Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 121. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. júní 1964
Þurftu ai krækja
fyrir sprungubelt-
\i við Pálsf jall
Líklega 400 ferkm. spmngusvæði upp
af Síðujökli
LEIÐANGRI Jöklarannsókna-
félagsins á Vatnajökul er lokið
og komu S^iðangursmenn í bæ-
inn um helgina eftir 8 daga ferð.
Höfðu þeir fengið sólskin og
lögn allan tímann, engar tafir
haft. í leiðangrinum voru 12
menn undir fararstjórn Gunnars
Guðmundssonar.
Mælingar voru gerðar á jökl-
inum að vehju. Reyndust Gríms-
vötnin hafa hækkað um 11,72 m.
að því *er Magnús Jóhannsson
tjáði blaðinu, og telst honum
svo til að ekki vanti nema 3—4
m. upp að marki því sem var
•komið haustið 1959, en þá um
veturinn varð hlaup í Gríms-
vötnum.
Mælingastöngin í Grímsvötn-
um hafði farið í vetrarveðrunum,
em með gryfjugrefti fannst að
snjólagid  á jöklinum  frá  því i
fyrra sumar var 5.96 m. Einnig
voru mælingar gerðar á mælifíga
stönginni á Pálsfjalli.
Svo sem áður hefur verið frá
Skýrt og birtar myndar af, er
komið stórt sprungusvæði hjá
Pálsfjalli, upp af Siðujöklinum,
sem hlaupið hefur fram I vetur.
Sprungur liggja á leiðiná, sem
Jöklarannsóknarmenn fara á
leið sinni úr Tungnaárbotnum til
Grímsvatna. Fóru þeir því að
þessu sinni 3Vz km. norðar en
þeir Cru vanir, en þurftu samt
að krækja fyrir smásprungur.
Var sprungusvæði þetta kannað
eftir föngum og reynt að af-
marka það. Reiknaðist þeim svo
tii að um 400 ferkm. svæði sé á
skriði i sambandi við Síðujökul,
að því er Magnús sagði. Höfðu
menn orðið varir við þessar
sprungur í haust úr flugvél og
birti Mbl. þá myndir af þeim, en
liil.tr úr vorleiðangri Jöklarannsóknarfélagsins í Grímsvötn
ttm á Vatnajökli. Lengst til vinstri sjást skíði leiðangurs-
manna aftan á einum snjóbil num.
Skotlandsfarar æíru
að láta bólusetja sig
MBL. ATTX í gær tal við Ben-
edikt Tómasson, skólayfirlækni,
í skrifstofu landiæknisembættis-
ins vegna taugaveikifaraldursins
í Aberdeen og Glasgow í Skot-
landi, en Benedikt gegnir nú
störfum iandlæknis, sem er er-
lendis.
Benedikt kvað engar ráðstaf-
anir mundu gerðar hér, a.m.k.
ekki fyrst um sinn. Þegar farald-
Eyjabátar
' selja vel
Vestmannaeyjum,  1. júní.
TVEIR Vestmannaeyjabátar
geldu i Skotlandi fyrir helgi.
Vb. Eyjaberg seldi i Grimsby
á fimmtudag tæp 30 tonn fyrir
3.134 sterlingspund, eða á 13 kr.
hvert kig. Þykir þetta afbragðs-
sala, ekki sízt þegar þess er gætt
að áhöfnin var ekki nema hálfan
sólarhring að veiða þennan afla.
Aflinn var blandaður, en mest-
megnis ýsa.
Vb. Huginn seldi í Grimsby á
niiðvikudag rúm 80 tonn fyrir
7.700 steriingspund.
Vb. Leó er nú á veiðum fyrir
Bretlandsmarkað og mun sigla
með aflann beint, eins og hin
skipin.
ur kæmi einhvers staðar upp,
væri varúðarráðstafanir fyrst og
fremst gerðar á pestarsvæðinu,
— í þessu tiifelli Bretlandi. Að
sjálfsögðu muntíu heilbrigðisyfir
völd hér þó fylgjast með faraldr-
inum og útbreiðsiu hans.
