Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1964, Blaðsíða 1
28 síður Lal Bahadur Shastri viíí bálfararstað Nehrus. Shastrí eftirmaður IMehrus: Mun berjast gegn fátækt atvinnuleysi og fáfræði Öttast að taugaveiki- faraldurinn aukizt 8 íiý tilfelli í gær. Samkomuhúsum lokað Aberdeen, 2. júní (NTB-AP) • ÁTTA ný taugaveikitil- felli voru skráð í Aber- deen í dag. Liggja nú 249 manns í sjúkrahúsum, en tala staðfestra tilfella er 242. — Vaxandi uggs gsetir meðal heilbrigðisyfirvaldanna við að faraldurinn muni færast í aukana á næstunni. Að sögn AP-fréttastofunnar er farald- urinn þó þegar orðinn hinn mesti sem gengið hefur yfir í Englandi frá því árið 1937, er 330 manns veiktust af tauga- veiki í Croydon í útjaðri Lundúna. Af hálfu brezku ríkisstjórnar- innar hefur verið fyrirskipuð rannsókn á upptökum faraldurs- ins, en borgarlæknirinn í Aber- deen, Dr. Ian MacQueen, stað- hæfði í viðtali við fréttamenn í dag, að ekki léki nokkur minnsti vafi á því að veikin ætti upptök sín í niðursoðnu, innfluttu kjöti, svo sem haldið hefur verið fram. Tilgreindi hann tvær tegundir kjöts, er heilbrigðisyfirvöldin grunuðu sérstaklega. Sú tegund taugaveiki sem Aber deen nú herjar er, að sögn lækna, fremur væg en telst engu að síð- ur alvarleg. Strangar reglur hafa verið settar um hreinlæti í mat- vöruverzlunum í borginni og á- kveðið hefur verið að loka öllum kvikmyndahúsum, danshúsum og aflýsa öllum skemmtunum og íþróttamótum. Þeim tilmælum hefur verið beint til utanaðkom- andi að halda sig frá Aberdeen og til borgarbúa að fara ekki út fyrir borgarmörkin, nema brýna nauðsyn beri til. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiin I i | Tifkynnlng frá land- f 1 lækni 1 H ÞAR SEM ekki virðist enn lát á sóttinni í Aberdeen, s s er mönnum, sem ætla að hafa viðdvöl í Skotlandi, H 1 ráðlagt að láta bólusetja sig gegn taugaveiki, áður en |j — höfuðóvinum Indverja heima fyrir og fylgja stefnu Nehrus í utanríkismálum. Ráðherralisti væntanlegur um helgina 1 þeir fara þangað. Jafnframt er mönnum eindregið g H ráðið frá að fara til Aberdeen eða nágrennis og að E 5 minnsta kosti alls ekki án þess að láta bólusetja sig. 1 miiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Castro sakar USA um sýklahernaö Okennilegir hlutir í Heilagsandahéraði á Kúbu Nýju Delhi, 2. júní. — AP-NTB — • SVO fór sem vænzt hafði verið í Nýju Delhi, að Lal Bahadur Shastri var einróma kjörinn eftirmaður Jawahar- lals Nehrus sem forsætisráð- herra Indlands og leiðtogi Kon gressflokksins. Hefur Rhada- krishnan forseti falið honum stjórnarmyndun og er búizt við, að hann leggi ráðherra- lista sinn fram um helgina og Safn í Dallas í r til heiðurs J IKennedy | Dallas, Texas, 2. júní (AP) S KUNNGERÐ var á mánu- S dag áætlun um að kaupa) skólabókasafnið í Dallas og 1 gera úr því safn samtíma- J sögu, helgað hinum látna J forseta Bandaríkjanna — \ John F. Kennedy. Svo sem í kunnugt er, munu skot þau \ j er urðu forsetanum að i | bana hafa komið frá þess- i I ari byggingu, sem hið ný- i Istofnaða einkafyrirtæki, i í„Minningarstofnun Banda-t |ríkjanna“, hyggst nú festa ^ ikaup á. í vinni nýja stjórnin eiða næst- komandi þriðjudag, 9. júní. Þangað til fer Gulzari Lal Nanda með embætti forsætis- ráðherra. • Síðdegis í dag hélt Sh- astri sinn fyrsta fund með fréttamönnum og lýsti því yfir, að hann hygðist að mestu fylgja stefnu þeirri, er Nehru hefði markað. Heima fyrir mundi hann berjast gegn höf- uðóvinum þjóðarinnar, fá- tækt, atvinnuleysi og mennt- unarskorti og á sviði alþjóða- mála mundi hann fylgja stefnu fyrirrennara síns. — Kvaðst hann mundu sækja fyrirhugaða samveldisráð- stefnu í London og væri það von sín að hitta þar að máli Ayub Khan, forseta Pakistan. Ekki vildi Shastri neitt segja um hugsanlega skipan stjórn- ar sinnar. Fundur þingflokksins hófst klukkan níu í morgun stundvís- lega (að staðartíma). Sjö mín- útum síðar stóð Nanda, sem gegnt hefur embætti forsætisréð herra, á fætur og bar fram þá tillögu, að Shastri yrði einróma kjörinn leiðtogi Kongressflokks- ins. Er hann hafði svo mælt dró helzti keppinautur Shastris um emibættið, Desai, fyrrverandi fjár málaráðherra, fram-boð sitt til baka og lýsti stuðningi við Shastri. Var Shastri þá kjörinn með dynjandi lófataki. Þá hafði fundurinn staðið í tíu mínútur. ★ Að sögn fréttamanna var Shastri fámáll, er hann ruddi sér braut gegnum mannfjöldann, er safnazt hafði saman við þing- Framh. á bls. 8. Havana, Cuba, 1. júní — AP: FIDEL CASTRO, forsætisráð- herra, lýsti því yfir á mánudag, að stjórn hans væri nú að rann saka hvort hugsanlegt væri, að Bandarikin hefðu staðið fyrir sýklaárás á Kúbu sl. föstudag. Sagði Castro, að þann dag hefði fólk búsett í héraðinu Sancti Spiritus í Las-Villas- fylki (en þar búa um 240 manns) nokkuð austan við höfuðborg- ina, „orðið skelfingu lostið“ er fjöldi glampandi hluta hefði svifið til jarðar. Hlutir þessir líktust blöðrum og voru mismun andi miklir umfangs. Að því er virtist var þeim varpað úr mik- illi hæð. Hlutir þessir leystust upp er þeir snertu jörðu og skildu eftir sig einskonar hlaup kennt efni, „svipað og notað er við sóttkveikjuræktun" sagði Castro. „Afleiðingar þessa eru ófyrir- sjáanlegar og mjög alvarlegar, ef satt reynist", sagði forsætisráð- herrann ennfremur, og varaði landa sína við hugsanlegum að gerðum Bandaríkjamanna, og kvað þá xskorta alla sómatilfinn- ingu og í engu fara að lögum né siðaðra manna háttum í alþjóða málum og myndi þeim því lítt verða ágengt í baráttu sinni gegn örri þróun og eflingu kúbönsku þjóðarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kommúnistar saka Banda- Desai — dró Iramboðið til baka. Nanda — bar fram tillöguna u m kjör Shastris. Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.