Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 253. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudagur 26. nóv. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
31
Útför Kennedys
Framh. af bls. 20
dy gengu í hjónaband. Að ein-
söngnum loknum  lék lúðrasveit
hersins fyrir utaa kirkjuna, ein-
kennislag     Bandaríkjaforseta
„Hail to the Chief", en að því
búnu báru hermenn kistuna í
kirkju.
Athöfnin í kirkjunni var mjög
hátíðleg og var henni jafnharðan
sjónvarpað um þver og endilöng
Bandaríkin, eins og raunar allri
útförinni. Philip Hannan, biskup
í Washington, las kafla úr em-
bættistökuraeðu hins látna for-
seta og siðan eftirlætiskafla hans
úr biblíunni. Richard Cushing,
kardínáli frá Boston, heimilis-
vinur Kennedy-fjölskyldunnar,
messaði. Honum mæltist m.a. svo:
„Algóði guð. Megi þessi fórn
verða til þess að hreinsa af allri
synd sál þjóns þíns, Johns, sem
nú hefur kvatt þennan heim, og
megi hann þannig öðlast frá þér
fyrirgefning og eilífan frið."
Frú Kennedy kraup við háalt-
arið og þáði úr hendi kardínál-
ans oblátur, en samkvæmt
kaþólskri trú voru þær orðnar
hold Krists.
Úti fyrir stóðu tugþúsundir
Washingtonbúa og annarra Banda
ríkjamanna, sem flykkzt höfðu til
höfuðborgarinnar til að kveðja
forsetann í hinzta sinn. Ekki
hafði verið komið fyrir hátölur-
um, en fjöldi manns hafði með
sér lítil ferðaútvarpstæki. Fylgd-
ust þannig allir með því, sem inni
gerðist.
Kvaddi föbur sinn
Að hinni hátíðlegu athöfn lok-
inni var kista forsetans borin
íyrst úr kirkju. Á eftir fylgdi frú
Kennedy og leiddi börn sín tvö,
John junior, sem ekkert virtist
skilja hvað var að gerast, enda
ungur að árum. Einhver órói var
á John litla, og beygði móðir
hans sig yfir hann og talaði við
hann. Hann hélt á bók í hend-
inni, og rétti móður sinni hana.
Síðan lyfti hann hendinni og
kvaddi föður sinn. Caroline sýnd-
ist föl, en virtist að öðru leyti
róleg. Sama var að segja um
móður hennar, frú Kennedy. Við
sáum síðast þá Harry S. Truman
og Dwigh Eisenhower ganga nið-
ur kirkjutröppurnar. Tóku þeir í
hendur frú Kennedy og náinna
ættingja og mæltu við þá nokk-
ur huggunarorð. Á eftir fylgdu
erlendir þjóðhöfðingjar, en bíla-
lest þeirra var mörg hundruð
metra löng. Voru kirkjugestirnir
lengi að komast í bila sína, en
ekki kom það að sök, því langt
er til Arlington frá Mattheusar-
kirkju og hægt var farið. Náðu
bílarnir líkfylgdinni á þeirri leið.
Gröf Kennedys er í grænum
hæðarslakka í kirkjugarðinum og
veit hún að miðborg Washington.
Aðeins fáum fréttamönnum var
leyft að vera við sjálfa greftrun-
ina, en vel mátti fylgjast með
henni f sjónvarpi. í kirkjugarð-
inum skaut sveit manna heiðurs-
skotum, og flugvél sú, sem flutti
hinn þróttmikla forseta um víða
veröld meðan hann lifði, flaug
lágt yfir i kveðjuskyni. Jacque-
line Kennedy hélt á fána þeim,
sem sveipað hafði kistu manns
hennar og þrýsti honum að
brjósti sér, er hún gekk á brott.
Var það áhrifamikil sjón.
Ferðamenn viða að
Útför forsetans hér í dag verð-
ur  öllum þeim,  sem  við  hana
voru staddir, ógleymanlegur at-
burður, ekki aðeins vegna manns
þess, er nú var kvaddur í hinzta
sinn, heldur einnig vegna fólks-
ins, sem við sáum kveðja hann.
