Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 125. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 4. júní 1965
Edward Crankshaw skrifar af erlendum vettvangí
Síðasta
SÍÐASTA bréf Nikolais Bukhar-
ins hefur nú verið birt heimin-
um, tuttugu og sjö árum eftir að
hann var tekinn af lífi í Moskvu.
í bréfinu fordæmir hann Stalín
o? lýsir sig saklausan af öllum
glæpum, sem hann var sakaður
um. — Við hin alræmdu réttar-
höld játaði hann suma þeirra, en
enginn veit hvað hann hafði áð-
ur orðið að ganga í gegnum.
Bréfið hefur um nokkurt skeið
gengið á milli háttsettra embætt-
ismanna kommúnistaflokksins í
Moskvu og ýmsum öðrum höf-
uðborgum Austur-Evrópu. Og
endurskoðunarsinnar í þeirra
hópi haf a af ásettu ráði látið ef ni
þess berast til Vesturianda. Eru
þeir áhyggjufullir vegna atvika,
sem þeir telja geta bent til end-
urkomu Stalínismans í Sovétríkj-
unum, og vilja tryggja sem víð-
tækast umtal um bréfið, ef það
kynni að vega upp á móti.
Bréfið er áreiðanlega komið
frá Rússlandi og allt bendir til
þess að það sé ófalsað. Jafnvel
þótt svo sé ekki, er mjög mikil-
vægt, að ábyrgir sovézkir flokks-
félagar hafa látið það frá sér fara
sem slíkt. Talið er að bréfið muni
hafa lík áhrif á kommúnista um
allan heim, og vitnun Krúsjeffs
í „erfðaskrá" Lenins 1956, en þar
varar Lenin félagana við Stalín.
Þessu atriði var haldið leyndu í
32 ár í Sovétríkjunum, þótt Vest-
urlandabúum væri kunnugt um
það.
Bréf Bukharins er stutt og
hnitmiðað, hann gerir ekki grein
fyrir smáatriðum og leggur ekki
mikla áherzlu á að réttlæta sjálf-
an sig. Bendir stíllinn eindregið
til að það sé ófalsað. Ef einhver
hefði ætlað að falsa bréf frá
Bukharin, hefði hann óhjákvæmi
lega sagt miklu meira. Bréfið ber
með sér, að það hefur verið skrif-
að af þreyttum manni, sem hefur
haft mjög lítinn tíma, og sé það
ófalsað, hlýtur það að hafa verið
skrifað í stuttu hléi milli pynt-
inga og aftöku. Það er stílað til
uppvaxandi kynslóðar flokksleið
toga og hefst þannig: „Ég kveð
nú þetta líf og hneigi höfuð mitt
undir öxina, en það er ekki öxi
öreiganna, sem væri hrein þrátt
fyrir miskunnarleysi sitt. Ég geri
mér grein fyrir því hve vanmátt-
ugur ég er andspænis vítisvél-
Jnni, sem ræður gífurlegu afli,
\notar miðaldaaðferðir, framleiðir
áfúpulagðan róg og býr til gögn
tít að sanna lognar sakir."
Og gamli bolsévíkinn, sem var
góðgjarnastur og menningarleg-
astur þéirra allra, heldur áfram
og minnist með söknuði daga
Dzerzhinskis, sem skapanda hinn
ar alræmdu leynilögreglu Lenins
(Oheka — starfaði frá 1918—23),
fyrirrennara núverandi öryggis-
lögreglu. Segir Bukharin, að hug
myndir byltingarinnar hafi
¦tjórnað öllum gerðum Cheka.
Harkan, sem hún sýndi hafi ver-
ið réttlætanleg vegna þess að
hún hafi átt að vernda ríkið gegn
gagnbyltingu. öryggislögreglan,
sem við tók hafi svikið málstað
Cheka og sé rekin af ófyrirleitn-
um, fölskum ístrubelgjum, sem
drýgi níðingslega glæpi til að
koma sér í mjúkinn hjá Stalín og
•   afla sér frægðar og frama.
