Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 14. maí 1964 M ORGUNBLAÐIQ 21 _________\---------—---------—------------------------——----------------------------------------------------------- Helgi Pálsson tónskáld — minning - Ingibjörg Magnúsdóttir í DAG er Helgi Pálsson tónskáld frá Norðfirði til moldar borinn. Hann tók banamein sitt í sept- emiber sl. og var þá hvorki hon- um sjálfum né vinuim hans ljóst, að hætta væri á ferðum. Hann fékfk brábt nokkurn bata og gat tekið upp vinnu sína á n.ý, en (þetta var aðeins stundargriður. Bftir það var hann ýmist heima Ihijá sér eða í sjúkraihúsi og lifði tnilli vonar og ótta. Hann and- aðist í Heilsuvemdarstöðinni á uppsfigningardag 7. þ. m. og var þá 65 ára gamall og fjórum dög- um betur. Það var á listamannavikunni í nóvember 1942 sem Helgi Páls- son vakti fyrst verulega á sér athygli sem tónskáld. Þá voru haldnir hátíðartónleikar og kammermúsikkvöild í háskólan- um. Var vel til þeirra vandað og'flutt íslenzkt úrvalsverk fyrir hljóðfæri. Eitt af þessum verkum hafði aldrei heyrzt áður og það var eftir Helga Pálsson. Þetta verk var „Stef með tilibrigðum" fyrir fiðlu og píanó og var sér- lega vel flutt af þeim Bimi ól- afssyni og Árna Kristjánssyni. Verkið vakti óskipta athygli. Það var bygg. á klassiskum grunni með Ijóðrænu ívafi, en þó var í því eitthvað, sem sprott- ið var af hræringum samtíðar- innar. Handibrágðið var með þeim hætti, að allir hlutu að viðurkenna smekk og kunnáttu böfundarins. Menn spurðu hvern annan: Hver er Helgi Pálsson? Eg þekkti han.n þá ekki, en mér var sagt, að hann væri frá Norð- firði, en nú væri hann skrifstofu maður í Reykjavík. Hefur hann lært í Leipzig eða í Berlín eða hva,r? — Nei, — hann hefur aldrei Iært neitt erlendis, hann hefur ekki lært tónlist nema hér heima og það í hjáverkum. Hann er maður með konu og börn og verður að vinna fyrir heimilinu. — Þannig voru svörin. Síðan átti ég aftir að kynnast Helga Pálssyni og veit, að þótt tónlist- in hafi verið honum tómstunda- starf, þá var hann alla ævina óþreytandi námsmaður og not- aði hverja frístund í hennar þágu. Helgi Pálsson va.r fæddur 2. maí 1899 á Norðfirði. Foreldrar háns eru hjónin Páill Markússon trésmiður og Karítas Bjarna- dóttir. Helgi útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum 1-922 og nam þá spönsku í skólanum. Hann var síðan eitt ár á Spáni til að kynn ast fiskverzlun. Hann var kaup- félagsstjóri á Norðfirði 1924-37, en fluttist þá til Reykjaví'kur með fjölskyldu, sína og stundaði síðan skrifstofustörf, lengst af hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Tónlistaráhugi-nn kom snemma í Ijós, Helgi dvaldi í Reykjavík á árunum 1916-17 og lærði tón- list hjá Sigfúsi Einarssyni organ- ista og Þórarni Guðmundssyni tfiðluleikara. Löngu síðar, er hann var kominn á fertugsaldur, lærði hann í Tónlistarskólanum í Reykjavík, fyrst kontrapunkt hjá dr. Franz Mixa, og seinna tónsmíði (komposition) og bljóm eveitarútsetningu (instrumentat- ation) hjá dr. Victor Urbancic. Námið stundaði hann við nlið- ina á skyldustarfinu, því hann átti ekki völ á öðru, en það var áhuginn sem knúði hann. Ár- angurinn varð líka góður. Helgi Pálsson lagði sérstak- lega ræk-t við kammermúsík. Hann samdi strokkvartetta, svítur fyrir hljómsveit og fyrir fiðlu og píanó. Þá skal nefna „Sex íslenzk þjóðlög op. 6“ fyrir fiðlu