Morgunblaðið - 12.01.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1965, Blaðsíða 1
24 síður Thor Thors, sendiherra, lézt í Washington í gær Thor Thors sendiherra THOR THORS, sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum, lézt að heimili sínu í Washington um hádegisbilið í gær eftir ís- lenzkum tíma, 61 árs að aldri. Thor hafði kennt sér lasleika frá því um áramótin og verið við rúmið. Banamein hans var skyndileg innvortis blæðing. Thor Thors hefur um tæp- lega aldarfjórðungs skeið ver- ið sendiherra íslands í Banda- ríkjunum og formaður sendi- nefndar íslands hjá Samein- uðu þjóðunum frá upphafi 1946 og æ síðan. Fastafulltrúi íslands hjá SÞ var hann skip- aður 2. ágúst 1947. Um störf hans hjá SÞ segir Gunn- ar Thoroddsen, fjármálaráð- herra, í grein um hann sextug an hér í blaðinu 26. nóv. 1963: „Starf Sameinuðu þjóðanna hefur átt hug Thors einlægan, því að hugsjónir þeirra eru honum hjartfólgnar, hugsjón- ir um frið, jafnrétti og frelsi manna og þjóða og útrým- ingu hungurs og sjúkdóma meðal vanþróaðra og þjak- aðra þjóða“. ★ Thor Thors, sendiherra, var fæddur 26. nóv. 1903 í Reykjavík, sonur hinna merku hjóna Thors Jensens, stórkaupmanns og út- gerðarmanns, og Margrétar Þor- bjargar Kristjánsdóttur. Hann varð stúdent 1922 og lauk lög- fræðiprófi við Háskóla íslands 1926, e"n stundaði síðan fram- haldsnám í hagfræði í Cambridge og París og um skeið á Spáni og í Portúgal. Hann var fram- kvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf. 1927—1934, forstjóri í Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleiðenda 1934—1940, en skipaður aðal- ræðismaður í New York 1940. Hinn 23. okt. 1941 var hann skip- aður sendiherra í Bandaríkjunum og ambassador þar 1955. Hafði hann gegnt sendiherrastörfum næstlengst sendiherra þar í borg. Galflup-könnuii um liandritam'álið: 30% Dana hlynntir af- hendingu, 25% á móti 45% oákveðnir — Tala and- stæðinga afheaidingarinnar hefur vaxið urn 12% Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 11. jan. GALLUP-stofnunin danska hefur gengizt fyrir skoðana- könnun meðal almennings í Danmörku um afhendingu handritanna í Árnasafni. — Svipuð skoðanakönnun fór fram 1961. Skoðanakönnunin nú fór fram skömmu eftir fund stúdentasambandsins í Kaupmannahöfn, en þar leiddu saman hesta sína and- stæðingar handritafrumvarps ins, og þeir, sem því eru hlynntir, og var umræðum á Wilson þiggur boð til Moskvu Moskvu, 11. jan. — AP TILKYNNT var samtímis í Moskvu og London í dag að Har- old Wilson, forsætisráðherra Bret lands, hefði þegið boð Sovét- stjórnarinnar um að koma í heimsókn til Moskvu að lokinni heimsókn Alexei Kosygin, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, til London. Ekki er neinn timi til- tekinn um heimsókn þessa frek- ar en var um heimsókn Kosygins. f London velta menn því fyrir sér hvort Leonid Brezhnev, aðal- ritari Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna, muni koma með Kosy- gin til Bretlands. Bent er þó á, að enda þótt Brezhnev sé annar valdamesti maður Sovétríkjanna, gegni hann í raun og veru ekki hærra embætti hjá ríkinu en að vera þingmaður. Talið er að Sovétleiðtogarnir séu nú önnum kafnir við vanda- mál heima fyrir, og muni verða það á næstunni, þannig að flestir álíta að til fyrrnefndra heim- sókna muni vart koma fyrr en með vorinu. fundinum sjónvarpað. 1961 voru 35% Dana hlynntir af- hendingu en nú eru það að- eins 30% samkvæmt skoðana- könnuninni. 1961 voru 13% Dana á móti afhendingu hand ritanna, en í dag eru 25% á móti henni. 