Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 8. des. 1984 MORGUNBLADIÐ 21 Sr. Halldór Kolbeins Hugsjónamaður kvaddur SBRA Halldór Kolbeins var minnzt hér í blaðinu á sunnu- daginn var með prýðilegri grein eftir séra Magnús Guðmundsson frá Ólafsvík. Ætlunin var, að þessi fáu kveðjuorð fylgdu þeirri grein, en af því gat ekki orðið af ástæðum, sem ekki er þörf að grein hér, en ekki var það blaðsins sök. Bindindisstarfsemin á fslandi á góðum liðsmanni á bak að sjá þar sem séra Halldór Kolbeins er, og þó einkum Góðtemplara- Halldór H. Snæhólm F. 23. sept. 1886. D. 28. nóv. 1964 Halldór H. Snæhólm var fædd txr á Auðkúlu í Svínavatnshreppi A-Húnavatnssýslu 23. september 1886. Foreldrar: Halldór Fr. Hall dórsson og Ingibjörg Bjarnadótt- ir. Veturna 1906—07 stundaði Halldór H. Snæhólm nám við Hólaskóla í Hjaltadal, og útskrif aðist þaðan sem búfræðingur seinni veturinn'eða 1907. Árið 1914 kvæntist Halldór Elínu K. Guðmundsdóttur. En foreldrar hennar voru Guðmundur Sveins- son og Kristín Friðriksdóttir, er hjuggu á Tannanesi í Önundar- firði. ' Halldór Snæhólm og Elín áttu saman 7 börn, misstu tvö á fyrsta eða öðru ári, en fimm lifa: Alda gift dr. Hermanni Einars syni, fiskifræðingi; Njörður starfs maður í rannsóknarlögreglunni, kvæntur norskri konu Magnhild Mopen, Kristín gift Skiúla Han- sen tannlækni; Guðmundur kvæntur Sunnefu Guðjónsdóttur og Edda gift Hrafni Pálssyni hlj óðfæraleikara. Halldór og E1 ín byrjuðu búskap á Sneis á Lax árdal í A-Húnavatnssýslu. Eftir tólf ára búskap þar selur Hall- dór jörðina Sveini Hannessyni frá Elivogum og flytur að Mel- stað í Glerárþorpi við Akureyri árið 1927. I>ar vonx þau einnig í tólf ár eða til 1938 að þau fluttu til Reykjavíkur. Eftir það vinn- ur Halldór, meðan heilsa og kraft ®r leyfa, við Pípuverksmiðjuna við Rauðarárstíg, hjá mági sín um Kristjáni Guðmundssyni, þar til að hann flytur á Þinghóls- braut 11, Kópavogi. Halldór H. Snæhólm var félagslyndur mað- ur. Hann tók þátt í félagslífi sveitar sinnar á meðan hann bjó í sveit. Einnig var hann þátttak andi í kaupfélagsmálum og virk ur félagi í verkalýðssamtökunum á þeim árum, er hann var bú- 6ettur á Akureyri Á yngri ár- um var Halldór góður glímu- maður og lagði þá oft að velli haerri menn og herðabreiðari, en hann var sjálfur. — Á þeim árum, sem hann bjó 1 sveit, átti hann ágætan reið- hest er hann kallað Spak. Aldrei kom ég svo á heimili hans, að hann færi ekki að tala um Spak sinn, og benti hann þá oftast um 'leið á myndina af klárnum, sem hékk þar á vegg í herberginu. Halldór hafði mjög gaman af kveðskap og vísum, enda hagyrð ingur, og kastaði oft fram tæki- færisvísum, er flestar voru létt *r og lifandi og þá oftast gædd •r góðleik og kímni. Ég held að það hafi verið fyr ir tíu árum eða nálægt því, sem ég kynntist Halldóri fyrst, mun hafa verið í sumarferð kvæða- mannafélagsins Iðunnar, Mér fannst þá við fyrstu kynni að eitthvað væri það við manninn, sem mér geðjaðist að. Enda hef- ur reynslan sannað það hugboð mitt. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast mörgu góðu fólki, bæði konum og körlum, og með- al þeirra var Halldór Snæhólm. Hann var hinn góði félagi, sem ávallt var fengur í að hafa ná- lægt sér. Hann var með allra orð vörustu mönnúm, sem ég hef þekikt, ég heyrði hann aldrei hall mæla nokkrum manni. Þótt Halldór væri ávallt skemmtilegur, þá var hann skemmtilegastur, þegar hann var að veita öðrum, þá voru það hreinustu töfrar að sjá hann og heyra. Þá gleymdi maður heimi og sjálfum sér — og ungur var Halldór í anda fram á síðustu stund. Að endingu dettur mér í hug erindi eftir Stefán G. Stefáns- son skáld, sem eru nokkurskonar heilræði til annarra, en sumir menn eru þannig af guði gerðir, að þeir gera þessi heilræði að veruleika með lífi sínu og breytni: Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Jóh. Ásgeirsson. reglan. Rúmlega