Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. júní 1964 Fulltrúar á fundi S.V.G. að llótel Sögu. Veitiiegamenn fagna nýrri löggíöf um veitinga- og gististaðahald en mótmæla breytingum á sölu sælgætis AÐALFUNDUR Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda var haldinn að Hótel Sögu 25. maí sl. Formaður SVG, Lúðvíg Hjálm- týsson, flutti skýrslu stjórnarinn- ar og skýrði frá þeim helztu viðfangsefnum, sem stjórnin og skrifstofa S.V.G. hafði með .að gera á liðnu kjörtímabili. Skýrði formaðurinn í upphafi frá samningsviðræðum og samn- ingum sem Samband veitinga- og gistihúsaeigenda stóðu í frá því, að seinasti aðalfundur fór fram, en samningar við þau fé- lög, sem SVG semur við hafa yf- irleitt verið stór liður í starfsemi SVG. Fram kom á fundinum einróma og mkil óánægja með þá ráðstöf- un borgaryfirvalda Reykjavíkur að svipta veitingamenn rétti, sem þeir í skjóli síns veitingaleyfis hafa haft um tugi ára og er hér átt við sölu sælgætis í veit- ingastöðum og hótelum, en slíkt bann var látið ganga í gildi, er breytingarnar um kvöldsöluna náðu fram að ganga. Á fundinum var einróma sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur SVG haldinn að Hótel Sögu 25. maí 1964 mótmæl- ir eindregið þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á afgreiðslu háttum í veitinga- og gistihúsum með tilkomu nýrra ákvæða í 19. gr. lögreglusamþykktar Reykja- víkur, sem tóku gildi 1. apríl sl. Fundurinn lítur svo á að þessi ákvæði skerði verulega rétt, sem veitinga- og gistihúsaeigendur hafa átt um áratuga skeið. Framangreind ákvæði hafa haft það í för með sér, að veit- inga- og gistihúsin hafa verið svipt rétti til sölu á sælgæti o. fl., sem fundurinn telur að sé liður í sjálfsagðri þjónustu við við- skiptamenn, enda eru aðrar kröf- ur gerðar til veitinga- og gisti- húsa en almennt er gert um sölu- búðir. Með tilvísun til framanrit- aðs og þeirrar almennu óánægju, sem meðlimir SVG hafa orðið var ir við hjá gestum sínum, skorar fundurinn á háttv. borgarstjórn að færa til fyrra forms 79. gr. lög reglusamþykktar Reykjavíkur". Er formaðurinn hafði skýrt frá starfseminni á liðnu kjörtímabili, ræddi hann um tvenn merk lög, sem Alþingi hefur samþykkt og gengið hafa í gildi á þessu ári. Lög þessi eru hin nýju lög um veitinga- og gistihúsahald o. fl., sem gengu í gildi 1. jan. sl., en gömlu lögin um þetta efni, sem mjög voru orðin úrelt, voru frá árinu 1926. Áttu veitingamenn 2 fulltrúa í nefnd, er samdi lög þessi. í undirbúningi er og reglugerð byggð á þessum lögum og verður hún í 70 greinusn og hin ítarleg- asta að því er varðar aðbúnað í hótelum. Veitinga- og hótelmenn hafa átt mikinn þátt í að semja þessa reglugerð. Einnig ræddi formaðurinn um gagnmerka laggjöf, sem nýlega er gengin í gildi og er það hin nýja löggjöf um ferðamál. Hótel- og veitingamenn vænta mikils góðs af þessari nýju lög- gjöf og þá ekki hvað sízt þeim nýmælum laganna, sem kveður á um stofnun ferðamálasjóðs, en hlutverk hans á að vera að stuðla að byggingu gistihúsa og veit- ingahúsa í landinu og með því móti bæta móttöku og þjónustu við innlenda og erlenda ferða- menn, en á slíkt skortir verulega, einkum úti á landsbyggðinni. Formaður lýsti f.h. veitinga- og gistihúsaeigenda