Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 19. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagur 24. jan. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Endurmat á
skáldi
Gústaf heitinn Jónasson, ráðu-
neytisstjóri, var áhugamaður um
bókmenntir og vel að sér í ís-
lenzkum skáldskap, enda sjálfur
hagmæltur í bezta lagi, þegar
hann vildi það við hafa. Hann
sagði frá því, að á æskuárum
hans hefðu borgfirzkir góðbænd-
ur stundum komið í heimsókn til
lóður hans að Sólheimatungu og
dvalið þar við spilamennsku og
spjall. Þeim hefði þá m.a. orðið
tíðrætt um, hver væri fremstur
þálifandi skálda hér á landi, og
öllum komið saman um, að af
þjóðskáldunum þremur, en í
þeim hópi voru þá Benedikt
Gröndal, Matthías Jochumsson og
Steingrímur Thorsteinsson, bæri
Steingrímur af. Gústaf sagði frá
þessu til að sýna hvernig smekk-
urinn hefði breytzt frá fyrsta
tug aldarinnar fram á hinn sjötta,
en þá mun flestum hafa þótt ein-
sætt, að hvorki Benedikt né
Steingrímur kæmust í hálfkvisti
við Matthías.
Nú hefur Hannes Pétursson,
sem sjálfur er ágætt skáld og
eins og hann nú sýnir góður
bókmenntafræðingur, ritað bók
um Steingrím Thorsteinsson.' Þar
rekur hann ævi Steingrims og
gerir endurmat á skáldskap hans.
Eftir lestur bókarinnar getur
engum blandazt hugur um, að
Steingrímur hefur verið mun
meira skáld en flestir hafa ætlað
síðustu áratugina.  .
Einkennilegur
æviferill
Altítt er, að mat á skáldum
breytist eftir því, sem tímar líða
Það á ekki einungis vjð hér á
landi heldur virðist vera allt að
þv.í allsherjarregla. Skáld eru oft
hafin til skýjanna á sínum seinni
ævidögum og fyrst eftir andlátið,
síðan líða ár og áratugir, þegar
mjög lítið þykir til þeirra koma,
en svo breytist matið á ný um
suma, sem ná því að vera teknir
í tölu sígildra rithöfunda, Frá
þessu eru auðvitað óteljandi und-
antekningar, samanber Matthías
Jochumsson, og hefur mat manna
á honum þó einnig verið sveifl-
um háð. Benedikt Gröndal verð-
ur trúlega héðan í frá seint tal-
inn meðal helztu Ijóðskálda, þó
að Heljarslóðarorusta og Dægra-
dvöl skipi honum í fremstu röð
íslenzkra rithöfunda. í leikmanns
augum virðist Hannes Pétursson
með bók sinni hafa veitt Stein-
grími æruuppreisn sem einu
helzta Ijóðskáldi íslendinga.
Þá er ævisaga Steingríms Thor
gteinssonar ekki síður fróðleg.
Hann kemur fyrst við sögu sem
einn af forystumönnum „pereats-
jns" 17. janúar 1850, lýkur samt
itúdentsprófi     hindrunarlítið,
gengur háskólanám treglega og
hverfur frá laganámi og sneri í
málfræði, dvelur rúm tuttugu ár
I Kaupmannahöfn við heldur
þröngan kost, verður síðan kenn-
•ri við Laerða skólann í Reykja-
irík í ylir þrjátíu ár, og er loks
6 74. aldursári gerður rektor þess
•kóla, sem hann á námsárum sín-
úm hafði verið einn helzti upp-
reisnarmaður L
„Pereatið"
Orðið „pereat" táknar nánast
ósk um, að sá, sem það er við-
haft um, farist eða tortímist.
Hannes Pétursson rekur af
hverju þessi heljarósk var látin
tippi af skólapiltum um svo ágæt-
an mann sem Sveinbjörn Egils-
6on, rektor. Verður það ekki rak-
ið hér, en einungis tekið upp það,
sem eftir rektor sjálfum er haft:
„Meðan við enn sátum á her-
foergi Jens Sigurðssonar kennara,
þustu piltar með söng og gaura-
gangi út úr skólahúsinu. Þegar
við gengum gegnum anddyrið,
mættum við fáeinum piltum, sem
táruðust yfir því, sem gerzt hafði.
