Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 5. sept. 1964 „Við viljum fá nýtt frí, sem heitir réttafrí" - segfa bömin í 10 ára bækkjunum TALSVERT hefur verið ritað og rætt um þá ákvörðun fræðsluyfirvaldanna, að 10 ára börn skuli hefja skólanám að hausti einum mánuði fyrr en hingað til hefur tíðkazt. I*að mun mála sannast, að skoðanir foreldra og uppalenda um þetta mál eru nokkuð skiptar. Hingað til hefur þó einn aðili ekki verið spurður álits. Það eru börnin sjálf. Okkur iék hugur á að kanna viðhorf þeirra til þessa máls og lögðum því leið okkar í Langholtsskóla, þegar 10 ára börn mættu þar fyrsta sinni. Okkur var boðið að vera með börnunum í einni kennslustofunni og komumst fljótt að raun um það, að starf kennarans hlýtur að vera öfunds- vert. Þetta var glaðlegur hópur og skemmtilegur og eins og börnum er tamt, töluðu þau af einlægni og komust beint að efninu: — Eg er mjög reið, sagði Vala, ljóshærð hnáta með stuttar hárstrýtur á aftasta borði. Ég var í sveitinni og nú eru réttirnar að byrja. Þá er mest gaman. — Við ætlum 1 verkfall, sagði vinkona hennar. — Já, við ætlum að ganga með stór spjöld, sagði patt- aralegur strákur á næsta leiti. — Hvað á að standa á þeim, spurði blaðamaðurinn. Svarið kom fljótt: — Heimtum styttri skóla- göngu! — Viljum .komast í réttirn- ar! — Er það mest spennandi í sveitinni? — Já, og hestarnir, sagði Gústi litli á fyrsta borði. — Hvað voru mörg í sveit- inni í sumar? Rétt upp, hend- ur. Sautján hendur á lofti. — Einn er enn í sveitinni, sagði Gústi. Hann vill ekki koma strax. — Hann er í verkfalli, sagði félagi hans fyrir aftan. — Hvað heitir bekkurinn ykkar, krakkar? — Fjórði bekkur GK. — Af hverjuGK? — Af því að kennarinn okk ar heitir Guðfinna Kristjáns- dóttir. — Eruð þið ekki alltaf stillt hnáta á fyrsta borði ósköp feimnislega. — Hafið þið stækkað mikið í sumar? — Já, heilmikið, sagði lítill strákur í miðjum bekk. Þessi þarna hefur þyngzt um 6 kíló í Ameríku, sagði hann og benti á félaga sinn á næsta borði. Bætti svo við: En hann hefur ekkert stækkað. Við snúum okkur að þeim víðreista. — Var gaman í Ameríku? — Já, voða gaman. — Hvar varstu? — í Kaliforníu. — Var ekki heitt þar. Félagi hans greip frammí fyrir honum: — Hann er ennþá sveittur, Fallegt bros — falleg stúlka. — Ætla fleiri að ganga menntaveginn en hann Gústi? — Ég ætla í kvennaskóla, í „Okkur var boðið að vera með börnunum í einni kennslustofunni og komumst fljótt að raun um það, að starf kennarans hlýtur að vera öfndsvert — — Jú, eiginlega alltaf. — Hvað finnst ykkur mest gaman að læra? — Leikfimi, sögðu nokkrir strákar í kór. — Reikning, sagði lítil Ameríkufarinn litli hans bar á góma. varð ósköp feiminn, þegar ferðalagið — Hann er brúnari en svert ingi, sagði Gústi. Hugsaði sig svo um og bætti við: Eða eru svertingjarnir svartir? — Nei, þeir eru gráir, sagði vinur hans fyrir aftan. — Hvað ætlið þið að verða, þegar þið eruð orðin stór? — Ég ætla að verða bóndi, sagði Gústi. — Hann ætlar að mjólka hrossin, gall í vini hans. — Og ég ætla að verða bóndakona, flýtti Vala litla með flétturnar sér að segja. Gústi hafði ekki lokið máli sínu: — Ég ætla í Verzlunarskól- ann, sagði hann. Svo ætla ég að verða stúdent, svo ætla ég í háskólann og svo 1 bænda- skóla. — Ég líka alveg eins, sagði Vala. — Hvar varst þú í sveit, Ágúst? — Höskuldsstöðum í Eyja- firði. — Vill enginn ykkar stúlkn- anna verða flugfreyja, spurði blaðamaðurinn. — Nohoj, heyrðist einhvers staðar. — Ég mundi verða það, ef ég væri stelpa, sagði Gústi. Þá flissuðu stelpurnar. strákarnir skellihlógu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) fyrstu röð. Nú hlógu allir dátt. — Haldiði, stúlkur, að það verði ekki gaman að hafa svona myndarlegan pilt með ykkur í bekk? Ekkert svar. Stúlkurnar, sem næstar sátu blaðamannin- um, litu feimnislega undan. — Þessi stelpa er alltaf að lemja hann, heyrðist í ein- hverjum. Hann er líka alltaf að a-tla stríða henni, heyrðist í 'ein- p hverri. = — Krakkar ,hve skemmtilegastur í bekknum? Þau litu öll í kringum sig og ráðguðúst um málið. Loks sagði Gústi: — Hói, hugsa ég. — Nei, Þorvarður, sagði Hói. — Nei, það er hann Hói, Þorvarður. — Eigið þið öll heima í ná- grenninu? Einróma já. — Hvað koma margir á hjóli? Átta hendur á lofti. — Hann líka, sagði Siggi og benti á Gústa. Hann á heima í næsta húsi. — Já, það er komið grind- verk, maður, sagði Gústi. — Erúð þið dugleg að læra heima? Það kom í ljós, að meðal vinnutími heima í þágu skól- ans var hálftími. — Það er bara verst að við eigum að vera í skólanum á daginn, sagði Siggi. — Viltu segja í blaðinu, að við viljum heldur vera á morgnana. — Af hverju? — Það er miklu betra læra á daginn. — Viltu svo lika skrifa með stórum stöfum á forsíðuna: VIÐ VILJUM FÁ NÝTT FRÍ, SEM HEITIR RÉTTAFRÍ! a. ind. að i — Eg verða bóndakona, sagði Vala litla. 7f.1nnMin111nnn.11mn11m.il......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.