þakklæti fyr- ir þann skilning, sem samgöngu- málaráðherra Ingólfur Jónsson og ríkisstjórnin í heild hafa sýnt veitinga- og gistihúsastarfsem- inni í landinu með því að hrinda í framkvæmd framangreindum lagabálkum. Að lokinni skýrslu formanns las Jón Magnússon, framkvæmda stjóri SVG, upp reikning sam- bandsins og skýrði þá, en fjár- hagsafkoma SVG varð góð á liðnu ári. Síðan fóru fram frjálsar um- ræður um ýmis mál og loks stjórn arkjör. Hin nýkjörna stjórn er þannig skipuð, Lúðvíg Hjálmtýs- son, formaður, en meðstjórnend- ur: Pétur Daníelsson, Friðsteinn Jónsson, Sigursæll Magnússon, Þorvaldur Guðmundsson, Ragnar Guðlaugsson og Konráð Guð- mundsson. Ekkert gerzt á Saurum ■ hálfan annan mánuð Bandaríkjamaður safnar upplýsingum um Sauramálið SKAGASTRÖND, 1. júní. — Engra hreyfinga hefur orðið vart á Saurum ía.m.k. hálfan ann- an mánuð. Um það leyti sem Mangrét Benediktsdóttir, hús- freyja á Saurum, fór í sjúkra- hús á Blönduósi í byrjun apríl, hættu hreyfingar á húsgögnum og öðru og hafa ekki orðið síð- an nesma eitthváð smávægilegt 20. apríl. Laugard. 23. mai kom séra Svein Víkingur að Saurum og með honum bandarískur sálfrsað ingur, se*n mun vera forstöðu- maður félagsskapar eða erfða- sjóðs, sem hefur það á stesfnu- skrá sinni að alhuga og skrá ýms fyrirbrigði. Háfði hann leg- ið grein um fyrirbrigðin á Saur- um í New York Times 19. maí og þar eð hann var á leið til Englands, kom hann hér við til að athuga málið, þó vitað væri að þessu var lokið. Har*n kom með séra Sveini norður, féklc frásagnir fólksins á bænum og annarra og fór til Akureyrar til að tala við Láru Ágústsdóttur miðil. Sl. miðvikudag komu þeir séra Sveinn aftur við á Saiu- um. Skollaleikur Jæja, þá ætla þeir að senda þá ungversku í Þjóðleik'húsinu heim til föðurhúsanna. Þetta hlýtur að koma sér illa fyrir þá stjórnarskrifstofu sem annaðist' sendingu söngkonunnar hingað og sér um að kynna ungverska list í útlandinu. Vonandi verður samt enginn á skrifstofunni „hreinsaður" fyrir vikið — og mér finnst miklu eðlilegra að þeir segi, að auðvaldsþýið kunni ekki að meta ungverska list — og láta þar við sitja. Þetta ætti ungverska sörugkon an líka að segja við sjálfa sig til þess að firra sig hugangri, því þegar öllu er á botninn hvolft er hún mannleg vera eins og við hin — og fyrirvara- laus heimsending með þessum hætti hlýtur að snerta fínu taug arnar í söngkonunni. Éig geri ekki ráð fyrir ag neinn vildi ganga í gegn um slíkt. — En úr því að fjarlægt eyland á í hlut — og það er „öfugu“ meg- in við járntjaldið — í þokkabót, þá ætti þetta að gleymast fljót- lega þarna fyrir austan. Það er sem sagt hæigt að gleyma þessu allsstaðar í heim- inum nema á íslandi, því hér getur enginn huggað sig við að „auðvaldsþýið" kunni ekki að meta listina. Hér kann enginn að meta vinnubrögð sem þessi — bæði vegna hinnar erlendu söngkonu, vegna innlends lista- fólks og vegna þess skollaleiks, sem hér er allsráðandi — og bitnar á þeim, sem njóta eiga — og borga brúsann. Þetta dæmi sýnir einfaldlega algert virðing arleysi viðkomandi aðila fyrir íslenzkum leikhúsgestum. Þegar á allt er litið mætti ætla, að sá, sem sendur var út af örkinni — með ærnum kostn aði alla leið til Ungverjalands — til þess að velja þá