Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 125. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur 4. junf 1965
MORCUNBLAÐIÐ
27
Frá skólaslitum
Samvinnuskólans
HER  er nokkuð kuldaleg(
mynd,  sem  tekin  er  íyrir |
nokkru  í  Vestmannaeyjum.
Þungar og kaldar bárur lemjaj
svo aS brimlöðrið rýkur í háa-
1 loft. Snjóhvítt krap og sjávar-
froða sleikjast  um steina og(
hleina.
(Ljósm. Sigurgeir Jónasson)./
Gruss ous Island
ÞAÐ er alkunnugt, að dr. Alex-
ander Jóhannesson hefur, auk
annarra kosta sinna, þann, að
vera gott skáld, bæði á íslenzku
og þýzku, þótt lítið hafi hann
sinnt   frumsaminni   ljóðagerð.
Verðlisti Neytendasam-
takanna eflir sparnað
á heimilum
•   Fjöldi nýrra félaga i
-  Neytendasamtökin.
FRÁ sl. áramótum hafa mörg
hundruð nýrra félagsmanna
gengið í Neytendasamtökin, en
langmest varð aukningin í sam-
bandi við sparnaðarviku samtak
anna, er svo var nefnd, en til-
gangur hennar var fyrst og
fremst sá að auka verðþekkingu
fólks og beina því til þess, að
það endurskoðaði kaupvenjur
sínar. Var í því Skyni birtur
ýtarlegur verðlisti yfir helztu
matvörur, sem hér eru á boð-
stólum, — alls um 400 tegundir
— í Neytendablaðinu. Nokkru
áður hafði Sveinn Ásgeirsson,
formaður Neytendasamtakanna,
flutt útvarpserindi um markmið
og tilgang sparnaðarvikunnar.
Þá v'ar fólk sérstaklega hvatt
til að skrifa niður útgjöld sín
þessa viku, og opna Neytenda-
blaðsins gerð fyrir slíkt bók-
hald.
•   Áhugi — árangur.
Óhætt er að fullyrða, að á-
bending og framtak Neytenda-
samtakanna í þessu efni vakti al
menna athýgli og eftirþanka.
Verðþekking fólks á daglegum
lífsnau'ðsynjum er ótrúlega bág-
borin hér á landi. Af verðlist-
anum gátu menn ekki aðeins
séð, — áður en farið var út að
verzla —, hvað hlutirnir kost-
uðu, heldur var ekki sízt fróð-
legt að geta gert samanburð og
kynnt sér, á hverju væri völ. Á-
kvörðun um matarkaup verður
gjarnan að vana í mikilli fá-
breytni. Ýmsir kváðust hafa les-
ið listann spjaldanna á mi'lli eins
og leynilögreglusögu, sem svo
margt ótrúlegt gerðist í .
Um árangur þessarar „vakn-
ingar" er erfitt að segja, þar
sem hann verður trauðlega mæld
lir. Þar verður hver að láta í
eigin barm, og er því hér með
beint til fólks að gera þa'ð, en
sparnaðarvikan hófst fyrir tæp-
um tveimur mánuðum. Annars
gat hver og einn haft sína
sparnaðarviku, þegar honum
sýndist, og getur ætíð, því að
verðlistinn var ekki bundinn
við svo skamman tíma, heldur
einmitt sendur út í kjölfar síð-
ustu verðhækkana á landlbúnað-
arvörum. Vitað er þó, að sparn-
aðarvikan hafði veruleg áhrif á
viðskipti ýmissa verzlana, en
aíðan virðast þau fljótt hafa
komizt í hið fyrra horf. Annars
var tilgangurinnifyrst og fremst
sá að hvetja til hagsýni og end-
urskoðunar á daglegum kaup-
venjum, en ekki bara að kaupa
minna í nokkra daga.
• Verðlistinn er etin í fullu
gildi. Menn geta því enn haft
full not af honum til að ef<ia til
sinnar fyrstu sparnaðarviku,
hafi 'þeir ekki gerzt félagar í
Neytendasamtökunum, og af hon
um geta menn að sjálfsögðu haft
dagleg not. Auk þess er það
boð enn í gildi, að menn fá heild
arútgáfu Neytendablaðsins fyr'ir
árgjald 1965, en upplagið er á
þrotum. Bókaverzlanir um Iand
allt annast innritun nýrra félags
manna. Skrifstofa samtakanna
er í Austurstræti 14, símar 19722
og 21666. (Frá Neytendasamtök-
unum).
