Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 92. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORCUNBLAÐIÐ

Laugardagur 24. apríl 1965

Siöfucp í dag: Salóme

Gunnarsdóttir, ísafirði

SALÓME Gunnarsdóttir frá Sval

barði í Ögurví'k á í dag sjötugs-

afmæli. Þessi merka og dug-

mikla kona er fædd á Eyri í

Skötufirði 24. apríl árið 189©.

Hún fluttist ung að árum í ögur-

vík og árið 1918 giftist hún Her-

^. manni Hermannssyni. Bjuggu

þau fyrst nokkur ár í Ögri, en

árið 1926 reistu þau nýbýlið Sval

barð í Ögurvík. Þar stundaði

Hermann Hermannsson sjó og

búskap. Áttu þau heima á Barði,

sem svo var kallað, fram til árs-

ins 1945 er þau fluttust til ísa-

fjarðar. Hafa þau átt þar heima

síðan og búið að Mjógötu 3.

.Hermann Hermannsson er far-

sæll og dugandi sjómaður. Hann

stundaði sjóinn af miklu kappi á

litlum vélbátum með sonum sín-

um, bæði heima í Ögurvík og

einnig fyrstu árin eftir að hann

fluttist til ísafjarðar. Hermann

er fæddur 17. maí 1893 að Kross-

nesi í Árneshreppi í Stranda-

sýslu. Er hann því nú 72 ára að

aldri. Hann er glæsimenni að

vallarsýn, fríður maður og föngu-

™ legur og hinn bezti drengur.

Salóme og Hermann eignuðust

11 börn, 6 syni og 5 dætur. Eru

þau öll á lífi. Má segja, að barna

lán þeirra hjóna sé mikið. Öll

eru börn þeirra frábært myndar-

fólk, sem hefur orðið foreldrum

sínum til gleði og sóma. Fimm

sonanna eru afburða skipstjórar

og aflamenn og öll eru börnin

vel gefin og vel gert atorkufólk.

Dæturnar eru Anna Kristín, sem

gift er Ásgeiri Sigurðssyni á ísa-

firði; Þuríður, gift Arnviði Ævar

Björnssyni á Húsavík; Sigríður,

gift Erlingi Magnússyni, Reykja-

vík; Karitas, gift Steingrími

Birgissyni, Húsavík og Guðrún

Dóra, sem gift er Þóri Þórissyni

á ísafirði.         ~>

Synirnir eru Sverrir viðskipta

fræðingur í Reykjavík, formaður

Landssambands íslenzkra verzl-

unarmanna, kvæntur Grétu Lind

Kristjánsdóttur; Gunnar, skip-

stjóri í Hafnarfirði, kvæntur

Kristínu önundardóttur; Þórður

m skipstjóri í Reykjavík, kvæntur

Vigdísi Birgisdóttur; Gísli Jón,

skipstjóri í Reykjavík, kvæntur

Jónínu Einarsdóttur; Halldór

skipstjóri á ísafirði, kvæntur

Katrínu Gísladóttur og Birgir,

skipstjóri i Reykjavík, kvæntur

Öldu  Sigtryggsdóttur.

Barnabörn þeirra Salóme og

Hermanns Hermannssönar munu

þó nú vera orðin hart nær fjórir

tugir talsins.

Mér er minnisstætt heimili

þeirra Salóme og Hermanns að

Svalbarði í Ögurvík. Þar voru

ekki alltaf mikil veraldleg efni

í búi. En allt tókst uppeldi þessa

stóra og mannvænlega barna-

hóps vel og giftusamlega. Þau

hjón eru miklar mannkosta-

imanneskjur, vel gefin, hispurs-

r laus og drenglynt fólk. Áreiðan-

leiki og festa voru og eru höfuð-

einkenni þessara samhentu og

þrekmiklu hjóna. Annríki

Salóme á heimili hennar var

aldrei svo mikið að gestrisni

hennar og höfðingslund fengi

ekki notið sín. Ástúð hennar og

hjartahlýja skapaði ávallt birtu

í kringum hana og heimili henn-

ar.

Salóme Gunnarsdóttir hefur

hlotið ríkuleg sigurlaun fyrir

stórbrotið starf, unnið af æðru-

leysi  og  fórnfusum  kærleika.

Hún hefur gefið þjóðfélagi sínu

þá beztu gjöf, sem nokkru þjóð-

félagi getur hlotnazt, gott, dug-

mikið og heiðarlegt æskufólk.

