Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 1
32 síður 02. árgangur. 124. tbl. — Finimtudagur 3. júní 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fyrsta skrefið til samkomulags? — gæzlulið OAS skal gæta forseta- hallarinnar í Santo Domingo James McDivitt, t.v., og Edward White, aðstoðarflugmaður, í sætum sínum í „Gemini 4“, sem ekotið verður á loft í dag kl. 2 e.h. — Þá hefst djarfasta tilraun Bandaríkjanna á sviði geim- eiglinga. — Ljósmynd AP. Santo Domingo, 2. júní — AP — NTB — FRAMKVÆMDASTJÓRI Samtaka Ameríkuríkjanna (OAS), Jose Mora, skýrði frá því í dag, að samkomulag hefði náðst milli deiluaðila í Dóminikanska lýðveldinu um yfirráð yfir forsetahöllinni í Santo Domingo. Framvegis verður hallar- innar gætt af brasilískum her mönnum, sem annast gæzlu- störf á vegum OAS. Bandarísk hernaðaryfir- völd í lýðveldinu skýrðu hins vegar frá því í dag, að vopnahléssamkomulagið milli Francisco Caamanos, ofursta, og Antonio Imbert Barrera, hershöfðingja, leiðtoga deilu- aðila, hefði verið rofið 15 sinn um á sl. sólarhring. í gær hélt Jose Mora áfram sáttafundum sínum, og ræddi einslega við leiðtoga beggja að- ila. Þó bendir ekkert til, að frek ari árangur hafi náðzt, en sá, sem að ofan greinir. Yfirmaður herafla OAS í Dom inikanska lýðveldinu, brasilíski hershöfðinginn Hugo Panasco Alvin, hefur beint þeim tiimæl um til leiðtoga deiluaðila, að þeir hætti þegar í stað öllum hernaðaraðgerðum. Hermenn frá Framhaild 4 bls. 31 Djarfasta tilraun IJSA á sviði geimsiglinga — „Gemini 4“ verðnr skotið á loft í dag I kL 2 e.h. eftir ísL tíma — White gerir fyrstu tilraun til að ferðast milli geimfara á iofti Kennedyhöfða, Florida, 2. júní — AP — NTB ALLT er nú reiðubúið undir geimferð Bandaríkjamann- anna Jarnes McDivitt og Ed- ward White, sem fyrirhuguð er á morgun. í fréttatilkynningu í kvöld var skýrt frá því, að allur undirbúningur gangi eftir á- setlun, og veðurskilyrði séu góð. Geimfarið, „Gemini 4“, er að sögn Christopher C. Kraft, sem hefur með höndum yfir- stjórn tilraunarinnar, búið öllum fullkomnustu tækjum, sem völ er á. „Allt bendir til þess, að hér verði um vel heppnaða tilraun að ræða“, sagði Kraft við fréttamenn í gærkvöldi. ■jlr Er „Gemini 4“ verður skotið á loft á morgun, fimmtudag, kl. 2 eftir hádegi, eftir ísl. tíma, hefst athyglis- verðasta tilraun Bandaríkja- manna á sviði geimsigl- inga til þessa. Eftir að geim- farið verður komið á braut umhverfis jörðu, mun annar geimfarinn, Edward White, yfirgefa það um stund — ein- asta samband hans við geim- farið verður snúra — og reyna að komast svo nærri öðru skotþrepi flaugarinnar, sem ber þá á loft, að hann geti snert það. Þrepið verður þá einnig á braut umhverfis jörðu. • Fréttastofufregnum ber hvar vetna saman um, að sú tilraun Bandaríkjanna, sem nú stendur fyrir dyrum, sé sú djarfasta, sem enn hefur verið gerð vestan hafs. # Alls mun ferðin taka 98 klukkustundir. Sjónvarpað verð- Framhald á bls. 31 Oolloraioið- inn jókst — en skuldirnar líka London, 2. júní — AP . — NTB. GULL, og dollaraforði Breta jókst um 181 milljón sterl- ingspunda í maímánuði, segir í dag í fregnum frá brezka fj ármálaráðuney tinu. Aukningin er þó ekki aí- leiðing af hagstæðari utan- ríkisviðskiptum, heldur er skýringarinnar að leita í því, að Bretar hafa yfirfært um 500 milljónir punda frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, og tekið að láni 14 miiljónir punda í Sviss. Á þessu tímabili hafa Bret- ar greitt lán að upphæð 37 milljónir punda, en þau voru tekin hjá þjóðbönkum ýmissa landa til skamms tíma, er gengisfelling vofði yfir síðia á sl. ári, og í byrjun þessa árs. Vietcong-liðar drápu 150 í gær — hafa höggvið stór skörð í Uð stjórnarhersins í S-Vietnam Saigon, 2. júní — AP — NTB STJÓRNARHERINN í S- Vietnam, sem varð fyrir miklu mannfalli um síðustu helgi, beið mikinn ósigur í bardögum við Vietcong-liða í dag. Er talið, að 150 hermenn Stjórnarhersins bafi týnt lífi é nokkrum klukkustundum. Margir voru teknir til fanga eða er saknað. Bardagamir í dag stóðu um 350 km fyrir norðan Saigon, að því er talsmaður bandaríska Ihersins uppiýsti. Meðal týndra eða fallinna eru tveir banda- rískir herriaðarráðgjafar, en þrir aðrir særðust. Framhaúd á bls. 31 Wilson tekur samveldið fram yfir Efnahagsbandalagið — Home telur hins vegar allt benda til þess, að Bretar verði að ganga í EBE London, 2. júní — AP NTB — HAROLD Wilson, forsætis- ráðherra Breta, lýsti því yfir á fundi neðri málstof- unnar í dag, að Bretland myndi ekki fórna viðskipta samböndum sínum í brezku samveldislöndunum fyrir aðild að Efnahagsbanda- laginu. Benti forsætisráðherrann á, að gerðist Bretland aðili að bandalaginu, yrði brezka stjórnin að leggja á 80% innflutningstoll á hveiti frá Kanada og Ástralíu (ytri tollur Efna- hagsbandalagsins). Sagði Wilson, að slíkt myndi hafa ákaflega óheppi- leg áhrif á verzlunarjöfnuð Bretlands, hækka verðlag í landinu og laun, og því leiða til hærra verðs á útflutnings- vöru-m. í ræðu sinni lagði Wilson mikla áherzlu á, að hér væri ekki um að ræða að vera „góður eða slæmur“ Evróþu- maður. Ásakaði hann Sir Alec Deuglas Home, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir að hafa skipt algerlega um skoð un á þessu máli, eftir kosning arnar í fyrra. Home lýsti því yfir í ræðu, sem hann hélt á undan Wil- son í dag, að það kæmi alltaf betur og betur í Ijós, að Bret- ar hefðu ekki efni á því að standa utan markaðsbanda- lags 200 milljóna manna. Frá því var skýrt í fréttum frá París í dag, að þingmanna nefnd V-Evrópubandalagsins (lönd Efnahagsbandalagsins og Bretland) hefði í dag haft til umræðu tillögur um stjórn málasameiningu Evrópu. — Fundur nefndarinnar stendur í fjóra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.