Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 252. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 síður
trpiilli
61. árp;angur
252  tbl. — Laugardagur 7. nóvember 1964
Prentsmið;t£ Morgunblaðsins
Brezka þingið var sett sl. þriðjudag, og var mynd þessi tekin við það tækifæri. Sést Elisabet II,
Bretadrottning, flytja hásætisræðu sína.
Kínverjar og Rússar friðmælast
Brezhnev  hvetur  til  einingar
kommúnistaflokkanna. Peking-
stjórnin  segir  ágreininginn
stundarfyrirbrigði
Moskvu, Tokíó og París,
6. nóv. (AP-NTB)
LEIÐTOGAR frá öllum
kommúnistaríkjunum nema
Albaníu eru nú komnir til
Moskvu til að taka þátt í há-
tíðahöldum þar á morgun í
tilefni 47 ára afmselis rúss-
liesku byltingarinnar.
í dag var byltingarinnar
minnzt í Þinghöllinni í
Kreml, sem tekur 6.000 manns
í sæti, og var hvert sæti skip-
sð. Þar flutti Leonid Brezh-
nev, aðalritari rússneska
flokksins, fyrstu meiriháttar
ræðu sína eftir að hann tók
við embætti af Nikita Krús-
jeff, og sagði að það væri
heilög skylda flokksins og
ríkisstjórnarinnar að efla ein-
ingu alþjóða-kommúnismans.
Var Brezhnev hylltur með
langvarandi lófataki eftir
þessi orð hans.
Kínverjar tóku í sama
etreng í dag. Birtist grein í
málgagni Pekingstjórnarinn-
ar, „Dagblaði þjóðarinnar",
þar sem segir að brottvikning
Krúsjeffs hafi verið þarfa-
verk, og að skoðanaágreining-
ur  Kínverja  og  Rússa  væri
aðeins stundarfyrirbrigði.
Chou En-Iai, forsætisráð-
herra Kína, er formaður kín-
versku sendinefndarinnar í
Moskvu. Fór hann í dag til
grafhýsis Lenins og lagði
blómsveig að líkpallinum. —
Eftir það gekk ráðherrann
aftur fyrir grafhýsið að gröf
Stalíns víð Kreml-múrana. —
Var fréttamönnum meinað að
fylgjast með ferðum hans,
svo ekki er vitað hvort hann
lagði einnig blómsveig á gröf-
í ræðu sinni sagði Leonid
Brezhnev að Sovétríkin héldu
fast við stefnu sína um friðsam-
lega sambúð í heiminum. En aðal
áherzluna lagði hann á samstarf-
ið milli kommúnistaríkjanna. —
Sagði hann að Sovétstjórnin og
miðstjórn flokksins litu á það
sem heilaga skyldu að efla þetta
samstarf. Lýsti Brezhnev því
jafnframt yfir að mismunandi til
brigði kommúnismans ættu ekki
að vera nein hindrun fyrir sam-
starfi flokkanna. Hann tók undir
áskorun Krúsjeffs-stjórnarinnar
um að boðað verði til alþjóðaráð-
stefnu kommúnista til að ræða
ágreiningsmálin, og lagði áherzlu
á frelsi og jafnrétti flokkanna. I
Moskvu er litið svo á þessa yfir-
lýsingu Brezhnevs að hún muni
auðvelda Kínverjum að ganga til
móts við stefnu Sovétríkjanna.
Að öðru leyti vék Brezhnev ekki
að  deilu  Kínverja  og  Rússa  í
Geimskotið mistókst
Kennedyhöfða, Florida, 6. nóv.
(AP-!NTB)
TILRAUN bandariskra vísinda-
manna til að senda geimfarið
Mariner 3 til Mars hefur mis-
tekizt. Vonast vísindamennirnir
til að geta gert næstu tilraun til
rannsókna á plánetunni Mars
innan tveggja vikna.
Ekki er unnt að segja nákvæm-
lega hvenær næsta tilraun verð-
ur gerð, og fei það eftir því
hvað rannsóknir sýna að hafi
verið orsök þess að tilraunin með
Mariner 3 mistókst. En margt
bendir til þess að geimfarið hafi
ekki losað sig við hlíf úr trefja-
gleri, sem átti að verja það gegn
þrýstingi á leiðinni út úr gufu-
hvolfinu.
Mariner 3 átti að fara um
565 milljón kílómetra leið á
átta og hálfum mánuði, og taka
myndir af Mars úr tæplega 14
þúsund km. fjarlægð. . Afstaða
Mars til jarðar er mjög heppi-
-fcg um þessar mundir, oe verður
það til næstu mánaðamóta. Ef
ekki tekst að skjóta Mariner 4
ioft fyrir þann tíma, verður að
tíða með tilraunina í tvö ár.
ræðu sinni, og ekki nefndi hann
Krúsjeff á nafn.
Brezhnev vék nokkrum orðum
að sambúðinni yið Bandaríkin og
fagnaði ósigri Barry Goldwaters
í forsetakosningunum þar í
landi. Lýsti hann því yfir að
Sovétríkin hefðu fullan hug á
auknu samstarfi við Bandaríkin
á því að treysta friðinn í heim-
inum. Vöktu þessi orð mikinn
Framh. á bls. 3
M__
Nýtt
fúkalyf
Merkasta upp-
götvun siðan
penisillin  kom
til  sögunnar
BREZKIR vísindamenn hafa
fundið upp nýtt fúkalyf, og
er talið að hér sé um að ræða
merkustu uppgötvun á sviffi
lyfja.fræðinnar frá því penisil-1
línið kom til sögunnar.      I
í»essu nýja lyfi hefur verið
gefið nafnið „ceporin". Það
hefur sömu verkanir og
penisillín, verkar jafnvel
fljótar, er ódýrara í fram-
leiðslu, og lyfið má nota með
góðum árangri til lækninga á
sjúklingum, sem hafa ofnæmi
fyrir penisillíni, að þvi er
vísindamenn sögðu á fundi
með fréttamönnum í London
í dag.
Rannsóknir  á  þessu  nýja'
lyfi  hafa  tekið  átta  ár,  og,
hafa þær kostað um 1.5 millj-
ónir punda (um 180 millj. kr.)
Sagði dr. F. J. Wilkins,- for-1
stöðumaður  Glaxo  rannsókn-
arstöðvarinnar.  að  lyfið  hafi
verið reynt á 200 sjúklingum
með ótrúlega góðum árangri.
Sagði hann meðal annars frá'
einu  tilfelli  þar  sem  sjúkl-
kingurinn þjáðist af heilabólgu
kog öll önnur lyf höfðu reynzt
íárangurslaus.  Var  sjúklingn-
;um  þá  gefið  Ceporin,  sem,
Keiddi til undrunarverðs bata
leftir  aðeins  .tvo  sólarhringa.
[Lagði  dr.  Wilkins  áherzlu á'
?að  ekki hafi  orðið  vart  víðl
Ineina  eftirkvilla  vegna  not-
jkunar lyfsins nýja.
n
Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, fylgdist með talningu
atkvæða eftir forsetakosningarnar sl. þriðjudag í hóteli einu í
Austin. Texas. Var mynd þessi tekin er forsetahjónin komu til
Attstin frá búgarði sinum að kvöldi kosningadagsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28