Morgunblaðið - 04.04.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.1965, Blaðsíða 22
I nn MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. apríl 1965 Innilegar þakkir færi ég vinum og skyldmennum, sem minntust mín á níræðisafmæli mínu hinn 20. marz s.l. Sigríður Eiríksdóttir, Lyngheiði 10 — Selfossi. Pierpont-úr Favre-Leuba-úr Nýtízkulegar gerðir. Mikið úrval. Sendi gegn póstkröfu. HELGI GUÐMUNDSSON, úrsmiður Laugavegi 65. Nýkomnir ýmsir BMC varahlutir í Morris 1100 - Morris 1000 — Morris Mini Minor Stýrisendar Oiíusíur — Loftsíur Slitboltar Vatnshosur Slitfóðringar Vatnsdælusett Bremsuborðar Bretti — Grill bremsudælur Blöndungar bremsugúmmí Stuðarar — Felgur bremsubarkar Startarar — Dynamóar Ventlar • Kveikjur Stimpilhringir Hjólkoppar — Aurhlífar Legur — Pakkningar Felguhringir Dekkjahringir Suðurlandsbraut 6 — Sími 22235. Móðir mín, GUÐNÝ ELINBORG GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að Hrafnistu 2. apríl síðastliðinn. Magnús Þórðarson. Jarðarför ÞORVALDAR ÞORVALDSSONAR Kothúsum, fer fram frá Utskálakirkju mánudaginn 5. apríl kl. 2 e.h. Sveinbjörn Árnason. Móðir okkar, JENSÍNA LOFTSDÓTTIR Safamýri 52, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudag.'nn 6. þ.m. — Jarðarförinni verður útvarpað. Unnur Guðbjartsdóttir, Loftur J. Guðbjartsson, Friðrik L. Guðbjartsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu JÓNÍNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Fálkagötu 32. Emil Ásmundsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir mín ÁSTRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Austurgötu 21, verður jarðsungin frá Þjóðkirkju Hafnarfjarðar þriðju- daginn 6. apríl kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Ólafía Jónsdóttir. Þorvaidur Þorvaldsson frá Kothúsum í Garði VERÐUR jarðsunginn frá Út- skálakirkj u mánudaginn 5. þ.m. Hann fæddist í Kothúsum 7/11. 1876 og dvaldist þar til ársins 1929, að hann fluttist, ásamt konu sinni Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur til Keflavíkur. Keyptu þau hús Árna Geirs Þóroddssnar, nú nr. 14 við Hafnargötu. Var það heim- ili hennar til dánardægurs 13/3 1935 og hans einnig til æviloka, að fáum síðustu dögunum undan- skildum, er 'hann dvaldi hér á Elliheimilinu og sjúkrahúsinu í Keflavík, þar sem hann andaðist hinn 27. marz s.l. Foreldrar Þorvalds voru Sig- ríður Þorsteinsdóttir Guðbrands- sonar í Kothúsum og Þorvaldur Ólafsson. Þótt byiggðin í Garðinum sé á láglendi meðfram sjónum, þá er þar vítt til veggja og útsýni fag- urt til Snæfellsjökuls og alls fjallahringsins við Faxaflóa. Landkostir eru þar ekki miklir, borið saman við grösugar sveitir. Beindust því hugir manna að sjón um, en ekki hvað síst fyrir það að Garðssjórinn er fyrir landi, sem áður en togararnir komu til sög- unnar, reyndist oft nægtarbúr fiskimanna. Þorvaldur í Kothúsum, en við þau var hann jafnan kenndur, var ekki frábitinn sjónum. 7 ára fór hann í fyrsta róðurinn, en 12 ára gamall fór hann að stunda sjó að vorinu cng kom þá fyrir að hann vantaði til spurninga hjá sóknarprestinum. Hann var í vinnumennsku til 18 ára aldurs, en fór þá á færaskútu (kutter Margrét) frá Reykjavik. Hafði hann í sinn hlut eftir úthaldið kr. 800,00, sem var mikill peningur í þá daga. Frétti hann þá að Guð- mundur Ólafsson í Nýjabæ á Sel- tjarnarnesi hefði sex manna far til sölu. Vatt hann sér þangað og keypti bátinn á kr. 3'50,00 og réri honum einn inn að Geirs- 'bryggju í Reykjavík og keypti kol í kjöifestu. Þótti mönnum djarft að hann færi einn á bátnum og útveguðu honum unglinig til samfylgdar. Lögðu þeir af stað í uppgangs landsynningi og lentu Hafmeyj- unni, en það nafn gaf hann bátn- um, heilu og höldnu í Kothúsa- vör. Hófst þar með happasæl for- mennska hans, sem lyfti honum og mörgum þeim, sem með hon- um voru frá fátækt til bjargálna. Hann var jafnan aflasæll og sótti sjóinn fast. Sjálfur var hann hraustmenni og ósérhlífinn, svo það var ekki á allra færi að fylgja honum eftir. Ekki minntist hann neinna verulegra svaðilfara á opnu bát- unum. En hann var með þeim fyrstu er eignaðist vélknúinn þil- farsbát. Árið 1916 átti hann 12-13 smálesta vélbát, Kára