Morgunblaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 3
MORGU N BLAÐIÐ 3 Föstudagur 3. jan. 1964 \ AÐ VENJU birtu málgögn stjómmálaflokkanna áramóta- hugleiðingar flokksformanna. Hér verða birtar örstuttar glefs- ur úr ræðum þriggja formanna. áraunhæf launahækkun Formaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, lýsir ástandi þjóð- málanna svo í upphafi greinar sinnar í Alþýðublaðinu: „Verkföll, mjög víðtæk, eru nýafstaðin, og þó að samkomu- lag næðist, var það aðeins gert til stutts tíma, hjá flestum til 6 mánaða, og viðbúið að átök- in haldi þá á- fram, ef skiln- ingur almenn- ings á skaðsemi þessara átaka vex eltki frá því sem nú er. Kaup gjald almennra launþega hefur hækkað þrisvar á árinu, fyrst um 5%, síðar á miðju ári um 714% og loks nú í desember um 15% eða samtals um nær 30%. Hjá opinberum starfsmönnum er aftur á móti talið að meðal- hækkim launa hafi orðið um 40% á miðju ári. Þegar svo aukn ing þjóðarframleiðslunnar á ári er talin 3-4%, er sýnilegt að sú launahækkun sem orðið hefur getur ekki orðið raunhæf, þegar hún gengur í gegnum allt launa- kerfið. Því aðeins hefði hún get- að orðið það, að hún hefði ein- ungis náð til takmarkaðs hóps, og allir aðrir fengið minni hækk un. Ríkisstjórnin vildi beita sér fyrir því, að þessi háttur yrði á hafður í launadeilunni síðustu, eins og kunnugt er, launahækk- anirnar þá fyrst og fremst mið- aðar við þá lægst launuðu, en tókst það ekki. Þrjózkan að þrauka Einar Otgeirsson, formaður Sameiningarflokks alþýðu os. frv., segir m.a.: „Landnám vort er enn í byrj- un eftir 1000 ár Enn erum við aðeins að byrja ið slá töfra- jprota tækninn- ir á þetta land »g auðlindir þess, sem við Itöfum helgað okkur í krafti rinnu okkar og ástar og þeirrar þrjózku að hafa þraukað þar í 1000 ár, þrátt fyrir allt.“ Vörubifreið fór 6-7 m. fall ofan í Bægisárgil Tveir menn festust í flakinu en var bjargað AKURiEYRI, — Bedford vörublllinn M. 11 fór út af veginum við Bægisárbrú í Hörgárdal síðdegis mánudag- inn 30. des., hrapaði ofan í ána og gjörónýttist. Tveir menn voru í bílnum og slös- uðust báðir mikið. Síðdegiis á mánudaginn var vörubifreiðin M. 11, eign Kaupfélags Borgfirðinga, á heimleið frá Akureyri, en þangað hafði hún farið með ullarfarm. í bílnum voru tveir ungir menn, ökumaður- inn Gunnar Kristjánsson og Axel Þórarinsson, farþegi, báðir búsettir í Borgarnesi. Er 'komið var að Bægisár'brú náði ökumaður ekki beygj- unni en hún er mjög kröpp og hglka nokkur á veginum. Skipti engum togum að bíll- inn fór útaf og hrapaði ofan í ána, 6—7 m. fall, lenti á kletti í árgilinu og gjörónýtt- ist. Mennirnir tveir skorðuð- ust svo gjörsamlega, að þeir gátu sig hvergi hrært, enda báðir beinbrotnir. Gunnar var handleggs- og fótbrotinn og hafði hlotið mikið höfuð- högg, en Axel hlaut opið brot á hsegra fæti. Auk þess voru báðir mikið skornir og skrám- aðir. Horfði nú mjög óvænlega með þeim félögum, því bill- inn sást ekki af veginum og þar að auki var almyrkt orðið. Frost var nokkurt og þá mæddi mjög_,blóðrás. Telja má að það hafi orðið þeim til lífs, að brátt bar að jeppann, Þ. 1228, og í honum tvo menn frá Víði'hóli á Fjöllum, Viggó Jónsson og Jón Stefánsson. Veittu þeir athygli hjólför- unum, þar sem þau lágu fram af vegarbrúninni, fóru út og aðgættu nánar hverju það sætti. Heyrðu þeir þá Bongnesingana kalla á hjálp og hröðuðu sér þeirn til að- stoðar. Ekki reyndist þá unnt að hreyfa þá í flakinu, svo að annar Þingeyingurinn hljóp heim að Syðri Bægisá eftir mannhjálp, en hinn reyndi að hagræða hinum slösuðu á með an. Var skjótt brugðið við og jafnframt símað til Akureyr- ar eftir lækni og sjúkrabíl. Var nú farið að reyna að ná mönnunum. Axel lá ofan á Gunnari með hægri fótinn brotinn og sborðaðan undir miðstöð bílsins og þurfti að beita lyftara til að losa hann. Yfirleitt var. miklum erfið- leikum bundið að ná mönn- unum úr bilflakinu, því styris húsið hafði lagzt mikið saman þegar það lenti á klettinum. Þó tókst það von bráðar og var nú hlúð að þeim þarna á