Áburðarverksmiðjan séð úr lofti. — l.jósm. Ól. K. ÍVL
REYKJAVÍKURBRÉF
og á leiðinni heim til rektors
sáum við hina piltana í hópnum,
ýmist úti á ísilagðri tjörninni fast
við bæinn, eða í brekkunum suð-
ur undan. Meðan rektor dvaldist
með kennrunum heima í húsi
sínu, komu piltar fylktu liði,
gengu inn í garðinn og hrópuðu
„pereat" fyrir rektor þar við
húsið, sem hann sat inni með
kennurunum; því næst gengu
þeir á sama hátt að hverju íbúð-
arhúsi í bænum og hófu sama
hrópið. Þessi götuháreysti hélzt
frá því um kl. 10—12, án þess
nokkur maður af opinberri hálfu
léti sjá sig í þeim tilgangi að
skakka leikinn."
Að vísu var bærinn smáræði
þá miðað við það, sem hann er<
nú, en þó virðist manni, að jafn-
vel þá hefði minna mátt gagn
gera, en að ganga að hverju ein-
asta húsi í bænum og hrópa þessa
óheillaósk til rektors. Æsingarn-
ar hafa því bersýnilega verið
miklar og í raun og veru af öðr-
um rótum runnar en uppi var
látið. Fram kemur að piltar höfðu
heyrt af „pereati" suður í Þýzka-
landi. Vafa laust var hér á ferð-
um einn angi frelsisbaráttunnar,
sem þá var að brjóta um sig í
landinu, þó að hún að þessu
sinni beindist að þeim, er sízt
skyldi.
Manna róttæk-
astur
Láta mun nærri, að lengst af
um daga Steingríms Thorsteins-
son hafi rektorsembættið við
Reykjavíkurskóla verið fremsta
lærdómsstaða í landinu. Því
skiljanlegra verður, hversu gíf-
urlegt hneyksli „pereatið" þótti á
sínum tíma, þar sem hvort
tveggja fór saman virðing stöð-
unnar og ágæti þess, sem hana
skipaði þá. Það er og vafalaust
rétt sem Hannes Pétursson seg-
ir:
„Pereatið var mesta rimma,
sem Steingrímur tók þátt í á
langri  ævi."
En þó að fáir væru þá taldir
ættstærri á íslandi en Steingrím-
ur, sem var sonur Bjarna amt-
manns, eins fremsta embættis-
manns landsins, og dóttursonur
Hannesar biskups Finnssonar, né
líklegri til meiri erfða, þá var
Steingrímur allt  fram  á  elliár
Laugard. 23. jarL
allra manna róttækastur í skoð-
unum. Hann var ekki einungis
eindreginn stuðningsmaður Jóns
Sigurðssonar og meðal helztu
„hirðskálda" hans, eins, og Sig-
urður Nordal orðar það, heldur
hataðist hann mjög við ráðandi
menn í Reykjavik á síðasta f jórð
ungi 19. aldar, kallaði þá „klík-
una", og voru þó sumir hinna
valdamestu þeirra náskyldir hon-
um sjálfum.
