Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 2. júní 1964 imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiNiiiiiniMitiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiitiiiiniiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiniiiiiiniiiiiiiHHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii OJL IV, ll/kU Samtal við Öldu Snæhóim „PERÚ og ísland eru tveir ólíkir heimar, einkum hvað ioftslag og gróðurfar snertir. í Lima er meðalhitinn rétt undir 20 stigum og þar er há- vaxinn hitabeltisgróður, til dæmir eru pelargóníurnar, sem ræktaðar eru í pottum hér rúmletga meter á hæð í Perú, stilkurinn gildur sem á tré og þær blómstra airlt árið“. Með þessum orðum hófst samtal okkar frú Öldu Hall- dórsdóttur Snæhólm, sem ásamt manni sínum, dr. Her- manni Einarssyni, hefur dval- ið í Perú í tæp fjögur ár. Dr. Hermann starfar sem kunnugt er hjá FAO, matvæla- og Alda Snæhólm. Hún fylgja greininni. hefur teiknað allar myndirnar sem figúratífa, og bætti við kím- inn á svip: „Þegar ég var að lj'úka við seinni myndina las ég um það í Time, að einn þekktasti málari í Bandaríkj- unum sýndi eitt málverk, málað með þessari aðferð, á sýningu fyrir stuttu. Málverk- ið vakti mikla athygli og seld ist á 60 þúsund dollara". „í hvaða skóla stundið þér nám?“ „í Art Center de Miraflor- es listaskólanum. Þar er kennd málaralist í öllum greinum, höggmyndalist, söng list, leiklist, listdans o. fl. Einnig eru þar kenndar nokkrar greinar listiðnaðar, svo sem leirkerasmíði. silfur- smíði, koparsmíði o. fl. John- Davis og kona hans Isabel Benavides Davis, stofnuðu skólann fyrir rúm- um tíu árum, er þau fluttust til Perú .John er Bandaríkja- maður og stundaði listnám í Bandaríkjunum og la’uk þar prófi, hann er listmólari. Kona Perúanar eru listrænt fdlk snillingar ■ matargerð og í hlóð borin hræðsla við hunda landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna, og eru þau hjón í stuttri heimsókn hér á landi. „Eruð þið einu íslending- arnir í Perú?“ spurðum við Öldu Snæhólm. „Já, ekki veit ég annað. Þegar við komum bjó ein Indíánarnir í borgunum eru í þjónustustétt og er höfða- tala þeirra margföld á við Spánverjana. Þeir hafa að sjálfsögðu blandazt bæði hvítum mönnum og svörtum oig eru mestízar (indíánar/og hvítir menn) fjölmennastir. Eru þeir áberandi í götulíf- Maður að bæta net. Smábátarnir í Lima eru allir með svip- uðu lagi og sést á myndinni. íslenzk kona í Ilo, sem er i Suður-Perú. Hún er gift bandarískum manni og eru þau nú flutt til Bandaríkj- anna. En við höfum fengið góðar og skemmtilegar heim- sóknir Islendinga, sem þarna hafa verið á ferð, og má þar nefna Jónas Haralz, Gunnar Böðvarsson, Þórð Þorbjarnar- son og Vilhjálm Guðmunds- son“. „Og hvernig líkar yður lífið þarna syðra?“ „Það tekur sinn tíma að venjast aðstæðunum, og ýmis- legt sem mér fannst hlægi- legt og fáránlegt í fyrstu þykja mér nú sjálfsagðir hlut ir. Fólkið er mjöig ólíkt Okkur, bæði í útliti, uppeldi og inn- ræti. íbúarnir í Perú skipt- ast fyrst og fremst í tvennt: Indíána, sem eru afkomendur Inkanna, og afkemendur Spánverjanna, sem komu til landsins fyrir 400 árum. Þeir síðarnefndu eiga allt og ráða lögum og lofum í landinu. inu og er mér minnisstætt hvað mér þótt fólkið ljótt þegar ég kom fyrst: þeldökkt, smátt og þrekvaxtið, þrótt- mikið og með afskaplega mik inn hárvöxt. En nú hef ég vanizt því, og þykir það bara fallegt fólk. Indíánarnir eru smávaxnari og grennri og sé farið upp í fjöll rekst maður á hrein- ræktaða Indiána, hamingju- sama og ósnortna af menn- ingunni. Þeir klæðast sínum