Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 88. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						f '  Laugardagur 18. aprfl 1964
?Sr8r
MORGUNBkAmÐ
¦39
¦ ¦
ORLAGASTUND FYRIR
18. apríl 1864 háðu Danir orustuna við Dybböl-myllu.
Þeir biðu ósigur, en þáttaskipti urðu í sögu þjóðar-
innar, undir kjörorðinu: „Hvad ud ad Tabes skal
ind ad vindes!".
18. APRÍL 1864 háðu Danir or-
ustuna við Dybböl-myllu. Þeir
biðu ósigur, en þáttaskipti urðu í
sögu þjóðarinnar, undir kjörorð-
inu: „Hvail ud ad tabes skal ind
ad vindes"!
•Aldar gamall atburður í ævi
dönsku þjóðarinnar rifjast upp í
dag. Við Dybböl Mölle fékk hún
það sár, sem ekki greri fyrr en 54
árum síðar, er norðurhluti Slés-
víkur sameinaðist aftur danska
ríkinu eftir hálfrar aldar þjóð-
erniskúgun.
Lengst af þeim tíma réðu Dari-
ir miklu um íslandsmál og allan
tímann var ísland undir kon-
ungi Dana. — Slésvíkurmálið
danska er tengt sjálfstæðismáli
íslendinga. Viðurkenning á rétti
smáþjóðanna, og þjóðarbrota
sem bjuggu við erlenda stjórn,
var hugsjón sem fékk fylgi í
fyrri styrjöldinni, ekki sízt fyrir
atbeina Lloyd George. Danir
fengu fyrirheit um að samningur
þeirra um nauðungarfrið við
Þjóðverja, sem gerður var í Vín
30. okt. 1864, skyldr endurskoðað-
ur og að Danir sunnan landa-
mæranna í Suður-Jótlandi skyldu
fá að greiða atkvæði um hvort
þeir vildu sameinast Danmörku
á ný. Þessi gleðitíðindi höfðu á-
hrif á sjálfstæðismál íslands. Má
fullyrða að þau hafi knúð fram
þá stefnubreytingu Dana í ís-
landsmálum, sem varð þess vald-
andi að sambandslögin frá 1918
náðu f ram að ganga — hornsteinn
íslenzka lýðveldisins. Ýmsum
Dönum þótti óbærilegt að
„missa" ísland, en viðhorfið
breyttist er þeir fengu sárabætur
í Suður-Jótlandi. Og kjarni máls-
ins var hliðstæður. í báðum til-
fellunum var um það að ræða,
að þjóðerni skyldi ráða landa-
skipun.
Það er því ekki úr vegi að at-
burðirnir í Suður-Jótlandi séu
rifjaðir upp á þessum degi, í ís-
lenzku blaði.
Slésvík-Holsteín
Þegar sögur hófust í Danmörku
munu suðurmörk landsins hafa
verið talin við ána Eider eða
yfir þveran Jótlandsskaga milli
Kiel og Friedrichsstadt. Sunnan
þeirra er Holstein en Slésvík
norðan árinnar. Holstein var frá
öndyerðu þýzkt land, en valda-
gráðugir Danakonungar hafa
löngum ásælzt það. T.d. lagði
Haraldur blátönn mikið af Hol-
stein undir sig og margir kon-
vngar Dana ásældust landið síð-
ar, þjóðinni til bölvunar. Slésvík
var hinsvegar al-danskt land
fram á síðustu öld — og væri
líklega enn, ef Danir hefðu aldrei
ésælzt Holstein.
Þegar byltingaraldan reið yfir
Evrópu 1848 voru Slésvík og Hol
stein tvö smáríki, en þó hvorugt
sjálfstætt. Annarvegar þeirra var
Danmðrk en hinsvegar Þýzka
ríkjasambandið (í því var líka
Austurríki, en ekki "Ungverja-
land). Þjóðverjar gerðu sitt til að
auka þýzk áhrif í Slésvík, þar
var komin þýzk embættismanna-
etétt og holsteinsku hertogarnir
af Augustenburg vildu ná tökum
á Slésvík líka. Þar var Danakon-
ungi að mæta, Kristjáni VIII., en
hann var deigur og hikandi í
Slésvíkurmálinu. Holstein og
þýzksinnaðir Slésvíkingar bjuggu
sig undir að slíta sambandi her-
togadæmanna við Danmörku, og
skömmu eftir að Friðrik VII. var
kominn til ríkis, 1848, hófst upp-
reisn I Holstein. Þó landið væri
í þýzka sambandinu laut það
Danakonungi. Hann var þýzkur
wnáríkisfursti! — Prússar studdu
Holsteinsbúa, en samt hrundu
Danir þessari atlögu, ekki sizt
vegna þess að Svíar sendu þeim
stóra herdeild til liðsauka og af
því að bæði Bretar og Rússar
drógu taum Dana. Friður var
saminn í London 1852. Þar var
m.a. ákveðið að Danakonungur
skyldi ráða yfir Danmörku, Slés-
vík og Holstein sem þremur
sjálfstæðum ríkisheildum, en að
ekki mætti gera nánara samband
milli tveggja af þessum þremur.
