Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐtO
Fimmtudagur 11. júní 1964
JttmgwftMftMfr
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og af greiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
UTAN ÚR HEIMI
Stöðugt syrtir ai á Kýpur
LISTIN OGBORGIN
¥ ágætu ávarpi sem Geir
* Hallgrímsson, borgarstjóri,
flutti við setningu Listahátíð-
arinnar, vakti hann athygli á
því, að þóft íslenzk list og
menning á liðnum tíma væri
fædd og uppalin í hinum
strjálu byggðum um allt ís-
land, þá væri nú svo komið
að einstakar listgreinar, að
vísu í mismunandi mæli, yrðu
að eiga þann bakhjarl, sem
bæir og borgir geta veitt.
Borgarstjóri hélt áfram og
komst að orði á þessa leið:
„En á sama hátt og þétt-
býlið skapar skilyrði fyrir á-
framhaldandi alhliða þróun
íslenzkra lista — þá eru list-
irnar blátt áfram lífsnauðsyn
fólksins í þéttbýlinu.
Listin og borgin eru hvor
annarri háðar.
Hér er ekki einungis átt við
þá nauðsyn að skipulag og
byggingarlag í borginni sé
með listrænum hætti, að sam
ræmi sé með náttúrufegurð
og mannanna verkum.'
Hér er einnig átt við það
andrúmsloft, sem ríkir í borg
inni, svip og innihald borgar-
lífsins, hamingju borgaranna.
Sönn list tengir hug manns
ins og hjarta, opnar ný hug-
skot, slær á nýja strengi til-
finninga, sælu eða sársauka
— dýpkar mannlega skynjun,
stækkar manninn sjálfan".  *
Þetta er vel mælt og rétti-
lega. Reykjavíkurborg hefur
einnig sýnt það, að hún og
forystumenn hennar hafa á
þessu glöggan skilning. Und-
anfarin ár hefur verið unnið
að því að fegra borgina og
prýða, bæta skipulag hennar,
gróðursetja fagra trjágarða
og blómareiti víðsvegar um
borgina, setja upp fögur lista-
verk á torgum og í almenn-
ingsgörðum. Nú síðast á þessu
vori og í sumar hafa verið
settar upp fjórar nýjar högg-
myndir í borginni.
Listahátíðin, sem nú stend-
ur yfir, mun eiga ríkan þátt í
að styrkja tengsl listanna og
skapenda hennar við þjóðina.
Hinn forni menningararfur,
íslenzkar bókmenntir, gömul
handrit og bækur, sem geyma
ódauðleg listaverk, eru traust
asti hornsteinn menningar-
legs og stjórnmálalegs sjálf-
stæðis þessarar litlu þjóðar.
Nútíminn hefur komið með
aukna fjölbreyttni og gró-
anda í íslenzkt listalíf. ís-
lenzkir listamenn nema stöð-
ugt ný svið. Það má vissulega
vera íslendingum fagnaðar-
efni að margir af listamönn-
um þeirra hafa ekki aðeins
unnið sér viðurkenningu og
frægð í sínu eigin landi, held-
ur einnig úti í hinum stóra.
heimi. Þekkingin á íslenzkri 5
list að fornu og nýju, mun I
halda áfram að sanna tilveru- I
rétt þessarar örfámennu þjóð 1
ar og skipa henni á bekk =
meðal menningarþjóða heims 1
ins.                        =
Reykjavíkurborg á þakkir =
skildar fyrir skilning sinn á 1
hlutverki listanna. Höfuðborg §
íslands og hið íslenzka ríki I
mun í vaxandi mæli fá lista- I
mönnum sínum það verkefni I
að skreyta opinberar bygging I
ar og fá þeim önnur verkefni, I
sem gera þjóðinni mögulegt §
að njóta hæfileika þeirra og I
varðveita þau verðmæti, sem |
mölur og ryð fá eigi grandað. I
FRAMSÖKNAR-  I
FLOKKSINS  ER  I
EKKI  ÞÖRF    |
T»að er einn hópur manna á I
íslandi í dag, sem ekki er I
ánægður með samkomulag s
það, sem tekizt hefur milli §
ríkisstjórnarinnar og aðila I
vinnumarkaðarins um kjara- 1
málin. Það eru Framsóknar- 1
menn.                      =
Það er nefnilega komið í I
ljós, að Framsóknarflokksins 1
er ekki þörf við lausn þeirra E
vandamála, sem að hafa steðj
að. Og það er auðvitað það
versta, sem fyrir stjórnmála-
flokk getur komið, þegar í
ljós kemur, að enginn þarf til
hans að leita eða við hann að
ræða, þegar fundin er lausn
á alvarlegum vandamálum,
sem þjóðfélagið á við að etja.
