Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 1. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MCRCUN3LADIÐ
Sunnudagur 3. janúar 1965
Aramótaávarp Asgeirs Asgeirssonar, forseta
Tæknin hefur gert fátæka þjoð farsæla
Góðir íslendinigar, nær og
íjaer!
Ég óska yður öllum gleðilegs
nýiárs, og þakka innilega gamla
wrið, heillaóskir og samúðarkveðj
ur.
Það eiga margir ástvina að
aakna, og í gær barst fregnin um
andlát Ólafs Tbors, mikilhæfs
stjórnmálamanns, góðs drengs
og ágæts félaga. Ég votta frú
Ingibjörgu og fjöiskyidu hans
dýpstu samúð.
Á gamlársdag lítum vér aftur
til liðins árs, en á nýjársdag
ineir fram á ókominn tíma, og
vonin og trúin glæðist og styrk-
ist á þessum tímamótum. Vér
höfum þessa dagana séð tvenna
tíma. Veðurblíðu og vetrardýr'ð
um jóladagana, allt blátt og hvítt,
himin, hauður og hatf skamm-
degisroðann á heiðríkjunni í sól-
arátt. Það voru allt vorir islenziku
litir. En síðar glórulausa hríð,
ógæftir og samigönguerfiðleika.
íílen^ka þjóðin hefir oft séð
tvenna tímana, þjóðveldi, ein-
veldi og lý'ðveldi, bjargálnir, fá-
tækt og velgengni. Það má segja
að hvert nýtt ár hafi, síðustu
ératugina, skapað þjóðinni batn-
andi hag og þá vonandi betri
líðan og vaxandi þroska. Og þó
veðráttan sé umhleypingasöm, þá
er húsaskjól nú ólíkt eða var
í lokaþætti Fjalla-Eyvindar og
skipastóll öruggari en smáfleyt-
urnar. Vér lifum á tímum tækn-
innar og síaukinnar verkaskipt-
irtgar i landlbúnaði, siávarútvegi,
iðnaði og raunar öilum starfs-
greinum. Tæknin hefir gert fá-
tæka þjóð, sem á'ður vann með
berum höndum, skóflu, orfi og
árinni, farsæla. Með hverju ári
sigrast betur á kulda og myrkri.
ísland gefur góðan arð, þegar
beitt er réttum tökum. Vér vit-
um að nútímatækni mun fara sí-
vaxandi á öllum sviðum, og
heimtar aukna og breytta undir-
búningsmenntun. Þetta er nú
öil'um ljóst, og má ekki telja
eftir kostnaðaraukann.
Ég óttast ekki þar fyrir um
framtíð íslenakrar menningar.
Hún stendur enn jafn traustum
íótuim og um síðustu aldamót.
Það er þrennt, sem er bæði gam-
alt og nýtt á íslandi: bókmenntir,
Aiþingi og íslenzk kirkja. Hitt
eru engin menningarspjöll, þó að
hverfi torfkofar, rei'ðingar og
skinnsokkar.
Bókmenntir eru vor mikli þjóð
ararfur, og efni til ja.fngamlar
íslands byggð. Hin fornu hand-
rit eru hinn sýnilegi, sögulegi
vottur, og ég trúi því, að vonir
vorar og hin gefnu fyrirheit um
aíhending rætist. Það er ótrú-
legt, hve mikil gróska er enn
1 íslenzkum bókmenntum, og
engin tilviljun, að jafn fámenn
þjóð á Nobelskáld, auk margra
annarra núlifandi ritihöfunda,
sem þjóðin á þökk að gjalda.
Mér þykir ástæða til að geta
þess í þessu saimbandi, að hér
á Bessastöðum hafa bæ'ði er-
lendir og innlendir gestir, oft
beðið um að fá að líta á bóka-
safn staðarins. Ég hefi mér til
óþæginda orðið að geyma min-
ar bækur á fjórum stöðum, en
staðarins bókasafn ekki fyrir-
fundist til þessa. Þing og stjórn
ASGEIR ASGEIRSSON, forseti.
hafa verið mér sammála um, a'ð
slíkt mætti ekki lengur viðgang-
ast á Forsetri heimskunnrar bók
menntaþjóðar, og er nú svo kom
ið að húsakynnin eru tilfoúin,
mikil stofa byggð við hlið mót-
tökusalarins, sem reistur var við
hina gömlu Bessastaðastofu, sem
nú nálgast óðum sitt tveggja
alda  afrnæli.  í Bókhlöðunni  er
bæ'ði ofanlJós og lofthitun, svo
veggpláss verður drjúgt fyrir
skápa.
