Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. nóv. 1963

Landsleikur vi
Skota og Finna
— og  e.t.v. við  Bermuda
ÁRSÞING Knattspyrnusambands
ins var haldið um heigina. Var
þetta fjórugt þing og miklar um-
ræður um mörg mál er hæst ber
hjá knattspyrnuhreyfingunni. —
Fram kom á þinginu að tveir
landsleikir eru ákveðnir næsta
sumar og möguleikar á hinum
þriðja, en það mál er í athugun
og bréfskipti standa yfir út af
málinu. Ákveðnir eru landsleikir
við Finna í Reykjavik 23. ágúst
og einnig við Skota (áhuga-
mannalið) í Reykjavík í júlílok.
f athugun er leikur við Iandslið
Bermudaeyja, en ráðgerð er Ev-
rópuför þess og hugsanlegt að
það komi hér við.
Á þinginu voru samþykktar
margar tillögur og ályktanir m.a.
reglugerð fyrir knattspyrnumót
þar sem m.a. eru  strangari  á-
Guðjóni Jóns-
syni vel fagnað
GUÐJÓN Jónss«o hinn kunni
handknattleiksmaður Fram og
landsliðsins og jafnframt knatt-
spyrnukappi lék nú atftur með
Fram á sunnudaginn eftir lang-
varandi meiðsli er hann hlaut í
kattspyrnuleik smemima í sumar.
Guðjón varð að ganga undir upp-
skurð og var nuánuðum saonan
ýmist á sjúikrahúsi eða í göngu-
gipsi.
Guðjóni var hjartanlega fagn-
að að hann skuli aftur vera orð-
inn heill og virðist vera til mik-
illa afreka líklegur sem fynr.
kvæði um rétt leikmanna ann-
ars aldursflokks til þátttöku í
meistaraflokki og breytingar á
leiktíma. yngri flokkanna.
Þá var ákveðið að 5 menn
skyldu skipa landsliðsnefnd KSÍ
héðan í frá í stað þriggja sem nú
er og jafnframt að 2 nefndar-
manna skuli vera utanbæjar-
menn.
Samþykkt var að fela stjórn
KSÍ að koma á bikarkeppni 2.
flokks og jafnframt að koma á
landsleikjum unglingaliðs.
Nokkrar umræður urðu um
hið svokallaða Siglufjarðarmál
og samþykkt tillaga þar sem vítt
voru blaðaskrif um dómstól KSÍ
o. fl. —
Hagur KSÍ stendur með blóma,
hagnaður á liðnu ári var 76 þús.
kr. og í sjóði nú nær 130 þús. kr.
Stjórnin var öll endurkjörin.
Björgvin Schram, formaður, en
með honum í stjórn Axel Einars-
son, Jón Magnússon, Sveinn
Zoega, Ragnar Lárusson, Guð-
mundur Sveinbjörnsson og Ingv-
ar N. Pálsson.
Viö komu norsku sundmannanna til Armanns. Frá vinstri: Guðm.  Þ.  Harðarson,  lirik  Kosvald,
Matthildur  Guðmundsdóttir,  Wengen og Davíð Valgarðsson.
Metaregn á sundmóti
Ármanns í gærkvöldi
Nlótinu  lýkur  í kvöld
ÞAÐ var mikið metraregn á sund
móti Ármanns í gærkvöldi — og
mótinu lýkur í kvöld. Þetta var
' regn af fslandsmetum, sveina-
og unginga og telpnametum.
Tveir ungir Norðmenn eru gest-
ir Ármenninga og veittu þeir ísl.
sundfólkinu  harða  keppni  og
unnu eina grein 400  m skrið-
sund.
Hrafnhildur Guðhiundsdótt
ir setti glæsilegasta metið í
200 m. bringusundi 2.54.5 en
gamla metið hennar var
2.58.3. Hrafnhildur gerir met-
tilraun á 50 m í kvöld og er
það aukagrein á mótinu.
KR-ingar náðu stigi af
Islandsmeisturum Fram
Úr leik Fram og Þróttar í m.fl.  kvenna.
Ársþing FRÍ
ÁRSÞING Frjálsíþróttasam-
bandsins var haldið um helgina
og var stjórnin að mestu endur-
kjörin. Starf FRÍ á liðnu sumri
var umfangsmikið og margþætt
og var rækilega skýrt í skýrslu
Inga Þorsteinssonar formanns
FRÍ.
Fjárhagur   sambandsins   er
mjög þröngur og þarf stórátak
til að kippa honum í lag og hafa
skuldir vaxið á liðnu ári.
Ingi Þorsteinsson var endur-
kjörinn form. og aðrir í stjórn
Bjórn Vilmundarson, Jón M.
Guðmundsson, Örn Eiðsson, Þor
björn Pétursson, Svavar Markús
son og Höskuldur Goði Karlssom.
UM helgina fóru fram 12 leikir
í Reykjavíkurmótinu í hand-
knattleik og mesta athygli vakti
leikur KR og Fram í m.fl. karla.
