Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 252. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORCU NELADfD
Laugardagur 7. nóv. 1964
Til hverra hluta er þessu íé I
varið?
Langstærsti útgjaldaliðurinn er
til félagsmála, þ.e. aimanna-
trygginga, eftirlauna o.fl., 824
millj. eða fjórðungur allra rík-
isútgjaldanna.
Annar stærsti útgjaldaliðurinn
er frasðslumáiin, röskar 520
miJlj.
Þá kemur ýmiss konar stuðn-
ingur við atvinnuvegina sam-
kvæmt 16. gr., um 440 millj.,
þar af 180 millj. vegna landbún-
aðar, 140 millj. vegna sjávarút-
vegs, 90 millj. til rafvæðingar
landsins.
Þá eru niðurgreiðslur á vöru-
verði innanlands 336 millj. kr.
Þær vörur, sem nú eru niður-
greiddar, eru kindakjöt, mjólk,
smjör, smjörlíki, ýsa, þorskur,
saltíiskur.
Til uppbóta á útfluttar land-
búnaðarvörur  188 millj.
Til dómgæzlu og lögreglu-
stjórnar um 187 millj., þar af
kostar landhelgisgæzlan 65 millj.
Til heilbrigðismála um 175
millj.
Samgöngumál o. fl. samkvæmt
13. gr., þ.e. vegamál, samgöngur
á sjó, hafnargerðir, flugmál, veð-
urþjónusta, um 186 millj. auk
benzínskatts og annarra tekju-
stofna Vegasjóðs.
Þessir eru stærstu útgjaldalið-
ir fjárlagafrumvarpsins.
Nú skal greint nokkru nánar
frá helztu hækkunum frá síð-
ustu fjárlögum.
Kostnaður við dómgæzlu- og
lögreglustjórn hækkar um 30
millj. Það stafar einkum af kostn
aði við landhelgisgæzlu, sem
hækkar um 17 millj. og við lög-
gæzlu, en samkvæmt lögum frá
síðasta ári' tekur ríkissjóður að
sér stærri hluta þess kostnaðar
en áður og léttir þannig útgjöld-
um af sveitarfélögunum.
Heilbrigðismál
Framlög á 12. gr. til heilbrigð-
ismála hækka um 37 millj. en
auk þess hækka framlög til 20.
gr. til byggingar sjúkrahúsa og
til stækkunar Hjúkrunarskólans
um tæpar 34 millj. Rekstrarhalli
rikisspitalanna hækkar um 18
mJJlj., einkum vegna aukins
sjúkrarýmis.
Á naesta ári vtrða teknar í notk
un þrjár nýjar sjúkradeildir í
viðbótarbyggingu Landsspítalans
og starfsemi eldri deilda eykst
nokkuð af þeim sökum.
Hinar nýju deildir eru barna-
deiM með 30 rúmum, sem vænt-
anlega tekur til starfa um næstu
áramót, lyflæknisdeild með 25
TÍawum, sem á að taka til starfa
1. marz, og taugasjúkdómadeild
með 25 rúmum 1. apríl. Vegna
þessara breytinga á starfsemi
spítaians þarf að fjölga starfsliði
uhi 80 manns.
Þá er gert ráð fyrir, að 1. júní
taki til starfa ný deild við Fá-
vitahæUð í Kópavogi og verður
starfsliði hælisins fjölgað um 6
manns.
Fjögurra millj. kr. hækkun
verður á liðnum rekstrarstyrkur
til sjúkrahúsa vegna breytinga á
sjákrahúsalögum, sem gerð var á
síðasta þingi. Ber framvegis að
greiða styrkinn til héraðssjúkra-
húsanna hálfs árs lega eftir á, í
stað árlega áður og gjaldfellur
því eins og hálfs árs rekstrar-
styrkur á næsta ári. Vegna
breytinga á sjúkrahúsalögunum
hækkar einnig byggingárstyrkur
til sjúkrahúsa, sjúkraskýla og
læknisbústaða héraðanna, þ.e.a.s.
anna-rra en rikissjúkrahúsa um
12.8 millj.
