, sagði hún. — Okkur kem- ur til að koma vel saman. Hvað sagði Alfie yður áður en hann kom með yður hingað upp? — Alfie? át ég eftir. — Eg á við Clibaud, sagði hún til skýringar. — Eg kalla hann stundum Alfie, en þér skuluð ekkert mark taka á því. Hann er ekki svo bölvaður, að öllu sam anlögðu. Hvað sagði hann við yður? — Það var nú ekki neitt mik- ið. Aðallega, að þetta mætti ekki komast í hámæli. Hann virtist eitthvað hræddur um, að við fær um ekki með þetta sem trúnaðar mál. En vitanlega . . . Hún greip fram í fyrir mér: — Hvað er að athuga við ofurlítið umtal um það? Þessi náungi vildi víst helzt láta stela frá mér öllu steini léttara og svo ekki nefna það á nafn! En þér skuluð gera yður ljóst, ungi maður, að þér eruð að vinna fyrir mig en ekki hann- Þér takið við skipunum hjá mér og gefið mér skýrslu. Og gleymið því ekki, að það er ég sem borga brúsann. Hér er eitthvað grunsamlegt á ferðinm í búðinni, og ég vil komast fyrir það. Þér finnið út, hverjum það er að kenna, og svo skal ég sjá um alla auglýsingastarfsemina! Eg skal rífa þakið af kofanum, ef þess þarf með, og enginn get ur neitt sagt. Þér gerið yðar verk og gerið það rækilega. Á morgun er sýning hjá okkur hérna — kvöldkjólar og loðfatn aður og þessháttar. Þá fáið þér tækifæri til að sjá allan mann- skapinn. Bæði sýningarstúlkurn ar og innkaupamennina . . . alla. Mér ' finnst reglugerðin gera grein fyrir hinum þrem mikil- vægu ákvörðunum öryggisþjón- ustunnar, þegar hér var komið sögu. Reglugerðin tekur það ein eindregið fram, að þjónustan skuii ekki fást við neitt, sem ekki er stranglega tekið í henn ar verkahring, sem öryggismál; og þegar þeir nú voru komnir að þeirri niðurstöðu, að hér væri örygginu engin hætta búin, þá fannst þeim ekki rétt að fylgja málinu frekar fram. Eg get ekki láð þeim þessa ályktun. Eina erf iða atriðið er þetta, hvort þeir, eftir að sent hafði verið eftir þeim í forsætisráðuneytið, 1. febrúar, hefðu ekki átt að halda máiinu fram með því að láta það ógert, hefðu þeir sýnt af sér dómgreindarleysi. En hann hafði ekki reglugerðina fyrir framan sig, og ef henni er fast fylgt, finnst mér mér sjálfum ekki ástæða til að telja það villu að fara ekki í forsætisráðuneytið. (IX) Fordæmislaust ástand. Engu að síður stendur sú stað reynd, að lögregluskýrslurnar frá 26. jan. 1963 og 5. febrúar bárust ekki neinum ráðherra fyrr en 29. maí 1963; en þess hefur verið getið, að það hefðu þær fyrr átt að gera. Ef öryggis þjónustunni er ekki um að kenna — hverjum þá? Mér finnst skýringin vera sú, að hér hafi verið um að ræða atvik án fordæmis, sem stjórn- arvélin hafði ekki gert ráð fyrir eða séð við. í augum öryggisþjón ustunnar var hér ekki um að ræða hættu fyrir öryggi landsins heldur siðferðisbrot ráðherra. Og engin vél er til, sem er slíku ætluð. (X) Síffari atburffir. Eftir áðurnefndar þrjár mikil- vægar ákvarðanir, 1., 4. og 7. fe brúar 1963 tók öryggisþjónustan engan þátt í gangi mála um nokk urt skeið. En 27. marz 1963 bað innanríkisráðrerrann yfirmann öryggisþjónustunnar að koma til viðtals við sig. Hann vildi geta kynnt sér málið. Yfirmaður öryggisþjónustunnar gaf honum heildarskýrslu og í framhaldi af 39 henni athugun á, hvort nokkur ástæða væri til að ákæra Ward samkvæmt lögunum um ríkis- leyndarmál. Svo þegar öryggis- þátturinn kom til umræðu fyrir atbeina hr. Wilsons, gaf öryggis þjónustan forsætisráðherran- um fulla skýrslu (eins og sagt er hér að