Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 125. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						V
Föstudagur 4. júní 19M
MORGUNBLAÐIÐ
21
Margrét Jónsdóttir frá
Arnarnesi — Minning
ÞAÐ VAR hringt til mín í gær-
kvöldi og tilkynnt, að Margrét
frá Arnarnesi væri dáin. Það er
ekki talið tiltökumál, þótt kona,
komin hátt á níræðisaldur,
hverfi okkur sjónum. En mér
brá og ég fylltist söknuði, er
ég minntist gamallar vinkonu, er
væri nú með öllu horfin.
Margrét var jafnan kennd við
Arnarnes við Eyjafjörð. Þar
fæddist húa 15. júlí 1877 og lifði
6Ín bernsku- og æskuár. Hún
var dóttir hjónanna Jdns Ant-
onssonar útvegsbónda í Arnar
nesi og Guðlaugar Helgu Sveins
dóttur. Anton, faðir Jóns var Sig
urðsson, gestgjafi á Akureyri, en
kona Sigurðar var Guðrún Jóns
dóttir, ung og mjög lagleg stúlka
eins og sagt er í Sögu Akureyrar.
Þótti Anton í Arnarnesi mikill
atorku- og dugnaðarmaður. Kona
hans hét Margrét Áttu þau
hjón fjölda barna.
' Guðlaug, móðir Margrétar, var
Sveinsdóttir, ættuð úr Fljótum.
Var hún hálfsystir, sammæðra,
Einari B. Guðmundssyni, stór-
bónda á Hraunum í Fljótum,
sem mikil og merk ætt er komin
frá.
Arnarnesheimilið þótti mðrg-
vm bera af öðrum heimilum sveit
arinnar. Börnin voru alls þrett-
én. Tíð skörð komu í þann mikla
barnahóp. Átta börn komust á
legg. Hjónín í Arnarnesi gerðu
eitt ýtrasta til að veita börnum
sínum þá menntun, er völ var
á. Fjórir bræður gengu í Möðru
vallaskóla og þótti slíkt þrek-
virki af bónda að geta kostað svo
marga syni í skóla. Ein systirin,
Helga, dó innan við tvítugt.
Kristín, listmálari var við
Kvennaskólann á Akureyri og
stundaði síðan listnám við Kon
unglega listaháskólann í Kaup-
mannahöfn og Jónína gekk í gagn
fræðaskólann á Akureyri. Hún
var yngst systkínanna, tuttugu
árum yngri en Margrét. Lifir
hún nú ein þessara mörgu syst-
kina og var hún heitin eftir bróð
ur sínum, Jóni, er drukknaði í
Hörgá á leið úr kaupstað.
Ég minnist Margrétar frá því
ég var barn, sem einnar glæsi-
legustu konu. Hvar sem hún för,
flutti hún með sér hressandi blæ.
Mér fannst vanta mikið ef Mar-
grét kom ekki til kirkju á sunnu
dögum heim að Möðruvöllum.
Það var svo gaman, þegar hún
sagði frá og vakti gleði meðal
kirkjugesta. Fáir hlógu eins
hjartanlega og hún, eða voru
eins lagnir að vekja fögnuð. Þeg
ar hún þeysti í hlað á Bláusi sín-
um, var eins og vorgola léki um
hlaðið. Stundum kom eitthvað
óvænt upp úx reiðpilsvasanum
hennar, fallegur hárborði, lítill
lukkupoki eða annað dýrindi,
sem gladdi litla stúlku á bæn-
um. Allt fas Margrétar var tals-
vert ólíkt því sem gerðist í þá
daga meðal sveitafólks. Hún var
líka sigld, eins og fólkið sagði,
fór innan við tvítugt til Kaup-
mannahafnar að leita sér mennt
unar og sjá sig ögn um í ver-
öldinni. Þrjár föðursystur henn-
éttu heima í Höfn og tóku á
móti frænku sinni. Útþráin
seiddi þær ungar. Höfðu þær
farið hver á eftir annarri með
kaupskipum frá Eyjafirði til
borgarinnar við Eyrarsund og í-
lenzt þar. Man ég vel þessar
þrjár systur, er ég unglingurinn
kom fyrst til Hafnar. Tvær voru
þá  orðnar  ekkjur,  önnur  með
MARINA Oswald, ekkja L*e
Harvey Oswalds, sem sakaður
var um morðið á Kennedy,
forseta, giftLst í dag Kenneth
•J. Porter, tœknifræðingi frá
Dallas í Texas. Vorn þau
gefta aamaa í Durant, Okla-
boma, *m þangaS komu þau
frá Dalla* í d>«.