Til viðbyggingar Landsspítal-
ans eru veittar 16 milfj. kr., sem
er 7.7 millj. kr. hærra en fram-
lag yfirstandandi árs. Til áhalda-
kaupa í viðbyggingu Landsspít-
talaras er nýr liður að upphæð
4,5 millj.
Þá er gerð tillaga um framlag
til sérstakrar byggingar, sem
verður eldhús fyrir sjúklinga og
starfsfólk þeirra stofnana, sem
nú eru starfræktar eða eru í
byggingu á spítalalóðinni auk
annarra deilda, sem fyrirhugað
er  að  reisa  síðar.  Þegar  nýja
eldhúsið verður fullgert, verður
núverandi eldhús lagt niður og
húsrýmið notað af Röntgendeild
Landsspítalans.
Gerð er tillaga um nýtt 4
millj. kr. framlag til byggingar
þvottahúss fyrir ríkisspítalana
hér í borginni og fyrir borgar-
sjúkrahúsið. Þvottahúsið verður
sameign ríkisins og Reykjavík-
urborgar og er í dag áætlað, að
það muni kosta um 15 millj. kr.
fullgert.
Framlag til endurbóta á heilsu
hælinu í Kristsnesi hækkar um
600 þús. kr.
Til stækkunar Hjúkrunar-
skólans er áætlað að verja á
næsta ári 7 millj. kr. og er það
nýtt framlag.
Erfiðleikar hafa verið á rekstri
sjúkrahúsa og heilsuhæla lands-
manna undanfarið vegna skorts
á lærðum hjúkrunarkonum og
viðbúið, að þeir erfiðleikar fari
vaxandi, þegar ný sjúkrarými
verða tekin í notkun á næst-
unni.
Núverandi húsakynni Hjúkr-
unarskólans sníða honum svo
þröngan stakk, að synja hefur
orðið mörgum umsækjendum um
skólavist. Það er bráðnauðsyn-
legt að .auka húsnæði Hjúkrun-
arskólans hið fyrsta.
Kostnaður við kennslumál
samkv. 14. gr. hækkar um 53
millj. kr. Kemur þar einkum til
árleg kennarafjölgun, hækkaður
rekstrarkostnaður vegna nem-
endafjölgunar, aukin framlög til
skólabygginga, stofnun tækni-
skóla o.fl.
Gjöld vegna starsfemi háskól-
ans hækka um 2.3 millj. Gert er
ráð fyrir stofnun prófessorsem-
bættis í læknadeild í lífeðlisfræði.
Til tannlækningastofu hækkar
úr 500 þús. í 750 þús., en síðan
fjárlagafrv. var samið, hefur að-
sókn reynzt svo mikil að tann-
læknadeildinni, að nauðsynlegt
verður að hækka þetta framlag
enn meira í meðförum Alþingis.
Fé til bókakaupa fyrir háskólann
kom áður frá Sáttmálasjóði, en
hin síðustu ár hefur afkoma hans
ekki leyft þau framlög. Eru því
veittar nú í samræmi við óskir
háskólarektors 400 þús. kr. í fjár-
lögum til bókakaupa.
Vegna skorts á kennslubókum
við sumar háskóladeildir eru nú
veittar 250 þús. til útgáfu
kennslubóka.
Til norðurljósarannsókna er
nýr liður að upphæð 200 þús.
kr. íslenzkir vísindamenn hafa
um skeið rannsakað norðurljós
og skyld fyrirbæri að nokkru í
samvinnu við erlenda starfs-
bræður. Vísindasjóður hefur veitt
250 þús. kr, styrk á þessu ári
til rannsóknanna og mun vænt-
anlega einnig veita fjárhagsleg-
an stuðning á næsta ári. Þar sem
lega íslands er sérstaklega heppi-
leg með tilliti til þessara rann-
sókna og mikilsvert er, að ís-
lendingar taki þátt í þeim, er
gerð tillaga um þetta framlag.