Það var mikið skarð fyrir

skildi í Ögursveit, þegar hin

stóra og glæsilega fjölskylda

Salóme og Hermanns á Barði

flutti þaðan burtu. En mestu

máli skiptí, að þetta góða fólk

fann hamingjuna á nýjum slóð-

um og fékk þar tækifæri til þess

að vinna landi sínu vel og dyggi-

lega.

Ég óska þessum gömlu og góðu

vinum, Salóme og Hermanni,

innilega til hamingju með sjöt-

ugsafmæli Iþeirra. Mestu máli

skiptir þó lífslán þeirra. Þau

geta nú litið yfir farinn veg og

horft hamingjusöm fram til hinna

efri ára. Vinir þeirra og skyldu-

lið samfagnar þeim. Hérað

þeirra og þjóðfélag þakkar þeim.

Lifið svo heil og sæl, gömlu

vinir.

Sigurður Bjarnason frá Vigur.

Brezka sveitin kominn

í GÆRKVÖLDI var væntan-

leg til Reykjavíkur ensk bridge-

sveit, sem hingað kemur í boði

bridgefélaganna í Reykjavík.

Bridgesveit þessi er skipuð mjög

gó'ðum og kunnum spilurum,

tveiur konum og tveimur körl-

um og eru þar á meðal heims-

meistari og Evrópumeistarar.

Ensku spilarnir taka þátt í tví

menningskeppni sem fram fer í

dag og á morgun í Sjómanna-

skólanum og taka þátt í keppn-

inni 65 pör.

Á mánudag mun enska sveitin

spila við fslandsmeistarana, sveit

Gunnars Guðmundssonar og fer

sú keppni fram að Hótel Sögu.

Leikur þessi verður sýndur á

sýningatöflunni til hagræðis og

skemmtunar fyrir áhorfendur.

Á miðvikudag keppir enska

sveitin við Reykjavíkurmeistar-

ana, sveit Halls Simonarsonar,

og fer sá leikur einnig fram að

Hótel Sögu og verður einnig

sýndur á sýningartöflunni.

Enska sveitin tekur ennfrem-

ur þátt í sveitakppni 8 sveita,

sem fram mun fara í Tjarnarbúð

á þri'ðjudag, fimmtudag og laug

ardag.

Ensku spilararnir eru þessir:

Frú Jane Pedro Juan, sem er

núverandi   heimsmeistari,   frú

Myndin er af frú Jane Peura

Juan sem er í ensku bridgesveit-

inni, sem hingað er komin í

boði bridg'efélag-anna í Reykja-

vík. Frú Juan er núverandi heitns

meistari í kvennaflokki.

Joan Durran, sem er núverandl

Evrópumeistari, Anbhony Priday,

núverandi Evrópumeistari og

Yuri Lengyel, sem hefur spilað

í hollensku landsliðinu, en er nú

búsettur í Englandi.

Árleg ferð Fáksmanna

í Hlégarð á sunnuda

HINN árlegi útreiðartúr Fáks-

félaga, sem farinn hefir verið

að Hlégarði í Mosfellssveit, verð

ur farinn n.k. sunnudag. Lagt

verður upp frá hesthúsum Fáks

á skeiðvellinum kl. 2 eJh. stund-

víslega. Kaffidrykkja verður í

Hlégarði um kl. 4 síðdegis. Þess-

ar ferðir hafa jafnan verið fjöl-

sóttar og má búast við að enn

fleiri verði nú en venjulega þar

sem aldrei hafa verið jafnmarg-

ir, sem stunda hestamennsku hér

í Reykjavík og nú.

Fjáröflunarnefnd kvenna 1

Fáki er að hefjast handa um

happdrætti, en í því verður

dregið 6. júní. Vinningar eru

gæðingsefni og strandferð me3

einhverju  skipi Eimskpafélags-

• SUMARDAGURINN

FYRSTI

Ekki var sumardagurinn

fyrsti beint sumarlegur. Enda

mun það ekki hafa þóknazt

máttarvöldunum að koma með

sinn fyrsta sumardag sam-

kvæmt pöntun frá okkur. Samt

var þátttakan í skrúðgöhgu og

hátíðahöldum í Lækjargötu

ágæt.