Þar hefir nú verið komið fyrir
gömlum staðarhúsgögnum og
húsgögnum þeim, sem hinn fyrsti
heimastjórnarráðherra, Hannes
Hafstein, keypti fyrir landið á
sinni tíð. Þau eru nú helguð af
sextiu  ára  sögu.  Þá  hefir  og
verið hengd upp foriátagjöf
Grettis Eggertssonar, myndin af
Albert Thorvaldsen. Og á eikar-
gólf breidd sex teppi, lit- og
formfögur, sem Dóra óf og hnýtti.
Svo það er að koma mannaþefur
í hellinn, enda fór fram eins-
konar vígsla í gær með fyrsta
Ríkisná'ðsfundi, sem þar hefir
verið haldinn. Bókasfcápar eru
enn í smáðum, en væntanlegir
innan tíðar. Bókhlaðan kallar
svo á bækurnar, en þar er ætl-
ast til að safnist allar sígildar
íslenzkar bókmenntir, fornar og
nýjar, en engin áherzla lögð á
pésa eða fyrstu útgáfur sérstak-
lega. Mínar bækur rýma svo
fyrir þeim jafnóðum. Ég skal þó
geta þess, að þegar hafa borizt
verðmætar gjafir í hundruðum
eintaka frá amerískum bókaút-
gefendum, dr. Richard Beck og
frú Ásu Guðmundsdóttur Wright
sem lengi hefir búi'ð í Vestur-
Indíum. Allir þessir aðilar höfðu
haft spurn aí byggingu Bókfhlöð-
unnar. Það er mitt hugboð, að
með þessari framkvæmd sé um
fyrirsjáanlegan tíma lokið ný-
bygginigum á staðnum.
Ég nefndi áðan Alþingi sem
einn af hinum þrem vígðu þátt-
um íslenzks þjóðlífs. Á nýli'ðnu
ári getum vér minnzt fimmtíu
ára afmælis íslenzka fánans, sem
þá var löggiltur sérfáni þjóðar-
innar. Einnig getum vér þá
minnzt fimmtíu ára afmælis hins
almenna kosningarréttar, þá var
atkvæðisréttur rýmkaður og þá
hlaut ,;hinn betri helmingur"
þjóðarinnar, sem svo er stund-
um nefndur, kveniþjóðin, atkvæð
isrétt. Vér undrumst nú, að
þetta skuii nokkurntíman hafa
verið ágreíningsmál, og var þó
sú réttarbót gerð fyrr með vorri
þjóð en flestum iíðrum. Ég nefni
þessi tvö atriði vegna þess, að
eldri réttarbætur og stórir áfang
ar á lífsleið þjóðarinnar vilja
stundum gleymast í áfcökum dæg
urmálanna. En vér eigum vissu-
lega margt að þakka og marga
að minnast, sem þurfti að sigr-
ast á, áður en komið var í þau
spor, þar sem nú stöndum vér.
Ég er nú kominn á þann aldur.
að ég man þegar vér fengum is-
lenzkan ráðherra, búsettan f
landinu, huradra'ð ára afmæli
Jóns Sigurðssonar, Sambandslög-
in, Aliþingishiát'íðina. Þetta eru
allt miklir áfangar í sögu vorrar
tuttugustu aldar. Á síðasta ári
voru fjörutiu ár liðin síðan ég
settist fyrist áþingbekk sem full-
trúi Vestur-ísfirðinga. Það er
að sjálfsögðu ekkert merkisaf-
mæli, en sýnir það þó, að ég hefi
haft aðstö'ðu til að kynnast monn
um og málefnum á þessu mesta
framfaratímabili íslendingasög-
unnar, og gæti gert nokkurn sam
anburð á nútíð og þátíð. Slíkt er
þó ógerlegt til nokkurrar hlítar
í stuttu ávarpi. Svo margslung-
in er sú saga. En þess vil ég geta.
að pólitskur fja.ndskapur virðist
mér nú minni en oft hefir áður
verið, þó jafnan sé öldugangur á
yfirborðinu. Viðfangsefnin hafa
breytzt stórlega. Flestu er nú
lokið um mannréttingamól og
síálfstæðisbaráttu, .sem á'ður var
allsráðandi um flokkaskipting.
Nú eru það hagsmunamál ein-
staklinga, stétta og héraða, sem
setja svip sinn á viðureignina.