Styrkur til félagsstarfsemi
stúdenta er hækkaður um 40
þús. og til byggingar hins vænt-
anlega félag=heimilis stúdenta
er hækkað úr % millj. upp í
1 millj. kr.
Á sl. vori var hafin bygging
húss fyrir Raunvisindastofnun
Háskólans, sem ráðgert er að
taka í notkun á næsta ári. Eðlis-
fræðistofnun Háskólans mun
hafa þar aðsetur sitt, en auk
þess er gert ráð fyrir, að þar
verði til húsa efnafræðideild.
stærðfræðideild, væntanlega einn
ig jarðeðHsfræðideild og raf-
eindarreiknivél. Byggingarkostn-
aður siálfs hússins er áætlaður
nú 13.3 milli. kr. Er þá ekki
talinn kostnaður við að b"n hús-
ið húsgögnum, tækium o.fl., sem
til re^ktrar þess þarf.
Til bypfir"arinnar hefur verið
varið giöf Bandar''kif)«-tiórnar í
tilefni af 50 ára af^æli skólans.
en sú piöf nam með vöxtum um
6 rniilí. kr. á sl. vori.
í frumvarpinu er lagt til. að
veitt verði 4 millj. kr. framlag
til bvgfinparinnar.
Með tilkomu þessa húss og
tækja, sem því þurfa að fylgja,
batnar mjög hagur þeirra raun-
vísindadeilda, sem fyrir eru auk
hins, að aðstaða skapast fyrir
nýjar deildir á sviði rannsókna
og mennta, sem illt er án að
vera.
Framlög ríkisins til byggingar
barna- og gagnfræðaskóla hækka
um 17,5 millj. kr. og nema nú
samtals um 94 millj. Til skóla-
halds, þ.e. stofn- og rekstrar-
kostnaðar skóla eru á fjárlögun-
um 1965 veittur um % milljarð-
ur úr ríkissjóði. Framlög sveit-
arfélagaa í sama skyni nema
stórum fjárhæðum.
Það er afar mikilsvert, að
þetta mikla fjármagn nýtist sem
bezt, bæði að því er snertir
stofn- og rekstrarkostnað skól-
anna. Hitt er samt enn þá mikil-
vægara, að menntun sú, sem
skólarnir veita, svari þeim kröf-
um, sem breytilegar þjóðfélags-
aðstæður gera til þeirra. Það er
nauðsynlegt, að gaumgæfileg at-
hugun fari fram á því, hvernig
skólamálum okkar verði bezt
komið í það horf, að menntun
land_smanna verði í samræmi við
þarfir þjóðfélagsins á hverjum
tíma. Það á jafnt við um upp-
eldishlutverk skólanna í nútíma
þjóðfélagi sem og hagnýtt gildi
þeirrar menntunar, sem þeir
veita fyrir atvinnuvegi lands-
manna.
Breyttar þjóðfélagsaðstæður
kalla stöðugt á þróun og umbæt-
ur í skóla- og menntamálum. Á
þeim sviðum getum við hagnýtt
okkur margt af reynslu annarra
þjóða og aðhæft það okkar stað-
háttum. Við þurfum að koma á
fót skipulegum, vísindalegum
rannsóknum í skóla- og mennta-
málum — því fyrr því betra.
Með lögum frá síðasta þingi
um breytingu á tollskránni var
ríkisstjórninni heimilað að
ákveða að verja aðflutningsgjöld
um af sjónvarpstækjum og hlut-
um í þau til stofnkostnaðar sjón-
varps. Þessa heimild ákvað rík-
isstjórnin að nota frá 1. júlí 1964,
og er fé því þegar farið að safn-
ast til sjónvarpsins. Ríkisútvarp-
inu hefur verið falið að hefja
undirbúning að því að koma á
fót sjónvarpi, og er áætlun um
tekjur þess og gjöld nú tekin í
fyrsta sinn í fjárlagafrumvarp
3. gr.
