Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORGUNQi AniB
Ólaiía Einarsddttir ver doktors-
ritgerð við hóskolonn í Lundi
Fimmtudagur 11. júní 1964
NYLEGA fór fram doktorsvörn
yið Háskólann í Lundi í Svíþjóð.
Ólafía Emarsdóttir, fil. lic., varði
þá ritgerð sína, sem hún hefur
unnið að undanfarin ár og heitir
á dönsku: „Studier í kronologisk
metode i tidiig islandsk historie-
skrivning". Á íslenzku myndi
þetta vera: Rannsókn á aðferðum
við tímaákvarðanir í elztu sagn-
ritun íslendinga
Bókin er um 380 blaðsíður og
skrifuð á donsku, en útgefin af
bókaforlaginu Natur och Kultur.
Bókin byggist á rannsókn og
samanburði á elztu sagnritum
vorum og annálum með hlið-
sjón af erlendum menningará-
hrifum, sem náðu ótrúlega fljótt
hingað á sínum tíma, þrátt fyrir
fjarlægð landsins og erfiðar sam
göngur. Aftast í bókinni er stutt
ágrip af efninu á ensku, því í
bókinni er lýst sterkum áhrifum
frá elztu skrifuðum heimildum í
brezkum bókmenntum.
Ólafía  Einarsdóttir  er  Reyk-
víkingur, dóttir Einars Þorkels-
sonar, fyrrum skrifstofustjóra
Alþingis, og konu hans Ólafíu
Guðmundsdóttur. Ólafía ólst upp
hjá Jóni Ólafssyni, hæstaréttar-
lögmanní, og konu hans Margréti
Jónsdóttur, Suðurgötu 26. Ólafía
varð stúdent frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1944, tók
próf í forspjallarvísindum »hér
við háskólann 1945 og fór það
haust til Englands, lagði stund
á fornleifafræði við háskólann
í Lundúnum og tók BA-próf i
þeirri grein eftir 3 ár. Var síðan
eitt ár við háskólann í Lundi og
lagði stund á sagnfræði. Vm eitt
ár starfaði hún hér heima við
fornminjasafnið en fór svo utan
aftur og hé'.t áfram sögunámi
við háskólann í Lundi. Tók hún
þaðan fil. lic. próf, en hefur um
nokkurt skeið unnið að áður-
nefndri doktorsritgerð með þeim
árangri, sem að framan greinir.
Á   síðastliðnu   hausti   varð
Ólafía docent í sögu við háskól-
Ólafía Einarsdóttir
ann 1 Kaupmannahöfn. Ólafía
er gift Bent Fuglede, sem er
doktor í stærðfræði og prófessor
við verkfræðingaháskólann í
Kaupmannahöfn.
Norrænt göðtemplara
mót hér í júlí
NORRÆNT góðtemplaranám-
skeið verður haldið hérlendis
dagana 17.-28. júlí n.k. Koma
þátttakendur, sem verða 140-
150 hingað til Reykjavíkur og
dveljast hér fyrstu viku nám-
skeiðsins, en síðan halda þeir til
Akureyrar, verða þar í fjóra
daga og fara þaðan með flugvél
heim aftur að móti loknu.
Mót þetta er haldið að tilstuðl-
an norræna góðtmplairaráösins
sem stofnað var í Árósum árið
1956 .Tilgangur þess er að stuðla
að aukinni kynningu og auknu
samstarfi góðtemplara á Norður
löndum. Eiga stórstúkur allra
Norðurlandanna fulltrúa í þessu
ráði og þar að auki Færeyingar
en formaður ráðsins er Gunnar
Engkvist, ríkisþingmaður og stór
templar í Svíþjóð. Framkvæmda
stjóri þess er Svíinn Karl Wenn-
berg, sem var hér á dögunum á
Skólaslit Héraðsskól-
ans að Laugarvatni
HÉRAÐSSKÓLANUM á Laug-
arvatni var slitið að kvöldi föstu-
dagsins 29. maí. — Benedikt Sig-
valdason skólastjóri hélt skóla-
slitaraeðu og gerði í stórum drátt-
um grein fyrir starfi skólans síð-
asta skólaár. Mild veðrátta og
gott heilsufar í skólanum settu
einkum svip á skólastarf síðasta
vetrar. f skólanum voru í vetur
lengst af 125 nemendur í fimm
bekkjadeildum, en undir vorpróf
gengu 128 nemendur.
