Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUHV AÐID 1 Laugardagur 7. nóv. 1964 Hjálpið blindum! MERKJASALA á íslandi er nú orðin því sem næst fastur liður á flestum sunnudögum ársins, hversdagslegur vani. Því hættir ýmsum til að gefa lítinn gaum að því málefni, sem að baki stendur hverju sinni. Þessvegna vil ég vekja athygli ykkar les enda á merkjasölu þeirri, sem fram fer á morgun, en það er merkjasala Blindrafélagsins. Blindrafélagið, sem er tuttugu og fimm ára um þessar mundir, er eigin félagsskapur blindra á Islandi. Eitt af mörgum góðum mark- miðum þess, er að vinna að því að gera blindu fólki fært, að framfæra sjálfu sér af eigin rammleik. Félagið beitir sér fyr ir, að byggja íbúðir fyrir blinda, veita þeim aðstöðu til vinnu, og gera þeim kleift að starfa og verða sjálfbjarga um sem flest. Ók undir vörubílspall Það er líka einlægur vilji þessa fólks, að geta bjargað sér sjálft. Er það ekki skylda okkar að hjálpa til að það nái settu marki. Hversu oft heyrum við ekki heilbrigt fólk kvarta undan erf iðleikum lífsins, — hvað þá um þann, sem sjónina hefur misst, eru honum ekki allar bjargir bannaðar, er nokkuð að gera fyr ir hann annað en gefast upp fyr ir ofurþunga örlaga sinna? Senni lega, væri hann einn og óstudi ur. En sem betur fer er því ekki svo varið á okkar landi. Blindra félagið er hans bakhjarl, þjóðfé lagið og við einstaklingar þess. Það er vissulega stór og dýrmæt- ur þáttur í eðli fslendinga, vilj- inn til að aðstoða þá, sem aðstoð ar þarfnast og miður mega sín í lífsbaráttunni. Því efa ég ekki að það munu margir verða til, að rétta blind um hjálparhönd á morgun, með því að kaupa merki félags þeirra, Blindrafélagsins, þegar þau verða boðin ykkur. K. J. Hin nýgerða höfn á Rifi. Svftrtu strikin sýna það s em fullgert er, svo sem hafnargarðana tvo, eiti fiskvinnsluhús og bil í bryggjuna. Rftndóttu striki n sýna fyrirhugaðar byggingar, og er byrjað þar á einni fiskvinnslustftð, og slitnu strikin sýna síðari s tækkunarmftguleika. SKÖMMU eftir hádegið í gær ók kona litlum bil upp Fellsmúla. Efst í brekkunni nam vörubifreið sem var skammt undan, skyndi- lega staðar. Varð konan of sein að hemla og lenti undir palli vörubílsins. Sslasaðist hún lítil- lega og bifreiðin stórskemmdist. Olympiu- mótið í ANNARRI umferð tefldu íslend ingar við Ekvadormenn og töp- uðu með 3-1. Önnur úrslit í riðl- inum voru þessi: Urugay 2 — Monaco 2. Argentína 1% — A-Þýzkal. Vt + 2 bið. Kanada átti frí. Helztu úrslit í öðrum riðlum voru: Búlgaría 3% — Perú Vt V-Þýzkal. 2 — Danmörk 2 Spánn 3Vz — Chile Vz Svíþjóð 312 — Skotland V2 Ungverjal. 4 — Frakkl. 0 USA 4 — Tyrkland 0 Rúmenía 2Vk — Tékkósló- vakía IV2 í næstu þremur umferðum eiga íslendingar að tefla við Austur- Þýzkaland, Kanada og Argentínu. Eftir hið stóra tap gegn Ekvador er varla hægt að búast við því að íslendingar komist í riðil með 3. og 4. landi í hverjum riðli. Sigurstranglegastir í hverjum riðli verður að telja, í 1. riðli: Sovétríkin og Spán. í 2. riðli: Júgóslavíu, Holland og Austur- ríki. í 3. riðli: Ungverjaland, ísrael og Svíþjóð, þó að Svíar hafi tapað fyrir Frakklandi. í 4. riðli: Pólland, USA. í 5. riðli: Rúmeníu og Tékkóslóvakíu. í 6. riðli: Argentínu, A-Þýzkaland og Kanada. í 7. riðli: Búlgaríu, V-Þýzkaland og Danmörku. Ný Rifshöfn bíður tilbúin eftir 20 bátum í vetur 200 bátar rúmast í