Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 119. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 27. maí 1988
MORGUNBLAÐIÐ
21
Stúlknaheimilið Bjarg að Melabraut 10 á SeltjarnarnesL
Stúlknaheimili Hjálpræiis
hersins að taka til starfa
Rætt við Auði Eir Vilhjálmsdóttur cand. theol.
STÚLKNAHEIMILIB Bjar,?,
sem Hjálpræðisherinn hefur
nú komið upp að Melabraut
10 á Seltjarnarnesi, var vígt
sl. laugardag. Það var komm-
amiör Kaare Westergaard
yfirmaður Hjálpræðishersins
á Islandi, í Noregi og Færeyj-
um, sem vígði heimilið, en
meðal gesta við vígsluna voru
m.a. Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra, Geir Hallgríms-
son borgarstjóri og Auður
Auðuns forseti borgarstjórn-
ar. Auk kommandörs Wester-
gaards héldu ræður við þetta
tækifæri Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra ftg brigg
ader Henny E. Driveklepp,
yfirforingi Hjálpræðishersins
á Islandi. Fréttamaður og ljós-
myndari Mbl. brugðu sér í
stutta heimsókn í hið nýja
vistheimili fyrir stúlkur, og
er ýkjulaust að segja, að öll
húsakynni þar eru Hjálp-
ræðishernum til hins mesta
sóma í alla staði.
1 tilefni af því að nú hefur
Hjálpræðisherinn komið upp
þessu eina stúlknaheimili,
sem til er í landinu sneri Mbl.
sér til Auðar Eir Vilhjálms-
dóttur og bað hana að segja
frá þessu framtaki Hjálp-
ræðishersins.
— Hjálpræðisherinn hafði
spurnir af því frá kvenlög-
reglunni, að mikil og aðkall-
andi þörf væri á því, að sett
yrði á fót stúlknaheimili hér
á landi. Kommandör Kaare
Westergaard, sem er yfirmað-
ur þeirrar deildar Hjálpræðis-
hersins, sem nær yfir Noreg,
ísland og Færeyjar, var
staddur hér fyrir einu ári, ag
hvatti hann mjög til þess, að
ráðizt yrði í að hrinda þessu
í framkvæmd. Farið var frám
á það við menntamálaráð-
herra, að hann beitti sér fyrir
því, að hið opin'bera léti okk-
ur í té aðstoð við að koma
heimilinu upp. Tók hann
ágætlega í þá málaleitan og
hefur reynzt mjög hjálplegur
um allt varðandi þetta mál. Á
undanförnum 6 árum hafði
verið lagt til hliðar árlega 300
þús. kr. fjárlögum, og var
þetta fjármagns, alls 1,8 millj.
kr., ætlað til að reisa stúlkna-
heimili. Þetta fé var lánað
Hjálpræðishernum til 20 ára
ára að tilhlutan menntamála-
ráðherra, og gerði það okkur
kleift að ráðast í að reisa
heimilið.
—  Hvernig er fyrirhugað,
að rekstur heimilisins  verði?
—   Stúlknaheimilið Bjarg
getur veitt viðtöku alls 11
stúlkum. Þær verða á aldrin-
um 14—16 ára og verður
þeim komið fyrir á heimilinu
að tilhlutan barnaverndar-
nefnda í viðkomandi sveitar-
félögum. Á heimilinu verður
síðan starfræktur skóli, þar
sem kenndar verða sömu
námsgreinar  og  í  tveimur
Auðuu-  Eir  Vilhjálmsdóttir
fyrstu bekkjum gagnfræða-
skóla. f alla staði verður leit-
azt við að hér verði um heim-
ili en ekki stofnun að ræða,
heimili, sem veitir stúlkunum
kærleiksríkan og góðan  aga.
—  Hefði ekki verið heppi-
legra að koma upp heimili
sem þessu einhvers staðar
fjarri  þéttbýlinu?
—  Nei, alls ekki. Hjálp-
ræðisherinn rekur t.d. stúlkna
heimili í Stavanger. Þar hef-
ur reynzlan sýnt, að heppi-
legra er að vera einmitt í
þéttbýlinu. Með því geta
stúlkurnar fengið að stunda
vinnu og fengið frelsi sitt aft-
ur smátt og smátt, í stað þess
að annars kæmi frelsið allt of
snögglega, er stúlkurnar flyttu
aftur.
