Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 125. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M0RGUN8LAÐID
Föstudagur 4. júní 1965
ÚTVARP REYKJAVÍK
A SUNNUDAGSKVÖLD, 16.
maí, flutti Sveinn Einarsson, leik
hússtjóri, mjög fróðlegt erindi
um helgileiki miðalda, en þeir
voru eins konar sambland af guðs
þjónustu og leiksýningu. Þeir
voru mest iðkaðir í kaþólskum
löndum, og blómaskeið þeirra var
á miðöldum. Með tilkomu hum-
anismans dofnaði yfir þeim, þótt
enn í dag gæti nokkurra áhrifa
frá þeim.
Stefán Jónsson, fréttamaður,
byrjaði nýjan útvarpsþátt þetta
sama kvöld. Nefnist hann „Sitt
úr hverri áttinni", og mun fyrir-
hugað, að hann verði fluttur
hvern sunnudag í sumar. Nafn
Stefáns lofar góðu, og fyrsti þátt-
urinn var fjölbreyttur að efni og
skemmtilegur. T.d. var mjög fróð
legt viðtal Stefáns við Gunnlaug
Briem, póst- og símamálastjóra.
— Skráðir símanotendur á öllu
landinu eru nú um 43,200 og
50,000 símatæki í notkun. Síma-
notkun fer ört vaxandi enda var
Gunnlaugi ekki kunnugt um
nema eitt land, Kanada, sem hefði
hlutfallslega fleiri símatæki í
notkun. Aðspurður taldi hann,
að um 90% símanotenda yrðu
komnir í sjálfvirkt símasamband
innbyrðis eftir svona 4 ár.
Þá var ekki síður fróðlegt við-
tal Stefáns við Paul Smith, en
hann er nú einn á lífi þeirra
norsku verktaka, sem lögðu sím-
ann hingað til lands 1906, að
frumkvæði Hannesar Hafsteins,
ráðherra. Því vöru Norðmenn
fengnir til þessa starfa fremur en
Danir, að landslag hér er líkara
norsku landslagi en dönsku, sagði
Smith. — Ekki átti hann nógu
sterk orð til að lýsa glæsileik og
fyrirmennsku Hannesar Haf-
steins. „Ég hefi aldrei séð svona
typu af heimsmanni. Það var nú
maöur", sagði þessi síðasti norski
víkingur símalagnarinnar 1906.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson tal-
aði um dag og veg á mánudags-
kvöld. Hann minntist þess fyrst,
að þann dag var þjóðhátíðardag-
ur Norðmanna og drap á hetju-
lega baráttu þeirra á styrjaldar-
árunum, sem dáð var um allan
heim. Siðan rif j-
aði hann upp, er
fsland var her-
numið fyrir rösk
um 25 árum, og
hvfr hlutskipti
okkar var ólíkt
hlutskipti Norð-
manna á stríðs-
árunum. Gaman
hefði ég haft af
því, ef Gunn-
í því sambandi
spurningu, hvert
hefði orðið hlutskipti okkar, ef
við hefðum haft afl til að veita
slíka mótspyrnu, sem Norðmenn
veittu Þjóðverjum og hefðum
óskað eftir að beita því afli til
varnar landinu. En segja má, að
slíkar hugleiðingar þjónuðu engu
hagnýtu markmiði nú.
En að sjálfsögðu var hernám
íslands, 10. maí 1940, brot á al-
þjóðarétti, þótt það ofbeldi, sem
við vorum þá beittir kunni að
hafa orðið okkur til góðs fyrir rás
atburðanna og við tækjum síðar
af fúsum vilja þann kost að hafa
laugur  hefði
hugleitt  þá
samvínnu um landvarnir við
Breta og fleiri lýðfrjálsar þjóðir
gegn sameiginlegri hættu.
Gunnlaugur taldi, að það hefði
komið sterklega til grein fyrir
okkur að bera handritamálið á
byrjunarstigi undir Alþjóðadóm-
stólinn. Sagðist hann telja lík-
legt, að úrskurður hans hefði orð
ið okkur í hag. Þessi umsögn
Gunnlaugs fannst mér mjög at-
hyglisverð, með því að hann mun
manna fróðastur í þjóðarétti. En
við virðumst einnig ætla að hafa
giftu með okkur í því máli, þótt
við leituðum ekki úrskurðar al-
þjóðadómstóls.
