Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUN** AÐIÐ Laugardagur 27. ^brúar 1965 Oskar Cortes, fiðluleikari Minningarorð Guðmundur Friðgeir Jósefsson f DAG verður gjörð frá dóm- kirkjunni í Reykjavík útför Óskars T. Cortes fiðluleikara. Óskar var fæddur hér í Reykja- vík 21. janúar 1918 og lézt að heimiii sínu Safamýri 52, Rvík, að morgni þess 22. febrúar sl. Hann var sonur Emanuels Cortes heitins fyrrum yfirprentara og konu hans. Óskar var einn af sex syst- kinum þeirra hjóna. Hann nam íiðiuieik hér í Reykjavík og var síðar við framhaldsnám í Sví- þjóð. Hann var vel þekktur hér lendis sem hljómlistarmaður. Hann réðist sem starfsmaður til Ríkisútvarpsins á árunum eftir 1940 og lék þá í Útvarpshljóm- sveitinni og síðar Sinfóníuhljóm- sveitinni, þegar hún var stofnuð 1950. Óskar kvæntist eftirlifandi konu sinni frú- Jóhönnu Cortes og eignuðust þau hjón tvær dæt- ur, Jónínu Kolbrún, 17 ára og Björgu 12 ára. Það var sem strengur hefði skyndilega brostið í miðju tón- verkinu er það hljómaði sem fegurst Það varð djúp þögn með- al okkar samstarfsmanna hans — „harmþrungin General-pása“ — þegar við fengum fregnina um lát góðs félaga og vinar, Óskars T. Cortes. Við Óskar áttum sam- leið um æfintýraheima tónlistar- innar og kynntumst fyrst þegar við stigum okkar fyrstu spor á þeirri leið, en það var í fiðlutím- um hjá Þórarni Guðmundssyni vestur í bæ. Okkar fyrsti sam- leikur opinberlega var á Sumar- daginn fyrsta 1930 í nemenda- sveit Þórarins. Síðar hittumst við oft þegar við sóttum tíma hjá Stepanek í Hljómskálanum en þá vorum við nemendur í hinum nýstofnaða Tónlistaskóla. Mér fannst frá fyrstu kynnum mín- um við þennan nýja vin, ég finna bjá honum einhverja persónu- töfra sem mér geðjaðist svo vel að. Síðar þegar ég kynntist Ósk- ari betur fékk ég að sannprófa þessa skynjun mína. Þá kynntist ég hans mörgu mannkostum, sem við féiagar og samstarfsmenn hans munum ætíð muna begar nafn hans er nefnt. Við urðum vinnufélagar í Útvarpshljóm- sveitinni og svo í Sinfóníuhljóm- sveitinni, þegar hún var stofn- uð. Um tíma höfðum við enn nánara samstarf, en það var þeg- ar við æfðum af kappi samleik í strengjakvartettinum okkar er nefndist „Fjarkinn". Ég er nú þakklátur honum fyrir þær stundir. Hans dagsdaglega listiðkun með boga á streng var aðeins lít- ill vottur um hina miklu feg- urðarþrá sem með honum bjó og var í samræmi við eðli hans. Ég votta eiginkonu hans, dætr- um og öðrum ættmennum inni- lega samúð mína. Far þú í friði, kæri vin; heillavættir vaki þinni velferð yfir á þínum nýju leið- um. Þorvaldur Steingrímsson. Kveðja frá starfsfélögum. í D A G fylgjum við til grafar einum okkar ágætasta vini og samstarfsmanni, Óskari Cortes, sem lézt langt fyrir aldur fram 22. febrúar sl. aðeins 47 ára að aldri. Með Óskari er gengin einn þeirra bjartsýnu manna, sem lögðu út a þá tvísýnu og torfæru braut að gera tónlist að lífsstarfi í fámenni landsins og fýrirsjá- anlegu mótlæti. Hann hóf tón- listarstarf ungur að árum eða skömmu eftir 1935 og má því telj- ast til brautryðjenda okkar ungu starfsgreinar. Hann tók virkan þátt í félagsbaráttu hljóðfæra- leikara og var valinn til margra ábyrgðarstarfa í þágu þeirra. Sjálfur