Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 1. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ
r
Föstudagur 3. jan. 1964
GAVIN  HQLT:
21
IZKUSYNING
Er það ekki líka sannleikur?
— Já, það er það.
—  Og hvorugur okkar er að
ganga í svefni.
— Eg veit ekki, hvað þér eruð
að fara.
— Gott og vel .Það gerir ekk
ert til, ef þér vitið, hvað þér
sjálfur eruð að fara. Þér komið
til að verða að tala mikið, og
það væri leiðinlegt, ef einhver
fingraför kæmu upp til að mót-
maela yður. Til dæmis á skúff-
unni áðurnefndu.
—  Fingraför? endurtók hann
og starði á hendurnar á sér.
Eg sagði: — Við skulum fara

niður og tala við lögregluna.
Hann hreyfði sig ekki. Það var
eins og hann væri dofinn, en
kannski hefur hann bara verið
að hugsa. Eg beið i næstum heila
mínútu, og horfði á hann hleypa
brúnum aftur og aftur. Hann
hafði laglegt andlit, þótt það
væri dálítið þunglamalegt, og
hann virtist hreinskilinn á svip
inn. Hann var harður í horn að
taka, ef hann vildi það við hafa.
Hann gat hlegið og líklega var
h&nn góður við skynlausar skepn
ur. En Selina hafði aldrei verið
skynlaus.
— Við skulum fara, sagði hann
loksins.
Þegar við komum niður á
fyrstu hæð, fór hann á undan
mér og aetlaði að opna skiif-
slofudyrnar, en ég stöðvaði hann
áöur en hann hafði lokið því. Eg
iagði vasaklút á handfangið áð-
ur en ég sneri því.
XIII.
Clibaud var þarna ekki lengur.
Fyrsti lögreglumannahópurinn
var inni, en embættislausir áhorf
endur þarna voru Grigue læknir
og Selina sáluga Thelby. Þarna
voru tveir menn í einkennisbún-
ingi og mér datt í hug, að þeir
hefðu verið á ferð og heyrt í tal-
stöðinni. Þarna var einn maður
til í ofstórum vaðmálsfötum, sem
voru eins og glerblásari hefði
sniðið þau. Ég þekkti hnakka-
drambið á honum, áður en hann
sneri sér við, en hann var nú
líka allt og sumt, sem mig lang-
aði að sjá af honum,  en hann
var því vanastur að gera mér
einhver vonbrigði.
— Ja, hérna! sagði ég glað-
klakkalega og reyndi að dylja
gremju mína. — Það er þó ekki
sem mér sýnist, að þetta sé hinn
virðulegi Bede liðþjálfi?
Svei mér ef ég sagði þetta
ekki full-vkigjarnlega, en hann
var nú ekki alveg í því horninu
Hann glápti á mig eins og naut
í nývirki.
— Tyler! nöldraði hann. —
Aldrei getur maður séð þig, án
þess að þá sé eitthvert hræ ein-
hversstaðar nærri.
— Þetta er liklega gagn-
kvæmt. Hann glotti og það ró-
aði mig dálítið. Ég fann, að ef
hann héldi áfram að skána, færi
mér líklega að þykja bara vænt
um hann, áður en lyki — en þó
ekki strax. — Hvað ert þú að
flækjast hérna?  spurði  hann.
Ég útskýrði það í stuttu máli
og hann kom með nokkrar spurn
ingar. Svo sagði hann, að ég
gæti beðið fyrir utan. Ég hefði
Óvæntir áramóta-
gestir í Albaníu
¦k ÞAÐ kom ro.jög á óvart,
þegar frá því var skýrt á
á gamlársdagkvöld að for-
sætisráðherra Kínverka al-
þýðulýðveldisins, Chou en-Iai,
og fylgdarlið hans, hefðu
konv.ð til Tirana, höfuðborgar
Albaníu, þá um daginn og
hygðust dveljast þar um ára-
mótin. Engar fregnir höfðu
borizt, er bentu til þess, að
slíkt ferðalag væri fyrir hönd-
um.
jt Helztu fyrirmenn Albanín
tóku á móti forsætisráðherr-
anum Of fylgdarliði hans á
flugvellinum í Tirana, þar
sem uppi héngu stórar ir.yndir
myndir af Chou en-lai og
Stalín. f ávörpum gesta og
gestgjafa var lögð áherzla á
órofa vináttu Albaníu og
Kína. En svo sem kunnugt er,
I
Hoxa, leiðtogi albanska
kommúnistaflokksins.
hafa Albanir verið ákafastir
stuðningsmenn Kínverja í
hugsjónadeilunum svokölluðu
við Rússa °g beirra fylgis-
menn.