Síðar þetta kvöld ræddi Matt-
hías Johannessen, ritstjóri, við
Brynjólf Jóhannesson, leikara.
— Brynjólfur er fæddur að
Laugavegi 26 í Reykjavík, 3.
ágúst 1896. Foreldrar hans voru
Pálína Hallgerður Brynjólfsdótt-
ir úr Hafnarfirði og Jóhannes
Jensson, skósmíðameistari. Árið
1904 fluttist Brynjólfur með for-
eldrum sínum vestur á ísafjörð
og bjó þar til ársins 1915, er hann
hélt til Reykjavíkur og gerðist
starfsmaður í íslandsbanka. Ári
síðar, eða i marz 1916, kom hann
fyrst fram á leiksviðL Var það
í leikritinu „Nei" eftir Heiberg,
sem Leikfélag fsafjarðar sýndi,
en á fsafirði var mjög blómlegt
leiklistarlíf. — Stuttu síðar hóf
Brynjólfur að leika hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Lék hann þar
fyrst í leikritinu „Stormar" eftir
Stein Sigurðsson frá Hafnarfirði.
En alls hefur hann leikið 200
hlutverk á þeim tæpu 50 árum,
sem hann hefur stundað leiksvið-
ið. Má af því Ijóst vera, að hann
hefur þegar leyst mikið og gott
æfistarf af hendi, enda mun það
sannmæli, að hann sé, ásamt Har
aldi Björnssyni, vinsælastur
hinna eldri leikara okkar.
Aðspurður  kvað  Brynjólfur
erfitt að gera
upp á milli hlut-
M verka, hvert hon
p um hefði þótt
H skemmtilegast
M að leika. Þó
sagði hann, að
sér hefði þótt
mjög skemmti-
legt að leika
Jón í „Gullna
hliðinu". Annars
þætti sér raunar
jafnvænt um 511 hlutverkin. —
Spurður imi það, hvort hann
hefði orðíð ánægður í lífinu, ef
hann hefði ekki lagt fyrir sig
leiklist, sagðist Brynjólfur efast
um það. Að minnsta kosti fynd-
ist sér nú, er hann liti til baka,
að hann hefði ekki getað kosið
sér betra né skemmtilegra hlut-
skiptL
Konu sinni þakkaði Brynjólf-
ur mjög, hve sér hefði lánast vel
að leika, en hann sagði, að það
væri nauðsynlegt fyrir leikara að
eiga góðan maka.
„r»ú ert ekkert að leika í lífinu,
Brynjólfur?" spurði Matthías í
lokin.
Brynjólfur: „Er ekki Iífið allt
einn leikur?"
Tjaldið.
Kvöldvaka miðvikudags var
einkar fróðleg. Oscar Clausen, rit
höfundur flutti þá fyrsta erindi
sitt í sagnfræðilegum erinda-
flokki um Hrappseyinga eða hina
svonefndu Hrappseyjarfeðga, en
ættfaðir þeirra, Jón Pétursson
kenndur við Brokey, var fæddur
1584. Sá varð vel menntur og
auðugur, stundaði kaupsýslu,
fálkaveiðar o. fL Þrjár konur
eignaðist hann og þrjátíu börn,
en aðeins tvö þeirra náðu full-
orðins aldri, annað þeirra Bene-
dikt, sem Oscar greindi einnig
frá í þætti þessum. Sá var m.a.
mikill skákmaður og glímukappi,
andaðist 1746 eða 162 árum eftir
fæðingu föður síns, en slíkt mun
fágætt. Kom þar hvort tveggja
tiL að Benedikt náði áttræðis-
aldri og Jón faðir hans hefur
ekki verið neinn ónytjungur til
erfiðisstarfa, því að hann var á
níræðisaldri, er hann gat Bene-
dikt. — Það verður gaman að
heyra framhald sögunnar um
Hrappseyjarfeðga, og fáir kunna
betur að ryfja upp fornar sagnir
svo, að menn hafi skemmtan með
fróðleik, en Oscar Clausen.