„Náfölur, dipló-
matískur púki"
Hugarfar Steingríms lýsir sér
vel í sendibréfi sem hann skrifar
á árinu  1871  til vinar síns:
„Hvernig lízt þér á? Mundu
menn geta láð íslendingum, þó
þeir færu nú eitthvað að hugsa
sig um, hvort engin úrræði væri
að losast úr böðulklónum, þó
ekki væri til annars en hefnda,
því verra en þetta ástand getur
það ekki orðið fyrir alla þá ís-
lendinga, sem hafa nokkra mann-
lund, nokkra drengilega tilfinn-
ing. Allt, sem hjá oss og í oss
er göfugast, þjóðlegast og áhuga-
mest um góðar framfarir, liggur
flatt undir storkun, hælasparki
og áhrækingum hálfblauðra,
„bestíalskra kúgara", og af óllu,
sem ísland á, er ekkert launað,
ekkert tignað nema heimskan og
varmennskan, öllu hinu, sem því
er gagnstætt er hrundið niður í
fátækt og hjálparleysi. Það er
hreint furða, hvernig Danir
þekkja þá úr, sem líklegastir eru
til að grafa fæturna undan öllu
íslenzku og þeim, sem það elska,
þá, sem bezt sameina hroka,
tuddaskap, undirferli og sjálfs-
elsku, að ógleymdri ósvífninni og
heimskuháðinu. Þá er því engan
veginn svo galið að setja Ólund-
ar-Grím niður á Bessastöðum,
þennan náföla, diplómatíska
púka, sem er Der dritte im
Bunde (þriðji maður í bandalag-
inu) með Arnljóti og Gísla. Það
var ekki heldur svo óhyggilegt,
að koma aðalsmanninum Magn-
úsi Stephensen til Reykjavíkur í
nýbýli við Grím — og nú bætist
Bergur við. Allt er þetta kæn-
lega hugsað, en von mín er þó,
að allir viðburðir flatlenzku
stjórnarinnar hafi hér sams kon-
ar heillir og þeir höfðu í hertoga-
dæmunum."
Hvor var
íslenzkari?
Þeir, sem Steingrímur þarna
setur hnýfla sína í, eru Grímur
Thomsen, skáld á Bessastöðum,
Arnljótur Ólafsson, prestur og
alþingismaður, annar aðalmaður
„pereatsins" ásamt Steingrími og
æskuvinur hans, Gísli Brynjólfs-
son, háskólakennari í Kaup-
mannahöfn, og landshöfðingjarn-
ir Bergur Thorberg og Magnús
Stephensen. Vafalaust er það
rétt hjá Steingrími, að allir voru
þessir menn helzt til hallir undir
danska valdið á fslandi. En auð-
vitað gerðu þessir menn aldrei
samsæri gegn frelsi eða velferð
íslands né létu vísvitandi nota
sig í því skyni. Og nú eftir á
getur enginn með góðri samvizku
haldið því fram, að þessir menn
hafi verið verri íslendingar en
allur þorri samtíðarmanna
þeirra, þ.á.m. Steingrímur Thor-
steinsson sjálfur, né hafi þeir,
hver i sínum verkahring lagt
minna af mörkum til velfarnaðar
og þroska íslenzku þjójðarinnar
en hann. Grímur Thomsen var
raunar aldrei talinn þjóðskáld á
borð við Steingrím Thorsteins-
son, en báðir verða þeir áreið-
anlega taldir með stórskáldum
Islands um langan aldur. Og get-
ur nokkur efast um, að Grímur
Thomsen er í eðli jafn ramm-
íslenzkur og raunar enn hand-
gengnari íslenzkri sögu og menn-
ingu en Steingrímur Thorsteins
son?
Valdi andstæðing
Þá var lengi mjðg kalt  milli
Steingríms  og  Hannesar  Haf-
stein.  Fóru  þar  saman  ólikar
skoðanir á skáldskap og það, að
Hannes  var  sprottinn  upp  úr
miðri  „klíkunni."  Gerði  Stein
grímur  þá  þessa  alkunnu  níð
vísu um Hannes:
Með oflofi teygður á eyrunum var
hann,
svo öll við það sannindi rengdust,
en ekki um einn þumlung hann
vaxa þó vann,
það voru aðeins eyrun, sem
lengdust.
Því athyglisverðara er, að það
var  Hannes,  sem  gerði  Stein-
grím  að  rektor,  strax  á  fyrsta
embættisári  sínu  sem  ráðherra
fslands. Þá hafði að nýju hafizt
óöld í skólanum. Einkavinur hins
nýja ráðherra, Björn M. Ólsen,
fremsti lærdómsmaður landsins,
var þá rektor. En hann réði ekki
við neitt, fyrst og fremst sökum
ofstjórnar. Þá var það, að hinn
ungi ráðherra skipaði hinn rót-
tæka öldung, Steingrím Thor-
steinsson, sem rekior til að friða
skólann.