Bukharin heldur áfram og seg-
lr, að öryggislögreglan geti beygt
hvern einasta flokksfélaga og
miðstjórnarmeðlim í duftið og
gert úr honum landráðamann,
skemmdarverkamann, svikara
eða njósnara.
Þannig var farið með Bukhar-
In. en aðferðirnar skýrir hann
«kki nánar. Hann kveðst vera
•aklaus og heldur áfram dapur-
lega:  „Höfuð  jafn  sakláuat  og
ukharins
mitt færir með sér í glötun marg-
ar þúsundir saklausra manna."
En til þess að unnt væri að
byggja upp málið gegn Bukhar-
in, urðu öryggislögreglan og rík-
issaksóknarinn Vyshinski (sem
Bukharin nefnir ekki með nafni)
að setja á svið umfangsmikið
skipulagt samsæri. Var Bukhar-
in sakaður um að hafa starfað að
því, ásamt öðrum, að spilla
árangri byltingarinnar og koma
á kapítalisma í Rússlandi á ný.
Um þetta segir Bukharin: „Þetta
er allt svívirðileg lýgi, sem lýs-
ir jafn mikllu blygðunarleysi og
hefðu þeir haldið því fram, að
þeir gætu sannað, að Nikolai
Romanov  (Nikulás  II,  síðasti
Nikolai Bukharin
Rússakeisarinn) hefði allt sitt líf
barizt gegn kapítalisma og kon-
ungsstjórn, og verið hlynntur
byltingu öreiganna."
Og meira þarf ekki að segja.
Bukharin, ef til vill sá gáfaðasti
af félögum Lenins, var sannur
byltingarmaður allt sitt líf. Hann
beitti hörku í baráttu sinni fyrir
málstað byltingarinnar og aðstoð
aði Stalín oft, þótt samvizka hans
byði honum annað, en þrátt fyr-
ir það miðaðist sú aðstoð öll að
einingu kommúnista. Hann varð
að þola ýmislegt misjafnt af
Stalín, og einræðisherrann bar
fram þær ásakanir, sem hann
vissi að myridu særa Bukharin
mest, er hann ákvað að koma
honum á kné.
Heimurinn hlustaði agndofa á
„játningar" Bukharins, og vissi
ekki hverju hann átti að trúa.
Hvernig gat saklaus maður ját-
að á sig jafn svívirðileg land-
ráð?
Við þekkjum nú svarið og það
var Krúsjeff sjálfur, sem gaf
okkur það. Krúsjeff veitti Buk-
harin ekki uppreisn æru, en hann
lýsti nákvæmlega pyntingunum,
sem Stalín beitti og tortímingu
annarra gamalla bolsévíka. Og
ýmislegt bendir til þess að sá
dagur nálgist, er Bukharin verð-
ur veitt uppreisn æru. En að-
staðan er erfið, því að" sú spurn-
ing myndi vakna hvort ekki bæri
að sýna Trotsky jafn mikla virð-
ingu og Bukharin. Og Krúsjeff
gat ekki sagt allan sannleikann
án þess að lýsa sjálfan sig með-
sekan. Árið 1938, þegar Bukhar-
in var líflátinn, var hann á hraðri
leið upp á tindinn.
Nú hafa einhverjir aðilar í
Sovétríkjunum ákveðið, að knýja
það fram, að mannorð Bukharins
verði hreinsað. Við vitum ekki
hevrjir það eru, en hinn líflátni
var tákn þess, sem nefnt er „and-
spyrna hægri armsins". Þann
flokk fylltu þeir menn, sem and-
vígir voru grimmilegum ofbeld-
isaðgerðum Stalíns gegn bændum
og öðrum íbúum Sovétríkjanna,
og vildu gefa þjóðinni tíma til að
anda.
En þeir, sem hafa sent bréfið
út úr Rússlandi hljóta að telja
hættu á, að gripið verði til að-
gerða gegn hinni frjálslyndari
hreyfingu til „hægri", til að
reyna að friða Kínverja. Hafa
gömlu Stalínistarnir skiljanlega
áhuga á slíkum aðgerðum. En
bréfið hefur verið sent og það
er enn eitt skref Rússa í þá átt
að losna undan fortíð sinni. Og
hvað þessu viðkemur, fara þeir
að orðum Bökharins, sem sagði:
„Ég skýt máli mínu til ykkar,
flokksleiðtoga framtíðarinnar, en
með tilliti til sögunnar, ber ykk-
ur skylda til að fletta ofan af
hinum hræðilegu glæpum, sem
verða æ villimannslegri og við-
bjóðslegri með hverjum deginum
og eru að kæfa flokkinn eins og
eyðandi eldur.
Ég ávarpa ykkur alla, flokks-
félagar! Á þessum degi, sem ef
til vill er sá síðasti í lífi mínu,
er ég sannfærður um að nafn
mitt mun fyrr eða síðar verða
hreinsað af öllum ákærum. Ég
hef aldrei verið svikari og hefði
hiklaust gefið líf mitt fyrir Len-
in. Mér þótti vænt um Kirov")
og hef aldrei æst menn gegn
Stalín. Ég bið hina nýju, ungu
og heiðarlegu kynslóð flokksleið-
toga að veita mér uppreisn æru
á fundi miðstjórnarinnar og gera
mig aftur félaga í flokknum. —
Hafið það hugfast félagar, að á
fánanum, sem þið berið á hinni
sigursælu göngu á leið til komm-
únismans, er einnig dropi af
mínu blóði.
Nikolai Bukharin."
OBSERVER
— öll réttindi áskilin.
Halldór Pálsson, búnaBarmálastjóri:
Athugasemd við f rétt f rá
skólaslitum bændaskól-
ans á Hvanneyri
*)Það var morðið á Sergei
Kirov, leiðtoga flokksins í Lenin-
grad, sennilega framið að undir-
lagi Stalíns, sem kom af stað
hinum miklu hreinsunum á miðj-
um fjórða tug aldarinnar.
í MORGUNBLAÐINU þann 26.
maí, þar sem skýrt er frá slitum
Bændaskólans á Hvanneyri,
stendur eftirfarandi klausa:
„Það bar til tíðinda og skýrði
skólastjóri frá því, að ekki voru
að þessu sinni veitt verðlaun til
skólans úr Verðlaunasjóði bænda
skólanna, en hann er í vörzlu
búnaðarmálastjóra. Ekki er vitað
hvað valdið hefur, en þetta kem-
ur að sjálfsögðu eingöngu niður
á úrvalsnemendum Hvanneyrar-
skóla. Vani hefur verið, að bóka-
verðlaun hafa verið gjafir sjóðs-
ins. Að þessu sinni var tekin sú
ákvörðun, að Hvanneyrarskóli
veitti sjálfur þessi verðlaun, þar
sem þau bárust ekki frá búnaðar
málastjóra."
Ég undirritaður vísa til föður-
húsanna þeim dylgjum, sem til
mín er beint sem búnaðarmála-
stjóra í þessari klausu úr ræðu
skólastjórans á Hvanneyri. Fyrst
skólastjóri notaði skólaslitaræðu
sína til þess að reyna að læða því
inn hjá þeim ungu bændaefnum,
sem hann var að brautskrá, að
ég af einhverjum óskiljanlegum
hvötum væri að hafa af úrvals
nemendum Hvanneyrarskóla rétt
mæt verðlaun úr Verðlaunasjóði
bændaskólanna, og koma svo
óhróðrinum í víðlesið blað, skal
skýrt frá staðreyndum í máli
þessu.
1. Umræddur sjóður er ekki í
vörzlu búnaðarmálastjóra sér-
staklega, heldur Búnaðarfélags
íslands.
