Morgunblaðið - 11.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. júní 1964 MORGU N BIAÐIÐ 3 E I N N liður í starfi Hreinsunardeildar Reykja- víkur, er rottueyðing. Maðuir sá, sem um hana sér, heitir Leo Smith. Hefur hann langa reynslu af meindýraeyðingu, bæði hér á landi og í Dan- mörku. Hann er aifbragðs- skytta og heifur veitt geysi- legan fjöída minka og refa í frístundum sínum. Morgun- blaðið átti samtal við Leo fyrir skömmu og spurði fyrst um rottuganginn í Reykja- vík. „Hann er svipaður og á undanfömum áruim, en fer þó heldur minnkandi en hitt. Undanfarin 3 ár höfum við herj að mj ög á rotturnar og eitrað fyrir þaer við niður- föll úr skolpræsum, brunn- lok og alils staðar, þar seim til þeirra hefur sézt. Heim- kynni rottunnar eru næstum eingöngu í skolpræsum borg arinnar. Á köldum vetrunn, þegar mikill klaki er í jörðu, verður lítið vart við rottu- gang, en þegar milt er veður Eitt sinn fengu Leó og Lýffur 22 minka á 12 klst. í Ölfusi. Hér sjást Leó og tíkiu Snotra meff veiðina. Hefur veitt 900 minka og 82 tófur spjallað við Leó Smith, sem sér um rottueyðingu í Reykjavík eins og verið heifur í vetur og fyrravetur á rottan auðvelt með að komast upp á yfir- borðið til að leita sér ætis. Má því vera, að talsvert hafi gengið á stofninn, þótt einstaka kvikindi skjóti upp kollinum. I>að er erfitt að útrýma rottunni alveg, eink um vegna þess að alltaif ber- ast rottur með skipum, sem flytja kornvöru og annað slíikt til landsins. Svo þarf ekki mörg dýr til að halda við stofninum því viðkoman er geysileg. Eitt rottupar getur af sér 880—900 unga á ári. „Hvað hefur þú verið lengi í þessu starfi hjá bæn um?“ „Um 16 ár. Áður vann ég í 5 ár hjá húseigendasamtök- um í Kaupmannahötfn. f»á óðu rottur uppi í Höfn, því að Þjóðverj arnir tóku mest- allt sementið af Dönum, sem annars eru mjög hreinlát þjóð, og höfðu haldið vel við skolpræsum sínum með því að steypa jafnóðum upp í rifur og göt. Eftir stríðið var rottunum sagt stríð á hénd- ur, enda tókst á tiltölulega stuittum tíma að að ráða bót á þessu og hetfur rottunum síðan verið haldið í sketfjum eins og hérlendis.“ „Starfa margir með þér við rottueyðinguna?“ „Ég hef tvo 16 éira pilta mér til aðstoðar nú í vor. >eir eru nýbúnir í skólanum. Ég mundi nú anna rottueyð- ingunni einn,- etf ég þyrfti ekki að taka að mér ýmis önnur störf, t. d. að aðstoða lögregluna, þegar kvartað er undan ágengni dúfna og katta. Slíkar kvartanir eru miklu aligengari en tilkynn- ingar um rottuigang. Sumir vilja hafa villiketti í kring- um hús sin, en aðrir ekki. >eir hjálpa ekkert til við rottueyðinguna, því að þeir eru matgikkir og drepa held- ur fugla.“ „>ú munt eitthvað hafa komið við byssu, Leó.“ „Mín eftirlætistómstunda- iðja er að skjóta ref og mink. >ví miður hef ég æ minni tíma til slíkra iðkana, eftir því sem árin líða. Hér áður fyrr veiddi ég oftast 50 til 100 minka í sumarfríinu. Annars er ég farinn að hafa miklu meiri áhuga á tófunni. Ég hef, að mig minnir, banað 82 tófum, en aldrei legið á greni. >etta hafa verið hlaupadýr, sem ég hetf skot- ið á vorin eða seinni hluta sumars. >á hetf ég drepið um 900 minka, ýmist skotið þá, veitt í boga eða með hund- um. Ég hatfði sjálfur hunda áður, en nú bý ég í fjöl- býlishúsi og get því ekki haldið þá. Félagi minn Lýð- ur Jónsson hefur lánað mér hunda, eða komið með þá sjálfur. Eitt sumar veiddum við Lýður 229 minka sam- an.“ „Hetfur þú skotið nokkrar tófur nýlega?“ „Já, ég skaut eina fyrir nokkrum dögum. Ég hef haft geysimikið að gera upp á sið kastið og því ekki getað sinnt veiðiskap. Síðastliðið föstu- dagskvöld greip mig hins 200 þús. kr. á heilmiða MIÐVIKUDAGINN 10. júní var dregið í 6. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2,200 vinningar að fjárhæð 4,020,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200,000 krónur, kom á heilmiða númer 47,399. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboði Arndisar >or- valdsdóttur, Vesturgötu 10, Reykjavík. 100,000 krónur komu á hálf- miða númer 14,434. Tveir hlutir voru seldir í Keflavík, einn í Vestmannaeyjum og sá fjórði á Akureyri. 