Hafði Steingrímur þó árið áð-
ur gengið í lið með Landvarnar-
mönnum hörðustu andstæðingum
Hannesar.
Skáld og júristar
Það er einkennileg tilviljun, að
réttum 50 árum áður en Stein-
grímur var, í ágúst 1904, settur
í sína nýju stöðu, hafði Bjurni
amtmaður, faðir hans, skrilað
honum hinn 12. ágúst 1854:
„Ég heyrí sagt, að þú sért
farinn að æfa þig í kveðskap.
Þetta er ekki eftir mínu geði
eða mínum smekk, því ég þekki
þá alvarlegu frú Justitíu svo vel>
að ég veit hún hatar allt fantasíu-
spil, gleðileika og önnur skrípa-
læti. Éghef aldrei heyrt, að skáld
hafi verið góðir júristar. Sú kalda
skynsemi á að præsidera hjá júr-
istunum, en ímyndunarkraftur-
inn hjá skáldunum. Að minnsta
kosti máttu ekki slá þér til kveð-
skapar, á meðan þú ert ekki bú-
inn að Ijúka við þín studía."
Skyldi amtmaðurinn, þegar
hann ritaði þetta, hafa haft í
huga nafna sinn, stéttarbróður og
amtmanninn, Bjarna Thoraren-
sen, mesta skáld íslands um sína
daga? Þá hefur hann vitað það,
sem dr. Björn Þórðarson sann-
aði löngu síðar í skrifum sínum
um Landsyfirréttinn, að Bjarni
Thorarensen var sýnu meira
skáld en lögfræðingur, þó að
hann næði ærnum embættís-
frama. Hvað sem um það er, þá
sýndi skáldið Hannes Hafstein
sanna stjórnvizku með skipun
Steingríms í rektorsembættið.
Hannes lét ekki gamlar vær-
ingar ráða gerðum sinum um
skipun i þetta embætti, sem þá
þótti eina virðulegast og eins og
á stóð var eina vandasamast á
landinu. Hannes skildi, að það
var skáldöldungurinn, sem eftir
uppgjöf hins mikla vísinda-
manns, var líklegastur til að geta
komið friði á í skólanum. Þar
reyndist hann vissulega sjá rétt.
Hitt er svo ekki nema mann-
legt, að með aukinni virðingu og
ábyrgð, skyldi róttæknin skjótt
hverfa af hinu aldna skáldi.
Steingrímur hafði enn 1903 verið
einn hinn róttækasti í hópi rót-
tækra, en strax á árinu 1906,
þótti honum ,hinir ungu fullhug-
ar fara alltof geyst og láta ófrið-
lega.". Enda fannst honum á sín-
um efstu árum ekki meira til um
annan mann en Hannes Hafsteín,
eins og Axel Thorsteinsson skýrði
frá í skemmtilegu erindi, sem
hann flutti um föður sinn á sl.
Breytileg viðhorf
Hin ágæta bók Hannesar Pét-
urssonar gefur efni til svo, marg-
víslegra hugleiðinga um mat á
mönnum og málefnum, að ástæða
þótti til að gera hana að um-
ræðuefni. Sleggjudómar og stór-
yrði geta að vísu veitt þeim, sem
slíkt viðhefur, fróun og vakið
áhuga annarra, sem þykir gaman
að illindum og skömmum um
náungann. En aldrei verður
neinn vandi leystur né fram úr
erfiðleikum ráðið með slíku.
Þvert á móti eiga dæmi fyrri
tíðar manna að sýna okkur,
hvernig viðhorfin manna í milli
eru stöðugt háð breytingum. Það
er bæði mannlegt að skjátlast
og að sýnast sitt hvað. án þess
að um nokkra sjónvillu þurfi að
ræða. Frjálslyndi og þekking lýs-
ir sér umfram allt í því, að skilja
að eðlilegt er að ólíkar skoðanir
séu uppi. En aldrei mega menn
láta gamla eða nýja fordóma
verða til þess að hindra það sam-
starf, sem hverju sinni er þörf á,
til að þoka málum þjóðarinnar
í rétta átt-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32