Er þá átt við óbreytta borgara
ekki síður  en  þjóðhöfðingja.
Blaðamenn Morgunblaðsins hittu
t. d. tvo unga stúdenta, sem ferð-
azt höfðu  „á  þumalfingrinum"
alla leið frá Detroit til Washing-
ton til þess að vera viðstaddir.
Þeir hugðust leggja af stað til
baka í kvöld og ferðast á sama
hátt. Við heyrðum sögur um
marga aðra slíka ferðamenn.
Þá verður og minnisstæður
hinn gífurlegi fjöldi fréttamanna
frá útvarpi, blöðum og sjónvarpi.
Sjónvarpsmenn höfðu hreyfan-
legar sendistöðvar meðfram
allri þeirri leið sem líkfylgdin
fór. Þegar þetta er ritað er enn
verið að sjónvarpa jafnharðan frá
ýmsum atburðum. Móttaka stend
ur nú yfir í utanríkisráðuneyt-
inu og heilsar Johnson forseti
þar gestum. Fyrir örskömmu sá-
um við Guðmund í. Guðmunds-
son, utanríkisráðherra, heilsa for
setanum. Skiptust þeir á nokkr-
um orðum og forsetinn brosti
augnablik. Orðaskil heyrðust
ekki, en okkkur datt í hug að for-
setinn hefði e.t.v. minnzt á ís-
landsferð sína í september sl.
Og í dagsins önn virtist sá
maður gleymdur, sem kom Öllu
þessu af stað. Það er lítið talað
um Oswald í dag. En þeir, sem
fréttamenn      Morgunblaðsins
spurðu að fyrra bragði, eru reið-
ir lögreglunni í Dallas fyrir
frammistöðuna. En þótt unnið
hafi verið á Oswald þessum á
sama bátt og hann var talinn
hafa grandað Kennedy, gætti á-
rrifa hans engu að síður hér í
dag. Sá sem þetta ritar hefur
aldrei fyrri séð slíkan sæg lög-
reglumanna, einkennisklæddra
sem óeinkennisklæddra, og þann
sem gat að líta um alla Washing-
tonborg í dag. Er Johnson for-
seti 6k frá kirkju var bíll hans
umsetinn leyniþjónustuimönnum,
sem skimuðu í allar áttir. Lög-
reglumenn sáust á húsaþökum,
innan um mannfjöldann, bók-
staflega um allt, enda mun
aldrei fyrr hafa gist Washington
jafn mikill fjöldi verðmætra
mannslífa og í dag. Lögreglu-
menn voru fengnir að láni hjá ná
grannaríkjunum, jafnvel alla
leið frá New York. Umferðinni
víða i borginni var stjórnað af
herlögreglumönnum, sem mun
næsta fátítt.
Merkið stendur
Blöð hér segja ag sjaldan eða
aldrei hafi ríkt meiri taugaveikl
un embættismanna en þessa dag
ana. Ofan á öryggisvandamálið
vegna erlendra þjóðhöfðingja,
bætist við, að nýr forseti hefur
setzt að völdum og enginn veit
hvag kann að gerast. Þrátt fyrir
harmleikinn og alla þá sorg, sem
hér hefur rikt, örlaði þó á bjart-
sýni varðandi framtíðina. Merk-
ið stendur þótt maðurinn falli
og bandaríska þjóðin hættir ekki
•að vera til, þótt hér hafi verið
grafinn einn glæsilegasti full-
trúi hennar og leiðtogi.
Togarasölur
TVEIR togarar seldu í Eng-
landi á mánudagsmorgun, bv.
Hvalfell í Grimsby 115 tonn fyrir
10.500 sterlingspund og bv. Þor-
kell máni í Hull fyrir 9.795 ster-
lingspund.
Gamanþátturinn saminn: Karl  Guðmundsson,  Loftur  Guð-
mundsson og Jón  Gunntaugsson.
Fullveldisfagnaður
Stúdentafélags Rvíkur
STÚDENTAFELAG Reykjavík-
ur efnir til fullveldisfagnaðar
laugardaginn 30. nóvember að
venju. Verður fagnaðurinn hald
inn að Hótel Borg og hefst með
borðhaldi kl. 7. s.d.