Framarar íslands- og Reykja-
víkurmeistarar urðu að láta sér
nægja annað stigið eftir æsi-
spennandi og harða viðureign á
síðustu mínútum leiksins er KR-
ingar unnu upp 5 marka forskot
Fram og breyttu stöðunni úr
11—6 í 11—11 sem urðu úrslit
leiksins.
KR — Fram 11—11
Það var einstaklega klaufa
legt hjá Framliðinu að missa
sigurinn úr höndum sér. En
það kastar engri rýrð á KR-
inga. Þeir léku af miklu f jöri
og ákveðni og átti Karl Jó-
hannsson frábæran leik síð-
ustu mínúturnar og skoraði 4
af 5 síðustu mörkum leiksins,
og jafnaði með góðu skoti úr
mjög erfiðri stöðu á síðustu
sekúndunum. Reynir Ólafs-
son átti og góðan leik, en
bæði hann og Karl voru
nokkuð grófir.
Framarar höfðu góð tök á
leiknum lengst af. í leikhléi var
staðan 8 mörk gegn 3 fyrir Fram
og sýnir það bezt hve vörn liðs
ins átti þá góðan kafla. En þetta
átti eftir að molast niður og
í síðari hálfleik skoruðu ís-
landsmeistararnir aðeins 3 mörk.
Ármann — Þróttur 18—11
Leikur Ármanns og Þróttar
var alljafn framan af og í hléi
hafði Ármann aðeins 2 mörk
yfir. En í síðari hálfleik náðu
Ármenningar algerlega yfirhönd
inni og sigri þeirra var aldrei
ógnað. í þessum leik gerðust
m. a. þau tíðindi að Guðmundur
Gústavsson varði vítakast frá
Herði Kristinssyni en það eru
ekki margir markverðir sem
geta státað af þvL
Valur — Víkingur 10—8
Valsmenn og Víkingar háðu
harða og tvísýna baráttu í 3.
meistaraflokksleiknum. Lengst
af mátti ekki á milli sjá og
7 sinnum var markatalan jöfn
í leiknum en þá tókst Valsmönn-
um að tryggja sér sigurinn 10^—8
og átti Sigurður Dagsson mestan
heiður af því með þremur glæsi-
legum mörkum undir leikslok.
I öðrum leikjum yfir helgina
urðu úrslit þessi:
Meistarafi. kvenna
Fram — Þróttur   12—4
fl. kvenna
Valur — Víkingur  16—3
Ármann — Fram     4^—2
fl. karla
Fram — Ármann    5—5
KR — ÍR          12—6
fl. karla
KR — Valur        9—8
Víkingur — Ármann 10—9
ÍR — Fram         9—7
3. n. karla
Fram — Ármann
11—4
Guðmundur Gíslason vann
báðar greinarnar er hann
keppti í 100 m skriðsundi á
57.8 sek og 200 m fjórsund á
nýju meti 2.23.3 og bætti það
eldra um 2 sek.
eldra um 2 sek. Með þessn
meti hefur Guðmundur sett
57 íslandsmet eða jafnt og
Jónas metakóngur Halldórs-
sonar gerði á sínum tír.ra.
Jónas er þjálfari Guðmund-
ar.
f  200  m  skriiðsundi  settl
Hrafnhildur  nýtt  ísl.  met
2.28.2   en  það  eldra   átti
Ágústa Þorsteinsdóttir 2.28.6.
Bringusundsmet  Hrafnhid-
ar er bezta kvennamet hér-
lendis gefur 821 stig samkv.
stigatöflu.
Sveit Ármanns í 4x50 m fjór-
sundi setti nýtt  ísl.  met 2.51.2.
Matthildur  Guðmundsdóttir  og
Guðmundur  Grímsson  Á  settu
bæði telpna og sveinamet.
Keppnin var mjög lífleg og
skemmtileg og ánægjulegt að
sundfólkið skuli sýna slíka getu
í upphafi keppnistímabils.
— Minningarathöfn
Framh. af bls. 3
James K. Penfield ambassa
dor, flutti eftirfarandi sorgar
ávarp frá Dean Rusk, utan-
ríkisráðherra:
„Mikill forseti er látinn á
hormulegan hátt.
Á tvísýnu andartaki verald-
arsögunnar vakti hann meðal
sinnar eigin þjóðar og meðal
manna, sem bera í brjósti sér
ást á mannlegu frelsi og friði
hvar sem er, traust og trú til
að sækja áfram.
I persónuleika hans var ofið
hugrekki, tign, og skilningur
á þeirri ábyrgð sem valdi
fylgk. Ennfremur sterk til-
finning fyrir því hvað er fá-
tækt, ótti og óréttur og vilji
til að uppræta þá þætti
í þrjú ár markaði hann þá
stefnu heima fyrir og erlend-
is, sem greinilega styrkti þá
von manna að frelsið gæti
sigrað án styrjaldar og að
frjálsir menn gætu af eigin
rammleik lyft á hærra stig
eigin tilveru og barna sinna.
Hann sótti styrk sinn í beztu
erfðavenjur þjóðar sinnar. Ejr
vér í sorg lítum til framtíðar-
innar sækjum vér styrk 1
minninguna um tryggð hans
við þessar erfðavenjur og i
hið ógleymanlega hugrekki
hans sækjum vér viljan Ul
að halda áfram,"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32