fönninni og beðið komu sjúkraibílsins sem flutti þá í sjúkralhúsið á Akureyri, þar sem gert var að sárum þeirra. Varla þarf getum að því að leiða hvernig farið hefði, ef athygli Þingeyinganna hefði ekki beihzt að hjólförunum, sem lágu fram af þverhnýp- inu. Þetta mun vera sjötti bíllinn, sem lendir ofan í Bægiisá, þarna við brúna. Veg- urinn er þar örmjór og á hon- um hérumbil vinkilibeygja í brekku við nyrðri brúarend- ann og staðurinn stórhættu- legur ókunnugum, ekki sízt í myrkri og hálku. — Sv. P. kvæmt uppástungu Brynjólfs Jóhannessonar leikara, sem hef- ir verið bandalagsforseti undan- farin tvö ár. Aðrir aðalmenn í stjóm voru kosnir Karl Kvar- an (frá Félagi íslenzkra mynd- listarmanna), Sigvaldi Thordar- son (frá Arkitektafélagi íslands) Helga Valtýsdóttir (frá Félagi íslenzkra leikara), Jóhannes úr Kötlum (frá Ri thöf u ndasam bandi Íslands), Skúli Halldórs- son (frá Tónskáldafélagi íslands) og Sigríður Ármann (frá Félagi íslenzkra lisitdansara). Stjórnin hefir skipt með sér verkum þannig, að varaforseti er frú Helgia Valtýsdóttir, ritari Karl Kvaran og gjaldkeri Skúli Hall dórsson. 15 hafa alls hlotið styrki úr Rit- höiundasjóði ríkisútvarpsins Á GAMLÁRSDAG var úthlut að styrkjum úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins í 8. sinn. Að þessu sinni hlutu rithöfundarnir Stefán Jónsson, kennari, og Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson styrk- ina, 20 þúsund krónur hvor. Kristján Eldjárn, formaður sjóðs stjórnar, afhenti styrkina, að við stöddum menntamálaráðherra, útvarpsstjóra, rithöfundum og fleiri gestum. Alls hafa nu 15 rithöfundar fengið styrki úr sjóðnum, þeir eru, auk framangreindra rithöf- unda: Snorri Hjartarson, Guðmund ur Frímann, Loftur Guðmunds son, Jónas Árnason, Hannes Sig fússon, Guðmundur Ingi Kristj ánsson, Ólafur Jóhann Sigurðs son, Stefán Júlíusson, Jón ú Vör, Matthías Johannessen, Guð mundur Daníelsson, Jón Óskar og Þorsteinn frá Hamri. Stjórn rithöfundasjóðsins skipa tveir menn frá útvarpinu, einn frá hvoru rithöfundafélaginu, og formaðtirinn, sem skipaður er af manntamálaráðherra. Sósíalisminn Jón Þérarinson forntoðar Bandalags ísl. listamanna Samkeppni um minnismerki um meiningarleysa Formaður Framsóknarflokks- ins, Eysteinn Jónsson, segir m.a.: „Meginþorri unga fólksins vill ekki kommúnismann sjá né heyra, og heldur ekki þótt hann sé kallaður sósíalismi til bragð- bætis, en það er raunar „þægi- legt“ orð, því enginn veit leng ur hvað það þýðir. Tinnu- harðir komm- únistar segjast t.d. vera sósía- listar og sama segja þingræðis jafnaðarmenn. Það er búið að myrða þetta orð með þvílíkri misnotkun og gera að meining- arleysu.“ Síðar í greininni gefur Ey- steinn Jónsson út þessa athygl- isverðu yfirlýsingu: „Framsóknarflokkurinn er af- dráttarlaust fylgjandi vestrænni samvinnu, þótt hann vilji eigi að síður góða sambúð við allar þjóð ir. Flokkurinn telur eðlilegt, að íslendingar eigi þátt í varnar- samtökum vestrænna þjóða, Atl- antshafsbandalaginu.“ Tveir menn skorðuðust í flakinu og þurfti lyftara til að ná þeim út. Sést hann í stýrishúsinu eftir að búið var að bjarga mönnunum út. Bjarna Jónsson frá Vogi Bíllinn lenti í árgilinu og á kletti og gjörónýttist. A AÐALFUNDI Bandala.gs ís- lenzkra listamanna, sam haldinn var 7. des. síðastliðinn, var á- kveðið, að bandalgið efni til samkeppni meðal íslenzkna mynd listarmanna um hugmynd að minnismerki um Bjairna Jónsson frá Vogi í tilefni af hundrað ára afmæli hans og í þakklætisskyni fyrir stuðning hans við íslenzk- er listir og listamenn. Skal sam- keppninni vera lokið og verð- laun úir sjóði bandalagsins veitt á fæðingardag Bjarna, 13. obtó- ber næstkomandi. Bandalagsstjórnin hefir ákveð- ið, að veitt skuli ein verðlaun, að upphæð 25 þús. krónur. Verð- ur nú á næstunni formlbga boðið til samkeppni þessarar. Forseti bandalagsins til næstu tveggja ára var kjörinn Jón Þór Jon Þórarinsson arinsson tónskáld (úr Félagi ís- lenzkra tónlistanmanna), sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.