tvær dætur uppkonar, en hin
hafði eignazt nítján börn og
misst átján. Mér rann til rifja,
er ég heyrði sögu þessarar gömlu
eyfirzku heimasætu, sem af æv
intýraþrá lagði leið sína út í
lönd í von um fögur ævintýr.
Eftir heimkomuna, sem mun
hafa verið vorið 1898, var Mar-
grét heima í Arnarnesi og studdi
móður sína við umsvifamikil bú
störf. Nokkru eftir aldamót réð-
ist hún til afgreiðslu í brauðbúð
Axels Schiöth á Akureyri og
þótti gott við hana að skipta.
Hún var full af áhuga og lífs-
þrótti. Hún var snör í snúingum
og greiðvikin við viðskiptavin-
ina. Oft stakk hún upp í okkur
krakkana einhverju góðgæti,
þegar við vorum í sendiferð í
brauðbúðina. Börn hændust
mjög að henni vegna glaðværðar
hennar og greiðasemL
Arið 1906 urðu þáttaskil í lífi
Margrétar. Þá giftist hún Sig-
tryggi Benediktssyni, verzlunar-
manni á Akureyri. Eignuðust
þau einn son, Jón, tannlækni,
sem nú er prófessor við Háskóla
íslands. Jón varð brátt elsku-
legur, ljúfur drengur, auga-
steinn og eftirlæti móður sinn-
ar. Ekkert var ofgert fyrir einka
soninn.
Fyrstu ár aldarinnar voru
engin veltiár. Fólk þurfti að
vinna hörðum höndum til að
hafa í sig og á. Þau hjón, Mar-
grét og Sigtryggur tóku sig upp
frá Akureyri og settu á stofn
veitingahús á Hjalteyri, þegar
þar var byggð síldarstöð, en voru
þó oft að vetrinum innfrá. Eitt
ár var hún ráðskona við heima-
vist gagnfræðaskólans á Akur-
eyri. Þá höfðu þau hjón um ára-
bil veitingahús bæði á Siglu-
firði og Akureyri. Var til þess
tekið hve húsfreyjan á þessum
stöðum var árvökul í starfi. Fjör
og vinnugleði einkenndi hana.
Aldrei var hún glaðari, en þeg-
ar hún hafði sem flesta kring-
um sig og gat veitt á báða bóga.
Áhyggjur komandi dags spilltu
ekki ánægju líðandi stundar,
hún var ætíð reiðubúin að mæta
hverju því, sem að höndum bar
í trausti þéss að alla erfiðleika
mætti sigra með bjartsýni og
atorku. Og þótt vinnudagur væri
oft langur, var hún reiðubúin að
draga í slag að loknu dagsverki,
því hún hafði yndi af spilum.
Styttu þau henni marga stund í
ellinni.
Meðan drengurinn hennar var
ungur hafði hún áhyggjur af því,
hvort hún gæti veitt honum það
uppeldi og þá menntun, er hann
kysi og honum sæmdi og tókst
henni það með miklum sóma. Þá
fannst henni sem hlutverki henn
ar væri lokið og hún gæti lagt
árar í bát. Einkasonurinn var
henni allt, enda nutu þau hjón
umhyggju hans og ástúðar í
mörg ár eftir að starfskraftar
fóru þverrandi og degi tók að
halla.