Sölmundar- son. í marzveðrinu mikla var hann á sjó á Kára. Mátti á hon- um skilja að það hefði verið hættulegasta og erfiðasta sjó- ferðin, sem hann fór um dagana. Meðan hann stundaði sjó á vél- bátum hafði hann upsátur í Sand gerði. En hin síðari ár í Garðin- um réri hann á opnum vélbátL Auk sjómennskunnar stundaði hann búskap, eins og tíðkaðist hjá stærri útgerðarmönnm í þá daga. stærri útgerðarmönnum í þá daga. stundaði hann aðallega fiskimat, svo lengi sem sjónin leyfði, en hún dapraðist með aldrinum cng var hann því nær blindur síðustu árin. Eftir að hann hætti matinu, þá vann hann ýmsa vinnu heima, meðan kraftar leyfðu. Þorvaldur var enginn hringl- andi í skoðunum og fylgdi ávallt Sjálfstæðisflokknum, eftir að hann var stofnaður. Hann var lengi í hreppsnefnd Gerðahrepps og þótti þar tillögu góður. Hann var einn af stofn- endum Sparisjóðsins í Keflavík árið 1907. Deyr hann síðastur stofnendanna. Um 1940 kaus sýslunefnd hann í stjórn sjóðsins og gegndi hann því starfi til dánardægurs. í aldarfjórðunig höfum við unnið þar saman og ávallt snurðulaust. Lét hann sér mjög annt um hag sjóðsins og studdi hann í hví vetna, og gladdist þegar í rétta átt miðaði. Minnist ég hans sem eins tryggasta vina minna. Fyrri kona Þorvalds var (eina og að framan er getið) Guðrún Sveinbjörnsdóttir, systir Einars Sveinbjörnssonar, er var kunnur útgerðar- og athafnamaður í Sandgerði. Guðrún var ekkja Árna Árna- sonar formanns í Kothúsum. Þeirra sonur er Sveinbjörn í Kot- húsum, atorku- og dugnaðarmað- ur. Guðrún var hin mesta sæmdar kona. Séra Kristinn Daníelsson sagði, meðal annars í eftirmæl- um eftir hana: „Þar þar fyrir- myndar höfðingSkona í val fall- in“. Síðari kona Þorvaldar var Ágústa Ebenezardóttir, Guð- mundssonar, gullsmiðs á Eyrar- bakka og koriu hans Sesselju Ól- afsdóttur. Ágústa fæddist 12. ágúst 1888 og andaðist hinn 22. marz. s.l. Fór fram kveðjuathöfn í Keflavíkurkirkju 27. s.m. og var hún jarðsungin á Eyrarbakka sama dag. Árið 1911 giftist Ágústa Sigurði Dianíelssyni gullsmið á Eyrar- bakka. En hann dó árið 192.9. Eignuðust þau 3 dætur, Sesselju. Klöru og Þorbjörgu, sem allar eru giftar og búsettar í Reykja- vík. Ágústa dvaldi nokkur ár á Eyrarbakka eftir lát Sigurðar. Tókst henni með dugnaði og æðruleysi að sigrast á þeim erfið leikum, sem slæm árferði oig lát manns hennar olli henni. Árið 1934 kom hún bústýra til Þor- valds oig giftust þau tveim árum síðar. Og felldi hún sig fljótt að þeim heimilisháttum, sem Þor valdur hafði mótað og mótazt aí. Höfðingsskapur, rausn og gest- risni ríki á 'heimilunum í Kot- húsum og Keflavík. Var húsráð- endum ekki Ijúft að nokkur færi frá garði, án einhverra veitinga. Bæði voru þau samhent í að berj ast við ellina og gerðu þau það raunar lenigur en kraftar leyfðu. Með Ágústu er í valinn fallin ein hinna ágætu alþýðukvenna, er verja ævinni í hljóðlátu starfi fyrir heimili og ástvinL og láta ekki bugast, þótt móti blási. Þorvaldur var einn af gildustu fulltrúum sinnar stéttar. Fylgja þeim hjónum vinarkveðjur til hinna ókunnu stranda og samúð- arkveðjur til vandamanna þeirra. GuSm. Guðmundsson. Bílaviðgerðamatkir Maður vanur bílaviðgerðum óskar eftir vinnu úti á landi, helzt á Suðurlandi. Húsnæði þarf að fylgja. Tilboð merkt: „Fjölskyldumaður — 7113“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 12. þ.m. Skrifstofustúlka Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofustúlku nú þegar. Vélritunarkunnátta áskilin. Umsóknir u n starfið sendist Morgunblaðinu fyrir 10. apríl merkt- ar: „Ábyggileg — 7112“. PIERPONT-liR IMódel 1965 Þetta er vinsælasta fermingar- úrið í ár. — Mikið úrval fyrir dömur og herra. Sendi gegn póstkröfu. CARÐAR ÓLAFSSCN úrsm. Lækjartorgi — Sími 10081. Til sölu mjög glæsileg herb. endaíbúð á 4. hæð í sambýlishúsi við Kleppsveg, milli 70 og 80 ferm. íbúðin er teppalögð með harðviðarinnrétV- ingum og mjög skemmtilegu eldhúsi með góðum borðkrók. Tvöfalt gler og fullkomnar vélar í þvotta- húsi. Baklóð frágengin. — Svalir. — Góð geymsla. □ FASTEIGNA- 0G LÖGFRÆÐISTOFAN LAUGAVEGI 28b,áími 1945£ Gísli Theódórsson Fasteignaviðskipti Heimasími 18832.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.