Til skálda, rithöfunda og lista-
manna eru veittar 3.1 millj. kr. I
fjárlögum hefur um allmörg ár
verið ákvæði um, að af þessu fé
skuli Gunnar Gunnarsson og
Halldór Kiljan Laxness njóta
heiðurslauna, sem í ár eru 75
þús. kr. til hvors þeirra. í þessu
frv. leggur ríkisstjórnin til, að
listamennirnir Jóhannes Kjarval,
Páll ísólfsson og Tómas Guð-
mundsson skuli einnig njóta 75
þús.  kr.  heiðurslauna  hver.
16. gr. frumvarpsins fjallar um
atvinnumál.
Landbúnaðarmál hækka um 55
millj. kr. Valda þar langmestu
um stórhækkuð jarðræktarfram-
lög auk sérstakra framlaga til
landbúnaðar, en um þau var
samið, er verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarvara var ákveðin á
þessu hausti. Þá hækka og fram-
lög til sauðfjárveikivarna veru-
lega, einkum vegna fjárskipta í
Dalasýslu. í f.iárlagafrumvarpinu
er algjörlega fylgt tillögum
sauðfiársjúkdómanefndar    eða
meirihluta hennar, þar sem ekki
var full samstaða innan nefnd-
arinnar.
Framlög til þess að græða
landið eru hækkuð verulega.
sandgræðslan um rúmlega 1
miilj. og 200 þús. kr. og skóg-
rækt um 1 millj. og 800 þús., en
sú hækkun er nauðsynleg til þess
að unnt sé að framkvæma þá
áætlun að gróðursetja árlega IV2
mill.ión pl""'ia.
Fjárframlög til sjávarútveps-
mála hækka st' '*"«, ef miðað
er við fiárlög yfirst' ' "**^ ?~°
eða um 93 millj. krórra, en þá
verður að hafa í huga, að þeirri
hækkun valda að langmestu þrir
liðir, sem ákveðnir voru í lögum
nr. 1 frá 1964 um aðstoð við
=iávf""1',+vefinn o.fl.. sem sé fram-
lag til Fiskveiðasjóðs á móti út-
flutningsgjaldi af útfluttum sjáv-
arafurðum í frumvarpinu áætlað
36 millj. kr., framlag til afla-
tryggingasjóðs vegna togara 40
millj. kr. og til fiskileitar fyrir
togara 4 millj. kr. Auk þessa
hækkar framlag til aflatrygg-
ingasjóðs  um 7,5 millj.  kr.
Raforkumál hækka um 39,6
millj. vegna þess að lagt er til,
að halli Rafnmagnsveitna ríkis-
ins verði nú greiddur úr ríkis-
sjóði.
Útgjöld til félagsmála hækka
um 76 millj. Ber þá að athuga,
að 27 millj. kr. hækkun á greiðsl-
um ríkissjóðs til almannatrygg-
inga var ákveðin á þessu ári með
janúarlögunum. Annars stafar
hækkunin einkum af hækkun
sjúkratrygginga og á ríkisfram-
færslu sjúkra manna svo og
hækkun framlags til útrýmingar
heilsuspillandi húsnæðis. Enn-
fremur er framlag til atvinnu-
bótasjóðs 10 millj. kr. í frum-
varpinu, flutt af 20. gr. á 17. gr.,
en þar þykir það eiga betur
heima, eftir að sett voru lög um
þann sjóð.      ".
Gjöld samkvæmt 19. gr. hækka
um 145 millj. Munar þar mest
um niðurgreiðslur vöruverðs og
útflutningsuppbætur.
Niðurgreiðslur vöruverðs inn-
anlands er áætlaðar 336 millj.
Er þá miðað við niðurgreiðslur
eins og þær voru áætlaðar í maí
sl. á ársgrundvelli, að viðbættri
áætlaðri söluaukningu næsta ár.