Vorpróf í 1. og 2. bekk hófust
18. apríl og var lokið 2. maí. —
Hæstu aðaleinkunn í 1. bekk
hlaut Kristín Stefánsdóttir ffá
Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi,
Árn., 8,61, en hæstu aðaleinkunn
í 2. bekk Birna Kjartansdóttir
frá Höfn í Hornafirði, 8,80.
Barnaskóla Akra-
ness slitið
AKRANESI, 1. júní — Barna-
skólanum hér var slitið í kirkj-
unni laugardaginn 30. maL Njáll
Guðmundsson, skólastjóri, flutti
ræðu og lýsti skólastarfinu á liðn
um vetri, ávarpaði börnin og
árnaði þeim heilla. 625 börn
námu í skólanum! Sekkjardeild-
ir voru 25 og kennarar 18 auk
akólastjóra.
Barnaprófi ]auk 91 barn, 53
börn með I. einkunn, 30 með II.
einkunn og 7 með ágætiseink-
urm. Hæstu einkunnir fengu
Daníel Viðarsson, 9,44, Jósefína
Ólafsdóttir, 9,37. Inga Þórðar-
dóttir, 9,21, Þórður Hilmarsson
9,09, Borghildur Alfreðsdóttir
9,05, Björg Jónsdóttir 9,01 og
Margrét Halldórsdóttir, 9,01.
Þessi börn fengu bókaverðlaun,
sem frú Ingunn Sveinsdóttir gaf,
og er þetta í fyrsta skipti, sem
frúin sýnir barnaskólanum rækt-
arsemi. Veitt voru og fleiri verð
laun.
Þrísett var í vetur í nokkra
bekki    barnaskólans    vegna
þrengsla.
Gagnfræðapróf hófust 21. apríl
og lauk 29. maí. Undir gagn-
fræðapróf gengu 31 nemandi, en
28 þeirra luku prófum og stóð-
ust þau. Hæstu einkunnir í gagn-
fræðadeild hlutu Bjarki Reynis-
son frá Mjósyndi í Villingaholts-
hreppi, Árn., 8,75, og Elinborg
Loftsdóttir frá Sandlæk í Gnúp-
verjahreppi, Árn., 8,73.
Landspróf hófust 11. maí og
lauk 29. maí. Undir þau gengu
16 nemendur, og hlutu 13 þeirra
hærri meðaleinkunn en 6,00 í
landsprófsgreinum, þ.á.m. hlutu
4 nemendur ágætiseinkunn:
Kristján Haraldsson frá Höfn í
Hornafirði, Matthías Haraldsson
á Laugarvatni og Sigmundur
Stefánsson frá Arabæ í Gaul-
verjabæjarhreppi, Árn., hlutu
allir einkunnina 9,08 í landsprófs
greinum, en Örn Lýðsson frá
Gýgjarhóli í Biskupstungum,
Árn., hlaut einkunnina 9,04.
Nýir kennarar, er bættust
skólanum síðasta haust, eru Ásta
Gísladóttir,  handavinnukennslu-
kona, og Þór Vigfússon, hagfræð-
ingur, er kenndi tungumál og
stærðfræði.
Svo sem tíðkazt hefur um
nokkurt árabil, fóru kennarar og
nemendur í leikhúsferð til
Reykjavikur að loknum miðs-
vetrarprófum í febrúar. Einnig
sóttu nemendur 3. bekkjar starfs-
fræðsludag í Reykjavík. Allfjöl-
sótt árshátíð skólans yar haldin
14. marz.