kynntist ég Óskari fljót- lega eftir að ég lagði út á sömu braut og eignaðist í honum sí- ungan, glaðlyndan og tryggan vin sem flutti með sér birtu og yl hvar sem hann fór og mönnum leið óhjákvæmilega vel í nám- unda við. Nutum við í ríkum mæli hans góðu ráða og heil- brigðu dómgreindar. Að Óskar skuli hafa verið kallaður burt frá okkur svona skyndilega og fyrirvaralaust gerir missinn enn sárari, því engan grunaði annað en að við ættum eftir að njóta hans návistar um ókomin ár. Skoðanir geta verið skiptar um tilgang lífsins, dauðleika eða ódauðleika sálarinnar, en um það blandast engum hugur að með framkomu sinni og persónuleika hafa menn áhrif á samferðafólk sitt, — áhrif sem lifa áfram eft- ir hérvistardaga þeirra. Minn- ingin um góaðn dreng og félaga mun lifa í hugum okkar sem kynntumst Óskari á meðan við dveljum hér og þökkum við því honum fyrir samveruna. Við vottum konu hans og dætr- um okkar innilegustu samúð við missi ástríks eiginmanns og föð- ur. G. E. Innilega þakka ég ykkur, er sýnduð mér vinarhug á sjötíu og f.mm ára afmælinu. Egill Hallgrímsson. Þökk kæru íslendingar! Við höfum fengið stórkostlegar móttökur hjá yður, meðan á heimsókn okkar stóð. Það sem við upplifðum hér geymum við í huga okkar alla ævi. Hjartans þakkir. Scengángarna — Fássbergsskolan, Mölndal, Sven Olander. Þökkum innilega auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, EBENESERS ÞORLÁKSSONAR frá Rúfeyjum. Börn hins látna. Á AKRANESI verður í dag bor- inn til grafar Guðmundur Frið- geir Jósefsson, en hann lézt í Sjúkrahúsi Akraness eftir langa legu. Með honum er fallinn í val- inn hugstæður maður, góður drengur og gegn bongari. Guðmundur fæddist 10. júlí 1887 í Hlíð í Súðavíkurhreppi, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Jósef Jespersson og Kristín Guðmundsdóttir. Á fyrsta ári flutti hann með foreldrum sínum að Lambadal í Dýrafirði. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi, en hvarf úf föðurgarði 25 ára að aldri og flutt ist til ísafjarðar. Á ísafirði byrjaði Guðmundur nám í skipasmíði, en sökum fjár- skorts á þeim erfiðu tímum varð hann að hætta námi. Flutti hann þá til Súgandafjarðar og hóf sjó- róðra, en skömmu síðar fluttu foreldrar hans og systkini einnig þangað. Mestrar gæfu varð GuðmUndur aðnjótandi, er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Matthildi Jónsdóttur, árið 1913, en henni kynntist hann á Súgandafirði. Með mikilli sæmd hefur hún æ síðan staðið við hlið manns síns í lífsbaráttunni. Þau hjónin eignuðust tvö börn Samúel Kristinn, en hann lézt á fyrsta ári, og Guðbjörgu Jónu, sem gift er Friðrik Jónssyni frá Súgandafirði, verkstjóra í Reykja vík. Tvö fósturbörn tóku þau hjón- in á heimilið, Rannveigu Lárus- dóttur, er kom til þeirra fjögurra ára og var hjá þeim til 16 ára aldurs, ag Willy Blumenstein, sem var tekinn í fóstur ársgamall og dvaldi á heimilinu til fullorð- insára. Jóhannes, sonur Guðmundar býr á Súgandafirði. Guðmundur stundaði sjóróðra bæði á eigin og annarra skipum. Hann lauk skipstjóraprófi fyrir smærri fiskiskip árið 1916. Guðmundur var mikill félags- og atorkumaður. Hann þráði að vinna af alhug að áhuga- og fram faramálum héraðsins. Hann var einn af