Taugaveikin virðist hafa kom-
ið upp í Skotlandi við það,, áð
neytt va'r ákveðinnar, niðursoð-
innar fæðu. Mundu flestir sjúkl-
ingarnir hafa neytt hennar.
Benedikt kvað þessa sjúklinga að
vísu geta sýkt út frá sér, ef hrein
lætis væri ekki gætt.
Að lokum kvað Benedikt ráð-
legt fyrir þá, sem aetluðu að fara
til Skotlands á næstunni, að !áta
bólusetja sig áður við taugaveiki.
Umferðarslvs
BJfLSLYS varð skamrrit austan
bæjarins Ingólfshvols í Ölfusi
aðfaraótt sunnudaigs. Fólksibíll
var þar á vesturleið og fimm
manns í honum. Á blindbeygju
neðan við nýbýlahverfið undir
Ingólfsfjalli missti bílstjórinn
vald á bílnum, svo að hann kast-
aðist út af veginum og valt.
Stúlka, sem í bílnum var, hent-
ist út úr bíinum og lenti undir
honum. Mun hún hafa slasast all-
alvarlega. Fyrst var hún flutt í
sjúkrahúsið á Selfossi, en síðan
í sjúkrahús í Reykjavík.
Undir Gríðarhorni í Grímsvötnum, sem nú hafa hækkað með íslagi um 11,7 m. á árinu, og
eru nú að nálgast Jjað mark sem var 1959, þegar hlaup varð. Myndina tók Halldór Gíslason, í
íyrri viku.
Síðujö'kullinn hljóp ekki fyrr en j sóknarfélagsins á Pálsfjalli. j Leiðangurinn ók norður til
í vetur. Nú liggja nyrstu sprung- Þyrfti að ta'ka myndir af þessu Kverkfjalla í dýrðlegu veðri og
unar í aðeins 463 m. fjariægð svæði úr lofti til að fá yfirlit útsýni og sá yfir á sprungusvæð-
frá   mælingastön.g   Jöklarann-1 yfir það og gera kort.          | ið á Brúarjökli.
241 taugaveikitilfelli í Aberdeen
Vei1 innar einnig vart víðar. Umræður
í brezka þinginu í dag. Varúðarráð-
stafanir í Bandaríkjunum
Aberdeen, 1. júní (AP-NTB)
SÍFELLT fjölgar taugaveiki-
sjúklingum í Aberdeen. — I
kvöld var vitað um 224 til-
felli, en auk þess liggja 17 í
sjúkrahúsi, sem einnig eru
taldir hafa tekið sóttina. Þá
hafa fyrstu taugaveikitil-
fellin fundizt utan borgarinn-
ar, þeirra á meðal 14 ára
drengur í Glasgow.
Talíð hefur verið að tauga-
veikina mætti rekja til niður-
suðudósar með kjöti, sem flutt
var til Bretlands fyrir 13 árum.
Segja talsmenn heilbrigðisyfir-
valdanna að engin sönnun hafi
fengizt fyrir þyí. Á fundi borg-
arstjórnarinnaf í Aberdeen í dag
gerði einn fulltrúanna fyrir-
spurn um það hvort rekja man'.ti
sýkina til minnkandi nreinlætis
á almenningssaleinu,m borgarinn
ar vegna fækkunar starfsfólks
að undanförnu. Var heilbrigðis-
yfirvöldunuim falið að rannsaka
þann möguleika.
Jafnvel þótt fyrstu til.fellin
hafi simitazt frá niðursoðna k;öt
inu, hafa síðari sjúklingarnir bor
ið sóttina út á annan hátt.
