Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 121. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24

MORGUNBLAÐIÐ

Sunnudagur 30. maí'1965

Garðs Apótek

er flutt að SOGAVEGI 108.

(Hornið á Sogavegi og Réttarholtsvegi).

Opið alla virka daga kl. 9—7

nema laugardaga kl. 9—4

og sunnudaga kl. 1—4.

SELTJARNARNESHREPPUR

LögtaksúrskurSur

Samkvæmt kröfu sveitarstjóra Seltjarnarneshrepps

úrskurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvör-

um 1964, fasteignagjöldum, aðstöðugjöldum og vatns

skatti, ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði.

Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að

átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa,

verði eigi gerð skil fyrir þann tíma.

Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

25. maí 1965.

Björn Sveinbjörnsson (settur).

Prentnemi óskast

Viljum taka prentnema í setningu.

Aðeins reglusamur piltur kemur til greina.

SETBERG, Freyjugötu 14 — Sími 17667.

Skrifstofur vorar

eru fluttar úr Hafnarstræti 19

að Rauðarárstíg 1.

G. Helgason og Melsted hf.

Söltunarstöð

Á Siglufirði er til leigu ein af beztu söltunarstöðv-

unum. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl., merkt:

„Sild — 7767".

Vön afgreiðslustúlka óskast

frá kl. 1—6. — Upplýsingar í verzluninni

frá kl. 1—3 á morgun.

Dömu-  og  herrabúðin

Laugavegi 55.

Tæknifræðingur

Tæknifræðingur með sérmenntun í hitatækni ósk-

ast í verksmiðju, sem er að hefja starfsemi sína.

Upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt kaup

tilboði sendist afgr. Mbl., merkt: „Ofnar — 6880".

Atvinna í sveit

Mig vantar mann, vanan í sveit, sem fyrst.

Talið við mig í síma, eða Ragnar son minn

Borgarholtsbraut 45, Kópavogi.

Lárus Björnsson, Grímstungu, Vatnsdal.

Garðyrkjufélag fslands 80

ára um þessar mundir

HINN 6. maí eru liðin 80 ár frá

stofnun Garðyrkjufélags Islands.

1 öndverðu hét félagið fullu

nafni „Hið íslenzka garðyrkju-

félag", allt fram til ársins 1940,

en þá var nafninu breytt, ©g

heitir það síðan Garðyrkjufélag

Islands. Helzti hvatamaður að

stofnun félagsins var Georg

Schierbeck, landlæknir.

Garðyrkjufélag íslands er fé-

iag áhugafólks um garðyrkju. Á

fundi með blaðamönnum í tilefni

af afmæli félagsins, skýrði Jón

H. Björnsson, skrúðgarðaarki-

tekt, frá því, að í athugun væri

að halda reglulega fundi, þar

sem öllum, sem áhuga hafa, væri

boðið að koma. Yrðu þá kallaðir

til sérfróðir menn til þess að

ræða um garðyrkjumál. Mundu

slíkir fundir væntanlega verða

tilkynntir félagsmönnum bréf-

lega, en fundarboðin yrðu þá

jafnframt fréttabréf, þar sem

birtar væru helztu niðurstöður

síðasta fundar. Kynni þetta frétta

bréf að verða að visi að tímariti

í framtíðinni.

Jón kvað félagið hafa stofnað

til fræðslufunda stöku sinnum,

og hefði aðsókn jafnan verið

mjög góð.

Á vorin hefur Garðyrkjufélag

íslands efnt til garðyrkjusýninga

og einnig hlutazt til um það, að

haldín hafa verið fræðsluerindi

i útvarp. I>á má nefna Garð-

yrkjuritið, sem komið hefur út

á vegum félagsins. Hefur Ing-

olfur Davíðsson ritstýrt því frá

1942.

Stjórn Garðyrkjufélags íslands

skipa Jón H. Björnsson, formað-

ur, Gunnlaugur Ólafsson, gjald-

keri, Ingólfur Davíðsson, ritari,

ICristinn Helgason, varaformað-

ur og Einar I. Siggeirsson, með-

stjórnandi.

Rosemarie starfrækir

reiðskóla í sumar

Geldingaholti, 26. maí.

SL  sumar starfrækti Rosemarie

Þorleifsdóttir   reiðskóla   fyrir

börn hér í Vestra-Geldingaholti.

Gekk  starfsemin  mjög  vel  og


\anð\ Winni

að auglýsing

í útbreiddasta blaðinu

borgar sig bezt.