Þá var og lesin mjög fróðleg
frásögn Helga Haraldssonar á
Hrafnkelsstöðum um stofnun
fyrsta mjólkurbúsins hér á landi
árið 1900. Taldi Helgi, að for-
göngumenn þeirrar stofnunar,
sem voru nokkrir bændur úr
Hrunamannahreppi, hefðu átt
drjúgan þátt í að bjarga sunn-
lenzkum landbúnaði, eftir það
skakkafall, er hann varð fyrir
þegar Bretar hættu að kaupa hér
fé á fæti af ótta við sauðfjár-
sjúkdóma árið 1896.
Þátturinn „Raddir skálda" var
að þessu sinni helgaður Ólafi
Jóhanni Sigurðssyni, rithöfundi.
Óskar Halldórsson og Gisli Hall-
dórsson lásu sögur eftir hann,
en skáldið sjálft nokkur kvæði.
Einar Bragi sá um þáttinn.
Þótt Ólafur Jóhann sé aðeins
46 ára að aldri, hefur hann þegar
gefið út 15 bækur: skáldsögur,
ljóð, smásögur og barnabækur.
Það verður því ekki annað sagt
en hann sé mikilvirkur rithöf-
undur, enda var hann aðeins 16
ára, er hann gaf út fyrstu bók
sína: „Viff Alftavatn". — Hitt
er þó. mikilvægara, að Ólafur er
einn vandvirkasti og sjálfagað-
asti rithöfundur okkar, gæddur
djúpri skáldlegri innsýn í atburði
hversdagslífsins og fágætum
hæfileikum til að móta tilfinn-
ingar lesenda með látlausri frá-
sögn. Margar smásögur hans eru
meistaraverk, og er mér til efs,
að nokkur íslenzkur rithöfundur
standi honum framar á því sviði,
er honum tekst bezt upp. —
Smasagan „Höndin", sem Gísli
Halldórsson las upp þetta kvöld,
er í hópi þeirra sagna.
Læknarnir tóku pokann sinn á
föstudagskvöldið og fóru í sum-
arfrí. Gekk Skúli Thoroddsen,
læknir, þeirra síðastur um garða
bg ræddi um fjarsýni og nærsýnL
— Það er ástæða til að þakka
læknum framlag þeirra til út-
varpsdagskrárinnar í vetur og
vor. Erindi þeirra hafa yfirleitt
verið fróðleg og upp til hópa
vel flutt.
Nýlega las ég í dagblaði og
fékk síðar staðfest af sérfræð-
ingi, að aldur lækna væri
lægri en flestra eða allra ann-
arra þjóðfélagsstétta. Þetta eru
ill tíðindi, því að læknar þurfa
einmitt að heyja sér sem lengsta
reynslu í .starfi sínu, og er sú
reynsla sjálfsagt oft dýrmætari
en hlaðar af sérfræðiritum, þótt
þau beri heldur ekki að foragta.
—  Sjálfsagt stafar skammlífi
lækna af erilsömu og taugaslit-
andi starfi þeirra, fremur en ó-
hollum lifnaðarháttum að öðru
leyti s.s. ofneyzlu tóbaks, áfeng-
is, kindakjöts eða „gæðasmjörs."
Væri með ólíkindum, ef læknar
væru handgengnir slíku eitur-
brasi í rikara mæli en aðrir
menn.
Er nauðsynlegt að útvarpa leik
riti á hverju laugardagskvöldi?
Hefur þegar skapazt órjúfandi
hefð um þá dagskrárskipun? Mér
þykir líklegt að upphaflega hafi
þessi háttur verið upp tekinn, til
að reyna að halda í *ið ýmsa
skemmtistaði, sem mest munu
sóttir á laugardagskvöldum, svo
sem dansstaði, bíó o. þ. h. Á sín-
um tíma hefur hugmyndin sjálf-
sagt ekki verið slæm og kann
að hafa fullnægt að einhverju
leyti skemmtanaþörf a.m.k. full-
orðins fólks á laugardagskvöld-
um. Og enn eru þeir sjálfsagt
allnokkrir, sem hlusta á útvarps-
leikritin á laugardagskvöldum,
einkum liklega úti um sveitir.
En að nokkur setji lengur aí
sér aðra skemmtun fyrir þau,
Framhald á bls. 12
•  SUMARIB
Nú er jörðin óðum að lifna
af vetrardvalanum, bæði fyrir
norðah og vestan, en þar hefur
vorað seint að þessu sinni og
má vafalaust kenna hafísnum
um það. Jafnvel þar sem ís-
hröngl er enn við landsteina
heyrir fólkið grasið spretta
þessa dagana.