Handavinnusýning nemenda
var haldin í skólanum 1. maí.
Að loknum prófum fóru nem-
endur 3. bekkjar í 5 daga ferða-
lag um Norðurland undir farar-
stjórn Þórs Vigfússonar og Ósk-
ars Ólafssonar kennara.
snöggri ferð til að vinna að undir
búningi hins fyrirhugaða nám-
skeiðs ásamt íslenzku undirbún-
ingsnefndinni.
Áður hafa verið haldin fimra
námskeið norrænna góðtempl-
ara á hinum Norðurlöndunum
og er þetta í fyrsta sinn seru
íslenzkir góðtemplarar sjá um
undirbúning þess, og verður þa3
jafnframt hið fjölmennasta. Á
námskeiðunum er reynt að gefa
þátttakendum sem gleggsta
mynd af menningu þjóðanna,
sem þeir sækja heim. Fyrirlest-
rar eru fluttir um ýmsar hliðar
þjóðlífsins og auk þess er sérstak
lega rætt um vissa þætti bindind
is- og áfengismála.
Vandað hefur verið til undir-
búnings námskeiðsins á íslandi.
Átta fyrirlesarar flytja erindi:
Dr. Benjamín Eiríksson, banka-
stjóri talar um íslenzka atvinnu-
vegi og framfarir, Björn Th.
Björnsson, listfræðingur, ræðir
um íslenzka list, Guðmundur
Kjartansson jarðfræðingur, um
jarðfræði íslands, Jón R. Hjálm-
arsson um sögu íslands og Stein-
grímur J. Þorsteinsson, prófessor,
um íslenzkar bókmenntir. Þrír
fyirrlesarar frá frændþjóðunum
tala um bindindismál, Baldur
Jónsson, magister flytur fjóra
fræðsluþætti um Eddu og íslenzk
ar fornbókmenntir. Þátttakend-
um verður skipt í umræðuhópa,
þar sem fjallað verður um reglu
starfið og bindindismálin.
Auk þessa gefst gestunum
kostur á að ferðast um nágrenni
Reykjavíkur og kynnast starfi
ýmissa stofnana.
•  SUREFNI
Á íþróttasíðu Mbl. sagði frá
því í gær ,að bandarískur pró
fessor væri harðorður um þá
fyrirætlun að halda Olympíu-
ieikana í Mexico City árið
1968. f fyrirsögn fréttarinnar
segir: Knattspyrnumenn þurfa
súrefni — og langhlauparar
gefast upp.
Eftir framistöðu landsliðs
ins okkar gegn Bretum á dög-
unum skilst mér, að „fótbolta-
séní" akkar þurfi ýmislegt
annað en súrefni. — Það ætti
hins vegar ag vera öllum sönn
um íþróttaunnendum gleðiefni,
ef tryggt þykir, að hlauparar
muni almennt gefastj upp i
Mexico City. Við ættum þá að
geta náð jafngóðum árangri og
hinir.
•  GOLDWATER
Nú hafa menn mestar áhyggj
ur af Goldwater. Þó ætti Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna að
hafa fulla ástæðu til að kætast
því dótturfyrirtæki hennar,
sem selur fiskinn í Bandaríkj-
unum, heitir nefnilega Cold-
water ,Og úr því að þeir vestra
eru svona æstir í að kjósa Gold
water, þá ættu þeir að geta
bætt á sig nokkrum fiskpökk-
um frá Coldwater.
í rauninni þarf aðeins að
breyta einum staf á auglýsinga-
spjöldum Goldwaters til þess
að þau fari að selja íslenzkan
fisk: „America needs Coldwat-
er". Og með gagnkvæmri sam-
vinnu væri hægt að breyta
Coldwater-spjöldunum: „Gold-
water needs America". Eini gall
inn á þessu yrði sennilega sá,
að margir gamlir og góðir við-
skiptamenn okkar mundu ekki
geta fundíð lyktina af islenzk-
um fiski eftir þetta. Goldwater
verður þá að borða þeim mun
meiri fisík.
