Morgunblaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 r ^ sr —■ Avarp AsgeJrs Asgeirssonar Framh. af bls. 6 <Jobtninigu og mann hennar, prins Fhilip, í Buckinghamhöllinni, Sir Ajlec Douglas Home forsætis- ráðherra, í Downing Street 10, og borgarstjórann í Guildhall. Ég hafði áður komið tvisvar í Downing Street 10, og hitt fyrst McDonald og síðar Dord Baldwin og þekktu þeir báðir vel til ís- lands af frásögn William Morris, sem hafði heimsótt ísland og þýtt og ort útaf íslendingasög- uim .Urðu þeir á sinni tíð vel við mínuim málaleitunum. Að vísu eagði Baldwin, að sín stærstu vonbrigði á ævinni stæðu í sam- bandi við ísland, því að þegar Morris hafi feomið að kveðja móður sína, áður en hann lagði í íslandsferðina, hafi hann klapp- ftð á feollinn á sér, og lofað að gefa sér íslenzikan hest, þagar ihann kæmi til baka. En hestur- inn kom aldrei. Hér ásannaðist þó það, sem ég sagði, að íslenzk- ar fornbékmenntir hafa reynzt oss góður fulltrúi. Lífet er að segja um Sir Alec, hann er Sfcoti, en þeir eru vorir næstu nágrannar,' þefekja til sögu fs- Oands, og sýna oss jafnan mikla vinsemd. Hjá drottningu og borgar- stjóra nutuim við hinnar mestu gestrisni og viðhafnar, sem Engilendingum er svo töm, hallarstíll og fornir búningar, Bkifekj'Ur og skarfhúfur. Þar sómdi íslenzki skautbúningurinn sér vel. En þessi íhaldssemi Englendinga er aðeins á ytra borðinu, því hið innra með sér eru þeir raunsæir nútímamenn, og fúsir og fljótir til að semja sig að nýjuim og breyttum hátt- um í hugsun og framikvæmd. Ég drep aðeins á þessi atriði, og oflangt mál að rekja ferðasög- una, enda er hún áðuir kiomin að nökkru leyti í útvarpi. Þó vil ég efeki Mta hjá líða að nefna heimiboðin til háskól- ®nna í Londan, Oxford, Leeds ©g Edinborg, og Britis'h Mus- eum. I’au heimboð voru engin tilvilj un, heldur áttu þau rót eína að refeja til þess, sem óg endurtek enn, íslenzkra fræða og sögu. f>ar voru ofekur sýnir margir dýrgripir íslenzkra hand- rita og elztu prentaðra bóka, og bar margt á góma um íslenzk og engil-saxnesk fræði, enda munu hvorirtveggja hafa skilið annars mál, Aðalsteinn konung- ur og Egill Skallagríms'son, þeg- er hann dvaldi með konungi á Englandi. Titill drottningar „The Queen“ er engil-saxneska, og sama otrðið og „,fevon“ á íslenzku t fevonfang og fcvonbænir. í Ox- ford sá ég bófe, sem ég raunar þefekti áður, um „Hamlet í ís- lenzkum bókmenntum'*, en hann er fyrst nefndur í Snorra-Eddu ©g heitir þar Amlóði. Um hann eru og Brjánssögur í íslenzkum þjóðsögum, og mofckrir rímna- flofckar. En mi'kill munur er á leifcri'ti Shakespears og íslenzfc- uim Amlóðarímum. Veldur hver é heldur, þó söguefni sé hið sama. Butler, utanríkisráðherr- ann bauð ofekur í leifehús til að sjá „Hamlet", f>að var stónkost- leg sýning að efni og meðferð. Þvií vænna þótti mér um að sjá Hamlet hér í Þjóðleifehúsinu um jólin til samanburður. Sú sýning tókst mjög vel, og enginn am- lóðatonagur eins og á nímunum. En toér verð ég að láta staðar iiumið. Ég hefi lagt nofekra áhrezlu 6 það, að vér íslendingar njótum erlendis vors menningaranfis í rífeum mæli í hópi menntamanna og margra valdsmanna, og er það þjóð vorri ómetanlegur styrfeur. Persónuleg viðkynning og vinátta við nágranna- og viðskiptaþjóðir vorar og ráða- menn þeirra, er vorri fámennu þjóð nauðsyn. Þefeking á íslandi