Og það er fyrst á hinum síðari
árum, sem menn hafa þorað að
trúa því, að unnt sé að útrýma
örbirgð, og búa öllum landslýð
góð lífskjör uim afkomu og upp-
eldi. Það er ótrúlegur munur á
látækralöggjöf 19. aldar og tryigg
ingalöggjöf vorra tíma, enda úr
meira að spila en á hallæristím-
um. Hugsunanhátturinn er breytt
ur andrúmsloftið nýtt. Ef spurt
væri um eina sfcofnun, sem átt
hefur ríkastan þátt í viðreisn
íslenzku þjóðarinnar, mundu all-
ir svara einum rómi: Alþingi,
Framhald á bls, 19
				[^*	*%  m jt' S  1L^^™"\ f^ 1 ^^*		fl      %		
::'	HBH		P	r*l	W^Ám^m^^éG		iljjjajriijiiilii!	imj	
;;	íHiiliiifl			w*w	::      .        ;- .' ':'.- .'  .	¦       '       :         :  ¦  ¦   >	J  J		
									
•  FALLEGT KVOLD
Þetta var fallegt gamlárs-
kvöld hér í Reykjavík. Dálítið
kalt, einmitt vetrarlegt. Það
marraði í snjónum undir fótum
manns, loftið var tært og hress-
andi. Hvernig ætti gamlárs-
kvöld að vera norður á íslandi,
ef það ætti ekki einmitt að vera
þannig?
ir  INNANLANDSFLUG
Þá sjaldan snjóar teppa um-
ferð á öllum þjóvegum finnum
við betur en nokkru sinni hve
flugsamgöngur eru mikilvægar
fyrir okkur íslendinga. Þetta
hefur komið vel í ljós að undan
förnu. Auðvitað er ekki hægt
að búast við því að fært sé að
halda áætlun í innanlandsflugi,
þegar allt ætlar að fenna í kaf.
Hins vegar hefjast reglulegar
samgöngur strax og upp styttir,
en þá tekur oft óratíma, marga
daga, að ryðja fjölförnustu vegi
í byggð fyrir bílaumferð — og
fjallvegina þýðir ekki að tala
um.
Það er ekki auðvelt að halda
uppi innanlandsflugi svo að
snurða hlaupi ekki á þráðinn
við og við — jafnumhleypinga-
söm og veðráttan annars er.
Þess vegna verður Flugfélag ís
lands oft fyrir ósanngjarnri
gagnrýni.
En það kemur líka fyrir, að
gagnrýnin á fullan rétt á sér
— og félagi, sem annast jafn
mikilvæga starfsemi og Flug-
félag íslands, veitir síður en
svo af örlitlu aðhaldi. Sann-
gjörn gagnrýni er alltaf til bóta
og hún getur stuðlað að fram-
förum. Ósanngirni getur hins-
vegar tafið fyrir endurbótum.
•k  ANNÁLLINN
En ág ætlaði að minnast ör-
lítið meira á gamlárskvöld. Þátt
urinn hans Svavars Gests í út-
varpinu var ágætur. Það er hæg
ar sagt en gert að setja saman
og stjórna skemmtidagskrá
heilt kvöld svo að vel fari. Al-
drei verður öllum gert til hæf-
is og ekki stendur á fólki að
setja út á smáatriðin. í heild-
inni var þetta vel heppnað
kvöld hjá útvarpinu. Og ég hef
það á tilfinningunni, að ára-
mótin færu einhvern veginn
fram hjá mér, ef ég hlustaði
ekki á annálinn hans Vilhjálms
Þ. Gíslasonar. í vitund fjöl-
margra útvarpshlustenda er
Vilhjálmur orðinn jafn nátengd
ur áramótunum og sjálf
klukknahringingin. Annállinn
er alltaf skemmtileg og einkar
mannieg hugvekja, hún hefur
svipuð áhrif og síðasta hand-
takið — um leið og skipið líður
frá bryggjunni.
it  FORMFESTAN
Oft er talað um að útvarpiS
sé stirt og ópersónulegt, þótt
ýmsir þættir þess séu það ekki,
Btofnunin sjálf, starfsmenn út-
varpsins, séu hins vegar þurrir
á rnanninn og rígbundnir vií5
eina sálarlausa uppskrift.
Þulir og fréttamenn fylgja
settum reglum — og þegar þeir
segja eitthvað skemmtilegt,
koma með einhverja óvænta
gamansemi — þá taka allir
hlustendur eftir því — af því
að enginn á von á sliku.
Lestur jóla- og nýjárskveðja
er einn af þessum dagskrár-
liðum, sem óhætt er að kalla
eina stóra formúlu, sem þrátt
fyrir allt kemur þó sumum i
jólaskap. Upphafsorð útvarps-
stjóra við kveðjulesturinn, árn-
aðaróskir útvarpsins — og
hvernig þær eru fluttar, minna
samt á, að útvarpið hafi sál.
Það mætti að skaðlausu draga
örlítið úr formfestunni, láta
„sál" útvarpsins koma oftar
fram, gera það persónulogra.
BO SC H
rafkerfi
er í þessum bifreiðum:
BENZ     SAAB
DAF   TAUNUS
NSU     VOLVO
OPEL         VW
Við höfum varahlutína.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF.
Vesturgötu 3. — Simi 11467.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20