Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ £>riðjudagur 9. febrúar 1965 Satchmo þarf líka að raka sig SATCHMO var að raka sig, þegar við gengum inn í íbúð- ina sem hann hefur að Hótel Sögu. Hann stóð á ganginum með kústinn í hendinni. Hann brosti. Tennurnar og hvít sáp- an runnu saman í andliti hans, sem var eins og hvítur jökull, þangað til maður horfði í aug- un, þau voru hlý og tilgerðar- laus. Þetta voru ekki frægs manns augu. Og þó. Reynslan kennir blaðamanninum einn hlut: eftir því sem fólk er frægara er það alúðlegra, fasið einlægara: þannig er Satchmo. Þó andlilið á honum væri eins og íslenzkur jökull, var höndin hlý eins og frumskóg- arsól. Og brosið falslaust eins og gleði barnsins. Hann gekk inn í baðið og hélt áfram að raka sig. — Spurðu eins og þú vilt, sagði hann. Ég hugsaði andartak, á hverju ég ætti að byrja. Jú íslandi. — Það er gaman að vera kominn hingað, sagði hann. Stórkostlegt. íslenzku áheyr- endurnir, sem ég spilaði fyrir í gærkvöldi eru að mínum smekk. — Þú veizt að það er erfitt að fá íslendinga til að syngja? — Það gerir ekkert, ég finn að það er mikill djass í þessu fólki, það klappar saman lóf- unum. Það er skemmtilegt. Ég var glaður að geta gert það hamingjusamt. — Kveiðstu fyrir að koma til íslands? — Nei. Ég var fullur af eft- irvæntingu. Alltaf ný og ný reynslu, sem bíður manns. Líf- ið er stórkostlegt ævintýr. Að kynnast nýju fólki, löndum. I love it. — Þú hefur kannski hugsað þig um tvisvar, áður en þú komst hingað? — Tvisvar, ég veit það ekki. Mig langaði. — Þú hefur haldið að kuld- inn mundi drepa þig? — Drepa mig, nei það hélt ég ekki. En ég hélt að það yrði kalt hér, miklu kaldara en er. Þegar við flugum yfir landið skömmu áður en við lentum, leit sessunautur minn út og sagði: Getur verið að þetta sé ísland, ég sé h7ergi nokkurs staðar neinn ís. Og nú er einhver Ameríkani, hef ég heyrt, sem vill kalla landið Niceland, það líkar mér vel. Hann hélt áfram að raka sig. Ég stóð í dyrunum og við horfðumst í augu í speglinum. Hann sápaði sig aftur. Það var eins og hann hefði gaman af að breyta þessu svarta andliti, mála það hvítt með sápunni. — Þegar ég var kominn hingað í hótelið í gær, sagði hann, gekk ég út og skoðaði mig um, mér fannst gaman að sjá þetta fallega umhverfi hér, og ég var frakkalaus, hver mundi trúa því? Það er alls staðar snjór um þetta leyti árs nema á íslandi. Merkilegt. Maður getur aldrei orðið svo gamall að lífið hætti að koma manni á óvart. Hann rispaði svarta rák I sápuna eins og barn, sem hef- ur gaman af að leika sér. Og einhvern veginn fannst mér ég hafa þekkt þennan mann alla ævi, hans hlýja hjarta, ein- lægni hans. Allar hreyfingar hans voru í ákveðnum töktum, þeir voru líka ósjálfráðir og eðlilegir. — Hvað sögðu vinir þínir, þegar þú kvaðst ætla til ís- lands? Hann hætti að raka sig og horfði á mig. — Þeir sögðu aðeins: Þú ert heppinn, lagsmaður. Allir vilja koma til íslands. Allir þekkja landið, það er sagt frá því í skólum og mönnum finnst það forvitnilegt. Og hver mundi trúa að óreyndu, að það væri svona gott að koma .... Umhverfið fallegt, hótelið eins og bezt verður á kosið, og maturinn góður. Ég hélt að það yrði snjór hér, og svo vakna ég upp við auða jörð. Mér fannst einhvern veg- inn jafn eðlilegt að hér væri snjór og það er sjálfsagt að ég raka mig með hvítri sápu. Og hann brosti. — Þú átt að koma hingað í júlí eða ágúst, Sagði ég. — Já kannski kem ég ein- hvern tíma seinna. — Þá skaltu veiða lax í fal- legu umhverfi. — Það gæti orðið skemmti- legt, þá mundi ég taka kon- una með, við búum á Long Is- land, hún er ágæt stelpa. — Hvert ertu að fara nú’na? — Til Jómfrúareyja. Þar eigum við að spila. — Þær hljóta að vera mjög fi ábrugðnar íslandi? — Það geri ég ráð fyrir, sagði Louis, en þetta er sjó- bíssness. Við förum þangað, sem okkur er sagt að spila. En þetta er líka góð reynsla. Svona vil ég hafa lífið. Til- breytingarsamt, ríkt að reynslu. Alltaf eitthvað nýtt.' Ég hef ekki séð eftir neinu, sem ég hef gert. Ég spurði um djassinn. — Heldurðu að hann sé orð- in klassik músik? Hann varð mjög alvarlegur á svip. Hann lokaði munnin- um og efri vörin með trompet- örinu skagaði út úr sápunni. — Klassiskur, endurtók hann hálfundrandi, djassinn er partur af klassiskri músik. Hann hefur fengið margt úr henni. Fólkið á baðmullarekr- unum þekkti hana, fólkið á fljótabátunum líka. Og hún var í þjóðlögunum. — Heldurðu að djassinn lifi? — Já, ef fólkið lifir. — Þú heldur þá ekki að nein önnur hljómlist taki við af honum. — Hann er