Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 177. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 31. júlí 1964
I^^KmtT*í
ssssst.        s&sssss

Islenzkt æskufólk leggi eitthvað af mðrkum
Baráttan  gegn  hungri  og
fávizku  —  Verðugt  verkefni
LÖNGUM hefur verið litið á stríð og erjur manna og þjóða
á milli, sem grimmasta óvin mannkynsins. Vart verður um
það deilt, en hins vegar á mannkynið sér annan óvæginn
og öllu mannskæðari óvin, þar sem hungrið er og þær þján-
ingar, veikindi og dauðsföll, sem af fæðuskorti leiða. Rann-
sóknir sýna að á 7. tugi tuttugstu aldarinnar, öld aukinna
tengsla og samhjálpar þjóða á milli, er þó eigi lengra komið
en svo að 1.500 milljónir manna í hinum vanþróuðu lönd-
um líða alvarlega af jafnvæigsleysi í fæðisneyzlu hvar af
talið er að 500 milljónir þjáist átakanlega af hungur sökum.
Af öllum þeim þjáningum, sem leiða af sulti og vannær-
ingu, eru þó skelfilegastar afleiðingarnar, sem bitna á
milljónum barna — saklausra barna — sem verða fórnar-
dýr fátæktarinnar, og — í flestum tilefllum — fávizkunnar.
I vissum hlutum heims deyr annað hvort barn, skömmu
eftir fæðingu og af u.þ.b. 800 milljónum barna í vanþróuðu
ríkjunum, þjáist meira en helmingur af skorti á eggjahvítu-
efnum og öðrum mikilvægum næringarefnum.
Milljónir barna bíða þess aldrei bætur, þótt þau kunni
að lifa þjáningar sultarins af.
Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) og Barna-
hjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa unnið
mikið starf á þessu sviði og orðið nokkurs ágengt. Starf
þessara samtaka hefur m.a. verið fólgið í að fá ríki, sem
vel eru á veg komin tæknilega, efnalega og menningarlega,
að vinna að því að vekja athygli og skilning fólks á barátt-
unni gegn sulti og hvetja til þátttöku í þeirri baráttu. í
framhaldi af því getur það ekki talizt samræmanlegt stolti
og oft stórhug okkar íslendinga að láta smæð okkar sé sam-
anburð við stærri og voldugri þjóðir draga úr okkur kjark
né hefta okkur í aðgerðum við að leggja hönd á plóginn
til aðstoðar þeim, sem minna mega sín.
Við Islendingar erum þess vel megnugir að senda hóp
ungra, sérþjálfaðra manna til að taka þátt í því víðtæka og
göfuga starfi að kenna og hjálpa vanmáttugum að hjáípa
sér sjálfir. — Þó svo að sú hjálp sé vanþróuðu ríkjunum
hvað mikilvægust og undirstöðumest, gæti íslenzkur æsku-
lýður að sama skapi áorkað miklu með víðtækum söfnun-
um undir kjörorðinu „herferð gegn hungri", því að hevr
er svo innrættur að hann vilji ekki leggja hönd á plóginn
þegar um er að tefla líf eða dauða lítilla, saklausra barna,
þó af öðrum litarhætti séu og í fjarlægum löndum búi.
Hér er um að ræða verðugt verkefni hinna skipulögðu
æskulýðssamtaka í landinu, sem bundizt hafa böndum í
heildarsamtökum sínum, Æskulýðssambandi fslands.
Með því að eiga frumkvæðið á þessu sviði og með virkri
þátttöku í þeirri samhjálp, sem stöðugt færist í aukana
þjóða á milli getur íslenzk æska sýnt hvað í henni býr
og án nokkurs vafa, mikils áorkað.
R. Kj.
Hver vill ekki leggja hönd á plóginn til hjálpar þessum börnum?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24