Alþýðublaðið - 11.01.1930, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.01.1930, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Cida er viðurkent að vera bezta og jafníramt ódýrasta suðu- og át-súkkulaði, sem selt er hér á landi. Þegar þér kaupið súkkulaði, pá takið fram, að það eigi að vera Clda. þrjú félagssystkini, fulltrúa, sem hver um sig væru vel hæfír til þess að skipa efsta sæti listans, enda allir 'þektir meðal verkalýðs þessa bæjar fyrir þekkingu og skilning á pvl, sem alþýðu í þess- ,um bæ fyrir bestu. Þessir full- trúar eru: Jens Guðbjömsson, formaður glímufélagsins Ármann, Helga Níelsdóttir ljósmóðir og Þorvaldur Brynjólfsson, formað- ,tir stærsta iðnnemafélagsins í bænum og yngsti frambjóðandinn við þessar kosningar eða 23 ára gamall. En slíkt er ekki aðalatriðið, enda eru allir þeir, sem skipa lista alþýðunnar, 'iingir menn í anda, sem bera með sér stórhug og baráttujprek æskumannsins. Aðalatriðið er það við þessar kosningar, að alþýðufólkið komi nógu mörgum af sínum góðu frambjóðendum að til þess að hægt sé að viðra út úr bælinu, þar sem danski Knútur hefir haldist við í 15 ár, Að æskulýðnum sé þetta alvara mun hann sýna með því, að fjöl- menna að kjörborðinu 25. þ. m. og krossa framan við A á lista Alþýðuflokksins. A. A. Um dagino og veginaa. I. O. G. T. Tilkynnlngap. Enginn fundur í DÍÖNU á morg- um. Gæslum. UNGLINGASTÚKAN BYI.GJA fellir níður fund á morgun (sunnudag). Næstí fundur næst- komandi sunnudag á venjulegum stað og titna, STIGSTÚKAN. Fundur næsta sunnudag kl. 5. Hannes Jónsson flytur erindi. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Bæjarstjórnaikotiuingarnar á Isafirði fara fram í dag. Kvæða kemtun heldur kvæðamannafélagið „Ið- unn“ á morgun kl, 2 í Nýja Bíó. Er þar von á góðri skemtun, sem vænta má að verði fjölsótL Næturvö ður er næstu viku í lyfjabúð Laugavegar og Ingólfs-lyfjabúð. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. í fríkirkj- íinni kl. 2 séra Ámi Sigurðsson. í Landakotskirkju og Spítala- kirkjunni í Hafnarfirði kL 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjón- usta með predikun, I Aðvent- kirkjunni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. Umræðuefni: Þýðingar- mikill draumur, sem rætist fyrir augum vomm. — Samkomur: Sjó- mannastofunnar kl. 6 e. m. í Varðarhúsinu. Á NjáLsgötu 1 kl. 8 e. m. Rauði krossinn ^ heldur námskeið I heimahjúkr- un. Hefst það á mánudaginn í Ijósmæðraskólanum við Tjamar- götu. Sjá auglýsingu! Til Strandarkirkju. Áheit frá G. G. 2 kr. og frá J. S. 10 kr. Efnalaug Reykjavíkur. er flutt í hið nýja hús Guð- steins Eyjólfssonar, Laugavegi 34. Varðskipið „Óðinn“ fór héðan kL 3 í gær vestur og norður að sækja alþingis- mennina. Togararnir. „Karlsefni“ kom af veiðum í morgun með um 350 kassa ís- fiskjar. Veðrið. Erfitt sjóveður síðustu daga. — Kl. 8 I morgun var 1 stigs liiti til 3 stiga frost, 0 í Reykjavík og snarpur vindur.. Utlit hér um slóðir: Allhvöss norðausta'nátL Víðast úrkomulausL Hvöss norð- austanátt í öðrum landsfjórðung- um og víða bríð. Fiá Saudgerði. (Símað til Veðurstofunnar.) Kl. 8 í morgun: Allhvöss norðaust- anátt. Mjög slæmt sjóveður. Engir bátar á sjó. Stminn er bilaður á Vaðlaheiði. Rit- símasamband næst lengst til Ak- ureyrar. Skíðafélag Reykjavíkur efnir til skiðaferðar á morgun, ef veður leyfir. Farið verður f bifneiðum að Logbergi og gengið að Selvatni; síðan'verður haldið að Grafarholti, um Hafravatn og Langavatn. Þeir byrjendur, sem vilja, verða eftir á Lögbergi og renna sér þar í brekkunum. Listi til áskrifta er hjá formanni fé- lagsins. Bifreiðafæriö. I gær var gerð tilraun til að moka af veginum til Hafnar- fjarðar, en það varð til einskis, því að jafnóðmn skefldi aftur á hann af foksnjó. Gat engin bif- reiðastöð haldið uppi áætlunar- ferðum þangað í gær. Þó komst ein bifreið einu sinni fram og aftur, en var á aðra klukkustund á leiðinni hingað, og ein vöru- bifreið hingað frá Hafnarfirði, en ekki komst hún aftur lengra en suður í öskjuhlíð. Bifreið- ar B. S. R., sem fluttu austanpóstinn upp að Sandskeiði, teptust ofan við Baldurshaga á leið hingað og sitja þar fastar. — I dag hefir bifreiðum verið alveg ófært út fyrir Revkjavík. 