Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 1
61. ár^angur 28 s’íður Brezka þingið var sett sl. þriðjudag, og var mynd þessi tekin við það tækifæri. Sést Elisabet II., Bretadrottning, flytja hásætisræðu sína. Kínverjar og Rússar friömælast Nýtt | fúkalyf j Merkasta upp- ) götvun siðan penisillin kom til sögunnar BREZKIR vísinda.menn hafa fundið upp nýtt fúkalyf, og er talið að hér sé um að ræða merkustu uppgötvun á sviði lyfj&fræðinnar frá því penisil- línið kom til sögunnar. Þessu nýja lyfi hefur verið gefið nafnið „ceporin". Það hefur sömu verkanir og penisillín, verkar jafnvel fljótar, er ódýrara í fram- leiðslu, og lyfið má nota með góðum árangri til lækninga á sjúklingum, sem hafa ofnæmi' 'fyrir penisillíni, að því er vísindamenn sögðu á fundi með fréttamönnum í London í dag. Rannsóknir á þessu nýja' lyfi hafa tekið átta ár, og, Uli. Brezhnev hvetur til einingar liommijnistafiokkanna. Peking- stjórnin segir ágreininginn stundarfyrirbrigði Moskvu, Tokíó og París, 6. nóv. (AP-NTB) LEIÐTOGAR frá öllum kommúnistaríkjunum nema Aibaníu eru nú komnir til Moskvu til að taka þátt í há- tiðahöldum þar á morgun í tilefni 47 ára afmælis rúss- nesku byltingarinnar. í dag var byltingarinnar minnzt í Þinghöllinni í Kreml, sem tekur 6.000 manns í sæti, og var hvert sæti skip- »ð. Þar flutti Leonid Brezh- nev, aðalritari rússneska flokksins, fyrstu meiriháttar ræðu sína eftir að hann tók við embætti af Nikita Krús- jeff, og sagði að það væri heilög skylda flokksins og ríkisstjórnarinnar að efla ein- ingu alþjóða-kommúnismans. Var Brezhnev hylltur með langvarandi lófataki eftir þessi orð hans. Kínverjar tóku í sama etreng í dag. Birtist grein í málgagni Pekingst jórnarinn- •r, „Dagblaði þjóðarinnar“, þar sem segir að brottvikning Krúsjeffs hafi verið þarfa- verk, og að skoðanaágreining- ur Kínverja og Rússa væri aðeins stundarfyrirbrigði. Chou En-lai, forsætisráð- herra Kína, er formaður kín- versku sendinefndarinnar í Moskvu. Fór hann í dag til grafhýsis Lenins og Iagði blómsveig að líkpallinum. — Eftir það gekk ráðherrann aftur fyrir grafhýsið að gröf Stalíns við Kreml-múrana. — Var fréttamönnum meinað að fylgjast með ferðum hans, svo ekki er vitað hvort hann lagði einnig blómsveig á gröf- ina. — í ræðu sinni sagði Leonid Brezhnev að Sovétríkin héldu fast við stefnu sína um friðsam- lega sambúð í heiminum. En aðal áherzluna lagði hann á samstarf- ið milli kommúnistaríkjanna. — Sagði hann að Sovétstjórnin og miðstjórn flokksins litu á það sem heilaga skyldu að efla þetta samstarf. Lýsti Brezhnev því jafnframt yfir að mismunandi til brigði kommúnismans ættu ekki að vera nein hindrun fyrir sam- starfi flokkanna. Hann tók undir áskorun Krúsjeffs-stjórnarinnar um að boðað verði til alþjóðaráð- stefnu kommúnista til að ræða ágreiningsmálin, og lagði áherzlu á frelsi og jafnrétti flokkanna. I Moskvu er litið svo á þessa yfir- lýsingu Brezhnevs að hún muni auðvelda Kínverjum að ganga til móts við stefnu Sovétríkjanna. Að öðru leyti vék Brezhnev ekki i að deilu Kínverja og Rússa í Geimskotið mistókst Kennedyhöfða, Florida, 6. nóv. (AP-INTB) TILRAUN bandarískra vísinda- manna til að senda gcimfariö Mariner 3 til Mars hefur mis- tekizt. Vonast vísindamennirnir til að geta gert næstu tilraun til rannsókna á plánetunni Mars innan tvegigja vikna. Ekki er unnt að segja nákvæm- lega hvenær næsta tilraun verð- ur gerð, og fei það eftir því hvað rannsóknir sýna að hafi verið orsök þess að tilraunin með Mariner 3 mistókst. En margt bendir tii þess að geimfarið hafi ekki losað sig við hlif úr trefja- gleri, sem átti að verja það gegn þrýstingi á leiðinni út úr gufu- hvolfinu. Mariner 3 átti að fara um 565 milljón kílómetra leið á átta og hálfum mánuði, og taka myndir af Mars úr tæplega 14 þúsund km. fjarlægð. . Afstaða Mars til jarðar er mjög heppi- itg um þeSsar mundir, og verður það til næstu mánaðamóta. Ef ekki tekst að skjóta Mariner 4 loft fyrir þann tíma, verður að tiða með tilraunina í tvö ár. ræðu sinni, og ekki nefndi hann Krúsjeff á nafn. Brezhnev vék nokkrum orðum að sambúðinni yið Bandaríkin og fagnaði ósigri Barry Goldwaters í forsetakosningunum þar í landi. Lýsti hann því yfir að Sovétríkin hefðu fullan hug á auknu samstarfi við Bandaríkin á því að treysta friðinn í heim- inum. Vöktu þessi orð mikinn Framh. á bls. 3 (hafa þær kostað um 1.5 millj jónir punda (um 180 millj. kr.) . Sagði dr. F. J. Wilkins, for- Jstöðumaður Glaxo rannsókn- Jarstöðvarinnar. að lyfið hafi. verið reynt á 200 sjúklingum ímeð ótrúlega góðum árangri. 'Sagði hann meðal annars frái leinu tilfelli þar sem sjúkl- |ingurinn þjáðist af heilabólgu koig öll önnur lyf höfðu reynzt í árangurslaus. Var sjúklingn- 'um þá gefið Ceporin, sem )leiddi til undrunarverðs bata ieftir aðeins _tvo sólarhringa. [Lagði dr. Wilkins áherzlu á Jað ekki hafi orðið vart við Jneina eftirkvilla vegna not- )kunar lyfsins nýja. Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, fylgdist með talningu atkvæða eftir forsetakosningarnar sl. þriðjudag í hóteli einu í Austin, Texas. Var mynd þessi tekin er forsetahjónin komu til Austin frá búgarði sinum að kvöldi kosningadagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.