Þess vegna eru Framsókn-
armenn óánægðir í dag og
þeir horfa með ugg til langs
tímabils áhrifaleysis í þjóð-
málum íslendinga. En Fram-
sóknarmenn geta sjálfum sér
um kennt. Þeir hafa haldið
uppi óábyrgari stjórnarand-
stöðu en dæmi eru til áður í
stjórnmálabaráttu hér á landi.
Þeir hafa árangurslaust reynt
að bregða fæti fyrir fram-
faramál, sem til heilla hafa
horft og það er athyglisvert,
þegar litið er yfir stjórnmála-
sögu síðustu áratuga að Fram
sóknarflokkurinn hefur ekki
átt frumkvæði að nokkru því
þjóðþrifamáli, sem veruleg á-
hrif hefur haft á lífsafkomu
þjóðarinnar.
Framsóknarflokkurinn hef-
ur jafnan verið og er enn í
dag hugsjónalaus hentistefnu
flokkur, sem berst fyrir sér-
réttindum sér til handa og
höftum á frjálsar athafnir
þ j óðf élagsþegnanna.
Framsóknarflokkurinn er
flokkur, sem engin hefur þörf
fyrir til happasællar lausnar
á þeim viðfangsefnum sem
við stöndum frammi fyrir nú.
eftir  Kenneth
Mac  Kenzie
„ÞAÐ ER EKKERT LJÓS
FRAMUNDAN". — Þannig
kemst Tuomioya, sáttasemjari
Sameinuðu þjóðanna á Kýp-
ur, venjulega að orði, þegar
blaðamenn spyrja um útlitið
fyrir friðsamlegri lausn deilu-
málanna þar. Það er ekkert
Ijós framundan og jafnvel
þótt ekki hafi komið til meiri
háttar bardaga milli grískra
Kýpurbúa og týrkneskra síð-
ustu vikur, virðist útlitið
svartara" en nokkru sinni fyrr.
Sú ákvörðun Makariosar,
forseta, að leita sovézkrar að-
stoðar til að byggja upp her-
mátt grískumælandi manna og
hið nýlega herútboð hans,
þrátt fyrir andmæli Breta,
Tyrkja og jafnvel Grikkja —
hafa vakið vaxandi ótta og
biturleik á eynni — og tor-
tryggni starfsmanna Samein-
uðu þjóðanna.
Makarios og ráðherrar hans
staðhæfa, að þeir hafi óskað
eftir vopnum frá Sovétríkjun-
um vegna þess eins, að tyrk-
neska stjórnin hafi hótað inn-
rás á Kýpur. Hinsvegar er það
næsta víst, áð grískir Kýpur-
búar trúa því ekki lengur, að
innrás Tyrkja sé yfirvofandi,
hvort sem þeir hafa eitthvað
fyrir sér í því eða ekki. Þetta
kemur glögglega fram í sam-
tölum við ráðgjafa erkibisk-
'upsins.
Því er hinn raunverulegi til
gangur aukins vopnabúnaðar
sá fyrst og fremst, að skelfa
tyfkneska menn á Kýpur, en-
ekki að verjast stjórninni í
Ankara. Ennfremur er honum
ætlað að sýna umheiminum,
að stjórnin hafi mátt til að
halda eyjarskeggjum í skefj-
um, vilji hún losa sig við að-
stoð Sameinuðu þjóðanna.
Deilurnar um herútboð
Makariosar hafa um sinn
kafnað í háværum ásökunum
grískra manna í garð brezka
flugmannsins Marley, þess
efnis, að hann aðstoði tyrk-
neska hryðjuverkamenn. —
Sennilega trúa 90% grísku-
mælandi manna á Kýpur því
fastlega, að Bretar dragi taum
tyrkneskra  og vinni að því,
Yfirmenn gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna spja.Ha við dr. Kut-
chuk, leiðtoga tyrkneska minnihlutans, í garði hans í Nicosia.