Skákþing
Akureyrar
SKÁKÞINGI Akureyrar er ný-
lega  lokið.  Keppendur í meist-
araflokki voru 11. Efstir urðu:
1—2 Halldór Jónsson 7Vz  vinn.
1—2 Jón Björgvinsson TVz vinn.
3 Gunnl. Gúðmundssson 7 v.
4 Júlíus Bogason 6% vinning.
i  5 Haraldur Ólafsson 6 vinn.
6 Jón  Ingimarsson 5 vinn.
Efstir í unglingaflokki varð
Sveinbjörn Björnsson. Halldór
og Jón tefldu' síðan 4 skákir til
úrslita og sigraði Halldór með
2Vz vinning gegn IVz og hlaut
þar með titilinn skákmeistari Ak
ureyrar  1965.
(Frá skákfélagi Akureyrar).
sennilega mest vegna margvís-
legra anna á sínum starfsama
lífsferli. En hann hefur þýtt all
rnikið, bæði úr þýzku á íslenzku
og úr íslenzku á þýzku, einkum
marga söngtexta. Hefur hann nú
gefið út kver, — „Kveðja frá ís-
landi", — með nokkrum þýðing-
um íslenzkra ljóða á þýzku, og
eru kvæðin hér prentuð á báðum
málunum, og mun þetta vera
fyrsta íslenzka ljóðabókin, þar
sem sá háttur er á hafður og
er það til hagræðis við mat á
þýðingunum.
Hér eru ljóð og brot úr ljóð-
um eftir tuttugu og eitt skáld, og
finnst mér þýðingarnar á þeim
yfirleitt vera prýðilegar. Vil ég
þar t.d. nefna „Til Þýzkalands"
etfir Sigurð Sigurðsson frá Arn-
arholti, „Ég bið að heilsa" og
„Sáuð þið hana systur mína"
eftir Jónas Hallgrimsson — og
hið snilldarlega kvæði Tómasar
Guðmundssonar, „Japanskt ljóð."
En annars er erfitt að skera úri
þ'ví, hvað sé bezt þýtt ÞóttT
kvæðin séu mis-erfið, eru þýð-
ingarnar nokkuð jafnar að gæð-
um.
Dr. Hallgrímur Helgason fylg-
ir kverinu úr hlaði með greina-
góðum og skemmtilegum for-
málsorðum.
SAMVINNUSKOLANUM Bif-
röst var sagt upp 1. maí sl. Fór
athöfnin fram í hátíðasal skólans
og hófst með þvi, að skólastjóri
síra Guðmundur Sveinsson, gerði
grein fyrir starfi skólans liðið
skólaár.
Engar breytingar urðu á föstu
kennaraliði skólans, en nýr
stundakennari, Mr. Donald
Brander, sendikennari, kom að
skólanum og annaðist kennslu og
þjálfun í enskum framburði og
hafði talæfingar með nemendum.
í vetur stunduðu nám í skól-
anum 72 nemendur, 34 í 1. bekk,
en 38 í 2. — Luku þeir allir prófi
og stóðust. I 1. bekk hlaut einn
nemandi, Þorsteinn Þorsteinsson
frá Hofsósi, ágætiseinkunn, 9,10
og 32 I. einkunn. í 2. bekk fengu
tveir ágætiseinkunn, Hreiðar
Karlsson frá Narfastöðum Suð-
ur-Þingeyjarsýslu 9,41, sem jafn-
framt er hæsta einkunn í skólan-
um á þessu ári, og Halldór Ás-
grímsson frá Höfn í Hornafirði,
9,05, 34 hlutu I. einkunn og tveir
II. einkuhn.
í sambandi við vetrareinkunna
gjöf var tekin upp sú nýbretyni
að halda skyndipróf í öllum náms
greinum mánaðarlega. Þótti þetta
gefa góða raun og stuðla að jafn-
ari lestri jafnframt því sem nem-
endur áttu auðveldara með að
átta sig á og fylgjast með fram-
förum sínum í einstökum grein-
um.
Jakob Jóh. Smári.
[STANLEY]
HEFLAR
HAMRAR
VINKLAR
HALLAMAL
BORSVEIFAR
SPORJARN — HÚLJARN
SVEIFHNÍFAR
TAPPASKERAR
ÚRSNARARAR
DÚKAHNÍFAR
AXIR — BORAR
RENNIJARN
LUDVIG
STORR
Sími 1-33-33.
Umsjónarmenn hlutu bækur að
launum fyrir vel unnin störf.