sérstöku búningum og hafa skemmtilegan og mjög sér- stæðan litasmekk. Kvenbún- ingurinn er oft afar skraut- legur: síð pils, ekki ósvipað peysufatapilsunum hérna, með marglitum randabekk að neðan, stutt treyja með lömg um ermum og er framhluti ermanna úr rauðu flaueli og listilega ísaumað. Indián- arnir búa munstrin til sjálfir og eru snillingar í mynd- vefnaði, gul'l- og silfursmíði áð ógleymdri leirkerasmíð- inni, þó þeir því miður séu að týna niður 'þessari list sinni. Er mikill fjöldi til af gömlum leirkerum, bæði á söfnum og í einkaeign, og er ekki ýkja erfitt að fá slíka muni keypta. Leirkerin eru ótrúlega falleg og vandvir'knislega unnin, og má í þessu samabndi minnast á Nasca-leirkerin, sem eru með þeim fallegrj, oft mann- hæðarhá og skilur enginn hvernig Indíánarnir hafa far- ið að búa þau til með þeirri tækni sem þá var ti'ltæk, svo maður tali ekki um litina, sem virðast hafa staðizt tím- ans tönn. „Þér leggið stund á listnám hef ég heyrt“. „Já, ég hef fengizt við að teikna smávegis frá því að óg man eftir mér, en aldrei tek- ið listina eins alvarlega og nú, enda ekki haft tækifæri til þess fyrr. Ég gekk að visu um tíma í listaskóla í Tyrk- landi, meðan við bjuggum þar, en þegar ég kom ti'l Perú innritaðist ég í listaskóla og byrjaði frá grunni: fyrst með kolteik'ningum af kubbum og krukkum, en nú er ég farin að mála með olíulitum og eggjatemperu, sem er venju- leg tempera blönduð eggja- rauðu og eimuðu vatni. Sú að- ferð er ekki mikið notuð af listamönnum almennt, og krefst 'hún mikillar vand- virkni og nákvæmni, því ekki má blanda litunum saman, heldur verður að mála flöt- inn aftur og aftur með mis- munandi frumlitum til að fá ýms til'briigði. Einn ókostur- inn við þessa aðferð er sá, að myndin vill mygla áður en hún nær að þorna því að hún er ekki fullþur fyr en eftir tvö ár einkum í rö/ku loftslagi eins og í Lima. Ég tók tvær myndir með mér hingað þeirri von að þær verði ekki . fyrir frekari mygluskemmd- \[ um. Lítið þér á, litlu doppurn- ar þarna eru myglu'blettir“. Alda tók fram tvær myndir, aðra af blómum, hina non- hans er aftur á móti Perúani, en lauk námi í högtgmynda- list í Ameríku og þar kynntist hún manni sínum. Þau kenna bæði við skólann ásamt fleiri kennurum, útlendum og inn- lendum. f Lima eru nokkur góð listasöfn og eru tvö þeirra sérstaklega skemmtileg. Ann- að er Museo de argeologia, þar sem aðallega eru fyrr- nefnd leirker og aðrar forn- minjar. Hitt er Museo de Arte. Safnhúsið sjálft er lista- verk út af fyrir sig, og mál- verkin þar, gömul og ný, einkar athyglisverð. Einnig er í borginni óvenjumörg einka- Indíáni með sælgætisbauk á bakinu, sem hann selur úr á ströndinni. söfn og er mér eitt þeirra afar minnisstætt. Er það einka safn Pedro Osma í Baranco- borgarhlutanum. Hann býr þar í lítilli höll og hefur safn- að listaverkum frá nýlendu- tímabilinu. Þessi mörgu einka söfn bera þess vott, að Spán- verjarnir sem fluttust til Perú hafa haft og hafa mik- inn áhuga á listum, miklu meiri en á t. d. bókmenntum Og leikritun og góðri leiklist geta þeir ekki státað af. Aft- ur á móti eru þeir snillingar í byggingarlist. San Isidro, þar sem við búum, er eitt fallegasta borgarhverfi sem ég hef séð. Húsin er nær ein- göngu byggð í spönskum kólóníalstíl, með hvelfingum, boigalínum og s'kreytingum Framhald á bls. 12 Götumynd frá Lima, páJmatré og hús í kólónialsstíl. 3 3 flllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimiimilillllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlÍM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.