framan). Þannig lauk afskiptum ör- yggisþjónustunnar af málinu. Ég trúi því, að hún hafi séð full- komlega um öryggisþátt málsins og gefið viðeigandi aðilum skýrslur. Aðaláhugamál hennar var Ivanov höfuðsmaður, rúss- neski njósnarinn, en í annarri röð Stephen Ward, sem var ná- inn vinur hans. Hún gerði allar nauðsynlegar ráðstafanir til að gæta hagsmuna ríkisins. Alveg sérstaklega sá hún um það, að Profumo og annar ráðherra til væru varaðir við Ward. Og hún lét utanríkisráðuneytið fylgjast með málinu til fullnustu. Það er engin ástaeða til að halda, að nokkur „leki“ hafi átt sér stað, hvað öryggi landsins snerti. 12. kafli. NÆGILEG SAMVINNAT Enginn getur skilið eðli sam- vinnunnar með öryggisþjónust- unni og lögreglunni, nema hann geri sér ljóst, að (1) Öryggisþjónustan hér í landi er ekki stofnuð með tilskipunum né viðurkennd af almennum lögum. Jafn- vel lögin um ríkisleyndar- mál viðurkenna ekki tilveru hennar. Starfsmenn þjónust unnar eru í augum laganna, venjulegir borgarar með engu meira vald en aðrir. Hún hefur ekkert vald til að taka menn fasta, eins og lög reglan hefur. Og heldur ekki hefur hún vald til hús- rannsókna. Hún getur ekki farið inní híbýli manna í óleyfi húsráðanda, jafnvel þótt grunur leiki á, að njósn ari sé þar niðurkominn. Ef njósnari er að fara úr landi, getur hún ekki klappað á öxlina á honum og sagt, að hann megi ekki fara. í stuttu máli sagt, hefur hún ekkert framkvæmdarvald. En hún hefur komizt vel af án þess. Og við viljum held- ur hafa þetta svona en hafa eitthvað, sem kalla mætti „leynilögreglu“. (2) Öryggisþjónustan hér í landi er tiltölulega mann fá. í sumum öðrum löndum er þetta mikil stofnun með umboðsmenn út um allt land. Hér í landi er þetta og verður tiltölulega lítill hóp- ur kunnáttumanna, sem hafa það hlutverk með hönd um að sjá við njósnum, bylt ingu og skemmdarverkum. (3) Þessar vantanir (ekki ágallar) — vöntun á valdi og vöntun á mannafla — bætast upp með náinni sam- vinnu öryggisþjónustunnar og lögreglunnar. Einkum á þetta þó við í London um samvinnuna við Sérdeild borgarlögreglunnar, úti um landið við lögreglustjórana. Ef handtaka þarf mann, fremur lögreglan handtök- una. Ef húsrannsóknar er óskað, fær lögreglumaður heimildina í hendur. Lög- reglunni einni er falið fram kvæmdarvaldið. Ég hef fengið fullnægjandi upplýsingar um það, að sam- vinna sé ágæt með öryggisþjón- ustunni og lögreglunni. Ég hef verið viðstaddur lokastig slíkr- ar samvinnu, þegar sovézkur njósnari var eltur á ferð um landið og hver hreyfing hans vöktuð. Og ég hef séð hina nánu samvinnu, sem á sér stað, þegar grunur leikur á um njósnir. Ör- yggisþjónustan fremur alla byrj unarrannsóknina, og treystir þá á tæknileg hjálparmeðöl og sér- hæfða starfsmenn. En jafnskjótt sem handtaka er möguleg, er lögreglan kölluð til róða og upp frá þvi vinna báðar saman í fé- lagL Þetta er bráðnauðsynlegt á úrslitastund (t. d. þegar leyni- skjal er afhent njósnara af hjáparmanni hans), þegar hand- taka er yfirvofandi. Nákvæmni í tímasetningu er fyrir öllu. Handtakan er framin af lög- reglunni og ákæruvaldið er i hennar höndum. Þessar tvær stofnanir vinna svo saman, allt þar til réttarhöld eru af staðin. En á meðan á þeim stendur, reynir öryggisþjónustan að láta sem minnst á sér bera. Þetta er gert til þess, að starfsmenn hennar séu óþekktir og aðferðir þeirra leynilegar. Nýafstaðia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.