og píanó, gefin út af Menn- ingarsjóði, og ennfremur „Stef með tilbrigðum fyrir fiðlu og píanó, op. 8”, sem áður er nefnt og einnig hefur verið prentað á kostnað Menningarsjóðs. Enn-. fremur samdi hann einsöngslög og kórlög og skal hér sérstak- lega nefna „íslandsminni", sem er samið fyrir blandaðan kór og einsöng með hljómsveitarundir- leik og oft heyrist hér í útvarp- inu. Fátt eitt er prentað af tón- smíðum ihans ennþá, en margar hafa verið fluttar i útvarpið og á hljómleikum utanlands og innan. Helga Pálsson má hiklaust telja í fremstu röð íslenzkra tón skálda, enda hafa oft verið valin eftir hann tónverk til flutnings á erlendum tónlistarmótum, sem ísland hefur tekið þátt í. Sér- kennum hans sem tónskálds hef- ur dr. Róbert Abraham lýst vel í grein um strokkvartett eftir hann, sem fluttur var á lista- mannaþinginu í Reykjavík árið 1945. Hann segir .-i. a. svo: „Helgi Pálsson átti á þessum hlijómileiik- um athyglisverðan strengjakvart ett saminn um stef með tilbrigð- um og fúgu. Hið yfirlætislausa og ilmþrungna stef birtist í fjöl- breytilegum myndum — yfir öllu hvílir sérkennileg heiðríkja, sem hefur holl áhrif á hlustand- ann.“ Hér er sérkennum tónskálds- ins rétt lýst. Stefið er yfirlætis- laust, en þó ilmþrungið, og svo er það heiðríkjan. Og það er óhætt að bæta þvi við, að list Helga Pálssonar er ljóðræn og innileg, heilbrigð og öfgalaus. Helgi Pálsspn kvæntist 25 ára gamall ágætri konu, Sigríði Er- lendsdóttur frá Sturlu-Reykjum, en missti hana árið 1956 (dó 12. okt. 1956). Hún var listíhneigð og listrænar hannyrðir hennar prýða heimilið. Börn þeirra eru Gerður myndlhöggvari í París, gift frönsikum listmálara Jean Leduc að nafni, og eru þau 'hjón góðkunn hér á landi af sýning- um, sem þau hafa haldið. Syn- ir Helga og Sigríðar eru Erlend- ur arkitekt og Snorri hljóðfsera- viðgerðarmaður, giftur Þórdísi Jónsdóttur. Ennfremur átti Helgi dóttur, Unni, sem er gift Ásgeiri Bjarnasyni, sem rakur hanzka- og töskugerð. Helgi Pálsson var góður mað- ur og gáfaður. Hann var hógvær og prúður og nálgaðist menn og málefni með góðvild. Hann var fljótur að viðurkenna það, sem vel var gert hjá öðrum tónskáld- um og talaði meira um kostina en gallana, þótt hann /æri eins glöggsikygn á þá og hver annar. Það fór ekki hjá því, að slíkur maður yrði vinsæll. 1 hópi tón- listarmanna var hann vel metinn sakir mannkosta sinna, kunnáttu og hæfileika, enda var hann ávallt reiðuibúinn að styðja hvert það málefni, sem horfði listinni til heilla. Vandamönnum og vinum er nú sár söknuður búinn, en huggun er þaðj að minning tónskáldsins lifir í tónsmíðunum. Baldur Andrésson. HELGI PÁLSSON tónskáld verður til moldar borinn í dag. Með honum er hniginn í valinn einn af beztu tónlistarmönnum þjóðarinnar og eitt sérkennileg- asta tónskáld okkar. Hann var fyrir löngu þjóðkunnur fyrir tónverk sín, og verk hans sum voru flutt erlendis og hlutu góða dóma hinna vandlátustu gagn- rýnenda. Helgi Pálsson var mað- ur gæddur miklurn gáfum, og hann lét sig allt varða sem gerð- ist í heiminum. Músíkgáfan var þó sterkasti þátturinn í lífi hans, og henni fýlgdi mikill strang- leiki og sjálfskrítík. Hann var að eðlisfari hlédrægur maður. Ég þekki engin verk eftir Helga sem ekki voru vandlega unnin og hefluð að öllum frágangi. Hartn byggði list sína að miklu leyti á íslenzku þjóðlögunum, sem hann útsetti