Á hinn bóginn er hér ekki gerð
tillaga um, hversu fara skuli á
næsta ári um þær niðurgreiðsl-
ur, sem siðar hafa bætzt við og
nauðsynlegar hafa reynzt til þess
að halda vísitölunni óbreyttri að
sinni eins og gert var ráð fyrir,
þegar samið var milli ríkisstjórn-
arinnar og Alþýðusambands sf-
lands í júní sl. Verður að telja
eðlilegt, að Alþingi marki þá
frambúðarstefnu, sem fylgt verð-
ur í því máli.
Útflutningsuppbætur   eru   í
frumvarpinu áætlaðar 188 millj. j
og er þá miðað við nýjustu áætl- 1
un,  sem  gerð  hefur  verið  um
þetta efni.
Þá eru þrjú atriði á 20. gr.
frv., sem ég vildi nefna til við-
bótar þeim fjárevitingum þeirr-
ar greinar, sem ég hef nefnt
í  öðrum  samböndum.
Fyrst eru það kaup á jörðinni
Skaftafelli.
Það er sameiginlegt álit vís-
indamanna í náttúrufræðum, inn
lendra og erlendra, svo og áhuga-
manna um náttúruvernd, að
nauðsyn beri til að vernda jörð-
ina Skatfafell í Öræfum eins og
náttúran hefur skilað henni í
hendur nútímans. Kemur þar til
einstök náttúrufegurð, furðulegt
samspil uppbyggjandi og niður-
rífandi náttúruafla, gróðurfar,
sem ekki á sinn líka m.a. vegna
einangrunar í árþúsundir.
Náttúruverndarráð hefur fyrir
alllöngu samþykkt einróma, að
stefnt skuli að því að gera jörð-
ina að þjóðgarði. Ráðið leitaði
fjárhagsstuðnings frá alþjóðlegri
stofnun áhugamanna, (The
World Wildlife Found), sem hef-
ur það verkefni að veita fé til
kaupa á landssvæðum, sem áhugi
er á að friða. Þessi stofnun hef-
ur af mikilli rausn samþykkt
að veita 750 þús. kr. framlag til
kaupa á Skaftafelli í því skyni
að gera jörðina að þjóðgarði.
f fjárlagafrv. er nú lagt til
að greiða úr ríkissjóði með jöfn-
um framlögum í nokkur ár það
sem á skortir til að greiða kaup-
verð jarðarinnar, og er fyrsta
greiðsla 60 þús. kr.
Þess skal getið hér, að í 14.
gr. frumvarpsins er gerð tillaga
um verulega aukið framlag til
friðunarstarfa náttúruverndar-
ráðs úr 65 í 200 þús. kr.
Ákveðið hefur verið að reisa á
hv-
slóðinni handritahús.  Það
er ætlað fyrir Handritastofnun-
ina, Orðabók Háskólans og ýmsa
aðra starsfemi skólans í þágu
islenzkra fræða. Þetta hús verð-
ur byggt með sérstöku tilliti til
varðveizlu hinna fornu handrita.
Með tilkomu þess batnar öll að-
staða til rannsókna, útgáfustarfs
og fræðslu um tungu, bók-
menntir og sögu íslenzku þjóð-
arinnar.
Undirbúningur þessarar bygg-
ingar er hafinn. f fjárlögum árs-
ins í ár eru veittar 3 millj. til
hennar og í frumvarpi því sem
hér er til umræðu er lagt til að
framlagið verði hækkað í 4 millj.
krv
Á fulltrúaráðsfundi allra nor-
rænu félaganna, sem haldinn var
í Reykjavík árið 1960, kom fram
sú hugmynd að reisa norrænt hús
á íslandi. Ríkisstjórnir Norður-
landa hafa síðan eftir tillögu nor-
rænu félaganna, norrænu menn-
ingarmálanefndarinnar og Norð-
urlandaráðs ákveðið að reisa 1
Reykjavík norrænt hús og reka
í því undir norrænni stjórn starf-
semi til aukinna kynna Norður-
landaþjóða. Þar verður miðstöð
norræns samstarfs á íslandi me3
starfsaðstöðu fyrir háskólakenn-
ara í norrænum tungum og bók-
menntum, safni norrænna bóka
og hljómlistar og aðstöðu til bók-
mennta- og listkynningar og
margvíslegrar annarrar upplýs-
inga- og kynningarstarfsemi.