2.  Búnaðarmálastjóri úthlutar
ekki verðlaunum úr sjóðnum
heldur stjórn Búnaðarfélags ís-
lands. í 2. gr. skipulagsskrár
fyrir Verðlaunasjóð bændaskól-
anna á Hólum í Hjaltadal og að
Hvanneyri í Borgarfirði stendur:
„Stjórn Búnaðarfélags íslands
skal annast stjórn sjóðsins. Hún
úthlutar verðlaunum úr sjóðnum
samkvæmt  tillögum  skólastjór-
Orlof húsmæðra
að hefjast
ORLOF húsmæðra, sem starfað
hefir síðastl. 4 ár samkvæmt or-
lofslögunum frá 30. mai 1960, er
nú að hefja starfsemi sina* Or-
lofsnefnd húsmæðra í Reykjavík
hefir undanfarin ár haft sam-
stöðu um dvalarstaði með orlofs-
nefndum nærliggjandi byggða.
En á síðastl. hausti héldu allar
nefndir þessara svæða fund, þar
sem rætt var um möguleika á
því að fá leigðan skóla, sem
nefndirnar gætu rekið í samein-
ingu, allan þann tíma er orlofið
starfaði, svo sem áður var ein-
hugur um málið, og samþykkt að
fara þá þegar að kynna sér skóla
þá er til greina kæmu og tilboð
þeirra, svo til framkvæmda geti
komið nú þegar á þessu sumri.
Sem nú er orðið, því áðurnefnd
svæði, sem eru: Reykjavík,
Kjósarsýsla norðan Hafnarfjarð-
ar, Suðurnes og Kópavogur, hafa
nú tekið á leigu skólann að
Laugum í Dalasýslu mánuðina
júlí og ágúst og munu nefndirn-
ar sjálfar annast allan rekstur
heimilisins og fararstjórn. í Dala
sýslu eru fagrar sveitir með sögu
lega frægð og mun hver hópur
fara eins dags ferð, til þess að
kynnast þeim betur. En að Laug-
um er mikil veðursæld og kyrrð.
Skólahúsið er nýbyggt, einkar
snyrtilegt og hin forna sundlaug
Sælingsdals í endurnýjun. Und-
anfarin ár hefir Orlof hiismæðra
í Reykjavík fárið fram að.Lauga-
vatni árin  1961  og  1962 ea að
Hlíðardalsskóla sl. 2 ár og vilj-
um við nota tækifærið til þess
að færa forráðamönnum þessara
staða og starfsfólki öllu innileg-
ar þakkir fyrir samvinnuna og
alla sína góðu framkomu við
nefndarkonur og alla gesti or-
lofsins.
Orlofsstarfið, svo sem lög mæla
fyrir, er byggt upp á framlagi
ríkisins og viðkomandi byggða-
laga. Fjárframlögin til Reykja-
víkur sl. ár nægðu ekki til þess
að við gætum sinnt öllum um-
sóknunum. En með þessum sam-
eiginlega rekstri vonum við að
geta aukið starfsemina nokkuð.
Þó þetta sé uppistaðan, er mér
sönn ánægja að gæta þess, að
öll árin hafa Orlofssjóði borizt
ýmsar góðar gjafir frá vinum og
velunnurum.
Á sl. ári barst Orlofssjóði gjöf
að upphæð kr. 20.000,00 til mmn-
ingar um forsetafrú Dóru Þór-
hallsdóttur er gefin var af þeim
hjónum frú Herdísi Asegirsdótt-
ur og Tryggva Ófeigssyni, útgerð
armanni. Auk þess sem gjöfin er
höfðingleg er það sérstök virð-
ing og velvild til Orlofs hús-
mæðra, að fela því hana til um-
ráða og vernda þannig minningu
æðstu húsmóður landsins, sem
náði svo miklum vinsældum með
þjóðinni. Ennfremur bárust kr.
5000,00 frá Jöklum h.f., framkv.-
stjóri þeirra er Ólafur Þórðar-
son. Og eiiu og áður hefir fjöldi
Framh. á bl*. Xt
anna á Hólum og Hvanneyri og
fastráðinna kennara við þá
skóla."
3. gr. skipulagsskrárinnar fjall-
ar um skilyrði fyrir verðlauna-
veitingum.
4. grein hljóðar svo: „Verðlaun
þau, sem veitt eru samkvæmt 3.
gr. skulu öðru fremur vera nyt-
samar búfræðibækur. Með hverj-
um verðlaunum skal afhenda
verðlaunaskjal undirritað af
stjórn sjóðsins."