¦k Litlar fregnir hafa borizt af
þessari óvæntu dvöl kíverska
forsætisráðherrans í Albaníu
og samkvætnt AP-frétt á
fimmtudag var ljósmyndurum
vestrænna blaða ekki leyft
að senda frá. Albaníu Ijós-
myndir af komu kínversku
gestanna. Velta menn því nú
fyrir sér, hver eða hverjar
séu ástæður til þess, að Chou
En-lai gerði svo skyndilega
hlé á Afríkuferð sinnj —
hvort hann muni halda henni
áfram, að Albaníu-dvölinni
lókínni — hvort eitthvað
merkilegt sé á seyði í komm-
únistaheiminumi eða hvort
Ehou En-Iai hafi einfaldlega
óskað að vera sem næst sínum
nánustu vinum, er nýja árið
gengi í garð og hið liðna væri
kvatt.
Svo sem frá hefur verið
skýrt í fréttum stóð til, að
Chou En-lai ferðaðist um
Afríku í tvo mánuði. Hugðist
hann fara til Guineu, Ghana,
Mali, Somalíu, Uganda og
Tanganyika, auk Egyptalands
og Alsír, sem hann þegar
hafði hekrusótt. Flest þessara
ríkja hafa viðurkennt Peking-
stjórnina og notið verulegrar
efnahagsaðstoðar hennar, þar
sem a.m.k. 18 Afríkuríki
önnur hafa enn neitað að við-
urkenna stjórnina og hallað
sér í átt til Formósu og fengið
þaðan efnahagsaðstoð.
Ferð Chou En-lais hefur
vakið mikið  umtal og bolla-
¦UTAN UR'HEIMI
Chouen-Lai, forsætisráðherra
Kínverska Alþýðulýðveldis-
ins. Myndin var tekin i
Egyptalandi  fyrir  skömmu.
leggingar. Hefur sú skoðun
verið ríkjandi, að tilgangur
ferðarinnar væri og fyrst og
fremst að grafa undan áhrifum
Rússa í Afríku, enda er tím-
inn til ferðarinnar þannig
valinn, að auðvelt er að draga
þá ályktun. Áhrif Rússa hafa
farið þverrandi í Afríku síð-
ustu mánuði og Afríkumenn
meðal annars sakað þá um
kynþáttafordóma. Hafa Kín-
verjar notað sér þá árekstra
og kynnt undír eldunum með
því að benda á, að þeir —
hinn guli kynþáttur — eigi
öllu meiri samleið með Af-
ríkunegrum en Rússar, sem
séu hvítir og beri „þar af
leiðandi" engu meiri hlýhug
til blökkumanna en Vestur-
landabúar. Talið er víst, að
Chou En-lai hafi lagt til við
leiðtoga Egyptalands og Alsír
að haldín verði ný Bandung-
ráðstefna til þess að efla ein-
ingu sannra sósíalista gegn
heimsvaldasinnum og fylgis-
mönnum þeirra, þ.e.a.s. Vest-
urveldunum og Rússum.
Hann hefur minnt þá á
bræðraandann frá Bandung,
þar hafi verið rætt um að rík-
in hlutuðust ekki til um inn-
anríkismál  hvers  annaiis  og
efnahagsaðstoð yrði eklki bund
in skilyrðum sem þeim, er
Rússar hafi sett Afrílkuríkj-
um á síðustu áruim.
Áður en Bandung ráðstefn-
an var haldin í apríl 1955
höfðu Kínverjar lítil saan-
skipti haft við Arabaríkin í
Austurlöndum nær. Eina ríkið
á þesuim slóðurn, seim viður-
kennt hafði Pekingstjórnina
var ísrael og á árinu 1954 og
fyrri hluta ársins 1955 vann
Pekingstjórnin að því, að
skipzt yrði á sendimönnum
og komið á viðskiptasamin-
ingum milli ríkjanna. Á hinn
bóginn voru tengsi israels
við Vesturveldin sterkari en
svo, að slíkt gæti náð fram
að ganga, svo sem Kínverjar
óskuðu.
Frá því árið 1955 hafa Kín-
verskir komiministar í sí-
vaxandi mæli skipt sér atf
stjóramáluim ríkjandi í Afríku
og Mið-Asíu. Hafa þau af-
skipti í rauninni verið hin
flóknustu og ber margt til,
m. a. ágreiningur og sain-
keppni Kínverja og Russa.
Samskipti Kinverja og Egypta
haía til dæmis verið með þeiim
hætti, að svo virðist, sem
þeir sláist með annarri hend-
inni en klappi hvor öðrum
mieð hinni. Og Kínverjar hafa
fylgzt náið með mistökuim
þeim, er Rússum hefur orðið
á í Afriku og hagað sér eftir
því. Þess má m. a. geta, að
útvarpssendingar Kínverja til
Afríku eru sterkari en allra
annarra þjóða og að því sum-
ir segja skemimtilegri og læ-
víslegar fléttaðar áróðri en
sendingar Rússa. Þeir hafa
komið sér upp sterkri áróðurs
bækistöð í Guineu, m, a.
