Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1964, Blaðsíða 1
51. áiran&uir 24 slður Johnson, Rusk og Maxwell Taylor ræða ástandið í S-Vietnam, þar sem nú eru aftur komin á herlög Bandaríski trúboðinn Alfred Larsen frá Brooklyn í New York, kom með hóp 25 flóttamanna, landa sinna, Breta og Belga, til Leopoldville frá Stanleyville. Stúikubarnið, sem hann heldur í fanginu, er eitt barnanna, sem björguðust úr blóðbaðinu á Luinumbatorginu. Björgunaraðgerðum í Kongó á a& Ijúka eftir helgi Saigon, Washimgton, 27. nóv. (NT'B-AP). I DAG átti Johnson, forseti, fund með helztu ráðgjöfum sinum á eviði hermála og utanrikismála. Var J>ar einkum til umræðu styrj öldin í Viet-Nam og aðvaranir Sovétrikjanna sem segja mjög varhugavert að styrjöldin breið- Ist út til Norður-Vietnam. Fund þennan sitja Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og heiztu embættismenn hans, ásamt Maxwell Taylor, hershöfð ingja og sendiherra Bandaríkj- anna í Saigon og mun ætlunin að reyna að marka nýja stefnu Bandaríkjanna í málefnum aust lir har. Gert er ráð fyrir að viðræður þessar standi fram yfir helgi og mun Johnson forseti eiga fund með Rusk, Taylor og Robert McNamara, varnarmálaráðherra, í næstu viku í Hvíta húsinu. Aðspurðir hvort nokkuð hefði verið rætt um að gera sprengju- árás á Norður-Vietnam, vildu talsmenn utanríkismálaráðuneyt- isins ekkert um það segja, en lögðu á það áherzlu að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um neitt slíkt eins og nú horfði við, Cg auk þess réði forsetinn öllu um siíkt í sama mund og Maxwell Tayloir kom til Washington gaf sovézka fréttastofan Tass út yfir lýsingu þess efnis, að Sovétstjórn in myndi styðja Norður-Vietnam með ráðum og dáð, ef Banda- ríkin létu af því verða að herja norður fyrir landamærin. Banda ríska utanríkisráðuneytið hefur ekkert um yfirlýsingu þessa sagt, en um hana mun fjallað ræki- lega í Washington. í Saigon voru herlög í gildi í dag, bæði í höfuðborginni sjálfri og í héraðinu í kring, Dinh-fylkinu. Búddatrúarmenn hafa lokað aðalstöðvum sínum í Saigon til þess að binda endi á ásakanir um að óeirðirnar sem verið hafa í höfuðborginni undan farna fjóra daiga, séu undan þeirra rifjum runnar. í óeirð- um þessum beið einn maður bana en yfir 80 manns særðust, bæði lögreglumenn og stúdent- ar úr hópi þeirra er að óeirðun- um stóðu. Herlögum var lýst í borginni í fyrradag. Tran Van Hong, forsætisráð- herra, og bandarískir ráðgjafar stjórnarinnar settust á rökstóla í dag en enigin voru þaðan tíð- indi að frétta. Það þykir góðs viti, að Búddatrúarmenn hafi lokað bækistöðvum sínum en litl ar líkur eru þó taldar á því að forystumenn þeirra vilji í nokkru láta undan síga, heidur muni þeir hlalda fast við kröfur sínar um að stjórnin segi af sér. Aflýst var í dag fundi sem halda átti með leiðtogum Búddhatrúar manna og ríkisstjórninni. Hervörður er nú á götum Saigon og mun svo verða í mán- uð. Daigblöð komu út í dag öll hvítskellótt af völdum ritskoð- enda, sem nú hafa tekið til starfa af fullum krafti. Vopn hafa öll verið gerð upptæk og sömuleiðis skotfæri og einnig eru verkföll bönnuð meðan herlögin eru í gildi. Moiiner til Mnrz í dng? — AP—NTB BANDARÍSKIR vísindamenn hafa tilkynnt að reynt verði að skjóta á loft síðdegis á laugar- dag Mariner-geimfarinu, sem ekki tókst að senda af stað í dag. Miklar vonir eru við þetta geimskot bundnar, því ef illa tekst til á morgun, má vel vera að