Fremst á myndinni eru Svíinn Jonas Væern ofursti, dr. Kut-
chuk, og indverski hershöfðinginn Singh Gyani, yfirmaður
gæzluliðsins — og að baki þeim brezki hershöfðinginn Michael
Caryer; Jouko Sunin, ofursti frá Finnlandi; Ned Amy, ofursti
frá Kanada, og Joseph Adams, ofursti frá írlandi.
að eyjunni verði skipt, að
vilja Tyrkja. Og því er verr,
að þeir hafa fordæmi fyrir
því frá fyrri tíð. Það bar of
oft við þau' 80 ár, sem Bretar
réðu á Kýpur, að þeir drægju
taum tyrkneska minnihlutans.
Og síðustu mánuði hefur
samúð brezku hermannanna á
Kýpur greinilega ekki verið
með gríska meirihlutanum.
Það kann að eiga rætur að
rekja til reynslu Breta af
hryðjuverkum EOKA áður
fyrr, en — það var misráðið
að senda til eyjarinnar um síð
ustu jól hermenn, sem höfðu
staðið í baráttunni gegn
EOKA á sínum tíma.
Á hinn bóginn er óhætt að
staðhæfa, að ffamkoma
brezku hermannanna hefur
verið mjög góð síðan þeir
settu upp hinar bláu húfur
Sameinuðu þjóðanna — svo
góð, að einn af yfirmönnum
gæzluliðsins hefur sagt um
þá: „Það er sérstaklega á-
nægjulegt að starfa með Bret-
unum".
Menn eru yfirleitt sammála
um það á Kýpur, að fækka
ætti brezku hermönnunum í
Þegar gríska herliðið sat um vígi tyrkneskra í St. Hilarion-
kastalanum í Kyreníafjöllum, fór Makarios, erkibiskup, til
herstöðvanna, íagnaði framgöngu manna sinna og hvatti þá
til dáða.
liði SÞ, en hyrfu þeir alveg á
brott mundi ekki aðeins bund-
inn endi á hið ánægjulega sam
starf Breta og Sameinuðu
þjóðanna, heldur gæti það
haft afdrifarík áhrif á tilraun-
ir liðsmanna SÞ til að vinna
traust tyrkneskra manna á
eynni. Því að Tyrkirnir
treysta Bretum betur en
nokkrum öðrum úr gæzlulið-
inu og mundi líta á brottför
þeirra sem flótta og eftirláts-
semi við gríska menn á eynni.
Stefna Sameinuðu þjóðanna
í Kýpurmálinu er nú í raun
.og veru á krossgötum. Flestir
sem með deilunni hafa fylgzt,
eru sammála um, að eigi sam-
tökin að halda áhrifum sínum
þar, verði gæzluliðið að fá
meira vald; það verði að geta
látið skína í tennurnar, ef á
þarf að halda. Grikkir vilja
láta það bæla niður tyrknesku
„uppreisnarmennina" og Tyrk
ir vilja láta það berja á
Grikkjum. En allir aðrir vilja,
að það beiti báða aðila meiri
hörku.
Yfirmenn gæzluliðsins telja
hinsvegar, að það sé Kýpur-
stjórnarinnar að gangast fyr-
ir afvopnun óbreyttra borg-
ara á eynni. En það er harla
lítil von til þess, að Makarios,
erkibiskup, eða dr. Kutchuk,
skerði í nokkru aðstöðu sinna
eigin fylgifiska.
Það er kaldhæðnisleg stað-
reynd, að sjálfir íbúarnir á
Kýpur gera ekki svo lítið
sem tala af alvöru um frið-
samlega lausn deilunnar. —
Stjórnmálaafstaða deiluaðil-
anna virðist orðin svo fðst í
skorðum, að vandséð er, hvar
Tuomioya ætti að byrja mála-
miðlun.
Grikkirnir eru yfirleitt sann
færðir um, að þeir muni sigra
í þessari deilu. Framkoma
þeirra gagnvart Tyrkjum ein-
kennist af kröfunni um „skil-
yrðislausa uppgjöf" og er
ekki sjáanleg minnsta vísbend
ing um, að þeir muni ganga
að nokkurri málamiðlun.
í upphafi ársins virtist sem
Grikkir kynnu hugsanlega að
Framihald á bta 17.
uÍlIUlllllHtUtHIIIIÍtlllllllUlltM......tlllllllllMIIIIIIHIIItHfUIIMIItlllllllKllHIUMIHinil UtlllllllllMIIIIUIIIIItlMlinimilllllllllUHIIIUIIUIHttllllllllllllllllUlllllllltlltllllUUUÚH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24