100.000 kw útvairpsstöð, sem
nær allt inn til innstu myrk-
viða Mið- og Suður-Afrílku.
—Stangveibifélagib
Framh. af bls. 24
ugt er. Veiðifélag Árnesinga
mun taka tilbað Stangaveiði-
félagsins fyrir á fundi inn-
an skamms.
í tilboði Stangaveiðifélagsins
er fram tekið, að leigutími sé
10 ár og hafi Stangaveiðifélag-
ið forleigurétt að þeim tíma liðn-
um til fimm ára. Leigugjaldið
sé endurskoðað árlega og fært til
hækkunar eða lækkunar í sama
hlutfalli og breytingar þær, sem
kunna að verða á verðlagsgrund
velli landbúnjaðarafurða.
Með tilboði sínu ritaði stjórn
Stangaveiðifélags Reykjavíkur
bréf til formanns Veiðifélags
Arnesinga, Jörundar Brynjólfs-
¦anar, Kaldaðaroesi. í bréfi þessu
kemur það fram, að aðilar hafa
átt viðræðufundi um mál þetta
á 8,1, ári. Síðan segir:
Eins og vitað er, eru berg-
vatnsárnar á svæðinu, orðnar
mjög laxlitlar, hverju sem þar er
um að kenna, og því ekki gott
að vita hvernig laxgöngum verð-
ur háttað í þær, þegar hann
kemst óhindraður áfram. Það er
til dæmis mjög líklegt eða hætt
við, að lítið hafi klekizt út af
laxi í sumum þeirra undanfarin
ár og því mundi liklega verða
lítil gengd í þær, fyrr en nýrr-
ar ræktunar færi að gæta, eftir
nokkur ár.
Það mun einnig taka nokkurn
túma að finna alla þá stangveiði-
staði í jökulvatnssvæðinu, sem
kunna að vera fyrir hendi og
þess vegna ekki gott að segja
hve margar stengur sé hægt að
hafa á hverju svæði eðe í hverri
á til að byrja með, þó að oss
teljist svo tíl, að eftir nokkurn
reynslutíma, mundi vera haegt
að koma fyrir þeim stangafjölda
sem um getur í tilboðinu.
Á fundinum í vor var nokk-
uð rætt um, að hentugt gæti
reynzt, að bæði félögin stæðu
að fullkominni klak- og eldis-
stöð fyrir allt svæðið. Það er
vitað, að bygging og rekstur
slíkrar stöðvar kostar mikið fé,
sem hægara mundi vera fyrir
bæði félögin að standa undir.
Vér höfum því gert ráð fyrir
að hluti af árlegri leigu fseri til
þessara framkvæmda. Vér vit-
um að vísu ekki hve Vedðifélag-
ið kann að hafa af handbæru
fé til hessara framkvæmda, en
sjálfsagt finnst oss að einhver
hluti af árlegri leigu fari tíl
þessara framkvæimda.   Þó vér
nefnum þessa ákveðnu upphæð
gæti vel verið að hún gæti eða
ætti að vera önnur, eða jafnvel
mismunandi frá ári til árs, eft-
ir því hvernig framkvæimdum
yrði hagað.
Tungufljótssvæðið.      Þetta
svæði er algjörlega laxlaust, og
ekki að vænta þar neinnar veiði
fyrr en laxastigi hefir verið
gerður í Faxa og ræktun svæð-
isins hefir verið framkvæmd í
5-7 ár. Oss þykir því rétt að
hafa þetta svæði í sérstökum
lið, og mætti alveg eins hugsa
sér að gera um það sérstakan
samning, sem þó yrði að vera
samhliða samningi um aðalsvæð
ið, þar sem vart kemur tíl greina
að hugsa um ræktun þess, með-
an hinar mikilvirku veiðivélar
eða netalagnir eru í ósasvæðinu.
Má segja að betta eigi við uim
aUt svæðið.
ekkert leyfi til að ryðjast inn
til hans. Hann mundi kalla á
mig þegar hann þyrfti mín með.
— Þakka þér fyrir, sagði  ég.
— Ég kem ef ég má vera að þvL
En þú ættir að tala við hann hr.
Thelby. Hann er næsti aðstand-
andi skilst mér. Ég sneri mér
að Benton. — Þetta er hr. Bede
frá Scotland Yard. Þá ætti yðar
raunum að vera sama sem lokið.