bíða þurfi tvö ár til þess að aftur gefist annað slíkt tækifæri. Mariner-geimfarinu er ætlað að taka myndir af Marz og vinna að ýmsum rannsóknuim á leið- inni þangað, en ferðin til Marz jrun taka rúma sjö mánuði. Litla stúlkan í tættum, blóði drifnum kjólnum, með bundið um sár á fæti, var ein þeirra sem björguðust úr blóðbaðinu í Stan- leyville. En það er eins og hún sé ekki alls kostar viss um að ósköpin séu á enda, þó hún sé þarna komin til Leopoldville og enginn sé lengur að skjóta. borgarar, og tóku Baldvin Belgíukonungur og Fabiola drotthing hans á móti þeim. Mikill mannfjöldi var á flug- vellinum að hitta ættingja og vini eða spyrjast fyrir um þá. Franr.hald á bls. 23. i®----------------—— -----—— Eí Krúsjeif heOi ekki komið lil Moskvu, 27. nóvember SOVÉTSTJÓRNIN nýja lýsti þvi yfir í dag, að lífskjör manna í Sovétríkjunum myndu nú v.era miklum mun betri, ef ekki hefðu komið til „neikvæð áhrif skipu- lagsráðstafana" sem gerðar hefðu verið að undirlagi Nikita Krús- jeffs, fyrrverandi forsætisráð- herra. Fullyrðingu þessa var að finna í síðasta blaði málgagns sovézka kommúnistaflokksins, „Kommunist", en þar sagði i rit stjórnargrein, að sú ráðstöfun Krúsjeffs að skipta þannig verk um með flokksskrifstofum og ríkisstofnunum að iðnaðarmál og landbúnaðarmál væru algerlega aðskilin, hefði stefnt Öllu stjórn- arkerfinu í hreinan voða, fjölgað embættismönnum, skapað deílur og sundrung og ruglað alla í rím- inu. Þriðja flugvélin með flóttamenn komin til Briissel — Enn skipzt á skotum í Stanleyville — 8 lífs en 28 látnir finnast handan Kongó fljóts Brussel og Leopoldville, 27, nóvember, AP, NTB. SÍÐAN Belgar og Bandaríkja- menn hófu björgunaraðgerðir sínar í Kongó hafa a.m.k. 70 Evrópumenn verið myrtir þar og fjölda manna er enn sakn- að, einkum í héruðunum norð an Stanleyville. Fregnir herma, að belgisku fall'hlífa- hermennirnir muni reyna a'ð 'bjarga fólki víðar í landinu, ef kleift reynist, áður en þeir verða á brottu eftir helgina. Stanleyville er sögð á valdi stjórnarhersins, en eftirlegu- kindur uppreisnarmanna eru þar margar enn og ekki hægt um þvera götu að ganga óhræddur um líf sitt. Enn er þar skipzt á skotum og deyj- andi menn og dauðir á strjál- ingi um borgina. I dag fundu málaliðar stjórn abhersins, sem sóttu yfir Kongófljót nær þrjá tugi líka Evrópumanna og nokkra menn lífs í kirkju einni á vinstri bakka fljótsins. Flest hinna myrtu voru prestar og nunnur, en af eftirlifendum voru fjögur börn. Mikil mótmæli hafa verið uppi höfð í kommúnistaríkj- unum og höfuðborgum Afríku ríkja gegn Vesturveldunum. í Kairó brenndu hundruðir af- rískra stúdenta Kennedy- minningarbókasafn banda- rísku upplýsingaþjónustunn- ar og herskála sjóliða innan endimarka sendiráðs Banda- ríkjanna í Kairó. Grjóti var kastað að sendi- ráðum Bandaríkjanna, og Belgíu í Nairobi í Kenya og í Prag var gerður aðsúgur að sendiráðum ríkjanna beggja og brezka sendirá'ðinu að auki. Margir óttast að uppreisnar menn nái aftur undirtökunum þegar belgisku fallhlífa'her- mennirnir fara frá Kongó eft- ir helginr - segja, að stjórn- arhernum hinu hvíta mála- liði Mose Tshomibe virðist afl- fátt og muni það tæplega geta haldið héruðum þeim í norð- hluta 'landsins, sem þeir hafa nú á sínu valdi. I dag komu til Brússel með flugvél frá Leopoldville níu- tíu flóttamenn frá Stanley- ville, þar á meðan sjö brezkir V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.