stofnendum Leikfélags Minning Súgfirðin.ga og var formaður fé- lagsins í 20 ár. Hann tók mikinn þátt í leikstarfseminni og öðru félagslífi staðarins og kvað þá stundum kíminn brag. Það ber vott um framtakssemi Guðmundar, að hann var fyrsti Súgfirðingurinn, sem kom með vörubíl til staðarins. Um svipað leyti gerðist hapn beinakaup- maður, kevpti hann bein, sem hann seldi síðar verkuð. Við þetta starfaði Guðmundur í 10 ár. Með þessu starfi annaðist hann einnig brauða- og kökusölu fyrir bakara frá ísafirði. Síðan hóf hann aftur sjóróðra og stundaði sjósókn, unz hann fluttist til Akraness árið 1947, en ári áður hafði dóttir hans setzt þar að. Fyrstu árin á Akranesi stund- aði Guðmundur almenna vinnu, en gerðist síðan umsjónarmaður Gagnfræðaskólans á Akranesi o.g síðar Iðnskólans. Gegndi hann þessum störfum með aðstoð konu sinnar í nokkur ár. Starf hans í þágu skólanna varð styttra en búast mátti við. Á skammri stund skipast veður í lofti. Vegna veikinda varð hann að hætta starfi, og síðustu 5 árin dvaldi hann að mestu leyti í Sjúkrahúsi Akraness, þar sem hann naut góðrar hjúkrunar. Sá sem þetta ritar, átti því láni að fagna að kynnast Guðmundi Jósefssyni persónulega, eftir að hann flutti til Akraness, og njóta mikillar gestrisni þeirra hjóna. Á þeim samverustundum ræddi hann oft hugðarefni sín, skáld- skap ag fagrar listir, og hann fylgdist af áhuga með öilu því, sem bæjarfélaginu og þjóðinni allri mátti til heilla verða. Oft tók hann penna í hönd og ritaði um þessi áhugamál sín. Hann var greindur og hafði yndi af að láta aðra njóta þess, sem honum sjálfum þótti fagurt og gott. Kom þetta greinilega í Ijós í skólunum. Hann þráði að hafa bætandi áhrif á æskuna. Bæði í bundnu ög óbundnu máli hvatti hann hana til dáða, og hann naut vinsælda í hennar hópi. Löngu ævistarfi er lokið, og við fráfall góðs vinar votta ég konu hans, börnum og öðrum vandamönnum einlæga samúð og bið þeim blessunar Guðs. Sverrir Sveinsson. „Hann he>ur ekki sungið síðan“ Fort Worth, Texas, 23. feb. — AP. FRÚ F. A. Farham telur að kanarifugl sinn, sem heitir Joéy Boy, hafi fengið óhreinlega út- reið. Síminn hringdi er frú Farham var að ryksuga búrið hans. H.m snerist á hæli til þess að taka upp símann, og — ssss — Joey Boy sogaðist upp í ryksuguslöng- una og niður í pokann. Frú Farham reif sundur ryk- suguna í ofboði og náði Joey Bov út úr pokanum. Hún hristi síðan rykið af honum, en Joey Boy var eftir sem áður óþekkjanlegur, svo hún setti hann undir vatns- krana. Til þess að tryggja að fugl- inn fengi ekki kvef af þessu, setti frú Farham hann síðan í hár- þurrkuna sína. „Hann hefur ekki sungið síð- an“, sagði frú Farham í dag. „En hann borðar vel.“ JCB verksmiðjurnar framleiða nú fimm mismunandi gerðir og stærðir af bjólaskurðgröfum og nú er e.nnig hafin framleiðsla á JCB—7, sem er skurð- grafa á beltum og öll vökvaknúin. JCB framleiðir nú um 60% af allri skurð- gröfuframleiðslu Bretlands, enda stærsta verksmiðja sinnar tegundir í he.m- inum. Ef samið er strax getum við boðið afgreiðslu á öllum tegundunum í april n.k. Leitið upplysinga um verð og greiöSiUSKÍimála. CLOBUS HF. Vatnsstíg 3 — Sími 11555.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.