nútímans fer vaxandi meðal þeirra, sem máli skiptir. Vér erum efeki lengur utan sjón- deildarhringsins, og vér fögnum þvá, þegar oss er sýndur skiln- ingur og vinahót. Ég vil að lokum bæta við sög- una og bófcmenntirnar öðrum ólaunuðum fulltrúa íslands er- lendis, en það eru allir þeir íslendingar, sem þar búa, ýmist við nám eða heimilisifastir. Við ■höfum á ferðum ofekar hitt f jölda þeirra, og efcki sízt nú á Engl- andj og Sfcotlandi. Það er ánægjulegt, hve ofit maður verð- ur þess var, hve vel þeir bera ættlandi sínu söguna með fram- feomu sinni, hæfileikum og starfi. Trygigð og ástúð, sem þeir sýna við svona tækifæri, er með ágæt- um. Það ber oss að þaklka, enda má Fjaillkonan vart við því að missa neitt af börnum sínum. Að svo mæltu óskum við hjónin öllum gleðilegs nýjárs og þjóðinni gæfu og gengis á þessu nýbyrjaða ári og Guðs- blessunar. — Áramótaræða Framh. af bls. 13 þeirra, sem í stöðuguim deilum hafa staðið, um nokkuð sem raunverulega skiptir máli um lífskjör almennings? Lítum á tvö verkefni, sem úr- lausnar bíða. Enginn vafi er á, að mesta kjarabótin, sem unnt væri að afla almenningi hér á landi nú, væri sú, ef takast mætti að stytta vinnutíma hér með ó- sfeertu kaupi ofan í það, sem með nágrannaþjóðum okkar tíðkast. Spurningin er, hvort menn vilja halda áfram að skeggræða um þetta eða gera raunhæfar ráð- stafanir til að hrinda því í fram- kvæmd. Til þess að það heppnist þarf á að halda samivinnu allra: Verfcamanna, vinnuveitenda og ríkisvalds. Vilja menn gefa sér tóm til að leysa þetta verkefni eða vilja þeir halda áfram að eyða tímanum í einskisverðar þrætur? Á þessu ári hafa menn átak- anlega — en sem betur fer án stórslysa —, verið minntir á, að enn lifum við í landi elds og ísa við fábreytta og valta atvinnu- vegi. Vilja menn kanna til hlít- ar, hvort unnt sé að koma hér upp stóriðju, sem strax miundi færa okkur aufeið öryggi og skapa skilyrði fyrir áframuhald- andi stórvirkjunum? Eða kjósa menn helur að láta allt druifekna í innbyrðis þrætucm, metingi Og jafnvel hrepparíg? Svo að ekki sé talað um minnimáttarkennd- ina, sem óttast, að þjóðernið muni farast, ef við semjum við erlenda aðila um samvinnu, er nágrannar okkar t. d. í Nöregi telja sér gulls-í-gildi. í frjálsu þjóðfélagi eins og oikfc ar vísar hagnýting þekkingar og tækni öruggustu — og raunar einu — leiðina til bættra lífs- kjara. öll vonum við, að stríð á milli þjóða séu úr sögunni. En halda menn þá heilladrýgra að eiga í stríði innan þjóðar? Lát- um það efeki henda, að öfluguán samtökum, sem stofnuð eru til almennings heilla, sé beitt gegn handhöfum ríkisvaldsins, sem löglegur meirihluti hefur trúað fyrir umboði sínu. Hvergi á inn- byrðis ófriður og stéttastríð minni rétt á sér en í okkar ör- smáa þjóðfélagi, þar sem allir eru vaxnir af sömu rót og raunar náskyldir í orðsins eiginlega skilningi, Hættum þeirri tog- streitu stéttanna, sem engum færir ábata. Sameinumist um að gera þeirn, er örðugast eiga, lífið léttara Og búa þjóðinni allri hag- sæld og frið í okkar ástkæra en erfiða landi. Að svo mæltu óska ég öllum íslendingum gleðilegs árs 1964. