Morgunblaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ r Laugardagur 6. júní 1964 Loftleiðir fluttir í nýju skrif stof ubyggingun a LOFTLEIÐIR hafa nú tekið í notkun nýju bygginguna á Eeykjavíkurflugvelli og flutt skrifstofur sína á arðra og þriðju hæð. í kjallara verður salur til í'ugþjálfunar og kennslu, en meginhluta fyrstu hæðar er óiáðstafað. Er skrifstofuhúsnæð- ið hið glæsilegasta og fallega innréttað. í gær buðu Loftleiðir öllum þeim sem unnið hafa að bygg- ingunni til „reisugildis" í Tjarn- arkaffi. Við það tækifæri sagði Kristján Guðlaugsson, stjórnar- fcrmaður, og nú fögnuðu menn á^exti verka siflna. Þetta væri mikill áfangi hjá Loftleiðum. Þeir Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen hefðu fyrst haft húsaskjól fyrir starfsemina í tjaldi og því næst flutt í kassa utan af flug- ið síðar, þegar þær fyrirætlanir, sem nú eru einkum uppi, hafa verið fastráðnar. Stærð þess húss, sm nú er lok- ið, er um 10 þúsund rúmmetrar. Þag er þrjár hæðir og kjallari, og er hver hæð um 800 fermetr- ar að flatarmáli. í kjallara verð- ur salur til flugþjálfunar og annarra kennslustarfa, hitaklefi, skjalahirzlur og aðrar geymslur. Á fyrstu hæð er símavarzla og almenn afgreiðsla, en megin- hluta þeirar hæðar er enn óráð- stafað, enda ekki fyrirhugað að fullgera hana strax. Á annari og þriðju hæð eru skrifstofur hinna ýmsu deilda félagsins. Úthliðar byggingarinnar eru úr alumini- um frá Belgíu. Nokkurt nýmæli má það telja, Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri, og Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður Loftleiða, við reisuhátíðina í gær. vél, sem reynadar hefði fram undir þetta verið afgreiðsla Loftleiða á flugvellinum. Flutn- ingurinn í nýju skrifstofurnar væri því mikill áfangi. Fréttamönnum var gefinn kost ur á að skoða bygginguna og fengu upplýsingar um hana. Árið 1962 ákváðu Loftleiðir að hefja byggingarframkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli. Teikn- ingar að þeim gerðu arkitekt- arnir Gísli Halldórsson, Ólafur Júlíusson og Jósef Reynis. Var upphaflega gert ráði fyrir tveim áimum, flugafgreiðslu og skrif- stofubyggingu. Framkvæmdir voru hafnar í októbermánuði 1962, og létu Loftleiðir gera kjallara, en því stjórnuðu Guðbjörn Guðmunds- son trésmíðameistari og Ragnar Finnsson múraramestari. Að því loknu var verkið boðið út og og gengið að tilboði þeirra bygg- ingameistaranna Þórðar Krist- jánssonar og Ragnars Búrðar- sonar, en þeir hófu störf í byrjun marzmánaðar 1962. Hefir Þórður síðan haft daglega stjórn fram- kvæmda. Byggingaverkfræðing- ar voru þeir Stefán Ólafsson og Gunnar B. Guðmundsson. Af hálfu Loftleiða voru til yfirum- sjónar þeir Jóhannes Einarsson verkfræðingur og Þorvaldur Daníelsson eftrlitsmaður. Raf- magnsverkfræðingur var Jón Skúlason. Hita- og loftræstingar- gerfi teiknuðu verkfræðingarn- ir Pétur Pálsson og Kristján Flygenring. Nú er verig að ljúka fyrri áfanganum, skrifstofubyggingu í annarri af hinum tveim fyrir- huguðu álmuni, en oúið er að íteypa upp kjallara hinnar. Eins og fyrr segir var upphaflega setlað að hafa flugafgreiðslu í þeirri álmu, sem enn hefir ekki verið reist, en vegna breyttra aðstæðna verður vikið frá fyrri éætlunum og bygigingunni lok- ag einum aðalverktaka vár fal- in öll byggingaframkvæmdin, eftir að kjallarasteypu lauk, og varð hann þannig ábyrgur fyrir verkinu öllu. Verktaki lagði í upphafi fram sundurliðun á til- boði sínu, og hefir hún verið til igrundvallar mánaðarlegum reikningsskilum, en þá hafa hin- ir ýmsu áfangar verið metnir og greiðslur inntar af hendi samkvæmt þeim. Upphaflega var áætlað, að Úr farmiðadeildiiini í nýju byggingunni. í hjólskápnum eru farmiðapantanir allt fram í október, eitt hólf fyrir hverja flugferð. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) lokið yrði við aðra og þriðju I kjallara og fyrstu hæð. Vegna I en þá gátu Loftleiðir flutt skrif- hæð í febrúarmánuði sí., en verkfalla var fyrri áfanga ekki stofur sínar frá Reykjanesbraut t/eim mánuðum síðar að fullgera I náð fyr en í lok maímánaðar sl. I 6 í-nýju bygginguna. 