Ennfremur var hertoginn af
Augustenborg syiptur öllu til-
kalli til Holstein. Og loks var á-
kveðið að Kristján prins af
Glúksborg (Kristján IX.) skyldi
taka ríki í Danmörku eftir Frið-
rik VII., því að fyrirsjáanlegt
þótti að hin gamla konungsætt
yrði aldauða í karllegg með
þeim fræga kvennamánni.
En sjálf deilan um hertogadæm
in var alls ekki útkljáð með frið
arsamningnum í London. Það
reyndist vandasamt og hættulegt
fyrir Danakonung að vera fursti
í alþýzku landi. Friðrik VII., sem
gefið hafði Danmörku frjálslega
stjórnarskrá 5. júní 1849, varð nú
að gefa út ný lög, sem ríkisþingið
samþykkti 1855, þess efnis að
stjórnarskráin gildi aðeins í Dan-
mörku sjálfri, en utanríkismál,
hervarnir, tollamáll og póstmál
yrðu í höndurh ríkisráðs, skip-
uðu af hinum þremur aðilum, að
tiltölu við fólksfjölda þeirra. —
Ekki dugði þessi miðlun, þó hún
væri gerð til þess að þóknast Þjóð
verjum og Rússum, og framhald-
andi sáttatilraunir urðu árang-
urslausar. Og árið 1863 sam-
þykkti danska þingið nýja al-
ríkislöggjöf, 13. nóv. 1863 — fyr-
ir Danmörku og Slésvík sem eina
heild. Þetta var brot á Lundúna-
samningnum. Og nú gerði her-
toginn  af  Augustenborg  á  ný
„Þeir síðustu á skansinum", eftir alkunnu málverki J. Sonne.
nóv. með stríðsyfirlýsingu. En
þeir treystu á stoð utan að. Frá
Svíum og Norðmönnum, því und-
anfarin ár hafði samhugarstefna
sú, sem nefnd hefur verið
skandinavismi átt miklu fylgi að
fagna á Norðurlöndum. Og Karl
XV. hafði dugað Dönum vel í
stríðinu 1848—51. Hann var alda-
vinur Friðriks VII. og líklega hef
ur hann gert sér von um að fá
Danmörku í arf eftir hann, er
Aldinborgarættina þryti. En nú
var kominn köttur í ból Bjarnar:
Kristján IX. — Þc er líklegt að
Karl XV. hafi viljað hjálpa Dön-
um, en stjórn hans snerist- önd-
verð við þvi. Svíar sátu hjá.
Skandinavisminn fékk rothöggið
og Ibsen kvað hið napra ljóð
„En broder i nod".
Og Bretar brugðust líka. Pal-
merston lávarður hreyfði hvorki
hönd né fót til hjálpar, en hann
réði þá öllu um utanríkismálin og
Bismarck. Hann hafði verið
stjórnarerindreki nokkur ár og
var 1862 skipaður þýzkur sendi-
herra hjá Napoleon III. í París.
En dvölin þar varð aðeins fáir
mánuðir, því að nú var hánn kall
aður til Berlínar og skipaður for-
sætisráðherra. Upp frá því réð
hann einn öllu í Þýzkalandi þang
aS til Vilhjálmur II. keisari
sjakaði honum frá árið 1890, og
þótti flestum landhreinsun að.
Hinn 24. des. 1863 hertóku
Prússar og Austurríki Holstein
án þess að Danir hreyfðu hönd
eða fót. Þeir voru búnir að „af-
skrifa" Holstein, en Slésvík ætl-
uðu þeir að berjast um: Þann 28.
des. báru Prússland og Austur-
riki fram tillögu á sambandsþing
inu í FrankfUrt, þess efnis að
þingið gæfi þeim umboð til að
hernema Slésvík, en hún var
felld. Eigi að síður settu þessi
tvö ríki Dönum úrslitakosti 16.
My 1 lati á Dybböl-ási, sem úrslitaorustan stóð við.
kröfu tií Holstein. Hann kvað
samninginn fallinn úr gildi, þvi
að Danir hefðu rofið hann.
Friðrik VII. dó tveimur dögum
síðar (15. nóv.) Það var óvistlegt
hásæti, sem maður af nýrri kon-
ungsætt settist í. Ættin var að
vísu kennd við Holstein-Glucks-
borg og Kristján IX. kvæntur nán
asta ríkiserfingja Dana, Louise af
Hessen. En afleiðing tveggja daga
gamalla laga hvíldi eins og kol-
svart þrumuský yfir Danmörku
daginn sem Kristján IX. settist í
hásætið.