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinss. hri. og Einar Viðar, hdl. Hafnarstræti 11 — Simi 19406 JON E. AGÚSTSSON málarameistari Otrateigi Allskonar málaravinna Simi á6346. MORGUNBLAÐIÐ hringdi í gær til fjögurra forystu- manna í hinum fjóru helztu atvinnugreinum Islendinga, landbúnaði, sjávarútvegi, iðn- aði og verzlun, og spurðist fyrir um það, hvernig árferði hefði verið í atvinnugreinun- um. Fara svör þeirra hér á eftir; • Landbúnaður: árferðið snerist við Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, sagði: Árið var land- búnaði nokkuð örðugt, einkum þar sem segja má, að árferðið hafi snúizt við. Veturinn í fyrra var fremur mildur, eins og Vet- urinn nú, en kuldatíð var frá páskum og fram í nóvember. Heyfengur var með minna móti að magni til, en hins vegar gæða- betri en árið áður. Hann var í minna lagi, ekki sízt, þegar tiilit er tekið til þess, að tún hafa stækkað og aldrei hefur verið notað meira af áburði. Uppskera á hvern hektara lands var því minni en áður. Víðast hvar spratt heldur engin há. Sauðfjárafurðir voru minni nú en í fyrra; fé hefur heldur fækk- að og sláturfé var rýrara í haust en áður. Mjólkurframleiðslan gekk vel. Garðrækt var víðast hvar erfið og kartöfluuppskera óvíða eðli- leg. Má segja, að hún hafi brugð- izt, og er sumarfrostum aðallega um að kenna. Þetta gekk þó mjög misjafnt yfir landið. Að lokum má geta þess, að áburðarnotkun var með mesta móti, eins og fyrr er drepið á, og nam hún að verðgildi 121 milljón króna, eða 14 milljónum meira en árið 1962. Hins vegar var heyfengur lítið sem ekkert meiri, og að því leyti er hægt að segja, að árið hafi verið slæmt fyrir bændur. • Sjávarútvegur: árið heldur hagstætt, þrátt fyrir örðugleika Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri, sagði: Um aflabrögð er það að segja, að heildarafli var nokkru minni á árinu 1963 en 1962. Áætla má, að 765.000 lestir hafi fengizt úr sjó á síðasta ári, en árið 1962 öfluðust 833.000 lest- ir. — Að aflinn hefur minnkað, staf- ar aðallega af því, að hvorki sumar- né vetrarsíldveiðarnar gáfu eins mikið af sér á síðast- liðnu ári og árið 1962. Sérstak- lega á þ.etta við um haustsíldar- veiðarnar. Um aflabrögð á öðrum fiski en síld má segja, að árið hafi verið sæmilega hagstætt, n'ema fyrir togarana, sem áttu við mik- ið aflaleysi að stríða. Lenti út- gerð þeirra þar af leiðandi í miklum örðugleikum. Aflabrögð hjá bátunum voru hins vegar sæmilega hagstæð víðast hvar. í fiskvinnslu var árið heldur erfitt vegna gífurlegrar kostnað- araukningar af völdum hinna miklu launahækkana. Hækkaði allur framleiðslukostnaður stór- kostlega vegna aukinna kaup- greiðslna. Verðlag á fiskafurðum var yf- irleitt fremur hagstætt og verð- lagsþróunin heldur góð. Verð- hækkanir hafa orðið á flestum útflutningsafurðum, en mjög misjafnlega miklar. Allt lýsi hækkaði mest. Mestu máli skiptir þó að sjálf- sögðu í þessu sambandi verðlag á helztu útflutningsvörunum: freðfiski, saltfiski, skreið og síld. Var það allt heldur hækkandi á árinu og í samræmi við almenna verðþróun erlendis. Niðurstaðan er því þessi: Þótt afli sé heldur minni en í fyrra, er ekki hægt að segja annað en mikill afli hafi borizt á land og framleiðslan verið mikil. Verð- lag var heldur hagstætt. Hins vegar olli síldin vonbrigðum, og hin mikla kostnaðarhækkun vegna launahækkana á árinu hlýtur að koma fram í auknum örðugleikum við útveginn, og þó alveg sérstaklega við fisk- vinnslu. en verðlagsákvæði spilla afkomunni Gunnar J. Friðriksson, for- maður Félags íslenzkra