undirstaðan. Allar stefnur í dansmúsik byggjast á djassi. — Þegar þú varst strákur, varst þú á fljótabát? — Já. Það var skemmtilegt að hlusta á fyrsta flokks tón- listarmenn spila þar góðan djass. Svo spilaði ég líka sjálf- ur. Það voru ógleymanlegir tímar. Við sigldum frá New Orleans eftir Mississippifljóti, alla leið upp til St. Louis. Ég var á fljótabátum 1919 til ’21. Og ég var glaðúr. Ég var ham- ingjusamur. Ég er alltaf ham- ingjusamur, ef ég get spilað. — Ég hef heyrt að þú hafir byrjað að spila á vandræða- heimili. — Það er rétt. Við stóðum úti á götu nokkrir strákar og vorum að skemmta okkur — reyndum einnig að safna okk- ur nokkrum aurum. Strákarn- ir spiluðu og ég var að syngja og skjóta úr byssu stjúpföður míns. Það var bannað að skjóta, og ég var tekinn og settur á hælið. Þar fékk ég að spila á kornett, og á hverjum sunnudegi lék ég „When the er ómögulegt annað. Þar hafa forfeður mínir verið svartir þrælar, fluttir inn til Ameríku. Þetta hefur verið óskaplegt líf fyrir þetta fólk. En ég hef allt- af haft það ógætt, ég er alltaf brosandi og hamingjusamur. Meira að segja þegar ég raka mig, líður mér vel. En þetta fólk hefur komið með taktinn frá Afríku, geri ég ráð fyrir. Það hlýtur að vera mjög langt síðan, ég er að verða 65 ára og foreldrar mínir voru auðvitað miklu eldri. Og þannig getum við rakið okkur lengra aftur í myrkrið. En það fékk enginn djassinn í blóðið nema ég. Og ég er þakklátur fyrir það eða finnst þér ég ekki vera þakk- látur á svipinn. Forfeður mín- ir sumir hafa verið þrælar, en þeir hafa átt takt og músik. És. afkomandi beirra. er aftur skrúðgöngu op veifaði til fólks ins og hermenn heilsuðu og allir voru glaðir, og allir hróp- uðu Satchmo. Ég ætti dásam- legt efni í ævisögu, ef ég léti skrifa hana. — Þú ættir að fara til Viet- nam. — Til hvers? — Til að þeir hætti að bch j- ast þar. Hann brosti. Andlitið á hon- um var aftur orðið kolsvart. Hann skoðaði mig í speglinum, svo sápaði hann sig aftur. — Mikið er ég ánægður að hafa komið hingað, sagði hann. Lífið er stórkostleg reynsla. og ég er alltaf hamingjusamur. — Ég sé það, sagði ég. — Það er gott, sagði hann, þá skiljum við hvor annaru Fólk er allsstaðar svipað. Þ. 3 leitar bess sama: að geta slemð Ljosriiyndirnar af Louis Armstrong tók ljósm. samtalið fór fram. Mbl. Ol. K. Magnussou á Uotel Sogu í gær, me„„n Saints go marching in“. Seinna spilaði ég það inn á plötu, þá var ég orðinn 36 ára. Foreldrar mínir skildu, þegar ég var í æsku — eða eins og sagt er: hjónabandið fór í hundana. Þá var ég sendur til ömmu minn- ar, ætli ég hafi ekki verið 9 eða tíu ára gamall. Þegar ég kom af vandræðaheimilinu fór ég aftur til móður minnar og stjúpföður. Það var 1912. — Hafði móðir þín músik í blóðinu? — Nei, ekkert af mínu fólki. Djasginum sló eins og eldingu niður í mig einan. Annars hef- ur áreiðanlega verið músik í forfeðrum mínum. Ég hlýt að vera kominn frá Afríku, það á móti frjáls ems og fuglinn. Og ég fer og þeysist fram og aftur um heiminn, og sé ekki eftir neinu sem ég hef gert. Aldrei. Hef aldrei séð eftir neinu. Þegar ég fór til Afríku átti ég góða daga. Fólkið tók mér eins og vini. Ég var einn af þeim. Ég skildi þá einhvern veginn svo vel, og þeir mig. Þetta var allt svo skemmtilegt og auðvelt. Hvar sem ég var, hylltu þeir mig og klöppuðu eins og börn. Þeir kölluðu Satchmo út úr frumskóginum, allsstaðar var þetta nafn á vör um þeirra. Og þegar ég kom til Leopoldville, hættu þeir að berjast í fjóra daga, eða með- an ég staldraði við. Ég fór í rétta tóna. Erum við ekki allt- af að reyna að slá rétta tónaT Ég hef ekkert gert alla mína ævi nema spila. Þegar ég var 14 eða 15 ára lék ég á Honki- tonk í New Orleans. Síðaf spilaði ég í hljómsveit" Kid Orys. Þegar „King“ Oliver fór til Chicago 1918, tók ég við hljómsveit hans í New Orle- ans. Það var greit! Fólk kom alls staðar þar sem ég spilaði eða söng. Og svo hélt lífið á- fram eins og konsert. Ég segi: kíp rolling. 1921 til ’22 spilaði ég í veitingahúsi Tom Anders- sons með „The Tuxedo Brass Band“. Þangað kom ríkt fólk og eyddi peningum, skemmti sér, borgaði. Á daginn spilaði ég svo við jarðarfarir. Það fór vel saman. 1921 sendi „King* Oliver mér skeyti og bað mig að koma til Chicago og spila á annað korenetið í Lincoln Gardens. Ég lét ekki segja mér það tvisvar. Ég fór norður og spilaði í hljómsveit hans. Það

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (09.02.1965)
https://timarit.is/issue/112753

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (09.02.1965)

Aðgerðir: