Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 125. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						/  Föstudagur 4. júní 1965
MORCUNBLAÐIÐ
Vírarnir
höggnir
Þór kominn með
vörpuna, sem líklegl
talið að tilheyri
Aldershot
' ' VARÐSKIPIÐ ÞÓR kom til
Reykjavikur um kl. 8 í gærmorg-
un og hafði meðferðis botnvörpu
þá, sem skipsmenn slæd'du upp á
þeim slóðum, er Landhelgisgæzl-
an taldi brezka togarann Alder-
ehot frá Grimsby hafa verið að
©löglegum veiðum á. Eins og
menn minnast, hélt skipstjóri tog
arans, Leslie Cumby, því fram
iyrir rétti í Neskaupstað, að hann
hefði misst vörpuna, er skipið
var að veiðum út af Langanesi,
©g var sýknun hans af ákæru um
eð hafa brotið íslenzka fiskveiði-
lögsögu m.a. byggð á þeirri stað-
hæfingu hans. Vírarnir um borð
i togaranum voru hins vegar
greinilega höggnir í sundur, og
gaf Cumby þá skýringu á því, að
hann hefði ætlað að splæsa við
vírinn og setja upp nýtt troll.
Ekki var þó benzlað fyrir vír-
endana, eins og gert er jafnan til
að^koma í veg fyrir að þeir rakni
upp.
Fréttamaður og ljósmyndari
Mbl. fóru um borð í varðskipið
Þór í gærmorgun og skoðuðu
vörpuna. Á öðrum hlera hennar
mátti greina síðari hluta nafns
togarans, -shot. Þá var og greini-
legt, að varpan hafði ekki slitnað
'frá togaranum heldur verið
höggvin frá. Jón Jónsson, skip-
herra á Þór, kvað vörpuna hafa
verið slædda upp um eða innan
við fiskveiðitakmörkin út af
Digranesi, milli Bakkaflóa og
Vopnafjarðar, en togarinn Alder-
ehot hafði einmitt verið grunaður
um að hafa verið að ólöglegum
veiðum á þeim slóðum. Jón skip-
herra sagði, að varðskipsmenn
hefðu verið um sólarhring að ná
vörpunni, en það tafði fyrir
þeim, að þeir festu hvað eftir
annað í alls konar drasli. Kvað
hann vörpuna verða athugaða í
gær af dómkvöddum mönnum,
©g að vírar hennar og möskva-
etærð yrðu borin saman við þær
athuganir, sem gerðar voru fyrir
austan, er rannsókn málsins fór
íram.
Leslie Cumby var dæmdur i
undirrétti fyrir að hafa veitt
varðskipinu Þór mótþróa. Áfrýj-
aði hann þeim dómi, og sömu-
ieiðis áfrýjaði Saksóknari ríkis-
ins sýknudómi yfir skipstjóran-
um fyrir landhelgisbrot
Fegurðardr
*í GÆRKVÖLDI fór fram i
Súlnasal Hótel Sögu fyrri
hluti hinnar árlegu fegurðar-
samkeppni. Kjörnar voru
Ungfrú íslands 1965 og Ung-
frú Reykjavíkur 1965.
&
veg og vanda af fegurðarsam
keppninni.
í kvöld fer fram krýningar
hátíð, sem fyrr segir, og munu
allar  stúlkurnar  þá   koma
f kvöld verða úrslitin gerS
heyrinkunn og mun Rósa
Einarsdóttir krýna fegurðar-
drottningarnar.
Fimra stúlkur taka þátt I
keppninni að þessu sinni. Áð-
ur en stútlkurnar koma fram í
gærkvöldi fór fram tízkusýn-
ing, og auk þess voru skemmti
atriði. Sýndu stúlkur úr Tízku
skólanum h.f. nýjustu kvenn-
íatatízkuna.
fram.  Verður  ungfrú  ísland
krýnd á miðnætti.
Allar stúikurnar Mjóta að
verðiaunum utanfer'ð og
snyrtivörur.
vW:::/:::v.:fvx:W:::m^
Stúlkurnar, sem taka þátt í
fegurðarsamkeppninni     að
þessu sinni heita: Bára
Magnúsdóttir, Reykjavik, Jó-
hanna Ósk Sigfúsdóttir, Rauf
arhöfn, Sigrún Vignisdóttir,
Akureyri, Guðný Guðjónsdótt
ir, Reykjavík og Hertlha Árna
dóttir, Reykjavík.
Stúlkurnar komu tvisvar
fram í gærkvöldi, fyrra skipt-
ið kjólklæddar og siðar um
kvöQdið í ba'ðfötum.
Stjórnandi keppninnar var
Sigursteinn Hákonarson.
&
1 dómnefnd sátu John Barry
sendif ulltrúi, Brian Holt sendi
fulltrúi, Guðmundur Karisson
blaðamaður, Jón Eiríksson,
læknir og frú Sigríður Gunn-
ansdóttir forstjóri Tízkuskól-
ans h.f., en hún hafði aldan
STAKSTEINAR
Frá vinztri: Herta Árnadóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Sig-
rún Vignisdóttir, Jóhanna Ósk Sigfúsdóttir og Bára Magnús-
dóttir. — Ljósm.: Sveinn Þormó
Átak í málef num aldraðra í borginni
íbúðir — aðstoð í heimahúsum
— hjúkrunarheimili
BORGARSTJÓRN samþykkti
í gær i einu hijóði samhljóða
tillögur borgarráðs um mál-
efni aldraðs fólks i borginni.
Tillögurnar eru byggðar á nið
urstöðum og tillögum Vel-
ferðarnefndar aldraðra og
gerði formaður nefndarinnar,
Þórir Kr. Þórðarson, grein
fyrir þeim á síðasta borgar-
stjórnarfundi.
1 samþykktinnl er m.a. gert
rá'ð fyrir byggingu 60 íbúða
fyrir aldrað fólk, undirbún-
ingur hjúkrunarheimilis fyrir
aldraða með 48 rúmum o.fl.
Samstaða um málið
Borgarstjóri gerði stutta
grein fyrir tillögunum, sem
hann kvað byggða á starfi
velferðarnefndarinnar      og
þakkaði hann nefndinni sér-
staklega  fyrir  merkt  starf.
form. bennar Þóri Kr. Þórðar--
syni, og félagsmálastjóra borg
arinnar Sveini Ragnarssyni.
Kvaðst harln vænta þess að
nefndin héldi áfram störfum
og frá henni kæmu fleiri til-
lögur og ábendingar.
«.
Borgarstjóri sagði" þessar
tillögur vera um "byrjunar-
framkvæmdir og verði haldið
áfram á sömu braut, eftir
þeirri stefnu, sem nefndin
hefði markað.
Guðmundur Vigfússon (K)
sagði i umræðunum, að öll
atriði tillagnanna væru hin
merkustu og Kristján Bene-
diktsson (F) sagði flokk sinn
telja málið hið igagnmerkasta
og vera sammála þeirri stefnu,
sem mörkuð hefði verið. Krist
ján sagði borgarstjóra mega
reikna með stuðningi Fram-
sóknarmanna  við  að  hrinda
tillögunum i framkvæmd.
Tillögurnar
Tillögurnar eru á þessa
leið:
1.  Þeim tilmælum er beint
til ríkisstjórnarinnar, að end-
urskoðuð og samræmd verði
öll félagsmálalöiggjöf, sem
snertir málefni aldraðra, eink
um 1. nr. 78/1936, um sjúka
menn og örkumlaða, og fram-
færslulög nr. 80/1947.
2.  Stofnuð verði deild vel-
ferðarmála aldraðra í skrif-
stofu félags- og framfærslu-
mála     Reykjavíkurborgar.
Deild þessi skal annast vistun
á hæli og sjúkrahús, aðstoð
við aldraða í heimahúsum,
starfa og önnur velferðarmál
upplýsingaþjónustu, útvegun
aldraðra. Auk þess skal unn-
ið að eflingu og samræmingu
á starfi frjálsra félaiga.
3.  Hafinn verði undirbún-
ingur að byggingu íbúða, sér-
staklega ætluðum öldruðu
fólki.   Samþykkir borgarráð
að ákvarða lóð undir 60 íbúð-
ir í þessu skyni við Klepps-
veg, og sé í því sambandi at-
hugað samstarf við E>valar-
heimili aldraðra sjómanna.
4.  Hafinn verði undirbún-
ingur að byggingu hjúkrunar-
heimilis fyrir aldraða, sem
þurfa sérstakrar umönnunar
við. Heimili þetta rúmi 48
sjúklinga.
5.  Borgarstjóra er heimil-
að að skipa nefnd þriggja
manna til þess að semja ná-
kvæma áætlun um stærð,
byggingarkostnað, byggingar-
framkvæmdir og rekstur
stofnana, sem um getur í 3.
og 4. lið.
6.  Lagt er til við stjórn
Heilsuverndarstöðvar Reykja
víkur og sjúkrahúsnefnd, að
hluti húsnæðis þess, sem losn
ar við opnun Borgarsjúkra-
hússins, verði nýttur sem
hjúkrunarheimili oig lang-
legudeild fyrir aldraða sjúkl-
inga.