framtíðinni innan garðanna RIFSHÖFN á Snæfellsnesi er nú svo langt komin að í vetur verð- ur þar orðin aðstaða fyrir 20 báta í höfninni og hægt að geyma fleiri, en verulegur skrið- ur komst á framkvæmdir við hftfnina á sl. ári er rikisstjórnin ákvað að verja verulegum hluta af brezka framkvæmdaláninu til hennar. Hafa verið gerðir tveir hafnargarðar, annar um 500 m langur og hinn 450 m og hafnar- bryggjubil, en innan garðanna er rúm fyrir 200 báta og má grafa þar eftir því sem fjármagn og þörf er fyrir og yrði það því hugsanlega í framtíðinni stærsta bátahöfn á landinu. Er varið á þessu ári 30 millj. kr. til fram- kvæmdanna. Nú á næstu vikum verða grafn ir 10—20 þús. teningsm. úr höfn- inni og verður þá 1000—1500 tonna skipum fært inn í hana, en síðar meir á hún að verða fær öllum skipum sem íslendingar eiga nú í 7—8 vindstigum. Getur höfnin því í vetur tekið 20 bóta, miðað við að þriðji hver hafi rúm við hafnargarð og fleiri til geymslu. Verður dýpi við við- legukant ekki undir 3 m, víða 4—5 metrar og hafnargarðarnir lokaðir að mestu fyrir sandi og öldu, þannig að bátar og skip ættu að vera óhult í höfninni. Siglingarrásin verður það djúp LÆGÐIN suður af landinu var að naga sig norður á bóginn í gær og veitti röku og hlý- andi lofti yfir landið, enda var dimmt í lofti oæ allmikil rigning vestan lands og snjó- koma fyrir norðan upp úr há- degi. Kl. 14 var 3 stiga forst á Akureyri og snjór, 7 stiga hiti í Reykjavík og regn, en 9 stiig á Hellissandi. að öruggt 3 m dýpi fáist þar mið- að við mestu fjörur. Þarna hafa hingað til verið gerðir út 6 bátar við erfiða aðstöðu, en nú mun þessi ágæta höfn í haust bíða eftir bátum og vinnslustöðvum í landi. Aðalsteinn Júlíusson, hafnar- og vitamálastjóri og Pétur Péturs son, formaður hafnarnefndar, skýrðu blaðamönnum frá þessu í gær. Sögðu þeir gert væri ráð fyrir að frágangi hafnarinnar verði lokið á næsta ári, svo sem að ganga frá endum beggja hafn- argarðanna, en síðan væri dýpkun hafnarinnar og bygging bátakvía framtíðarverkefni, eftlr því sem á þyrfti að halda og fjárhagur leyfði. Lög um byggingu landshafnar á Rifi á Snæfellsnesi voru sam- þykkt á Alþingi árið 1951 og ríkisstjórninni þá heimilað að afla lánsfjár til byggingar hafn- arinnar. Var það einkum gert af þeim ástæðum að byggð var að leggjast niður á Hellissandi vegna atvinnuörðugleika, aukið öryggi þótti að því fyrir sjófar- endur að hafa þarna örugga höfn og hin góðu fiskimið út af Snæ- fellsnesi voru talin nýtast mun betur frá Rifshöfn en frá öðrum höfnum. En frá Rifi hafa fiski- veiðar verið stundaðar öldum saman og af mörgum talin þarhin bezta hafnaraðstaða á utanverðu Snæfellsnesi. Var höfn orðin nothæf fyrir fiskibáta 1955, en þar eð ekki tókst að vinna nema fyrsta áfanga verksins, var við stöðuga erfiðleika að etja sökum sandburðar og lítils fjármagns. Komst loks verulegur skriður á málið á sl. ári, sem fyrr er sagt. Áætlanir og framkvæmdarann- sóknir á gerð hafnar á Rifi höfðu áður verið gerðar. Rannsóknir voru gerðar á rannsóknarstofum Tækniháskólans danska, undir leiðsögn prófessors H. Lundgren, en rannsóknir og áætlanir hér heima gerðu verkfræðingar Vita- málaskrifstofunnar, þeir Guð- mundur Gunnarsson og Jóhann Már Jónasson. Stjórn Rifshafnar- nefndar skipa nú auk Péturs Péturssonar, sem er formaður, alþingismennirnir Sigurður Ágústsson, og Halldór E. Sigurðs son, Gísli Jónsson, fyrrv. alþingis maður og Skúli Alexandersson, oddviti. Vitamálastjórnin hefur annazt allar byggingarfram- kvæmdir, að öðru en þvi, að dæling hefur verið framkvæmd af Björgun hf með skipi þeirra Sandey, en yfirverkstjóri er Berg sveinn Breiðfjörð. Vantar báta og athafnamenn í fiskiðnaði Á Hellissandi er nokkur að- staða til vinnslu fiskafurða en sd aðstaða er þó engan veginn nógu góð, til þess að geta tekið við þessum bátafjölda, hvað þá þeg- ar höfnin hefur verið stækkuð enn meira, en það er tiltölulega auðvelt vevk, að því er vitamála- stjóri og formaður hafnarnefnd- ar upplýstu. Sögðu þeir að leggja þyrfti áherzlu á það nú að fá vinnslutæki til staðarins, bæði báta og stöðvar í landi. Svæði hafnarinnar er mjög stórt og gott, en gert er ráð fyrir að fisk- vinnslustöðvar séu byggðar frammi á sjálfri hafnarbryggj- unni, svo sem meðfylgjandi mynd sýnir. Verður því hægt að taka fiskinn beint inn i fisk- vinnslustöðina öðrum megin, en afskipun færi fram hinum meg- in. Óskar stjórn hafnarinnar eftir því að athafnamenn á sviði fisk- iðnaðar kynni sér aðstöðuna á Rifi og kveðst fúslega mundi veita alla þá aðstoð, sem í henn- ar valdi stendur þeim, sem vilji byggja fiskiðjuver þar. Fjölskyldufargjöld Fl FLUGFÉLAG íslands hefir ákveðið að taka upp sérstök fjöl- skyldufargjöld á flugleiðum fé- lagsins innanlands, er gildi frá og með 1. nóvember. Fjölskyldufargjöldin, eru þann ig, að forsvarsmaðUr fjölskyldu í ferðinni (eiginmáður eða eigin kona) greiðir fullt gjald, en aðr- ir fjölskyldumeðlimir aðeins hálft gjald. Fjölskylda telst í þessu tilfelli foreldrar með börn sín að 21 árs aldri. Skilyrði fyrir fjölskyldufar- gjaldi er, að keyptir séu tvímiðar og notaðir báðar leiðir og að fjölskyldan hefji ferðina saman. ferð er hafin, en hamli veikindi ferð til baka, framlengist gildisi tíminn. Einnig ef ferð sem við- komandi hefir ætlað með til baka er fullbókuð, þá framlengist gild istími farmiðanna til næstu á- ætlunanferöar. Fjöilsky.ldufargjöldin gilda i öll.um flugleiðum Fluigfélags ís- ands innanlands. Sem dæmi um hve miklu af- slátturinn nemur má taka fjög- urra manna fjölskyldu sem ferð- ast frá Akureyri til Reykjavíkur og aftur til baka. Samkvæmt hinum nýju fjölskyldufargjöld- um kostar ferðin aðeins kr. 3.39S Miðarnir gilda í 14 daga frá því 1 í stað kr. 5.432. — áður. Nýtt sýningarhúsnæði, Gallery 16 LAUGARDAGINN 31. október var opnað nýtt húnæði fyrir mál- verkasýningar á Klapparstíg 16 og hlaut það nafnið Gallery 16. Eru þar nú sýnd 34 málverk eftir 21 málara. Það eru tveir ungir menn, Kristján Guðmundsson og Ey- steinn Jónsson, sem eiga upp- tökin að þessu oig reka þeir jafn- farmt innrömmunarverkstæði í sama húnæði. Hafa þeir stillt upp málverkum í þremur her- bergjum en nota hið fjórða undir verkstæði sitt. Segjast þeir hafa 50-60 málverk undir höndum en aðeins eru 34 til stendur. Mun skipta oft um myndir á veggjun- um. ÖU málverk, sem eru þarna til sýnis eru tii sölu. Einnig mun syms sem ætlunin vera að ætlunin vera að halda þarna einkasýningar. Síðan Gallery 16 var opnað hefur talsverður reytingur af fólki komið og skoðað þau mál- verk, sem þarna eru til sýnis. Gallery 16 verður opið frá 9-18 alia daga nema mánudaga, íimmtudaga og sunnudaga, en þá verður opið til kl. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.