IMýr sendiherra

Búlgaríu sfaddur hér

SL. laugardag afhenti nýr sendi-

herra Búlgaríu á íslandi (með

aðsetur í Stokkhólmi), Lalíú

Gantséff að nafni, forseta Is-

lands trúnaðarbréf sitt. Frétta-

menn hittu sendiherrann að máli

á þriðjudag.

Hann kvaðst ánægður með

fyrstu kynni sín að íslandi og

íslendingum, og hefði hann átt

gagnlegar viðræður við ýmsa að-

ilja hér. Hann kvaðst telja, að

efla ætti viðskipti milli land-

anna, og í því sambandi hefði

fulltrúum frá íslenzka viðskipta

málaráðuneytinu verið boðið á

vörusýningu í Búlgaríu í haust.

Þar gætu síðan farið fram við-

ræður um viðskipti. Þá hefði

landbúnaðarráðherra,     Ihgólfi

Jónssyni, verlð boðið persónu-

lega  til  Búlgaríu.  Hefði  hann.

þakkað boðið, en ekki hefði ver-

ið ákveðið, hvenær af því yrði.

Einnig vildu búlgörsk yfirvöld

bjóða sendinefnd íslenzkra

menntamanna, svo sem rithöf-

unda og blaðamanna, austur, og

mundi það boð fara um utanrikis

ráðuneytið hér, þegar til þess

kæmi. Þá hafði sendiherrann

áhuga á stúdentaskiptum og

stofnun gágnkvæmra vináttufé-

laga. Sendiherrann rakti síðan

mikinn hluta af atvinnusögu

Búlgara frá lokum síðari heims-

styrjaldar, meðal annars hvernig

traktorum hefði fjölgað úr 135

upp í 60.000. Búlgarar gætu

keypt fisk héðan, en selt okkur

margt í staðinn, svo sem vélar,

ávexti, niðursuðuvörur, vín, vefn

aðarvöru og skó. 100 milljónir

lítra af víni væru framleiddir á

ári hverju í Búlgaríu.

virtust börnin ánægð með veru

sína hjá Rosemarie. Var þeim

kennt að umgangast hesta, beizla

og leggja á, farið í stutta reið-

túra á hverjum degi, leiki og á

kvöldin voru kvöldvökur, þar

sem ýmislegt var til sikemmtun-

ar og fróðleiks fyrir börnin, t.d.

kvikmyndasýningar og sagðar

sögur af hestum.

Nú í sumar ráðgerir Rose-

marie að halda þessari starf-

semi áfram með svipuðu sniði og

eru ákveðin 6 hálfsmánaðar nám

skeið, 3 fyrir pilta og 3 fyrir

stúlkvu-.

Mjög góð aðsókn virðist ætla

að verða að reiðskólanum nú, en

þó er enn pláss fyrir nokkra

nemendur síðari hlutann í sum-

ar. Upplýsingar eru gefnar í

síma 15637 fyrir drengi og 37470

fyrir stúlkur. — J. Ó.

Rithöfundar

látnir lausir

í Lissabon

Lisboa. 28. maí. NTB.

ÞRÍR portúgalskir rithöfundar,

sem fyrir skömmu voru teknir

höndum fyrir aðild að bók-

menntaverðlaunaveitingu til fang

elsaðs hermdarverkamanns, voru

í dag látnir lausir á ný. —

Rithöfundarnir þrír, Alexandre

Pimheiro Torres, Augusto Abel-

aria og Manuel da Fonseca, voru

látnir lausir, eftir að 96 mennta

menn höfðu undirritað mótmæli

gegn handtöku þeirra. Þeir áttu

allir þrír sæti í dómnefnd rithöf-

undafélagsins portúgalska, er

fyrir nokkru úthlutaði bók-

menntaverðlaunum     félagsina

að upphæð 50.000 escudos

rithöfundinum Jose Vieira Mate

us da Graca, fyrir bókina

„Luanda". Viera hlaut 14 ára

fangelsisdóm árið 1963 fyrir

hermdarverk unnin í Angola. —¦

Verðlaunaveitingin vakti mikið

umtal og deilur í Portúgal og

val dómnefndarinnar varð til

þess að stjórnin bannaði starf-

semi rithöfundafélagsins.

I'egar mynd þessi birtist, í sambandi við töku togarans Aldershot, brengluðust nöfn þessara skips-

manna, en þeir eru frá vinstri: Kristinn Petersen, Jón Sigurðsson, Örn Ásgeirsson, Gunnar Njáls-

son ,Gunnar Sch. Thorsteinsson og Guðjón Petersen. Undir mynd á forsíðu í þessu sama blaði

stóð að Höskuldur Skarphéðinsson hafi tekið við stjórn togarans, en það var Guðjón Petersen, Z.

stýrimaður, sem það gerðL

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32