— Er það annars fjárhags-
lega kleift fyrir samtök áhuga
manna eins og Hjálpræðis-
herinn er að annast svona
rekstur?
—  Það er í vaxandi mæli
farið að fela einmitt slíkum
samtökum  að  reka  ýmsar
þjóðfélagsstofnanir.      Þess
vegna lánaði ríkissjóður Hjálp
ræðishernum um helming
þess fjár, sem þurfti til að
koma heimilinu upp. Síðan
munu ríki og sveitarfélög
greiða heimilinu daggjöld*
végna þeirra stúlkna, sem þar
munu dveljast. Að öðrum
kosti hefði auðvitað verið
ókleift fyrir okkur að 'reka
slíkt heimili. í Noregi er t.d.
'sá háttur á hafður, að ríkið
byggir ýmsar líknarstofnanir
og leitar síðan til Hjálpræðis-
hersins eða annarra og biður
þá um að annast reksturinn.
Við hér á íslandi munum
njóta þeirrar miklu reynzlu,
sem Hjálpræðisherinn í Nor-
egi hefur í þessum efnum, en
alls rekur Hjálpræðisherinn
nú 2047 þjóðfélagsstofnanir í
70 löndum. Hins vegar mun-
um við ekki einskorða okkur
við það fyrir fram að fara í
einu og öllu eftir reynslu
Norðmanna, því að ekki á hið
sama ávallt við hér og erlend-
is. Við munum þreifa okkur
áfram og láta reynsluna skera
úr.
—  Unnu margir félagar í
Hjálpræðishernum að því að
koma  heimilinu  upp?  -
—Já, hér hefur verið unnið
nótt og dag við að ljúka breyt-
ingunum, og hafa margir
Hjálpræðishermenn lagt þar
hönd .á, og er ég mjög ánægð
með hversu sköruglega hefur
verði unnið að þessu. Breyt-
ingar á húsnæðinu teiknaði
Ásmundur Ólason bygginga-
meistari, en alla stjórn á
hendi við framkvæmdirnar
hér hafði briggader Hanny E.
Driveklepp, og eigum við
henni og kommander Wester-
gaard mest að þakka, hversu
vel heáur gengið. Einnig hef-
ur verið ágætt samstarf milli
Hjálpræðishersins og aðila,
sem um þessi mál fjalla, svo
sem lögreglustjórans í Reykja
vík Guðlaugar Sverrisdóttur
kvenlögreglu, barnaverndar-
yfirvaldanna og fleiri.
—  Heimilið mun taka til
starfa eftir fáeina daga.
Briggader Driveklepp mun
hafa á hendi yfirstjórn þess,
en daglegan rekstur mun maj-
or Anna Hansen-Ona annast,
en við heimilið mun starfa
alls 4 stúlkur auk nokkurra
stundakennara.
5% í flokknum
Serov ekki á
skránni
Moskvu, 24. maí, NTB.    I
5% SOVÉZKBA borgara eru fé-
lagar í kommúnistaflokki lands- |
ins, að því er tímaritið „Flokks-
líf'- skýrir frá á sunnudag. Alls
eru í flokknúm 11.758 félagar.
Ennfremur sagði í tímaritinu,
að 30.763 manns hefði verið vik-
ið úr flokknum í fyrra fyrir
framin „verk er ekki samrým-
ast kommúnisma."
Einn þeirra sem ekki er leng-
ur á félagaskrá kommúnista-
flokks Sovétrikjanna, er, að því
er heimildir NTB í Moskvu
greina á sunnudag, Ivan hers-
höfðingi Serov, sá er fyrrum var
yfirmaður sovézku lgyniþjón-
ustunnar. Serov tók við því em-
bætti árið 1953 er Beria var tek-
inn af lífi, en hann hafði áður
verið af því frægastur að brjóta
á bak aftur andstöðu gegn So-
vétríkjunum í Eystrasaltslönd-
unum 1939—40. Seroy var kos-
inn í miðstjórn flokksins árið
1956 en sviptur embættum sin-
um tveimur árum síðar. Serov
er sagður eitthvað hafa hugsað
til hreyfings er Nikita Krúsjeff
var sviptur völdum en varS
lítið ágengt. Ekki er talið að
Serov muni látinn svara til saka
fyrir rétti.