Hreiðar Karlsson hlaut bókaverð
laun fyrir námsafrek og enn-
fremur bókfærslubikarinn fyrir
beztan árangur í bókfærslu. —
' Anna Harðardóttir, Akranesi
hlaut peningaverðlaun frá Verzl-
unarmannafélagi Reykjavíkur
fyrir hsestu einkunn í vélritun.
Formaður    Nemendasambands
Samvinnuskólans, Óli Hörður
Þórðarson, sölustjóri, afhenti
verðlaunagrip, styttu með merki
sambandsins, sem gefin er í tu\-
efni áttatíu ára afmælis Jónasar
Jónssonar frá Hriflu, fyrrv. skóla
stjóra Samvinnuskólans og veit-
ast skal fyrir beztan árangur í
samvinnusögu. Að þessu sinni
hlaut Hreiðar Karlsson þennan
grip.
Útboð
Tilboð óskast í sölu á ýmsum tækjum í eldhús
borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Útboðsgagna skal
vitja í skrifstofu vora, Vonarstræti 8.
Infikaupastofnun * Reykjavíkurborgar.
Að þessari greinargerð lokinni
voru brautskráðum nemendum
afhent skírteini þeirra. Þá lék
hljómsveit skólans nokkur lög.
Að því loknu fór fram afhend-
ing viðurkenninga og verð-
launa.
f stuttu ávarpi, sem skólastjóri
flutti til að þakka þessa gjöf,
minntist hann Jónasar Jónssonar
og starfa hans í þágu skólans og
samvinnuhreyfingarinnar     og
skýrði frá því, að stjórn^Sam-
bands ísl. samvinnufélaga hefði
ákveðið að minnast afmælisins
með því að gangast fyrir stofnun
sérstakrar deildar innan bóka-
safns skólans, sem bæri nafn
Jónasar og helguð væri almenn-
um félagsfræðum og gæti orðið
visir að félagsmálabókasafni sam
vinnumanna. Hefur stjórnin á-
kveðið að leggja fram í þessu
skyni áttatíu þúsund krónur á
þessu ári.
Að lokinni afhendingu. verð-
launa söng blandaður kór nem-
enda nokkur lög undir stjóra
Hauks Gíslasonar, Borgarnesi.
Síðan fluttu ávörp tveir úr
hópi gesta dagsins. Hrólfur Hali-
dórsson, fulltrúi, Reykjavík, tal-
aðif yrir hönd 10 ára nemenda,
þ.e. þeirra, er brautskráðust síð-
astir úr Samvinnuskólanum und-
ir stjórn Jónasar Jónssonar, með-
an skólinn starfaði í Reykjavík.
Færðu þeir skólanum peninga-
gjöf í sjóð, sem stofnaður var
1963 og helgaður er minningu
Jónasar Jónssonar og konu hans,
Guðrúnar Stefánsdóttur, og 'hef-
ur það meðal annars að mark-
miði að styrkja brautskráða nem-
éndur til utanfarar og framhalds-
nánis. Síðari ræðumaðurinn var
fulltrúi 25 ára nemenda, Jóhann-
es Þ. Jónsson, kaupfélagsStjóri,
Suðureyri, sem einnig afhenti
peningagjöf í sama sjóð. Að ræð-
um loknum flutti frú Ásta Han-
sen, Svaðastöðum, Skagafirði,
frumort kvæði til skólans, en
hún var ein í hópi 25 ára nem-
enda, sem heimsóttu skólana
þennan dag.
Þar næst fluttu stuttar ræður
fulltrúar heimamanna staðarins,
Ingólfur Sverrisson f.h. nemenda
I. bekkjar, Jóhann Ellert Ólafs-
son f.h. þeirra, er brautskráðust
og Vilhjálmur Einarsson f.h.
kennara skólans.
Að lokum flutti skólastjóri
skólaslitaræðu og skólakórina
flutti Söng samvinnumanna und-
ir stjórn Hauks Gíslasonar. - Að
athöfninni lokinni þágu gestir og
nemendur kaffiboð Samvinnu-
skólans. Mikið fjölmenni sótti
staðinn heim, enda var veður hið
fegursta.
IMýkomið
Aluminium- sorplúgur
Alukraft-pappír.
x  Byggir  hf,
sími: 3-64-85.
r^y I HRINGVER VEFNAÐARVÖRUVERZLUN
IMýkomið
Þunn ullarjersey efni
í Ijósum litum.
AUSTURSTRÆTI 4
Sl Ml 17900
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28