Um síðustu helgi fór ég ak-
andi frá ísafjarðardjúpi suður
til Reykjavíkur og munurinn á
gróðrinum hér syðra og vestra
var geysimikill. Tún voru að
mestu orðin græn við Djúp, en
hagar voru rétt að byrja að
lifna. Þegar komið var yfir
Þorskafjarðarheiði sást strax
töluverður munur á gróðrL
Hagar voru grænni, en trjá-
gróður aðeins að byrja að
vakna af vetrardvalanum. Þeg-
ar komið var suður í Borgar-
fjörð var fyrst hægt að segja að
landið væri komið í sumar-
skrúða, og hér í nágrenni
Reykjavíkur  var  grasið  farið
að spretta og trén allaufguð.
Vor og sumar hér syðra verð
ur sennilega fjórum til sex vik
um lengra en fyrir norðan og
vestan. Það er e.t.v. aöeins
meiri munur en venjulega.
Samt munar yfirleitt ótrúlega
miklu á lengd og blíðu sumars-
ins hér við Faxaflóa og vestur
við Djúp.
•  FÆREYJAR
Haukur Cleassen, settur
flugmálastjóri, hringdi í mig í
gær vegna skrifanna um hið
misheppnaða flug Tryggva
Helgasonar til Færeyja. Sagði
Haukur, að samkvæmt orðsend
ingu frá dönskum flugmálayfir-
vóldum færi fram viðgerð á
flugbrautinni í Færeyjum og
ekkert væri óeðlilegt við það,
þótt vellinum hefði verið lok-
að, en undantekningar gerðar
þegar um væri að ræða reglu-
bundið farþegaflug, eða sjúkra-
flug.
Það væri tafsamt og kostnað-
arsamt að flytja vinnuvélar af
flugbraut og á hana aftur, sagði
Haukur — og lokun flugbrauta
af sömu ástæðu ættu sér einnig
stað hér á landi.
•  DÖNSK hUSMÓB-IR
Dönsk húsmóðir á íslandi
skrifaði og kvartaði yfir því,
að mjög algengt væri, að vörur,
sem vegnar eru og settar í um-
búðir í verzlunum hér, stæðu
ekki vigt, eins og sagt er. Hins
vegar væri fátítt, að of mikið
væri í sekkjum og pökkum.
Sagðist hún aldrei hafa orðið
vör við að ónákvæmnin á þessu
sviði bitnaði á öðrum en við-
skiptavininum.
Þetta er vitanlega ekki til
fyrirmyndar og er ástæðulaust
fyrir fólk, sem verður vart við
að hafa fengið minna magn en
það hefur borgað fyrir, að þegja
yfir því. Það á auðvitað að
kvarta og sanna mál sitt.
•  TJÖRNIN
Maður nokkur kom að máli
við Velvakanda og sagði að
hettumávurinn væri að drepa
allt fuglalíf, ekki aðeins á
Tjörninni, heldur allt umhverf-
is bæinn — sennilega um allt
land. Hettumávurinn er að
hrekja kríuna úr Tjarnarhólm-
anum, sagði maðurinn. Og fyrir
nokkrum árum voru í hólman-
um 48 endur. Nú eru aðeins 8
eftir.
Ég hef oft heyrt talað um þá
plágu sem hettumávurinn mun
vera orðinn. Kona ein nefndi
sem dæmi, að önd hefði kom-
ið á Tjörnina fyrir nokkrum
dögum með tíu unga. Að kvöldi
sama dags átti hún aðeins tvo
eftir, því mávurinn hafði grand
að hinum.
•  MJÓLKIN
í blaðinu í gær var sagt
frá því, að í V-Þýzkalandi
hefðu menn fundið aðferð til
að geyma mjólk ferska í fjórar
vikur. Þetta er mál, sem Mjólk
ursamsalan hér þyrfti að fylgj-
ast með. Þó ætti hún að láta
sitja í fyrirrúmi að rannsaka,
hvort ekki hefðu verið fundnar
upp mjólkurhyrnur, sem ekki
leka.
Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð-
um vér einnig rafhlöður fyrir
leifturljós. segulbónd, smá-
mótora o. fl.
BRÆÐURNIR ORMSSON hJ.
Vesturgötu 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28