Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 11. júní 1964
MORGUNBLAÐIÐ
15
— Mývatnssveit
Framhald af bls.  10.
ið, því það er mjög auðvelt og
njóta hins fagra og fjölbreytta
útsýnis af fjallinu.
Þegar upp á fjallið er kom-
ið, blasir Mývatnssveit við fyr
ir fótum okkar eins og út-
breitt landabréf. Vogar, nes,
eyjar og hólmar blasa þar við.
Norðan við fjallið liggur Sand
vatn, um 5 km langt og bugð-
ast milli ása og hæða, víða
mjótt en með breiða flóa á
köflum. Víða meðfram því,
einkum að norðan, er allstór-
vaxinn skógur, sem er til mik-
illar prýði og gerir umhverfið
hlýlegra. Langt í norðri, milli
tveggja hnjúka, sér langt
norður í haf og gegnum skarð-
ið má í góðu skyggni sjá
Grímsey. Þegar horft er yfir
tjarnirnar umhverfis Belgjar-
fjall, gengur maður fljótt úr
skugga um, að þær eru ótelj-
andi. Annars er þýðingarlaust
að ætla að lýsa útsýni af Belgj
arfjalli. Það er svo fjölbreytt
og sérkennilegt að engin orð
megna að gefa af því svo
glögga mynd að viðunandi sé.
Við snúum til baká suður
að Vagnbrekku og höldum svo
áfram austur með vatninu um
það bil kílómetra. Aragrúi af
öndum er þarna á vatninu, og
í sólheitum sandinum í fjör-
unni liggja endurnar hlið við
hlið og sofa og láta sig litlu
skipta umferðina eftir vegin-
um í fárra metra fjarlægð. Nú
liggur vegurinn inn á milli
hárra eldgíga, sem standa í
þyrpingu, og þar beygir strönd
vatnsins til norðurs. Vegurinn
liggur þar með fram Nes-
landsvík. Austan víkurinnar
er stór skagi, Neslandatangi,
sem liggur til suðausturs í
vatnið, og skiptir því næstum
í tvo hluta. Á þessum tanga
standa þrír bæir, Ytri-Nes-
lönd, Borg og Syðri-rjeslönd.
A Neslandavík er mjög mik
ið fuglalíf, meðal annars eru
þar oft svanir svo hundruðum
skiptir.
Hverf jall séð úr lofti
Fram af Grímsstöðum er
eyjan Slútnes, rúmlega einn
km. frá landi. Slútnes er tal-
in fegursta eyjan í Mývatni.
Gróður er þar mikill og fjöl-
breyttur, og mikill skógur er
þar sem veitir gróðrinum
skjól. Snemma á vorin er
mjög. mikið of hófsóley á
bökkum eyjarinnar, svo blóm-
in mynda gullgult belti. með-
fram vatniinu umhverfis eyj-
una. Seinna á sumrinu mynd-
ar svo blágresið samfelldar
bláar breiður um skóginn og
margar aðrar blómjurtir setja
glæsilegan svip á gróðurinn.
Svo skrýðast reynitrén sínum
hvítu blómaklösum, svo trén
sýnast næstum hvít tilsýndar.
Svo þegar haustið kemur, eru
blómin öll horfin en þá skipt-
ir skógurinn um lit og þá má
sjá þar flest þau litaafbrigði,
sem til eru í gulum, grænum,
rauðum og brúnum litum.
í Slútnesi hefur verið mjög
mikið andavarp. Þó var á síð-
ari árum farið að draga úr
því vegna mikillar umferðar
ferðamanna og nú á síðustu
árum hefur minkurinn eytt
varpinu að mestu. Vonandi
tekst þó að friða eyjuna svo
að varpið nái sér á ný, en
það tekur efalaust nokkurn
tíma.
Teikning frá Mývatni
Skólauppsögn í
Stykkishólmi
BARNA- og Miðskólanum í
Stykkishólmi var sagt upp 30.
inaí s.l. og flutti skólastjórinn
Sigurður Helgason við það tæki
færi skólaslitaræðu, lýsti náms-
afrekum og gerði að öðru leyti
grein fyrir störfum skólans á
þessu skólaári.
Skólinn hófst 1. okt. og inn-
rituðust þá 214 nemendur, 133
í barnaskólann en 81 í miðskóla.
208 nemendur hafa Iokið vor-
prófi, 4 fluttust burt á skólaár-
inu, en 2 luku ekki námi vegna
lasleika. 28 nemendur bjuggu
í heimavist. 7 fastir kennarar
•törfuðu við skólann.
Félagslíf var með góðu móti.
Skólafélagið starfaði mjög vel
og var Runólfur Guðmundsson
formaður þess. Stóð það fyrir
snörgum skemmtifundum auk
árshátíðar en ágóði af starfsem-
inni fór í félagssjóð og til vor-
ferðalags þriðja bekkjar um
Norðurland sem farin var strax
•ð skólauppsögn lokinni.
Skólasókn var ágæt og neilsu-
far sömuleiðis. 70 nemendur
nutu ljósbaða í skólanum. Ýmsir
gestir komu í heimsókn i skól-
ann og fluttu erindi um efni sem
við kom skólanum og kennsl-
unni.
Baráttunni gegn reykingum
var haldið áfram í skólanum og
fluttir fyrirlestrar um skaðsemi
tóbaks. Némendur skrifuðu rit-
gerðir um þetta efni og var þátt-
taka mjög almenn og skólinn
tók ásamt áfengisvarnarnefnd
staðarins þátt í fræðslumóti um
áfengis- og tóbaksmál, en það
mót var haldið í febr. s.l.
Dansskóli Heiðars Ástvaldsson
ar hélt námskeið í skólanum í
febrúar með góðum árangri.