einu réttu í hlutverkið — hafi ekki skoðað leikhúsin i Budapest, heldur spilað bingó. Einkennisklæði og snyrtimennska Mörgum fer einkennisbúning urlnn vel. Margir karlmenn hafa þar af leiðandi ánægju af einkennisfötum, en tiltölulega færri fá samt tækifæri til þess að klæðast þeim hér á íslandi en víð:a í útlöndum. Engan höf- um við herinn. Ástæðan til þess að ég minnt ist á þetta er sú, að mér finnst það áberandi hve íslendingar beTa einkennisbúning ver en út lendingar. Bkki vegna þess að okkar men séu minni að vöxt- um, siður en svo. En það vill verða misbrestur á að þeir tileinki sér þá snyrtimennsku, sem nauðsynlegt er að viðhafa ATHUGIB að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. til þess að viðkomandi embætti rýrni ekki í augum almennings við að sjá mann íklæðast bún- ingi þess. Óklipptir Það þykir sjálfsagt og eðli- legt að karlmenn bursti skó sína reglulega. Vanræksla á því er þó aldrei meira áberandi en hjá lögregluþjónum, sem þramma um igötur í nýpressuð- um buxum og með gyllta hnappa. Það er hægt að spegla sig í skóm enskra lögreglu- þjóna — og þannig á það að vera. Stundum, þegar ég mæti okkar lögreigluþjónum á götu, hef ég það á tilfinningunni, að þeir noti sömu skóna í steypu- vinnu í fristundum. Ég hef oftar en einu sinni séð borðalagða íslenzka flugstjóra ræða við erlenda stéttarbræður í erlendum flughöfnum — og yfirleitt hefur sá íslenzki s'kor- ið sig úr vegna þess, að hann var ókliptur — með hárlubbann niður á kraga. Það sama vill brenna við hjá lögregluþjónum, tollþjónum og öðrum borðalögð um hér á landi. Ég er alls ekki að segja, að þannig séu allir. Síður en svo. En svartir sauðir eru innan um — og oft vill bera meira á þeim en hinum. Mér finnst, að allir þeir, sem láta starfsmenn sína ganga í einkennisbúningi, ættu að hafa strangar reglur ura snyrtimennsku, Ef slíkar reglur eru til, þá er þeim ekki fylgt nógu vel. Ferlegt ryk Um helgina ók óg út úr bæn- um, austur fyrir fjall — og ryk ið á vegunum var ferlegt, því umferðin var mikil. Víða eru vegirnir afburða lélegir — svo að maður finnur til með bíl- unum. Það er í rauninni ó’hugn- anlegt, að fólkið, sem kaupir þessa rándýru nýju bila, skuli svo neyðast til að aka þeim eft- ir þessum vegum, sem víða eru aðeins ruðningur. Þeir eru líka margir, bílarnir, sem liðast í sundur á nokkrum árum. Það væri engin sanngirni a3 krefjast þess, að malbikaðir og steyptir vegir lægju yfir ísland þvert og endilangt. Til þess eru vegirnir of margir, vegalengd- irnar of miklar — og lands- menn of fáir. Hins vegar verð- um við að fara að gera ráð fyrir því að einhverjar úrbætur fáist í náinni framtíð — hvað snertir fjölförnustu leiðirnar. Nýbygg- ing Keflavíkurvegar er mikití framfaramál. En það er ekki endalaust hægt að benda á þennan veg (sem þó er aðeins hálfnaður) og láta sem þar me(5 sé vandinn leystur. — Er hugs- anlegt, að árið sem almenningur byrjar ag ferðast með hraða hljóðsins yfir Atlantshaf — aki íslendingar (auðvitað í nýjustu fáanlegum bílum) milli Reykja- víkur og Þingvalla á hálfgerð- um grjótruðningi og skilji „púströrið“ eftir hér — og „hjólkoppana" þar? BOSCH loftnetsstengurnar fáanlegar aftur i miklu úrvali. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.