Ég gekk niður Laugaveg á

eftir lúðrasveit drengja og

hafði ánægju af. Að vísu kom

það fyrir, að herramennirnir

með bassahljóðfærin, þeir sem

ráku lestina, drægjust svolítið

aftur úr í laginu. En það kom

ekki að sök, því það er alltaf

ánægjulegt að sjá ungt fólk að-

hafast eitthvað gagnlegt og á-

nægjulegt í fristundum sínum

— og sannarlega liggur mikið

starf að baki. stuttri gönguför

drengja — þeytandi lúðra sína

— niður Laugaveg.

Sem gamall lúðrasveitarmað-

ur get ég borið það, að fátt er

skemmtilegra en leika í slíkri

hljómsveít. Foreldrunum finnst

sjálfsagt margt  skemmtilegra

en að hlusta á endalausan og

hávaðasaman blástur þeirra,

sem æfa sig vel heima. Samt

ættu foreldrar að hvetja börn

sín til þess að reyna að komast

í slíkan félagsskap — og greiða

fyrir þeim eftir beztu getu, ef

einhverjir hæfileikar gera vart

við sig.

Piltarnir, sem gengu niður

Laugaveginn, með lúðra sína

á sumardaginn fyrsta hafa ekki

aðeins haft gaman af þessum

sumardegi, heldur er þetta tóm

stundastarf mjög þroskandi fyr-

ir þá — og það er e.t.v. aðal-

atriðið. Báðar hljómsveitirnar

voru ágætar — og við þyrftum

að eignast fleiri slíkar.

• VERKNÁMSKENNSLA

Jón H. Björnsson, garðarki-

tekt, skrifar okkur eftirfarandi:

„Velvakandi:

Aukinn skilningur á verk-

námskennslu er sannarlega

gleðiefni. Nú er talað um, að

nemendur skuli fá verklega

kennslu í vinnustofum skólanna

í ríkari mæli í stað handleiðslu

ýmissa meistara. Þetta er gleði

legt vegna þess að skóli, sem

hefur það hlutverk fyrst og

fremst að kenna, hlýtur að ná

miklu betri árangri, heldur en

meistari gerir með sitt hags-

munas j ónarmið.

Ástæðan fyrir því, að ég læt

fögnuð minn hér í ljós, er sú,

að árið 1952 kenndi ég við Garð

yrkjuskóla ríkisins, nýkominn

frá margra ára námi í Banda-

ríkjunum, og stóð þá yfir breyt-

ing við reglugerð skólans. Mér

var gefið tækifæri til þess að

láta óskir mínar í ljós, sem ég

gerði. Óskir mínar beindust í

þá átt að kenna samtvinnað bók

legt og verklegt nám við skól-

ann. Engar af mínum tillögum

voru teknar til greina, ég hætti

kennslu. Nú stendur aftur yfir

breyting á reglugerð skólans.

Sem skólanefndarmaður, hefi

ég komið tillögum mínum á

framfæri, en hvort þær ná fram

að ganga á eftir að koma í ljós.

Ég tel vafasamt að enn sé næg-

ur skilningur fyrir hendL

Tillögur mínar eru fyrst og

fremst í þá átt, að nemandi sé

við skólann árið út í gegn, þar

sem að svo margt viðvíkjandi

garðyrkju er háð árstíðunum,

og að hvert fag sé kennt bæði

í bóknáms og verknáms tímum

samtvinnað, þar sem að hægt

er að koma því við. Síðastliðm

tólf ár hefur farið fram ein-

göngu bóknáms kennsla fjóra

svörtustu skammdegismánuð-

ina. Sú kennsla hefur verið

mjög vel framkvæmd af úrvala

kennurum, en sú kennsla gerir

ekki hálf t gagn á móts við það,

ef að hægt væri að tengja hana

verknámskennslu við skólann

sjálfan. Hér verð ég að biðja

menn að misskilja mig ekki. Að

vinna við garðyrkjustöð skól-

ans, sem er ein stærsta fram-

leiðslustöð landsins og hefur

því sitt hagsmunasjónarmið, er

ekki það sem ég á við með

verknáms-kennslu, sem fram-

kvæmd yrði fyrst og fremst af

kennslustofnun.

Til frekari skýringar gæti ég,

eins og Gísli Halldórsson, verk

fræðingur, talið upp dæmi frá

minni eigin reynslu við verk-

námsskóla í Farmingdale, Long

Island og borið þá reynslu sam

an við nám mitt við Garðyrkju-

skóla ríkisins, en læt þætta

nægja að sinni.

Jón H. Björnsson".

bakljós, ökuljós, stefnuljós

ög bremsuljos/  _

BRÆ»URNIB; ÓRMSSON hf

Veslufgðtu 3. —'Simi 11467."

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32