Jim Bede setti upp embættis-
svipinn. Aldrei skildi ég,
hvernig hann fór að því. Hann
sagði: — Allt í lagi, Ritzy! Það
var ekki meira. Ég ætla að tala
við majórinn. Ég var einmitt á
leiðinni upp til að hitta hann.
Ég gekk í áttina að fortjald-
inu. Ég vildi hitta Sally. Ég
hafði ekki gengið neitt hart að
Benny út af kjólnum, af því að
ég vildi fyrst heyra, hvað stúlk-
an hefði að segja. Eftir þetta
taugaáfall yrði hún sjálfsagt
meðfærilegri.
ajtltvarpiC
FÖSTXJDAGUR  3.  Janúai.
7:00 Mjrgunútvarp.
7:30 Fréttir.  —  Tónleikar
7:50 Morgunleikfimi
8:00 Bæn  —  Veðurfregnir.
8:30 Fréttir  —  Ténleikar.
9:00 Úrdráttur  úr  foryatugreinum
dagblaðanna —  9:10 Veðurfr
9:20 Spjallað  við  bændur:  Agnar
Guðnason  ráðunautur.
12:00 Hádegisútvarp.
13:15 Lesin  dagskrá  næstu  viku.
13:25 „Við  vinnuna":  Tónleikar.     \
14:40 „ViS,  sem  heima  sitjum."
15:00 Síðdegisútvarp.  (Fréttir  og tilk.
— Tónleikar —  16:00 Veðurfr.)
18:00 Merkir  erlendir  samtíðarmenn:
Séra Magnús GuSmundsson tal™
ar  um  Stanley  Jones.
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Lögin leikin á strengjahljóðfærí,
19:00 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 Efst á  baugi   (Björgvin  GuS-
mundsson og Tómas Karlsson).
20:30 Tónleikar:  Hornkonsert  nr.  2  i
Es-dúr  (K417)  eftir  Mozart
(Barry  Turckwell og  Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna leika; PeU
er  Maag  stj.).
20:45 Ferðaminningar  frá  Hawaí  og
fleiri  góðum   stöðum  (Vigfúa
Guðmundsson).
21:05 Einsöngur:  Tom  Krauss  syngur
lög  eftir  Richard  Strauss.
21:30 Útvarpssagan:  „Brekkukotsann-
áll"  eftir  Halldór  Kiljan  Lax-
ness; XVIII. (Höfundur les).
22:00 Veðurfregnir.
22:10 Daglegt   mál   (Árnl   Böðvart-
son).
22:15 Upplestur: Snorri Sigfússon  lea
kvæði eftir Schiller,  1 þýðingu
Steingríms Thorsteinssonar.
22:30 Næturhljómleikar:
„Manfred-sinfónian" op. 58 eftir
Tjaikovsky  (Hljómsveitin  Phil-
harmonia  í  Lundúnum  leikur;
Paul Kletzki stj.).
23:25 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR.
7:00 Morgunútvarp.
7:30 Fréttir.  —  Tónleikar
7:50 Morgunleikfimi
8:00 Bæn  —  Veðurfregnir.
8:30 Fréttir  —  Tónleikar.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 Óskalög sjúklinga  (Kristin Annt
Þórarinsdóttir).
14:30 í  vikulokin  (Jónas  Jónasson),
16:00 Veðurfregnir — Laugardags-
lögin.
16:30 Danskennsla  (Hreiðar  Ásvalds-
son).
17:00 Fréttir.
Þetta vil ég heyra: Karl Karls-
son sjómaður  velur sér hljóm-
plötur.
18:00 Útvarpssaga barnanna: „Dísa og
sagan af Svartskegg" eftir Kára
Tryggvason;  I.   (Þorsteinn  Ö.
Stephensen).
18:20 Veðurfregnlr.
18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga  (Jón  Pálsson).
18:55 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 „Uglan  blóðugluklóa",  smásag*
eftir Líneyju Jóhannsdóttur (L4r
us Pálsson leikari).
20:15 ,Aumingja Carmen": Guðmund-
ur  Jónsson  gerir  þessu  lilut-
verki sín skil.
21*0 Leikrit:   „Flýgur   fiskisagan",
gamanleikur eftir Philip John-
son.  Þýðandi:  Ingólfur  Pálma-
son. — Leikstjóri: Balvin Hall-
dórsson.
Persónur  og  leikendur
Alfred  Booker borgarstjóri  .... Þorst.
Ö. Stephensett
Minnie kona hans ....... Helga Valtýsd,
Maggie  þjónustustúlka ........  Bryndia
Pétursdótti*
Presturinn —....-..„„— Valur Gíslason
Frú Pratt ___....„ GuOrún Stephensea
Mospy  ............___  Þóra  Fríðriksdóttir
22:00 Fréttir  og  veðurfregnir.
23:10 Daruslög. — 24:00 Dagskrárlok.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24