Dagskráin er á þá lund að
Gunnar Thoroddsen fjármálaráð
herra flytur ræðu og formaður
félagsins dr. Gunnar G. Schram
stutt ávarp. Jón Sigurbjörnsson
óperusöngvari syngur og þeir
Karl Guðmundsson og Jón Gunn
laugsson flytja skemmtiþátt.
Þann þátt hefur Loftur Guð-
mundsson rithöfundur sérstak-
lega samið fyrir fagnaðinn og
kennir þar margra grasa.
Veizlumatur verður á borðum,
m. a. humar og rjúpur en að
borðhaidi loknu verður stiginn
dans þar tii kl. 2 eftir miðnætti.
Kópavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA
í Kópavogi heldur aðalfund í
kvöld, þriðjudaginn 26. nóv., að
Borgarholtsbraut 6, og hefst
hann kl. 20,30. — Venjuleg aðal'-
fundarstörf. — Stjórnin.
Heimdallur
MÁLFUNDAKLÚBBUR Heim-
dallar heldur starfsemi sinni
áfram í Valhöll í kvöld kl. 20,30,
og verður rætt um . kynþátta
vandamálin.
Athygli er vakin á því, að
klúbburinn, sem einkum er ætl-
aður byrjendum, er opinn öllum
félagsmönnum og nýir þátttak-
endur geta ætíð bætzt við.
Stjórnin.
BANDARIKJAMENN á Kefla
víkurflugvelli minntust í gær-
morgum hins látna forseta
síns. Minningarathöfn fór
fram í Andrews Theater kl. 10
árdegis og kl. 11.30 hófst
katólsk sálumiessa í kapellu
varnarliðsins.
í kapellunni hafði verið
komið fyrir líkikistu til tákns,
en við hana stóðu heiðursvörð
fulltrúar flotans, flughersins,
landhersins og landgönguliða
flotans.
Síra S. E. Almasy annaðist
sálumessuna
Eftir sálumessuna var skotið
af byssum í heiðursskyni við
hinn látna forsetta og lúðrar
þeyttir.
Viðstaddir athöfnina voru 3
prestar katólska safnaðarins í
Reykjavík, svo og ýmsir aðrir
meðlimir hans.           -x.
Að venju verður fagnaði Stú-
dentafélagsins útvarpað að
kvöldi hins 1. desember. Mun
dr. Benjamín Eiríksson banka-
stjóri fytja erindi á vegum fé-
lagsins það  kvöld í útvarpssal.
Stúdentar, eldri og yngri, eru
hvattir til þess að fjölmenna á
fagnaðinn. Aðgöngumiðar verða
seldir að Hótel Borg í dag kl.
5—7 e.h. og næstu daga í bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar.
— Upphoð
Framh. af bls. 2
Dýrasta málverkið, sem sleg-
ið hef ur verið á uppboðum þess-
um, var Þingvallamynd eftir
Kjarval, er seld var á 49 þúsund
krónur. Eitt sinn áður hélt Sig-
urður uppboð á myndum, ein-
göngu eftir Kjarval, og yfirleitt
hafa verið Kjarvalsmálverk
á hverju uppboði. Kjarval
sagði við fréttamenn í gær, að
nauðsynlegt væri að hafa milli-
göngumann eins og Sigurð til
að koma listinni „í samband við
þá næmi, sem innsveitirnar og
fráfærurnar, hafa blásið í þá,
sem búa í borgum niður við sjó-
inn".
Hundraðasta uppboðið nefnist
Annálsbrot í myndum eftir Jó-
hannes S. Kjarval. Myndirnar
eru til sýnis í Súlnasalnum í dag
kl. 2—6, miðvikudag kl. 10—6 og
fimmtudag kl. 10—4.
Bíóhúsið á Norð
firði brennur
NORÐFIRÐI, 25. nóv.
í dag kl. um 15.30 kviknaði í
gamla bíóhúsinu hér. Slökkviliðið
kom þegar á vettvang, en þá var
geysimikiil elduir uppi í húsinu.