Pólýfónkórinn syngur
í Skálholti
IHlllllllllllllMIIKIIIIftl,,,!!,!,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllltll......lllllllllllltllll|||||„M|||
BISKUPINN yfir fslandi boðaði
í gær blaðamenn á sinn fund í
tilefni tónleika Pólýfonkórsins í
Skáholtsdómkirkju n.k. sunnu-
dag. Hefur kórinn boðizt til að
syngja þar ókeypis til þess að
vekja áhuga almennings á hinu
merka menningarstarfi, sem
fram á að fara í Skálholti í fram
tíðinni.
Biskupinn, herra Sigurbjörn
Einarsson, sagði í gær á fundi
með blaðamönnum, að Pólýfon-
kórinn þyrfti • ekki að kynna.
Kórinn hefði á undanförnum ár-
um unnið mikið og óeigingjarnt
starf í þágu tónmenntar á íslandi
ásamt stjóranda sínum Ingólfi
Guðbrandssyni. Sagði biskup, að
með fyrirhugðum tónleikum í
Skáliholtsdómkirkju veitti kórinn
Skál'holti bæði siðferðilegan og
fjárhagslegan stuðning. Vildi
han'n undirstrika að tónleikar
þessir væru mikill virðburður,
eins og alltaf, þegar kórinn kæmi
fram. Það væri sérstaklega við
eigandi, að Pólýfonkórinn, sem
hefði séíhæft sig í kirkjulegri
tónlist, kæmi fram á þessum
stað. Að undanförnu hefðu verið
haldnir tónleikar í kirkjunni,
sem þættir þess menningarstarfs,
sem hafið er á staðnum. Væru
þessir tónleikar hinir þriðju i
röðinni frá áramótumj
Um efnisskrá tónleikanna
sagði Ingólfur Guðbrandsson við
þetta tækifæri, að á þessum tón
leikum yrði flutt sama efni og á
vortónleikum kórsins í Krists-
kirkju. Er það í fyrsta lagi tón-
list frá 16. og 17. öld og í öðru
lagi verk eftir nútímahöfunda.
Verður fyrst flutt mótetta eftir
enska tónskáldið William Byrd,
sem nefnist Haec Dies. Þá verð
ur flutt mótetta eftir Heinrich
Sohiitz og Stabat Mater eftir
Palestrina.
Um Heinrich Sahiit sagði Ing-
ólfur, a'ð hann hefði- verið tal-
inn fyrirrennari Baohs, en fá aí
hans verkum hefðu verið flutt
hér. Palestrina er talinn mesta
tónskáld kaþólsku kirkjunnar
fyrr og siðar.
Þá verða flutt tónverkin Agn-
us Dei eftir Þorkel Sigurbjörns-
son og Messa eftir austurríska
tónskáldið Johann Nepomuk
David.
Ingóilfur Guðbrandsson bætti
því við við þetta tækifæri, að
Pólýfonkórinn hefði því miður
haft alltof íá tækifæri til að
syngja utan Reykjavíkur, og
hlakka'ði hann til að fá að reyna
kórinn i Skálholtsdómkirkju,
sem að sögn fróðra manna væri
ákaflega vel byggð fyrir tónlist
arflutning. Sagðist hann vona að
þetta framlag kórsins mætti
verða til þess að stuðla að aukn
um áhuga almennings á hinu
merkilega menningarstarfi, sem
fram á að fara í Skálholti í fram-
tíðinni. .
Biskupinn, herra Sigurbjörn
Einarsson, lagði vfð þetta tæki-
færi sérstaka álherzlu á að þakka
bæði söngstjóranum, Ingólfi Guð
brandssyni, svo og kórnum öll-
um fyrir þann hlýhug og fórn-
fýsi, er sýnd væri með því að
bera allan kostnað við samsöng-
inn. Aðgangur að tónleikunum
yrði ókeypis, en frjálsum sam-
skotum yrði veitt móttaka viS
kirkjudyr. Yrði því fé, er þann-
ig kynni að safnast veitt til
Skálholtssöfnunar, að ósk kórs-
ins.
Eins og áður er sagt, verða tón
leikarnir haldnir á sunnudag kl.
5 eftir hádegi.
Hreinsum
GÓLFTEPPI  og
HÚSCÖGN
Söluumboð fyrii:
m
ífen**x
Hreinsun  hf.
Bolholti 6.
Símar 35607 - 41101.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32