tvítugur að aldri gekk Halldór í stúkuna Mínervu í Reykjavík, og í Mín- ervu starfaði hann seinustu árin eftir að hann fluttist frá Vest- mannaeyjum, en í ýmsum stúk- um þess á milli, eftir því hvert leið hans lá. Hann tók snemma öll stig reglunnar (hástúkustig 1920), og var ótrauður baráttu- maður fyrir bindindi og reglu- málum til dauðadags. Um skeið ferðaðist hann víða um land sem regluboði, flutti boðskap bind- indissemi, hvatti til starfa á þeim vettvangi, blés að glæðum áhugaelds hjá einstökum mönn- um og heilum stúkum. Reglan átti því séra Halldóri margt að þakka. Það var lítil viðurkenn- ing þess, að hann var gerður heiðursfélagi Stórstúku íslands. Séra Halldór Kolbeins var hug- sjónamaður. Hann trúði því, að mannkynið stefndi' áfram til betra lífs, þrátt fyrir allt. Hann var sannfærður um gildi þess fyrir einstaklinginn að helga sig hugsjónum, standa ekki óvirkur hjá, heldur leggja lið sitt fram til að gera mannlífið fegurra og betra, samferðamennina farsælli. Og hann lifði sjálfur í samræmi við þessa trú. Það var af þessum ástæðum, að stúdentinn Halldór Kolibeins gerðist starfandi félagi í Góð- templarareglunni. Það vax af þessum ástæðum, að presturinn og prófasturinn séra Halldór Kol- beins starfaði í þeim félagsskap til æviloka af mikilli trúmennsku og skeleggjum áhuga. Það var af sömu ástæðum, að hann hreifst af esperantó-hreyfing- unni, þá nýlega fermdur ungling- ur, hreifst af tilgangi hennar að auka jafnrétti og efla bræðralag manna af ólíkum þjóðum. Séra Halldór Kolibeins þótti góður regluboði. Bar margt til þess. Hann var hverjum manni alúðlegri í framkomu, falslaus og einlægur, greindur og víða heima og kom stundum að manni úr þeirri átt, er sízt varði. Hann var ágætur ræðumaður, þegar til þess þurfti að taka, hafði gott vald á máli, byggði ræður af fastri rökvísi, en eldur áhuga og trú á málstaðinn setti sterkan svip á allan flutninginn. Mælsk- an var söm, hvort sem hann talaði móðurmál sitt eða alþjóða- málið esperantó, cldmóðurinn eins, hvort sem hann ræddi um lífsstefnu kristninnar, gildi bind- indissemi eða þýðingu bræðra- lags manna og þjóða, en fyrir honum var þetta allt sama hug- sjónin: farsælla líf, betri menn. Séra Halldór var meðal full- trúa á Stórstúkuþingi síðastliðið vor, eins og oft áður (fyrst 1917). Hann tók lifandi þátt á störfum þingsins, eggjaði til dáða og lét sér hvorki deyfð almennings í landinu í bindindismálum né and- stöðu sumra manna í augum vaxa. Bjartsýnin var mikil, kjarkurinn óslævður, sigurtrúin örugg. Eldur hugsjónanna brann enn skært í brjósti hans og gneistaði af orðum hans, þótt orðinn væri meira en sjötugur. Það er gott að minnast manns eins og séra Halldórs Kolbeins. Stórstúka íslands þakkar störf hans að bindindi og öðrum menn- ingarmálum og ber jafnframt fram þá ósk íslenzku þjóðinni til handa, að hún eigi jafnan sem flesta menn, sem gæddir eru trú hans á sigur hins góða í mann- lífinu og jafnfúsir honum að leggja góðum málstað lið í orði og verki. Ólafur Þ. Kristjánsson. SAMVINNUTRYGGITNGAR Imanonier:38500“llr Þetta er kúluoenni ............' ' - •' ; , - , •• • auðvitað er það Parker ? PARKER kúlu- penninn er völ- undarsmíð, fram leiddur úr bezta fáanlega hráefni PARKER kúlpennafyll- ingar endast allt að fimm sinnum lengur, en aðrar. Fyliingin snýst til að koma í veg fyrir ójafnt slit skrifkúhinnar. * PARKER kúlupennafyllingar fást í fjórum oddsverleikum og fjórum litum. PARKER skrifar jafna, óbrotna línu, klessir ekki og rennur 'liðugt yfir pappírinn. kúlupenni kr. 106.00, Allir PARKER kúlupennar ein- kennast af hinu heimsþekkta PARKER útliti og gæðum, sem gert hafa PARKER eftirsóttast skriffæri heims. Parker pennar, kúlupennar, skr úfblýantar frá kr. 106.0« til kr. 1570.00. UAURS OF THt WORUO'S MOST WANTEO PtNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.