Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 11. júní 1964
MORGUNBLAÐIÐ
23
—  Björn Ólafsson
Framhald af bls. 13.
einn fastan um lengri tíma,
jafnvel nokkur ár, væri völ
á góðum manni. En þá kem-
ur það til að áhorfendur hér
eru afar nýjungagjarnir og
vilja gjarna sjá og heyra nýja
menn.
— Hvernig telur þú, að hinn
„ideali"     hljómsveitarstjóri
setti að vera?
Ja, svona í fljótu bragði
mundi ég segja, að hann þyrfti
að vita mikið, vinna fljótt,
vera skapgóður og gæddur
kímnigáfu, hafa lag á því að
láta hljómsveitina finna sem
minnst fyrir aðsteðjandi erfið-
leikum og greiða sem mest úr
þeim með sínum eigin per-
sónuleika. Hljómsveitarstjór-
inn hefur fulla heimild til að
gera strangar kröfur til hljóm
sveitar sinnar, en hún á að
geta gert jafnmiklar kröfur til
hans. Þetta er eins og með
kennara og nemanda, — kenn
ari getur ekki ætlazt til að
nemandinn mótist og þroskist
nema hann gefi honum það,
sem til þarf.
— En hvað finnst þér um
uppbyggingu hljómsveitarinn-
ar sjálfrar? Undanfarið hefur
mönnum orðið tíðrætt um
það, jafnvel í blaðaskrifum, að
Sinfóníuhljómsveitin sé rang-
lega uppbyggð; að hér þyrfti
að koma á fót sérstakri
strengjasveit, sem yrði stofn
hljómsveitar.
— í rauninni er þetta ein-
mitt það, sem við höfum ver-
ið að gera á síðustu áratug-
um. Við höfum leitazt við að
byggja upp hljómsveitina inn-
an frá, á þann eina hátt, sem
mögulegur var. Hún er að
mestu byggð upp af nemend-
um Tónlistarskólans og
strengjasveit hefur verið starf
andi bæði innan og utan hans,
og einnig strengjakvartettar.
Að sjálfsögðu mætti segja, að
við gætum valið svo sem
fimmtán góða strengi og kom-
ið á laggirnar strengjasveit —
„Strengi Reykjavíkur" — en
það yrði ekki gert nema á
kostnað Sinfóníuhljómsveitar
innar. Mennirnir sem þar leika
eru svo önnum kafnir, að ekki
er meira á þá leggjandi. Og
öðrum er ekki til að dreifa.
Og ég tel Sinfóníuhljómsveit-
ina svo mikilvægan þátt í tón-
listarlífinu, að ekki megi án
hennar vera.
— En eru strengirnir ekki
enn full fáir?
— Jú — og þeir voru alltof
fáir til skamms tíma. Á síð-
ustu árum hefur þeim fjölgað
verulega og Tónlistarskólinn
leggur hljómsveitinni jafnan
til aðstoðarfólk úr hópi nem-
enda á einstökum hljómleik-
um. Strengir sveitarinnar eru
nú 37 en þyrftu að vera
minnst 40—45, svo þetta er
smám saman að færast í rétt
horf, þvi að óðum fyllist í
skörðin. Og þar sem þetta er
eina Sinfóníuhljómsveitin á
íslandi ætti hún ekki að vera
minni en 68—70 manns. Vona
ég, að við eigum ekki mjög
langt i land með það. Reynsla
síðustu ára bendir ótvírætt til
þess, að Sinfóníuhljómsveit sé
velkomin á fslandi, þrátt fyr-
ir atlögur einstakra manna
gegn henni og tilraunir þeirra
tii að sverta hana og skapa
kringum hana tortryggni og
úlfúð. Viðtökurnar, sem hljóm
sveitin hefur fengið bæði hér
í Reykjavík og úti á lands-
byggðinni sýna þetta glögg-
lega.
— Ég fæ ekki betur séð, en
hér séu eins góðir möguleik-
ar og hvar annars staðar til
að halda uppi öflugu tónlistar-
lífi, ef ekki betri. Uppbygg-
ingarstarfið hefur verið afar
erfitt en jafnframt skemmti-
legt og breytingarnar frá 1930
eru næsta ótrúlegar. Lengi
framan af voru einstaklingar
og  nokkrir  stórhuga  menn.
sem börðust fyrir uppbygg-
ingu og þróun hljómsveitar á
íslandi en á síðustu árum hef-
ur hins vegar Ríkisútvarpið
tekið að sér forystuhlutverkið,
annazt fyrirgreiðslu hljóm-
sveitarinnar og farizt það vel
úr hendi.
— Við erum alltaf að verða
til sem þjóð ,og fyrir okkar
menningu og viðleitni til að
hasla okkur völl meðal ann-
arra þjóða er efling lista nauð
synleg. Við státum af okkar
bókmenntum og ættum eins
að geta státað okkur af músik,
myndlist og leiklist. Nóg er
hér af fólki með hæfileika og
við verðum aldrei nein heild
sem þjóð, ef við vanrækjum
að þroska þá hæfileika, sem
með einstaklingunum búa.