•  ANDSTÆÐUR
Jæja, það er í rauninni ekki
hægt annað en gera að gamni
sínu, þegar farið er að tala
um kosningaáróðurinn í Ame-
ríku. Hann hljómar mjög annar
lega í eyrum okkar og ber þess
keim hve bandarískir stjórn-
málamenn eru hispurslausir —
og hve mikið þeir leggja á sig
til þess að ná til fjöldans. Þeg-
ar við gerum samanburð á að-
stæðum hér — og þar, þá er því
auðvitað ekki að neita, að þær
eru ólíkar — og krefjast
ólíkra  aðferða.  En  persónu-
lega finnst mér margt af þessu
einum of yfirborðslegt, enda er
afstaða okkar Evrópumanna í
þessum málum sennilega tölu-
vert ólik því sem tíðkast í Ame
ríku. Okkur finnst bandarísku
stjórnmálamennirnir oft ganga
einum of langt, en evrópsku
stjórnmálamennirnir      taka
sjálfa sig allt of hátíðlega. Það
er mikill munur á amerísku
glaðværðinni og evrópska spari
svipnum. Og þegar uHgir menn
eru farnir að ganga með spari-
svip alla daga vikunnar finnst
mér það öruggt merki þess, að
þeir séu farnir að fá von um
frama á stjórnmálasviðinu.
•  NÚ ER ÞAÐ LJÓTT
Loks kemur hér stutt bréf
— enn um þrifnaðaræðið. Vona
ég, að enginn sé nú ósmitaður
(að vísu eru það alltaf einhverj
ir, sem eru ónæmir fyrir um-
ferðarpestum. En það þýðir
ekki að afsaka sig með því að
þessu sinni). Hér kemur bréfið:
„Ég vil þakka háttvirtum
borgarstjóra fyrir eggjunarorð
hans og áskorun til borgarbúa
um að auka á hátíðleik 20 ára
lýðveldisafmælisins með því að
þrífa rækilega til á lóðum sín-
um ,og fjarlægja ryðugt og gam
alt drasl, sem öllum er til ama
og leiðinda, nema þeim sem
eiga.
Einn er sá staður í hjarta
bæjarins, sem þarf hið bráðasta
að betrumbæta. Á ég þar við
lóðirnar meðfram og í nám-
unda við Fichersund, nokkra
metra frá sjálfu Aðalstræti.
Þarna má líta ryðugar skúr-
druslur, og ein hin afleitasta
er sú sem stendur á horni þessa
sunds og Mjóstrætis. Má segja
að hún sé hreinasti fata-skað-
valdur. Er mér kunnugt um
það, að borgari einn úr Vest-
urbænum sem framhjáhenni
gekk eftir að dimma tók í vet-
ur, varð fyrir fatatjóni. Lufsa
úr blikkinu festist í föt hans,
og reif úr flíkinni stórt stykki.
Sá sem fyrir tjóninu varð hafði
hug á að gera skaðabótakröfu
á hendur þeim sem skúrinn á,
en úr því varð ekki í það sinn.
Galtómt mun þetta skúr-
ræksni vera, svo að það er
alveg óskiljanlegt þeim sem
þarna ganga um daglega, hvers
vegna það er ekki fjarlægt.
Fichersundið, þessi stutta
gamla gata, er ein sú fjölfarn-
asta í bænum, — þriðja aðal-
gatan úr Vesturbænum niður 1
Miðbæ. Er því sjálfsagt, að nú
verði puntað upp á hana með
þvi að fjarlægja skúrana, blikk
portin ryðugu, og annan Ijót-
leika þar.
Ein úr Vesturbænum."
ELDAVÉLAR
ELDAVÉLASETT
GRILL
Sjálfvirkt hita- o<
tímavaL
A E G - umboSiff
Aræðurnir ORMSSON
Vesturgötu 3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24