NÝR FARALDUR
Dr. Ian MacQueen, yfirmaður
heilbrigðismála. í Abardeen,
sagði nýlega að vonandi tækist
að stöðva frekari útbreiðslu
taugaveikinnar, og að meðan
fjölgun sjúklinga færi ekki yfir
30 á dag, værí ekki um nýjan
faraldur að ræða. Samkvæmt
því er nú um nýjan faraldur að
ræða, því því tilfellum hefur
fjölgað um 64 í dag, ef með eru
talin óstaðfest tilfelli.
Yfirvöldin í Aberdeen geta
ekki heft ferðir íbúanna, en dr.
MacQueen hefur birt áskorun til
þeirra um að fara ekki út fyrir
borgina. Engu að síður kvarta
íbúar í nærliggjandi byggðarlög
um yfir því að vegna minnk-
andi viðskipta komi jafnvel mat
vörukaupmenn frá Abeixleen
þangað til að selja vörur sínar.
Hefur þetta víða vakið mikinn
óhug í nágrenni við Aberdeen.
Varðandi Glasgow-drenginn,
sein tekið heíur sóttina, er bent
á að1 hann hafi eki haft sam-
band við neina Aberdeenbúa, og
því ekki talið að hann hafi sótt
smitunina þangað. Enda kemur
það ósjaldan fyrir í Glasgow
um þetta leyti árs að taugaveiki
skýtur upp kollinum. En aftast
er aðeins um einstök tilfelli að
ræða. Fyrr í dag var sagt að
tveir sjóliðar af kafbátnum
„Rorqual", sem staddir voru í
Glasgow, hefðu te.kið taugaveik-
ina. Komið er í ljós að hér var
um misskilning að ræða. Sjólið-
arnir þjáðust aðeins af venju-
legri ma.gaveiki.
UMRÆBUR í ÞINGINU
í London ©r búizt við að tauga
veikin í Aberdeen komi til um-
ræðu í þinginu á morgun. í því
sambandi áttu þeir Ghristopher
Soames, matvæla- og landbúnað-
arráðherra, og Michael Noble,
Skotlandsimálaráðherra, viðræð-
ur í dag. Mun Noble flytja Néðri
málstoí'unni skýrslu um málið á
morgun, en þá hefjast fundir
þingsins að nýju eftir vorleyfi.
Er talið að ríkisstjórnin verði
fyrir miklum árásum í þinginu
vegna þessa máls.
Tilkynnt var i Wasihimgton I
dag að ' fylgzt yrði með öllum
ferðamönnum, sem koma til
Bandarikjanna og hugsanlegt er
að hafi getað smitazt af sjúkling
um í Aberdeen. Ferðamenn til
Bandaríkjanna eru ekki krafðir
um bólusetningarvottorð ge^n
taugaveiki, en heilbrigðisyfirvöld
in fylgjast venjulega með ferðum
þeirra, sem koma frá landssvæð
um þar sem sóttarinnar hefur
orðið vart. Er heilbrigðisyfirvöld
um á áfangastað þessara fereða-
manna gert aðvart, og ferða-
mönnunum fyrirskipað að leita
tafarlaust læknis ef eitthvað
amar að.
Kwtan Thors
.i
endurkosinn for-
maður VJS.Í.
FULLSKIPUÐ stjórn Vinnux At
endasambands Islands kom sam-'
an á fund í gærmorgun, en hana
skipa 39 menn. Formaður var
endurkosinn Kjartan Thors og
varaformaður Guðmundur Vil-
hjálmsson. Aðrir i framkvæmda
nefnd voru endurkjörnir, þeir
Benedikt Gröndal, Ingvar Vil-
hjálmssoh og Jón H. Bergs.
I GÆR var vindur hægur og
sólskin norðanlands og Vest-
an, en A-stinningskaldi og
skúrir við S-ströndina. Hlýj-
ast var 13 stig á Akureyri um
nónbilið; kaldast 4 stig á Daia
tanga.
Hæðin yfir íslandi og hat-
inu umhverfis færist lítið úr
stað, svo að búast má við
breytilegri átt og góðviðri
næstu dægrin.  '
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28