Tók rúman klukkutíma að ráða
niðurlögum hans. Þá var húsið
allt brunnið að innan, stólar,
bekkir og loft að mestu, en það
hangir þó uppi. Sýningarvélum
tókst að bjarga, en þær voru í
sérstökum klefa. Um tíma var
mjög óttazt, að eldurinn næði til
húss, sem er rétt hjá bíóhúsinu,
og var byrjað að flytja þaðan
ýmis skjöl o. fl., en þarna hefur
m. a. Drífa hf skrifstofu sína.
Eldurinn náði þó aldroi þahigað.
Eldsupptök eru enn ókunn, og eir
málið í rannsókn. — Þetta bíó-
hús var um langan tima eitt
aðalsamkomuhús Norðfirðinga,
e-ða þar til Félagsheimilið tók
við. Bíóhúsið má nú heita alveg
ónýtt, þótt veggir standi uppi.
— Asgeir.
Kennedys minnzt
um heim allan
London, 25. nóv. — NTB
FÓLK um allan heim, í austri
og vestri, syrgði í dag hinn
látna forseta Bandaríkjanna,
J. F. Kennedy. í kirkjum og
í skólum, á þjóðþingum og
ráðstefnum, létu menn í ljós
samúð sína með ekkju for-
setans og bandarísku þjóð-
inni.
Haldinn var stuttur hátíðafund
ur í Neðri málstofu brezKa þings
ins, þar sem samþykkt var ein-
róma, að fela drottningunni að
votta Lyndon Johnson, forseta,
og ekkju Kennedys dýpstu sam-
úð fyrir hönd þingsins.
í Moskvu var haldin minning-
arguðsþjónusta um Kennedy í
hinni rómversk-kaþólsku kirkju
borgarinnar, og voru þar mættir
ýmsir fulltrúar úr rússneska ut-
anríkisráðuneytinu, svo og sendi-
herrar er-lendra ríkja og fleiri.
Frú Nína Krúsjeff kom til banda-
ríska sendiráðsins í Moskvu og
skrifaði nafn sitt í bók til minn-
ingar um Kennedy. Fólk safnað-
ist við sjónvarpstækin, en endur-
varpað var sjónvarpi Bandaríkj-
anna frá útför forsetans. Sjón-
varpið náði til 24 Evrópuríkja,
þar af 7 kommúnistaríkja.
f Kaupmannahöfn var öllum
leikhúsum lokað vegna Jarðar-
fararinnar og Friðrik konungur
og Ingiríður drottning tóku pá«
í minmngarguðsþjónustu.
í Svíþjóð tóku konungshjónin
einnig þátt í minningarguðsþjón-
ustu um Kennedy, svo og helztu
ráðherrar og sendiherrar, þar á
meðal sá bandaríski og rússneski.
í Vestur-Berlín var torgið fyr-
ir framan ráðhúsið skýrt upp
og heitið eftir hinum látna for-
seta. Fjöldi fólks hafði safnazt
þar saman og hélt forseti borg-
arráðsins þar minningarræðu. —
Hann sagði, að Kennedy hafi ver-
ið tákn öryggisins fyrir alla þá,
sem byggju vestanmegin Berlín-
armúrsins, en vonarinnar fyrir
Austur-Berlinarbúa. Varaborgar-
stjórinn sagði, að Berlínarbúar
bæru fyllsta traust til Johnsons
forseta og hefði brúin milli Ber-
línar og Washington aldrei verið
traustari en nú.
í Róm var Segni forseti við-
staddur minningarguðsþjónustu,
auk fjölda kardínála. Meðal
þeirra var Francis Spellmann,
kardínáli frá New York.
í París hélt fastaráð Atlants-
hafsbandalagsins fund til að
minnast Kennedys.
í Alsír var torg skírt eftir
Kennedy.
Víðast annars staðar, þar sém
til fréttist, var hins látna forseta
minnzt með söknuði og virðingu.
Frá Leopollville til Helsingfors,
frá Spáni til Indlands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32