—  Og ég skal segja þér,
sagði Björn Ólafsson að lok-
um, — að ekkert er eins gleði-
legt fyrir mann í starfi sem
mínu, að fá góða nemendur,
að finna spírurnar og hafa
möguleika á að leiðbeina þeim
og koma þeim á braut.
—  Jarlinn
Framh. af bls. 24
í eins manns klefa. Stýrimað-
ur um  borð  er  Guðmundur
Andrésson og 1. vélstjóri Jón
Grímsson.
Þá hitti fréttamaður Gunn-
ar Halldórsson að máli um
borð. Hann sagði, að skipinu
væri ætlað að annazt allar
venjulegar millilandasiglingar
eins og flutningar féllu til.
Frá Islandi yrði aftur siglt
með fiskimjöl og sjávarafurð-
ir. í>á sagði Gunnar að kapp-
kostað yrði að sækia afurðir
beint í smærri hafnir hérlend
ir, t.d. Kópavog og Grindavík,
en flutnnigaskip koma sjald-
an á þá staði. Sagði Gunnar
að fiski og varningi, sem til
fiskaðgerðar þyrfti, væri ekið
á bílum fyrir 67 milljónir kr.
árlega í sambandi við Grinda
vík eina.
Frá Reykjavík mun hið nýja
skip halda til Kópavogs og
lesta þar afurðir frá frystihúsi
eigenda þess, Hvammsins h.f.
Loks gat Gunnar þess, að
eigendur skipsins hefðu í
hyggju að athuga um síldar-
flutninga frá miðunum aust-
anlands til Norðurlands síðar
í sumar. Til þess þyrfti að
setja skilrúm í skipið, en Sild
arverksmiðjur ríkisins mundu
eiga slík skilrúm. Væri Jarl-
inn mjög vel fallinn til slíkra
tflutninga.
Samningar um kauip skips-
ins hófust í febrúar s.l., en
lauk í síðari hluta maí. Kaup
verð var á sjöundu miUjón
króna.
Strákar á reiðhjólum á Hringbrautinni í gærdag.
Hfólreiðaitínmskeið
fyrir 7—12 ára börn
SUMARSTARFSNEFND Lang
holtssafnaðar gengst fyrir hjól-
reiðanámskeiði fyrir börn á aldr-
inum 7—12 ára dagana 11. til 15.
júní n.k.
Námskeiðið er haldið í sam-
vinnu við umferðadeild lögregl-
unnar og Siysavarnafélag ís-
lands. Börnunum verða kenndar
umferðareglur, meðferð reiðhjóla
(Ljósm. Sv. Þ.)
og einnig verða þreytt hæfnis-
próf.
Námskeiðið hefst í kvöld,
fimmtudag, klukkan 8 síðdegis
við safnaðarheimilið við Sól-
heima.
Foreldrar eru eindregið hvatt-
ir til að láta börn sín taka þátt
í námskeiðinu vegna öryggis
þeirra sjálfra og annarra.
Til sölu
2 herb. íbúð við Brekkugerði,
í mjög góðu standi. Allt sér.
3 herb. íbúð við Ljósheima á
2. hæð. Svalir meðfram allri
suðurhlið hússins. Teppi á
gólfi. íbúðin gæti verið laus
strax. GóLfflötur 90 ferm.
2 herb. íbúð við Kvisthaga.
Stærð 60—70 ferm. Þvotta-
hús og geymsla á hæðinni.
Laus strax. Sanngjörn útb.
Til sölu bílskúr úr timbri, —
flytjanlegur. Verð 16.000 kr.
Laxveiðiland í Borgarfirði,
ca. 20 hektarar, framræst.
Á staðnum er veiðihús.
Fokhelt einbýlishús í Kópa-
vogi. Einnig 4ra, 5 og 6 her
bergja fokheldar hæðir.
4ra 5 og 6 herb. fokheldar hæð
ir, tilbúnar undir tréverk
og málningu, við Háaleitis-
braut. Öll sameign frágeng-
in.
m/sxsffssmvvpKsxwmmvtix.tii^mtmmmii
FaSTEIBMIR
Austurstræti 10, 5. hæð.
Simar: 24850 Og 13428.
Johnson sendir Ball til
Aþenu og Ankara
Bandarikjamenn sagðir reiðubúnir oð
gripa til róttækra ahgerba til crð
hindra stríð vegna Kýpur
Aþenu, Genf, Washington,
10.  júní  (NTB—AP).
• Johnson Bandaríkjaforseti
sendi í dag aðstoðarutanríkis
ráðherra sinn, George Ball, tii
Aþenu, til þess að ræða við
stjórn Grikklands um Kýpur-
deiluna, og hina auknu börku,
sem deiluaðilar hafa sýnt að
undanförnu. Frá Aþenu held-
ur Ball til Ankara og ræðir
við trykneska ráðamenn um
deiluna.
• Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í dag, að ferð Balls
yrði upphaf umfangsmikilla
málamiðlunartilrauna Banda-
ríkjamanna í Kýpurdeilunni,
tækju deiluaðilar vel tilboði
þeirra um að reyna að koma
á sáttum.
• Ball hóf viðræður við
George Papandreou forsætis-
ráðherra Grikkja í kvöld.
Heimildir hermdu, að aðstoð-
arutanríkisráðherrann myndi
skýra forsætisráðherranum
frá hinunt auknu áhyggjum
Bandaríkjamanna vegna Kýp-
urdeilunnar, og segja þá reiðu
búna að grípa til róttækra að
gerða til að koma í veg fyrir
að Kýpurmálið valdi styrjöld
milli tveggja Atlantshafs-
bandalagsríkja, Grikklands og
Tyrklands. Ekkert var skýrt
frá í hverju aðgerðir þessax
yrðu fólgnar.
í kvöld skoraði Makarios,
forseti Kýpur á öll aðildar-
ríki Sameinuðu þjóðanna að
reyna að koma í veg fyrir
að Tyrkir réðust á Kýpur. —
Sagði  Makarios,  að  fjöldi
tyrkneskra herskipa væru
reiðuibúinn að halda til
eyjarinnar.
Mikils ótta hefur gaett að
undanförnu í Grikklandi við,
að Tyrkir myndu gera innrás
á Kýpur. En yfirlýsing Maka-
ríosar forseta eyjarinnar um
að hann hyggðist kaupa
sovézk vopn til þess að verja
eyjuna gegn innrás Tyrkja,
er sögð hafa haft mjög alvar-
leg áhrif á ástandið.
George Ball var staddur 1
Genf, þegar Johnson forseti
sendi hinum boð um að halda
þegar í stað til Alþenu. Átti
Ball að halda langa ræðu á
viðskiptaráðstefnunni, sem
haldin er í Genf að tilhlutan
Sameinuðu þjóðanna og ráð-
gert er að ljúki 15. þ.m. Ball
aflýsti ræðunni en ávarpaði
fulltrúa ráðstefnunnar stutt-
lega áður en hann hélt til
Aþenu. Skoraði hann á þá að
Höfum kaupendur
að 2ja, 3ja og 4ra herbergja
Sbúðum. Miklar útborganir.
Höfum einnig kaupendur að
lóðum og einbýlishúsum í
Reykjavík og Kópavogi.
Gjörið svo vel og hringið í
síma 20465, 24034 og 15965.
Sala og samningar
Hamarshúsi við Tryggvagötu
5. hæð (lyfta).
,t,
Faðir okkar og tengdafaðir
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
sjóntaður, Barmahlíð 18,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í dag kl. 13,30.
Marín Guðmundsdóttir, Brynjólfur Jónsson,
Aðalsteinn Ó. Guðmundsson, Sigríður S. Sveinsd.,
Ólafur Guðmundsson, Klin ísleifsdóttir.
reyna að gera síðustu daga ráð
stefnunnar árangursríka, en
ráðherrann kvaðst óttast að
;það myndi ekki takast.
Við brottförina frá Genf
sagði Ball, að stríð milli
tveggja Atlantshafsbandalags-
ríkja myndi hafa mjög alvar-
legar afleiðingar fyrir allan
hinn frjálsa heim.
Fyrr á þessu ári ferðaðist
Ball um Kýpur til þess að
kynna sér ástandið þar og
kom einnig til Aþenu og Ank
ara. Síðan hefur hann fylgzt
sérstaklega með gangi roála
og á mánudaginn ræddi hann
Kýpurdeiluna við Richard A.
Butler,  utanríkisráðh.  Breta.
Heimildir í Washington
herma, að Grikkir hafi fyrst
vakið mála á því að Johnson
forseti Bandaríkjanna sendi
fulltrúa til Grikklands og
Tyrklands, til þess að reyna
að draga úr styrjaldarh.ætt-
unni.
Til sölu
4  herb. íbúð í sambyggingu
við Alfheima.
Mjög góð íbúð, stílhrein og
falleg eldhúsinnrétting. —
Stórar svalir. Bílskúrsrétt-
ur. Teppi fylgja. Allur sam
eiginlegur kostnaður búirm.
2  herb. stór íbúð á jarðhæð
við Drápuhlíð. Sér inngang-
ur. Hitaveita. Snyrtileg
íbúð.
3 herb. íbúð við Efstasund, um
90 ferm. á hæð. Allt sér.
Girt og ræktuð lóð. Bílskúrs
réttur.
Höfum kaupendur ú
tvíbýlishúsi, hvor hæð mætti
vera um 90—100 ferm.
5 herb. íbúð i Laugarásnum.
Góðri ibúð.
6 herb. góðri íbúð í Vestur-
bænum á 1. hæð.
3 herb. góðri risíbúð 1 Teig-
unum.
Eignaskipti oft æskileg.
JÓN INGIMARSSON
lögmaður
Hafnarstræti 4. — Sími 20555.
Sölum.: Sigurgeir Magnússon
Kl.  7.30—8.30.  Sími  34940.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24