oft og einatt fagurlega. En Helgi var hug- myndaríkur og laus við allan einstrengishátt hvað stíl snerti. Eru mörg verka hans hin áhrifa- ríkustu og bera vott um mikla sköpunarhæfileika. Helgi fordæmdi allt kák og lausung í listum, og bera verk hans vott um fagran búning. Þegar þess ér gætt að Helgi stundaði tónskáldskapinn í hjá- verkum, gegnir það furðu, hversu miklu hann hefur áorkað; sér- staklega eru kammermúsikverk hans athyglisverð, enda mun honum kammermúsíkstíllinn hafa verið sérstaklega hugstæð- ur. Helgi Pálsson var skemmtilegur maður og meinfyndinn ef svo bar undir. Hann var aldrei myrkur í máli og hrutu spakmæli ósjald- an af vörum hans. Munu margir sakna þessa merka listamanns og minnast margra góðra og upp- byggilegra samverustunda með honum. Þeirra á meðal er undir- ritaður, sem ber í brjósti beztu endurminningar um þennan bróður í listinni. Hann var alltaf jafn brennandi í andanum og ávallt reiðubúinn að styðja og vinna að framgangi og þróun tónlistarinnar á íslandi. Megi hans andi lifa meðal tónlistar- manna okkar. Þá er vel. Páll ísólfsson. Miimingarorð Hvar sem hún frænka mín fór og var fylgdi henni gleðin sanna. INGIBJÖRG var fædd að Hróf- bergi við Steingrímsfjörð 30. marz 1872, dóttir hjónanna Guð- rúnar Guðmundsdóttur og Magn- úsar Magnússonar hréppstjóra, sem bjuggu' þar við góðan hag langa tíð. Voru börn þeirra öll glaésileg endurspoglun foreldra sinna, sem búið höfðu þeirrK slíkt heimili í samhug kærleika og starfs, að minningin að heiman var þeirra ljós og styrkur alla tíð. Síðust þeirra systkina kvaddi Ingibjörg þennan heim, en hún lézt 5. apríl sl. að heimili sínu og dætra sinna að Digranesvegi 24 í Kópavogi; hún var jarðsett 11. sama mánaðar frá Fossvogs- kirkju, þar sem við mikill fjöldi ættingja og vina kvöddum hana — og um leið eitt fegursta mann- líf sem ég hef þekkt. Ingibjörg var í meðállagi há, grannvaxin, létt í spori, svipur- inn bjartur, viðmótið hlýtt og traustvekjandi, enda var kær- leikurinn, dugnaðurinn og trúar- traustið eins og rauður þráður gegnum allt hennar líf. Fyrstu kynni mín af þessari frænku minni voru af vörum móður minnar, er hún talaði um þessa elskulegu systur sína, sem þá bjó í Feigsdal við Arnarfjörð. Ingibjörg giftist ung Magnúsi Júlíusi Jónssyni, hinum mætasta manni. Þau bjuggu í 20 ár að Vatnshorni í Þiðriksvalladal við Steingrímsfjijrð, eða þar til 1912, að þau fluttust að Feigsdal, en þar missti Ingibjörg mann sinn árið 1933. Eignuðust þau 7 börn, en misstu eitt þeirra mjög ungt, hin voru þessi: Magnús, kvæntur Rebekku Þiðriksdóttur, búsett á Bíldudal (dáinn árið 1959); Jón, kvæntur Maríu Jónsdóttur, voru búsett á Flateyri. Hann lézt árið 1957. Guðrún, gift Jósef Jónassyni, og búa á Bíldudal. Ragnheiður, Sveinsína og Ingunn, ógiftar, og hafa búið með móður sinni, ásamt dóttir Ingunnar, Unni Tessnow, sem ólst upp á heimili þeirra. Að ógleymdum fóstursyninum, Sæ- mundi Þórarinssyni, sem er A UPPSTIGNINGARDAG 1964, fór fram handavinnusýning netn enda barnaskólans að Hvoli. Sýning þessi var tilkynnt hreppsbúum og komu margir að skoða: smíðisgripi piltanna, saum, prjón og hekl súlknanna. Eg fullyrði að sýningargestir urðu hrifnir hve mikið verkefni börnin hÖ'fðu leyst af hendi með góðurn árangri, ásamt góðri frammistöðu í öðrum námsgrin um. Hvol'hreppingar, bæði foreldr- ar og aðrir, meta miikils þá