80 Vestur-íslend- ingar í heimsókn KLUKKAN hálf eitt í nótt var væntanlegur til Reykjavíkur 80 manna hópur Vestur-íslendinga frá Kyrrahafshéruðum Norður- Ameriku. Áttu þeir að koma til Keflavíkur kl. 10,30 um kvöldið með leiguflugvél frá Kanada. — Upphaflega var hópur þessi vænt anlegur á hádegi í gær. Ráðgert var, að fólkið kæmi með stórum bílura til Reykjavíkur, sem næmu staðar fyrir neðan Mennta skólann. Hér er um að ræða félaga í Þjóðræknisfélaginu Ströndinni frá Vancouver í Kanada og vest- urströnd Bandaríkjanna. Hópur- inn dvelst hér til 5. júlí, en nokkr ir munu þó fara í stuttar ferðir til Evrópu nú í mánuðinum. Hóp urinn dreifðist þegar við kom- una, þar eð flestir munu búa hjá ættingjum og vinum hér og nota tímann síðan eins og hverjum hentar. Á laugardag mun Þjóð- Dragnótaveiðar AKRANESI, 5. júní — Drag- nótaveiðar munu stunda hér í sumar fjórir trillubátar, Sigur- sæll, Hafþór, Björg og Happa- sæll. Dragnótaveiðarnar hefjast 19 júní. — Oddur. ræknisfélagið í Reykjavík bjóða vestanmönnum í ferð um Reykja vík og nágrenni. Ferðaskrifstof- an Sunna annast alla fyrir- greiðslu fyrir þennan hóp, með an hann dvelst hér. 1 næstu viku er einnig von á hópi 40 Vestur-íslendinga með Loftleiðaflugvél. Með þeim hópi er enginn fararstjóri, en margir munu vera Islendingar, nú bú- settir vestra. Nám í húsa- gerðarlist LISTAHÁSKÓLINN í Kaup. mannahöfn hefur ákveðið að taka við einum íslendingi árlega til náms í húsagerðarlist, enda full- nægi haxm kröfum um undir- búningsnám og standist með full nægjandi árangri inntökupróf i skólann, en þau hefjast venjulega í byrjun ágústmánaðar. Umsóknir um námsvist í skól- ann sendist menntamálaráðuneyt inu, Stjórnarráðshúsinu við Lækj artorg, fyrir 20. júní n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. Sumordvalarheimili koþólsku kirkjunnar í Riftúni vígt Á SUNNUDAGINN vígir bisk- upinn í Landakoti, Jóhannes Gunnarsson, sumardvalrheimili kaþólsku kirkjunnar í Riftúni í Ölfusi. Það var sl. haust, sem kaþólska kirkjan keypti jörðina Riftún með það fyrir augum að koma þar á fót sumardvalarheimili fyrir börn. Frá áramótum hefur verið unnið við breytingu á hús- unum á jörðinni og hafa syst- urnar í Landakoti starfað mikið þar í frístundum sínum. í sum- ar verða 32 börn á aldrinum 8-12 ára í Riftúni, en skólastjóri og .tveir kennarar Landakotsskólans munu sjá um heimilið. Það verður starfrækt 10 vikur í sumar. Það var systir Clementía, sem gaf fréttamanni blaðsins þessar upplýsingar, er hann hringdi austur í Riftún í gær, en þá var verið að leggja síðustu hönd á undirbúning vígslunnar. Börnin, sem dveljast í Riftúni í sumar stunda flest nám í Landa kotisskólanum, en heimilið, er opið börnum úr öðrum skólum. Laxinn tregur í Elliðaánum í gær KLUKKAN 7 í gærmorgun hófst stangaveiðin í Elliða- ánum. Fyrstir renndu þar að vanda Geir Hallgrímsson borg arstjóri, Jakob Guðjohnsen raf magnsstjóri og Steingrímur Jónsson, fyrrum rafmagns- stjóri. Tregur var laxinn í gær morgun, og veiddist enginn til hádegls, þótt hins vegar sæist til hans. Undanfarin ár hefur það verið venja, að borgarstjóri og Rafmagnsstjóri renndu fyrir hádegi fyrsta daginn, en Elliðaárnar eru sem kunnugt er eign borgarinnar, og hefur Rafmagnsveita Reykjavíkur rekið þar klak um árabil. Hafði Steingrímur Jónsson á sínum tíma forgöngu um þau mál. Veður var hið bezta í gær- morgun er borgarstjóri, núver andi og fyrrverandi rafmagns stjóri komu þangað. Reyndi borgarstjóri í Sjávarfossi, — Steingrímur á Breiðunni fyrir neðan brúna, en Jakob í Mó- hylnum. Á öllum stöðum sáu þeir lax; einn stökk í fossin- um, annar bylti sér þar, og á Breiðunni sást vænn lax reka sporðinn upp úr. Einnig sást lax í Neðri Móhyl. í gær- morgun höfðu og fjórir laxar gengið upp fyrir teljarann við rafstöðina. Allsæmilegt vatn var í án- um, en lítið eitt mólitað. Og hvernig sem á því stóð, leit laxinn ekki við agninu. Um veiðina síðar í gær er Mbl. ekki kunnugt. Svo sem menn muna gekk laxinn óvenju seint í Elliða- árnar í fyrra og tók ekki að veiðast að neinu marki fyrr Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri, rennir fyrir lax í Elliðaánum í gær. en í júlí. Endanleg niðurstaða varð þó sú að árnar fylltust af laxi síðari hluta sumars. í sambandi við þetta má geta þess, að vegna mats á veiðitjóni í Korpu vegna Áburðarverksmiðjunnar, var gert yfirlit (statistik) unnið úr veiðiskýrslum frá ánni í mörg ár. Um leið og sams kon ar statistik gerð yfir nágranna árnar, Elliðaár og Leirvogsá. Varðandi Elliðaárnar virðist veiðiskýrslum að með vissu árabili gangi laxinn seint í árnar, en næsta ár á eftir eðli lega eða jafnvel fyrr. Ætti því sagan frá í fyrra ekki að end- urtaka sig nú — ef marka má tölvisina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.