Slésvíkurstríðið
Danir þóttust vita að Prússar
og hertoginn af Augustenborg
mundu svara  lögunum  frá  13.
húsmóðir hans, Victoria drottn-
ing var beinlínis á bandi Þjóð-
verja, þá eins og oftar. Kald-
hæðni örlaganna lét þó son henn-
ar og eftirmann, Játvarð, verða
tengdason mannsins, sem Þjóð-
verjar voru að þjarma að, Krist-
jáns IX.
Danir stóðu einir. En hinum
megin stóð her Prússa og fleiri
ríkja þýzka sambandsins og við
stýrið stóð maður, jafn duglegur
og hann var lævís, og hafði ein-
sett sér að byrja sköpun þýzks
heimsveldis með því að innlima
hin umdeildu hertogadæmi, Slés-
vík-Holsteín, í Prússland, með
„blóði og járni". Nota Austurríki
sem peð í því tafli — og drepa
það síðan. Maðuiinn var Otto vön
janúar og daginn eftir hélt þýzk-
ur her inn í Slésvík, en Danir
tóku á móti, með margfalt minni
herafla, en urðu að láta undan
síga. Danavirki, sem sagan segir
að Þyri Danabót hafi látið
byggja á 10. öld, féll 6. febrúar
og það kostaði hershöfðingjann
danzka, de Meza, embættið.
Þýzki herinn ruddist áfram norð-
ur yfir Slésvík og yfir landamær-
in vestan við Flensborgarfjörð, og
stóð úrslitaorustan við Dybböl,
norðanvert við f jörðinn, syðst við
sundið milli Jótlansskaga og eyj-
arinnar Als.
Árið 1848 höfðu Danir brúað
sundið ogv reist virki við báða
brúarsporðana. Þarna var aðal-
vígið  gegn  væntanleg'ri  þýzkri
innrás í Norður-Jótland. Á árun-
um 1861—63 endurbættu Danir
þessi virki, og þegar de Meza
varð að láta undan síga við Dana
virki bjó herinn um sig á ný í
virkjunum við Dybböl og á Als.
Orustan við Dybböl
'Þessi her var samtals nær 27
þúsund" manns. Þann 15. marz
settust Þjóðverjar um virkið og
nú hófst vörn sem seint mun
gleymast. Þjóðverjar höfðu ofur-
efli liðs og gnægð vopna og skutu
svo að segja látlaust á virkið og
féll hver skansinn eftir annan og
jörðin umturnaðist. Þjóðverjar
gerðu lokaárásina á virkið 18.
apríl; var þá litið eftir af því
nema sjálf hæðin, sem hin fræga
mylla stóð á.
Þennan dag voru tæplega
10.000 hermenn í virkinu. En 37
þús. þýzkir herm. sóttu á. Danir
vissu hvað i húfi var ef virkið
félli: þá var leið Þjóðverja opin
alla leið norður á Jótlandsodda.
Og þeir börðust eins og hetjur.
Þegar yfir lauk voru 4800 Danir
fallnir, eða nær annar hver mað-
ur. Orustan var töpuð og þýðing-
arlaust að verjast lengur. Leif-
arnar af liðinu létu þá undan síga
og forðuðu sér yfir sundið og til
Als. En her Prússa .og Austur-
ríkismanna hélt áfram sókninni
alla leið norður að Limafirði.
Nú fóru stórveldin loks að ó-
kyrrast. Þau vildu ógjarnan láta
„strika Danmörku út af kort-
inu" og Bretar höfðu fulla ástæðu
til að hafa mórauða samvizku.
Árið áður hafði Palmeston bein-
línis gefið fyrirheit um að Danir
skyldu ekki standa einir uppi, ef
á þá yrði ráðizt, en Victoría
drottning reiddist þessu mjög og
hafði skrifað í einu bréfi sínu um
þessar mundir: „Hjarta mitt er
algerlega Þjóðverja megin". —
Napoleon III. hafði heldur ekki
þorað að styggja Prússa með þvi
að liðsinna Dönum. Og Bismarck
hafði sleikt sig upp við Rússa til
þess að gera þá óvirka.
Nú boðuðu Bretar til stórvelda-
ráðstefnu í London til þess að
miðla málum, og vopnahlé var
gert 9. maí. Napoleon stakk upp
á, að þjóðaratkvæði færi fram í
Slésvík og henni skyldi skipt í
samræmi við úrslit atkvæða-
greiðslunnar. En Danir neituðu
þessu — sem aldrei skyldi verið
hafa, því að ef þeir hefðu tekið
því mundu þeir hafa fengið meira
af Slésvík en þeir fengu 1920.
Danska stjórnin krafðist þess að
landamærin yrðu við Eider —
það er að segja að Þjóðverjar
fengi Holstein en Danir alla Slés-
vík — og það var vitanlega sann-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28