iðnrek- enda, sagði: í stuttu máli má orða svar við spurningu um iðn- aðinn á liðnu ári, að framleiðsl- an hafi yfirleitt aukizt á árinu, en fæstir séu þó ánægðir með afkomuna. Valda þar mestu úr- elt og þröng verðlagsákvæði. í heild má segja, að árið hafi verið nokkuð hagstætt, en_ ákaf- lega misjafnt eftir iðngreinum. Nýja tollskráin hafði mismun- andi áhrif, og urðu sumir hart úti í því sambandi, t.d. skóiðn- aður. Nóg var að gera á árinu, en síðari hluta árs gerði skortur á rekstrarfé þó verulega vart við sig. Nokkuð var um, að menn hæfu byggingarframkvæmdir á árinu; þó minna en eðlilegt væri. Um árabil var ekki leyft að byggja atvinnuhúsnæði fyrir iðn- aðinn, nema þá að ákaflega tak- mörkuðu leyti. Hin nýju lög um iðnlánasjóð eru veruleg lagfær- ing og valda auknum atvinnu- möguleikum. Sjóðurinn mun nú brátt fara að segja til sín, en hingað til hefur iðnaðurinn ekki átt í nein hús að venda með r lánaöflun til byggingarfram- kvæmda. Of snemmt er að nefna tölur um umsetningu, en óhætt ætti að vera að fullyrða, að flestir iðnrekendur hafi aukið hana verulega. Þetta er þó mjög mis- jafnt eftir iðngreinum. Ströng verðlagsákvæði há iðn- aðinum og standa eðlilegri þró- un fyrir þrifum. Að þessu leyti er iðnaði íslendinga sniðinn þröngur stakkur. Þetta lagaðist svolítið seinni hluta ársins 1963, en enn er langt í land að leið- rétta gamalt misræmi. Iðnaðurinn hér á landi þróað- ist til réttrar áttar á síðasta ári, og svo mun einnig verða á ný- höfnu ári, þótt menn sjái fram á talsverðar þrengingar í fjár- málum. Þróunartími alls iðnaðar er all-langur, og má í því sam- bandi minna á, að góðan tíma tekur að þjálía starfsfólk í iðn- aði. Nú eru horfur á, að farið verði að þjálfa fólk á skipulegan hátt til iðnverkastarfa. í undirbún- ingi er að taka upp verkþjálfun fyrir iðnverkafólk og starfsmat. Yrði matið þá grundvöllur undir launagreiðslum. í framhaldi af þessu kæmi svo vinnuhagræð- ing. Að þessum málum vinna nú í sameiningu Iðja, félag verk- smiðjufólks í Reykjavík, og Fé- lag íslenzkra iðnrekenda, eða sérfræðingar á vegum þeirra. Fullur skilningur ríkir af beggja hálfu ,á mikilvægi þessa máls. Þetta samstarf, sem tókst á ár- inu með vinnuveitendum og vinnuþegum, tel ég, að sé með merkilegri atburðum ársins frá sjónarhóli iðnaðarins. Vænti ég þess fastlega, að samstarf þetta fari að bera árangur á nýja ár- inu. • Verzlun: Mikil velta, en verzlunarálagning fyrir löngu of þröng Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunar- ráðs íslands, sagði: Veltan var töluvert • miklu meiri árið 1963 en árið 1962 í mörgum greinum verzlunar. Hins vegar er verzl- unarálagning óbreytt áfram, og er hún orðin allt of þröng fyrir löngu. f nokkrum greinum verzl- unar, t. d. í matvöruverzlun og sumum greinum vefnaðarverzl- unar, var um beinan taprekstur að ræða á árinu. Vænta menn þess, að hér verði úrbót á ráðin, áður en mjög langt líður á nýja árið. Halli var á viðskiptum við út- lönd á árinu. Við því var að vísu búizt, en hann varð meiri en haldið var í upphafi árs. Sá halli er eitt þeirra vandamála, sem við verður að glíma á árinu 1964. Ástæða viðskiptahallans við útlönd ætti að vera öllum kunn: víxlgangur kaups og verðlags, og rýmra var um lán og meira um fé í höndum landsmanna en fyrr hefur verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.