1961 kváðust 52%- ekki geta tekið afstöðu til málsins, en nú eru það .aðeins 45%, sem ekki voru ákveðnir í afstöðu sinni. í niðurstöðum Gallupstofnunar innar, þar sem tölurnar eru túlk- aðar, segir að sjónvarpssendingin frá umræðunum á stúdentafund- inum hafi ekki aðeins vakið meiri áhuga manna á málinu yfirleitt, heldur hafi hún einnig valdið breytingum á afstöðu manna til þess, þar eð sendingin hafi komið andstæðingum handritaafhend- ingar betur. Niðurstöðum Gallup stofnunarinnar lýkur með þess- um orðum, sem mörgum kunna að koma á óvart: „Það er því ekki erfitt að gera sér grein fyrir því, að þegar til þess kemur að afstaða verður tekin í málinu, er meirihluti þjóð arinnar á móti afhendingu hand- ritanna, og hefur þetta sérstaka þýðingu sem baksvið þjóðargjaf- ar af þessari tegund“. Gallup-stofnunin framkvæmir skoðanakannanir sínar í sam- vinnu við Berlingske Tidende. — Rytgaard. Verkfall lamar austurströnd USA Kynntu hafnarverkamenn sér ekki ncegi- lega samningsuppkast, sem var tellt? New York, 11. jan. NTB-AP: ALLAR HAFNIR á austurströnd Bandaríkjanna, frá Maine til Texas, eru nú lokaðar vegna víð tæks og algjörs verkfalls liafn- arverkamanna. Talið er að um 60.000 verkamcnn taki þátt i verkfallinu. Á föstudagskvöld felldu hafnarverkamenn í New York samningsuppkast og að vanda fylgdu hafnarverkamenn í öðrum borgum fordæmi New York. Nú hefur þó verið ákveðið að bera sama samningsuppkast undir atkvæði aftur, en þó er Hann hafði.einnig á hendi sendi- herrastörf í ýmsum öðrum lönd- um vestan hafs. Thor Thars var alþingismaður Snæfellinga 1933—1941 og gegndi ýmsum öðrum trúnaðar- störfum, sem hér verða ekki rak- in. En hvarvetna þótti hann koma fram af glæsimennsku og naut mikils trausts hjá SÞ, þar sem honum var sýndur ýmiskonar trúnaður, hann var t.d. framsögu- maður stjórnmálanefndarinnar 1950—1953, form. hinnar sérstöku pólitísku nefndar 1954, formaður kjörbréfanefndar 1958 og 1961 og einn af varaforsetum Allsherjar- þingsins var hann haustið 1952. Thor Thors var kvæntur Ágústu Ingólfsdóttur og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust þrjú börn, Margréti Þorbjörgu, sem lézt 1954, Ingólf og Thor Harald. Þessa mikilhæfa manns verður nánar minnzt hér í blaðinu síðar. I) Thant harmar lát 'Thor Thors New York, 11. jan. — AP . U THANT, aðalritara Sam- i einuðu þjóðanna, var í ikvöld skýrt Sfrá andláti |Thor Thors, Isendiherra ís- U Thant 1 a n d s , e n h a n n hefur verið formað- ur sendinefnd ar íslands hjá SÞ frá upphafi. U Thant lét í ljósi hryggð sína, er honum bárust tíðindin, og kvaðst hann mundu senda ættingjum Thor Thors sam úðarkveðjur á morgun. Hækkerup minnist Thor Thors Per Hækkerup, uatnríkis- ráðherra Danmerkur, sem staddur er í Bandaríkjunum, lét svo um mælt er hann frétti andlát Thor Thors: „Mér var það mikið hryggð- arefni að fregna um lát Thor Thors. Ég átti mjög góða sam vinnu við hann hjá Samein- uðu þjóðunum og persónu- lega þekkti ég hann mjög vel. Hann hefur ætíð verið landi sinu góður fulltrúi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og í Bandaríkjunum. Hann hafði mikla trú á norrænni sam- vinnu og hann var mikill vin ur Danmerkur. Við munum vissulega sakna hans mjög“. / ekki vitað hvenær af því verður. Verkfall hafnarverkamanna veturinn 1962—1963 kostaði Bandaríkin einn milljarð doll- ara að því er taiið er. Leiðtogar verkarhanna segja, að samningsuppkastið, sem fellt var á föstudag, hafi verið verka mönnum mjög hagstætt, en það Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.