íþróttalíf skólans var mjög gott.
Körfuknattleikskeppni var háð
við Borgnesinga og auk þess
tóku 4 nemendur þátt í flokka-
glímunni í Reykjavík. Handa-
vinnusýning nemenda var 3. maí
og var hún vel sótt.
Próf hófust í barnadeildinni
18. apríl. Hæstu einkunn á ungl
ingaprófi hlaut Ásta Magnús-
dóttir 8.95.
í landsprófsdeild hlaut SkúU
Víkingsson hæstu einkunn 8.16.
Skólanum bárust margar gjaf-
ir á skólaárinu. Tvö ritsöfn voru
honum gefin. 15 ára nemendur
gáfu ritsafn Davíðs Stefánsson-
ar, en hjónin Kristín Nielsdóttir
og Höskuldur Pálsson gáfu rit-
safn Gunnars Gunnarssonar.
Vegna andavarpsins er Slút-
nes friðlýst varpland. Þangað
er öllum óheimilt að fara
nema koma í Grímsstaði og fá
þar leyfi hjá eigendunum sem
lána báta og fylgd eftir því
sem ástæður leyfa. Bannað er
að skemma gróður eyjarinn-
ar. —
Frá Grímsstöðum liggur
jeppavegur vestur að Sand-
vatni. Á allháum ás, sem ligg-
ur við austurbotn vatnsins er
flugvöllur um 800 metra lang-
ur. Af flugvellinum er mjög
fögur útsýn yfir Sandvatn og
umhverfið.
Milli Reykjahlíðar og Gríms
staða er Eldhraun, sem rann
á árunum 1724 til 1729 og
eyddi þá bæjunum Fagranesi,
Stöng og Gröf, sem voru á
milli Reykjahlíðar og Gríms-
staða, og rann auk þess yfir
bæinn í Reykjahlíð, en hann
var endurbyggður rétt við
hraunjaðarinn.  Hraunið  rann
umhverfis kirkjuna án þess að
hana sakaði.
Norður af Eldhrauni eru
margir fagrir dalir með skógi
vöxnum hlíðum og klettabelt-
um. í tveim fegurstu dölunum
eru rústir gamalla selja í mjög
rómantísku umhverfi. Að
minnsta kosti annað þetta sel
var notað á síðari hluta nítj-
ándu aldar.
Nú er hringferðinni um-
hverfis vatnið lokið, en ferða-
fólkið þarf margs að spyrja
um sveitina.
„Hvernig stendur á því að
á sumum stöðum í Mývatns-
sveit virðast vera að myndast
smá  sveitaþorp?"
„Það gr lítið um það hér í
sveit að nýbýli séu reist á
milli gömlu bæjanna. Það er
talið hagkvæmára að fjölga
íbúðarhúsunum á gömlu jörð-
unum en að dreifa byggðinni
um stórt svæði. Þetta er h'ka
hagkvæmara að því er snertir
síma og rafmagn, og með
þessu er auðveldara að koma
við margs konar samvinnu við
búreksturinn. Mjög erfiðir að-
drættir eru langan veg frá
verzlunarstað, víðáttumikil af-
réttarlönd og erfið fjár-
geymsla hafa á undanförnum
öldum kennt Mývetningum að
vinna saman og ég hygg að
þetta hafi mjög aukið. félags-
legan þroska þeirra. Nú er hér
á mörgum jörðum rekinn fé-
lagsbúskapur þannig, að tveir
til þrír bændur hafa sam-
vinnu við búskapinn. Þeir
vinna saman að hirðingu bú-
penings, heyöflun o. m. fl.
Þetta fyrirkomulag hefur
marga kosti i för með sér.
Ef einhver bóndinn verður
fyrir óhöppum af veikindum
eða   slysum   er   enginn   voði
fyrir dyrum eins og hjá ein-
yrkjum. Hinir bændurnir ann-
ast þú búreksturinn. Suma
tíma ársins geta einn eða tveir
af bændunum annast bústörf-
in. Þá fara hinir í atvinnuleit
á vertíð, einkum til Suður-
lands, eða í byggingavinnu o.
m. fl. Þetta fara þeir þá venju-
lega til skiptis og bætir þetta
mjög afkomu búsins.
Eitt er enn ótalið, sem skipt-
ir miklu máli. Þeir bændur,
sem vinna þannig saman, kom
ast af með eina vélasamstæðu
fyrir þrjú bú. Þetta gæti ekki
gengið ef þeir hefðu ekki sam-
vinnu um búskapinn, og geta
allir séð hvað mikill sparn-
aður er við þetta fyrirkomu-
lag, auk þess öryggis, sem það
skapar þeim sem vinna sam-
an.
Það hefur lengi verið talið
að enginn Mývetningur flytti
af fúsum vilja úr Mývatns-
sveit. Allmargir hafa þó þurft
að flytjast burt, vegna þess að
þá hefur skort verkefni heima.
Nú standa vonir til að úr þessu
rætist. Búið er að endurbyggja
gömlu Brennisteinsverksmiðj-
una við Námafjall og breyta
henni í steypuverksmiðju, þar
sem nokkrir menn hafa fasta
atvinnu. Þar er steypuefnið
við verksmiðjuvegginn og næg
ur jarðhiti. Steyptu steinarn-
ir eru hertir og þurrkaðir við
85 gr. hita og má þá flytja
þá hvert sem er, sólarhring
eftir að þeir voru steyptir.
• Svo virðist vera í þann veg-
inn að hefjast bygging kísil-
gúrverksmiðju við Mývatn.
Það fyrirtæki mun veita svo
mörgum mönnum atvinnu að
litlar líkur eru til að atvinnu-
skortur verði i Mývatnssveit
fyrst um sinn.
*fa


•

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24