5.  gr. hljóðar svo: „Verðlaun
og verðlaunaskjöl skal afhenda
um leið og nemendum eru afhent
prófskírteini að afloknu burtfar-
arprófi frá bændaskólunum."
3. Til þess að hægt sé að fara
að settum reglum um úthlutun
verðlauna úr nefndum sjóði,
þurf a skólastj órar bændaskól-
anna að leggja tillögur sínar og
kennaranna fyrir stjórn Búnaðap
félags íslands í tæka tíð, til þess
að hún geti úthlutað verðlaunum
og undirritað verðlaunaskjölin
og sent hvort tveggja til viðkom-
andi skóla áður en nemendum
eru afhent prófskírteini. Á þessu
geta orðið vandkvæði í fram-
kvæmd, ef skólastjóri Og kennar-
ar treysta sér ekki til að gera
tillögur um verðlaunaveitingar
fyrr en að loknum öllum prófum.
Getur því svo farið, að ekki sé
hægt að afhenda verðlaunin og
verðlaunaskjölin með prófskír-
teinum, en alltaf á að vera hægt
að tilkynna við skólauppsögn
hverjir hljóti verðlaun úr sjóðn-
um og að þau verði send verð-
launahöfum. Sá hefur líka orðið
háttur á með verðlaun til nem-
enda Hólaskóla, en nú síðustu
árin hefur skólastjórinn á Hvann
eyri aldrei fullnægt skilyrðum
skipulagsskrárinnar um að gera
tillögur um verðlaunaveitingarn-
ar til Búnaðarfélags íslands i
tæka tíð, svo stjórn félagsins
gæti úthlutað verðlaunum og
undirritað verðlaunaskjölin á
formlegan hátt, heldur hefur
hann daginn fyrir skólauppsögn
beðið um að fá verðlaunabækur
sendar, án þess svo mikið sem a3
gefa upp nöfn þeirra, sem skól-
inn taldi að ættu að hljóta verð-
laun. Hann lofaði að vísu hverju
sinni að senda nöfnin strax að
lokinni skólauppsögn, en það hef
ur brugðizt á hverju ári að und-
anförnu, þrátt fyrir margendur-
teknar áminningar. Loks hef ég
getað við endurtekin símtöl dreg
ið nöfn piltanna, sem verðlaun
hlutu, út úr skólastjóra, 8—^9
mánuðum eftir skólauppsögn,
þegar ég hef verið að semja
skýrslu Búnaðarfélags íslands til
Búnaðarþings og fyrst eftir það
gat stjórn Búnaðarfélags tslands
undirritað verðlaunaskjölin. Ég
lagði því svo fyrir, að nú yrði
farið eftir skipulagsskrá Verð-
launasjóðsins og verðlaunabækur
ekki sendar fyrr en tillögur
bændaskólanna lægju fyrir. Að
venju bað Guðmundur Jónsson,
skólastjóri skrifstofustjóra Bún-
aðarfélags íslands um verðlauna
bækurnar í símtali rétt fyrir
skólauppsögn. Var honum tjáð,
að Búnaðarfélag íslands þyrfti
að fá nöfn og heimilisföng þeirra, '
sem skólinn gerði tillögu um að
verðlaun hlytu, og yrðu þá verð-
launabækur og skjöl send. Skóla-
stjóri gaf ekki upp nöfn viðkom-
andi pilta og sendi því skrifstofu-
stjórinn ekki verðlaunabækurnar
í þetta sinn.
Undirritaður var á fundi 1
Borgarnesi kvöldið áður en
Hvanneyrarskóla var sagt upp 1
vor og hitti þar Guðmund Jóns-
son, skólastjóra. Skólastjóri
minntist ekki á þetta mál við
mig þá né nokkru sinni áður,
Iþótt hann næsta dag ásakaði mi«
í skólaslitaræðu sinni fyrir að
hafa verðlaun af úrvalsnemend-
um skólans.
Reykjavik, 2. júní 1065.
Halldár rálswMk
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28