alúð og skyldurækni sem skólastjóra hjónin: Trúmann Kristiansen og kona hans, frú Birna Frímanns- dóttir, leggja af mörkum vetur eftir vetur, til þess að manna og mennta yngstu kynslóðina og I kvæntur og búsettur í Englandi, en móðir hans lá þá helsjúk af þeim sjúkdómi sem þá herjaði á þjóðina og allir óttuðust — en hún sá bara móðurlaust, lítið barn, sem hún gat gefið elsku sína. Hann óx upp og varð gæfu- maður, það var hennar ham- ingja. En sá hópur barna og fullorð- inna, sem dvöldust lengri og skemmri tíma á heimili hennar, þegar erfiðleikar steðjuðu-að, né ferðirnar, sem hún fór í sömu erindum, verður ekki talið hér — en glöggt man ég hana frænku mína þegar hún kom eins og af guði send til okkar systkinanna Qg föður míns, er við höfðum misst móður okkar, enda sann- færðist ég um að dag hvern var skráð í huga hennar orð ritning- arinnar: „Verið ástúðlegir í bróð urkærleikanum hver við annan og verið hver öðrum fyrri til að veita hinum virðingu“. Og hún uppskar svo sem hún sáði, því börn hennar og ættingj- ar elskuðu hana og virtu. Dætur hennar og dótturdóttir önnuðust hana á þann veg, að betur er vart hægt að gera, né með meiri ánægju — en nú er hún farin héðan — og það var tákn fegurð- arinnar að þessi háaldraða kona og fallega sál, fór með litla frænku sína í fanginu. Af hjarta þakka ég alla elsku þína og fyrirbænir, frænka mín. Kærleikur sem þinn heldur á- fram að bera ávöxt. Guð blessi þig og varðveiti. Steinunn Finnbogadóttir. VINARKVEÐJA Á æskudögum vina varst oss góð og Vel þau entust þessi fyrstu kynni, því við nú sendum ofurlítið ljóð með ljúfri þökk að hinztu hvílu þinni. I hjörtum okkar vakir minning mörg um merka konu, allt frá fyrsta degi, því söm þú reyndist ávallt, Ingibjörg, sá ektavinur, sem að gleymdisl eigi. Þín tigna ró og trúin hrein og sönn og tryggðin ráðin strax við fyrstu kynni, það ljóst varð hverjum, eins í dagsins önn, er einarðlega fylgdir skoðun þinni. Og minningarnar munu geymast hér um mæta vinu, allt sem vildi græða. f kærleik sem að gleymdi sjálfri sér og sífellt vildi rétta veginn þræða. Við söknum þín, en samgleðjumst um leið, nú sérðu þinar trúarvonir rsétast. Hve Ijúft að vita, lífsins eftir skeið á landi fegra aftur vinir mætast. Ó. Á. kenna henni með góðu fordæmi: háttprýði, áhuga og manndóm. Eg er þess fullviss, að þótt ár- angur hins verklega náms í æsku, sé þegar strax sýnilegur, að þá muni hann ekki síður segja til sín á fullorðinsárunum, og mun þar á sannast forna spak mælið: „Ungur nemur, gamall temur“. Það er svo mikilsvert, þegar menn gerast fullorðnir, að þeir í stað þess leita til annarra, kunni sem flesta hluti sjálfir. Þess vegna hafa þau Trúmann og Birna unnið nytsamt starf hér í sveit fyrir framtíðina og ber að virða það og þakka. Efra-Hvoli, 7. maí 1964 Páll Björgvinsson. form. skólanefndar. Húsbyggjendur athugið Til sölu eru nýleg kynditæki fyrir 8 íbúða stigahús. Upplýsingar í síma 22782 og 16191 Karloflumus — Kakómalt Kaffi — Kakó \ Matvörumiðstöðin Laugalæk Ifleildsalar! Iðnframleiðendur! Tveir harðduglegir og reyndir sölumenn óska að taka að sér sölu á góðum og seljanlegum vörum. Höfum 1. flokks bíl. — Fullkomin reglusemi. — Lysthafendur leggi inn nöfn og símanúmer á afgr. Mbl. fyrir 20. maí, merkt: „Hagkvæmt — 9720“. Handaviimusýning í Hvolsskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.