6040 10,000 krónur: 10536 11389 14023 15943 18656 23601 23788 25596 25824 28379 31100 31481 33188 35802 473S8 47400 48285 48337 48596 49799 51835 53943 54906 58083 58337 59180 59940 vegar svo mikill veiðihugur, að ég gat ekki á mér setið, þótt ég þyrfti að fara á fæt- ur snemma morguninn etftir, en skrapp út fyrir bæinn með kunningja mínuim, Agústi Sigurðssyni, málara- meistara. Við ókum Krísu- víkurveginn, og urðum lengi vel ekki varir dýraferða. >egar við vorum komnir miðja vegu milli Krísuvíkur og Herdísarvíkur, sáum við hvar vænt lamb lá dautt á að gizka 30 metra frá veg- inum. >egar við komum að lambinu, sáuim við að það var nýdirepið og dýrbítur hafði verið þarna að verki, því að. garnirnar höfðu verið dregnar aftur úr lambinu og einnig hafði lágfóta verið tek in að reita ullina af bógn- um til þess að skipta því í tvennt þannig að auðveld- ara yrði að flytja það heim í grenið. Við svipuðumst um eftir rebba, en hann var hvergi að sjá.“ „Við létum lambið liggja án þess að snerta á því og ókum áfram etftir veginum, en snerum svo við og fórum nú hægt og gætilega. >egar við áttum nokkum spöl ófar- inn að lambinu, sýndist mér eitthvað kynlegt á seiði bak við runna í hlíðinni otfan við veginn. Snaraðist ég út úr bílnum og tók mér stöðu á bak við hann. í gegnum kík inn á riffli mínum (cal. 22 sá óg hvað eyru og trýni gægðust upp fyrir grein í uim það bil 120 metra fjarlægð. Hleypti ég þá af og skolli hvarf á bak við runnann. >á þreif ég haglabyssu og og hljóp eins og fætur tog- uðu upp í hlíðina, því að refur er alltaf refur. Er ég kom að, var hann þá stein- dauður. Við Ágúst vorum svo á gangi alla nóttina að leita að greninu, en án árangurs. Síðan hetf ég ekki haft tæki- færi til að fara suður eftir, en ætla aftur í kvöld og reyna að verða einhvers vísari um fjölskyldu skolla." Leó Smith meff dýrbítinn, sem hann skaut föstudagin 29. mai fyrir sunnan Krisuvík. STAKSTIINAR ,,Verkalýðsbarátta“ Framsóknar S.l. þriffjudag er í Alþýffublaff- inu forystugrein, sem fjallar um misnotkun Framsóknarflokksins ái verkalýffsfélögum og samvinnu félögum. í grein þessari segir m.a. (Millifyrirsagnir Mbl.). „Framsóknarmenn hafa í seinni tíff þótzt vera miklir vinir verkalýffshreyfingarinnar. Þeir gera taumlaus yfirboð í fullu ábyrgðarleysi, prenta verkalýffs- boðskap meff rauðu letri í Tíman um, og gleyma svo aldrei aff minna verkalýffinn á, hvernig hann eigi aff kjósa. í síðastliðinni viku gleymdu framsóknarmenn hinni nýfengnu verkalýffsvináttu sinni. í tveim k’aupfélögum gerffu þeir pólitísk upphlaup í þeim tilgangi að fella formenn verkalýffsfélaga, og tókst þaff, af því aff affrir voru ekki undir slík átök búnir.“ Pólitískar ofsóknir í kaupfélögum „f Keflavík hröktu framsóknar menn þanni,g Ragnar Guffleifs- son úr stjórn Kaupfélags Suffur- nesja, þótt hann sé ekki affeins formaður verkalýffsfélagsins á staðnum, heldur meðal braut- ryffjenda kaupfélagsins og búinn aff vera í stjórn þess rúma tvo áratugi. f Ólafsvík hröktu framsóknar- menn úr stjó n Kaupfélagsins Dagsbrúnar Elinberg Sveinsson, formann verkalýðsfélagsins, sem veriff hefur meffal tryggustu stuðningsmanna kaupifélaigsins og í stjórn þess um langt árabil. Einnig hröktu framsóknarmenn burt Ottó Árnason, sem veriff hef ur endurskoðandi félagsins í mörg ár, en hann er einn af elztu baráttumönnum alþýðunnar í Ólafsvík. Þessum mönnum er þaff sam- eiginlegt, aff þeir eru ekki fram- sóknarmenn, heldur Alþýffu- flokksmenn.“ Skýr dæmi um baráttu- aðferðirnar „Kemur nú í ljós betur en nokkru sinni fyrr, hvernig fram- sóknarmenn vilja drottna yfir samvinnuhreyfingunni og hrekja burt frá henni menn úr öðrum flokkum. Þarna er fariff eftir flokkspólitik einni saman, en þaff látið lönd oig leiff, hvort þessir menn hafa veriff samvinnumenn eða ekki. Þessi atvik sýna, aff framsókn- armenn meina ekkert með smjaðri sínu viff verkalýffshreyf- inguna. Þeir sparka í hana viff fyrsta tækifæri, þegar þaff hentar flokkshagsmunum þeirra. Þessi atvik sýna ennfremur, aff framsóknarmenn fórna starfsfriffi og hagsmunum kaupfélaganna, þegar þeir fá tækifæri til aff styrkja pólitískt kverkatak sitt á samvinnuhreyfingunni." Lærisveinar Hitlers Tíminn birtir s.l. þriðjudag grein úr blaði framsóknarmanna á Selfossi. Er þar fjallað um skrif Þjóffviljans um slælega framgöngu viff aff útrýma naz- ismanum í Þýzkalandi. í grein- inni scgir, aff kommúnistar séu helztu lærisveinar Hitlers. Grein- inni lýkur meff þessum orðum: „En aumingjaskapur íslenzkra kommúnista er svo mikill, aff | þeir þegja yfir ósómanum og lát- ast ekki sjá hann. Viff íslendingar affrir skulum minnast þess aff þaff var slíkur undirlægjuhá.ttur viff ósómann, sem gerffi Ilitler kleift aff bygigja gasklefana og kynda mann- hrennsluofnana. Leggjum fram okkar skerf, íslendingar, til aS sú saga verffi ekki endurtekln.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.