7 w ^ Skjaldarglima „Ármanns“ verður háð 31. þ. m. Má bú- ast við góðri þátttöku. Aðal-danzleikur glímufélagsins „Ármanns" verð- ur haldirtn laugardaginn 18. þ. m.. í Tðnó og hefst kl. 9 e. h. Ungir jafnaðainienii! Komið í Alþýðuhúsið við Hverfisgötu kl. 2 á morgun! Guðm. Jóhannsson ritar nú af miklum móð um samgöngumál bæjarins í „MgbL“, en hvorki hann né blaðið virðist vita, að þetta mál hefir verið borið fram i bæjarstjórn af Al- þýðufulltrúunum þar, en verið svæft í svo kallaðri „bæjarlaga- nefnd“ af Knúti og íhaldinu, sem hafa þessa nefnd til þess, að svæfa í. þau mál, sem þeir kyn- oka sér við að drepa hreinlega. P. Unglingastúkan „Æskan“ heldur jólafagnað á morgun kL 5 í G.-T.-húsinu. Sjá nánar í a.ug- lýsingu! Heí lsuf arsf réttir. (Frá landlækninum.) Vikuna 29. dez. til 4. jan. var kvefsóttin hér í Reykjavík viðlíka og næstu viku áður, veiktust 494, en lungna- bólga minni, veiktust 79, en vik- una áður 121. Aftur var hettu- .sóttin nokkru útbreiddari, veikt- ust 120, en 97 vikuna áður. Þá viku dóu 8 manns héb í Reykja- vík. — Hettusóttin gengur enn þá svo að segja að eins hér á Suðurlandi. Á Norðurlandi hafs* að eins 7 veikst af henni, 1 á Austurlandi og enginn á VestuT- landi. Mest ber á kvefsóttinni á Suðuriandi og Vesturlandi, en á Norður- og Austur-landi er hún miklu minni. (Eftir dezember- skýrslum lækna.) í dezember hef- ir verið óvenjulega mikið um gigtsótt, bæði hér og annars staðar á landinu. Veiktust alls 39 af henni, þar af 15 í Reykja- Rjótnafe5kap fást allan dag- inn í Alþýðubrauðgerðinni. MUNIÐ: EI ykkur vantar hÚ3» gögn ný og vönduð — einnig notuð —, þá komið í fornsölurac, Vatnsstíg 3, sími 1738. NÝMJÓLK fæst allann daginn í Alþýðubrauðgerðinni. Tvisttau í svuntur og Kjóla. Tækifærisverð, kvensokkar, buxur og bolir, mikið úrval og afar- ódýrt * Vörubúðin, Laugavegi 53. Vinnuföt á drengi og fullorðna, aliar stærðir. Skyrtur, sokkar, vetl- ingar, axlabönd og nærföt, vinnu- fataefni, þrælsterk brúnt og blá- grátt. Alt sérlega góðar, ódýrarog haldgóðar vörur fyrir verkamenn Vörubúðin, Laugavegi 53. Sendisvein vantar strax. Upp- lýsingar í Nýju fiskbúðínni, simi 1127, og hjá Sigurðí Gíslasyni, Þingholtsstræti 8. • i------- 1 ■ .............—----- vík. Að þessum farsóttum frá- töldum heflr verið lítið um önnur umferðaveikindL Kosningaskrifstofa'Alþýðuflokks- ins. í Reykjavík í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, sími 2394. 1 Hafnar- firði á Linnet&stíg 1, sími 236. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga. Ötvavarpsstjórí hefir Jónas Þorbergsson, rit- stjóri „Tímans", verið settur fyrst um sinn. ( Alþýðublaðið kemur út á morgun. Auglýsing- ar i það þurfa að vera komnar, fyrir kl. 8 í kvöld. „Vesturland“ ihaldssnepillinn, sem gefinn er út á Isafirði, kom út í gær fult af skömmum og óþverra i trausti þess, að ekki verði hægt að svara þeim fyrir kosning- arnaT þar; en orðbragðið er þannig, að svo lítið, sem fylgi íhaldsins var þar áður, mun það þó enn hafa þorrið við þann „kosningamat“. Járnsmiðanemafélag Reykjavikur heldur fund á morgun kL U/t í Góðtemplarahúsniu við Templ- arasund (uppi). Áríðandi, að all- ir jámsmíðanemar mæti. K. Ritstjóri og ábyiigðarmaður: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiöjaa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.