Jafnframt er þeim tilmæl-
um beint til ríkisstjórnarinnar
að hraða verði byggingu
sjúkradeilda fyrir langlegu-
sjúklinga og  ellitruflað fólk.
t^Mi
Stytting vinnutímans
í ritstjórnargrein Vísis í fyrra-
dag er rætt um yfirborganhr
verkamanna, styttingu vinnutím-
ans og kauphækkanir. Þar segir
m. a.:
„Þjóðviljinn kallar það skamm
sýni og þrjózku hjá atvinnurck-
endum, að fallast ekkí möglunar-
Iaust á kauphækkanir. Rök blaðs
ins eru einkum þau, að „efthr-
sókn eftir vinnuafli sé mjög mik-
il, og menn leiti beinlinis burt frá
þeim vinnustöðum þar sem kaup-
ið sé lágt", og þeir, sem ætla a9
halda mönnum i vinnu. verði að
yfirborga þeim. Þetta má rétt
vera, a.m.k. er það vLst. að til-
finnanlegur skortur er á vinnu-
afli i flestum greinum. En helð-
ur ritstjóri Þjóðviljans að kaup-
hækkanir mundu leysa þami
vanda? Ekki f jölgar hinum vinn-
andi höndum þótt srreitt sé hærra
kaup, þegar allir vinnufærir
menn eru þegar í störfum.
Gerum ráð fyrir, að fallixt
yrði á þá .lausn'- Þjóðviljans, aS
hækka kaupið og stytta jafn-
fram vinnutimann, eins og líka
er krafizt. Halða ritstjórar Þjóð-
viljans að yfirborganir væxu þar
með úr sögunni? Atvinnurekenð-
ur vita vel, að svo yrði ekkl.
Þeir mundu í fjölmörgum tilfeU-
nm þurfa að yfirborga eftir sem
áður, til þess að fá nauðsynleg-
ustu verk unnin. Það er lika
harla undarleg kenning hjá Þjóð-
vUjanum, að stytting vinnutím-
ans mundi draga úr eftirvinnu.
Staðreyndin er sú, að menn verða
oft að láta vinna í eftirvinnu
störf, sem ekki þola bið og vegna
þess, að ekki er hægt að fá nógn
margt fólk í dagvinnu. Og dett-
ur ritstjórum ÞjóðvUjans í hug,
að verkamenn mundu hrinda
hendinni á móti eftirvinnu, þótt
þeir fengju einhverjar kauphækk
anir? fslenzkir verkamenn ern
yfirleitt vinnufúsir og neita ó-
gjarnan vinnu, þegar þeim býðst
hún. Auk þess eru margir þeirra
gæddir svo mikilli ábyrgðarttl-
finningu, að þeir telja sér skylt
að Ieggja hðnd að verki, þegar
um er að ræða störf, sem ekkl
má fresta."
Efling
landbúnaðarins
1 ritstjórnargrein Suðurlanðs
fyrir nokkrum dögum er getið
nokkurra mála, sem Alþingi a.f-
rgreiðdi í veíur. Þar er bent á.
hvernig rikisstjórnin vinnnr
markvisst að þvi að efla atvinnu-
vegi þjóðarinnar, bæta samgöng-
nrnar út um lanðsbyggðina, auka
rafvæðingu landsins o. s. frv. Um
stórátökin í lanðbúnaðinum segir
m.a.:
„Þá samþykkti Alþin&i ýma
mérk lög, sem snerta lanðbún-
aðinn. Má þar nefna ný jarð-
ræktarlög með margvislegum
umbótum í þágu lanðbúnaðar-
íns, ræktun er stórlega eflð og
stefnt að þvi að allir bænður
komi sér upp súgþurrkun. Þá
voru einnig samiþykkt lög um
lanðgræðslu og gróðurvernð og
ekki hvað sizt iity búfjárræktar-
lög auk býrra girðingalaga. Þá
voru samþykkt lög um stóraukn-
ar rannsóknir i þágu landbún-
aðarins og annarra atvinnuvega.
Þá er og unnið að eflingu bún-
aðarfræðslunniar, ný bygging á
Hvanneyri fyrir framhaldsðeilð
ina, sem verður eflð og aukin
og gerð að 3ja ára námi í stað
2ja áft'nr, bygging nýs skóla-
húss fyrir Garðyrkjuskólann að
Reykjum stenður yfir og ný-
bygging verður reist fyrir Hús-
mæðnaskóla Suðuriands að Lauff
arvatni. En þessir skólar heyra
unðir lanðbúnaðarráðherra og
bygging þeirra hafin íyrir for-
göngu hans".
\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28