Húsinu hefur verið valinn stað-
ur á háskólalóðinni, suðaustur af
Nýja Garði, hinn frægi finnski
arkitekt Alvar Aalto hefur gert
uppdrætti að því. Byggingar-
kostnaður er nú áætlaður 22—23
millj. kr., og hefur islenzka rik-
isstjórnin boðizt til þess að á-
skildu samþykki Alþingis að
greiða 1/6 hluta hans.
Þar sem fyrirhugað er að hefja
framkvæmdir á næsta ári, er í
frumvarpi þessu gerð tillaga um
1,9 millj. kr. framlag til húss-
ins, en það er helmingur af áætl-
uðu framlagi íslands.
Þegar núverandi ríkisstjóm
tók til starfa fyrir nærri fimm
árum, setti hún sér það mark
að leysa þjóðina úr viðjum hafta-
búskapar og uppbótakerfis í því
skyni, að lagður yrði grundvöll-
ur vaxandi velmegunar samfara
jafnvægi í efnahagsmálum, Eitt
vandamál yfirskyggði þá öll önn-
ur. Það var hin síversnandi staða
þjóðarbúsins út á við. Látlaus
skuldasöfnun og gjaldeyrisskort-
ur hafði lamandi áhrif á allt at«
vinnulíf og stefndu jafnvel efna-
hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í
voða.
Þegar nú er litið yfir farinn
veg, fer það ekki á milli mála,
að mikið hefur á unnizt. Sl. 3—4
ár hafa verið eitt mesta grózku-
og athafnatímabil í sögu þjóðar-
innar. Þjóðartekjur og velmegun
hafa farið ört vaxandi, eðlilegur
gjaldeyrisforði verið byggður
upp að nýju og lánstraust þjóð-
arinnar erlendis  endurheimt.
Á hinn bóginn verður að horf-
ast í augu við það, af fullkom-
inni hreinskilni, að ekki hefur
tekizt á þessum árum að tryggja
það jafnvægi í kaupgjalds- og
verðlagsmálum, sem nauðsyn-
legt er til að tryggja áframhald-
andi vöxt þjóðartekna og velmeg
unar. Ég mun nú gera nokkru
nánari grein fyrir aðalatriðum
þróunarinnar undanfarin ár.
Aukning þjóðarteknanna hafði
verið lítil á árunum frá 1955 tU
1960, að árinu 1958 undanteknu
Er enginn efi á því, að þess#
ohagstæða þróun stafaði að veru
legu leyti af vaxandi misræmi
i verðlagskerfinu höftum og ó-
heilbrigðu uppbótakerfi. Núver-
andi ríkisstj. hefur leitazt við að
gefa atvinnuvegunum heilbriigð-
ari starfsskilyrði. Með því að skrá
rétt gengi íslenzku krónunnar
var stefnt að því að tryggja sjáv.
arútveginum eðlilegan starfs.
grundvöll, jafnframt því sem öll-
um greinum hans var gert jafn.
hátt undir höfði. Með því að af-
nema gjaldeyrishöft og gera inn-
flutning framleiðslutækja og
neyzluvarnings frjálsan var at-
vinnuvegunum í fyrsta skipti
um langan aldur gefið það at-
bafnafrelsi um kaup véla og
tækja, sem er forsenda fyrir aukn
um afköstum. Á sama hátt gerði
afnám fjárfestingareftirlits og
leyfisveitinga fyrirtækjum kieift
í fyrsta sinn í meir en áratug
að skipuleggia framkvæmdir sín
ar ae fjárfestingu eftir eigin mati
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28