Mann sinn missti Margrét ár-
ið 1954. Þegar Margrét fann, að
hún hafði ekki lengur þrek til
að hugsa um litla heimilið sitt,
vildi hún fara á elliheimili, svo
hún yrði engum til byrði. Flutti
hún þá að Ási í Hveragerði og
þar dvaldi hún, unz hún veikt-
ist fyrir skömmu og var þá flutt
að Elliheimilinu Grund í Reykja
vík.
Fyrir tæpum tveimur árum
dvaldi ég í Hveragerði í nokkra
daga og hitti þá daglega þessa
gömlu vinkonu mína. Dáðist ég
þá að henni, engu síður en með-
an hún var ung og lék við hvern
sinn fingur. Ennþá hélt hún
gleði sinni og var þakklát for-
sjóninni fyrir góða handleiðslu.
Við ræddumst talsvert við þessa
fáu daga, «em við vorum sam-
an. Það getur verið ömurlegt að
horfast i augu viö éilina, og ekki
Guðrún R. Jónsdóttir
iixmiifim
allir sem þola það. En fjörkonan
mikla og stærsta lét sér hvergi
bregða. Henni fannst lífið dásam
legt og samferðafólkið hafði allt
reynzt hehni mætavel. Það mátti
með sanni segja að hún var sátt
við lífið, enda þótt ellin virtist
nú vera að ná yfirhöndinni.
Nú er fjörkonan horfin sjónum
vorum og hlátrar hennar hljóðn-
aðir. En minningin lifir hjá okk
ur, sem þekktum hana.
í trausti þess, að þú fagnir nú
aftur góðum vinahópi, og verðir,
eins og áður, hrókur alls fagn-
aðar, kveð ég þig, gamla vin-
kona, og þakka þér vináttu þína
frá því ég man fyrst eftir mér.
Einkasyninum og fjölskyldu hans
votta ég samúð mína og bið
þeim guðs blessunar ásamt syst-
urinni, sem nú er ein orðin eftir.
Hulda Stefánsdóttir.
Hlinning
F. 22. j á'í 1894. D. 3. maí 1965
ÞAÐ er fátítt, að glæsileg kona,
sem gædd er öllum þeim hæfi-
leikum sem prýða má góða hús-
móður og góða móður og sýnist
eiga margra kosta völ, velji sér
það lífsstarf, að þjóna öðrum og
fórna þeim langa ævi, og það á
þann hátt, að eftir sitja góðar
kærleiksríkar minningar hvar
sem sporin hafa legið. En þannig
var líf og starf Guðrúnar R. Jóns-
dóttur.
Fædd var Guðrún 22. júlí árið
1894 að Dölum í Hjaltastaða-
þinghá, og var því rúmlega sjö-
tug að aldri er hún andaðist eftir
stutta legu 3. f.m. Foreldrar Guð-
rúnar voru þau hjónin Rústikus
Jónsson og Ingunn Þorvaldsdótt-
ir. Bjuggu þau mestan sinn bú-
skap á Hrollaugsstöðum. Var
Guðrún ein af sjö dætrum þeirra
hjóna.
Þegar Guðrún er seytján ára
að aldri missir hún móður sína,
en hafði þá fyrir skömmu vistað
sig á heimili þeirra hjóna Hall-
dórs Stefánssonar bónda að Sand
brekku og konu hans, Jóhönnu
Þorsteinsdóttur. Var hún með
þeim hjónum til ársins 19&1, að
hún réðist til Ólafs Gíslasonar
framkvæmdarstjóra og konu
hans, Jakobínu Davíðsdóttur, sem
þá bjuggu á Norðfirði, en fluttu
síðar í Viðey. Er Guðrún á heim-
ili þeirra í samfellt 18 ár. Batt
Þakkarorð Krlstínar Sigfúss
ddttlr írá Syðra-VöUum
LAUGARDAGINN 14. maí varð
ég áttatíu ára gömul, svo þið sjá-
ið að æði margt muni ég hafa
heyrt og séð svo langan tíma.
Ó-já, alltaf hefur hjólið snúizt
hratt og hátt gnæfa hin neikvæðu
númer vors jarðneska sambýlis.
Má gjarnan segja að við sjáum
flís í flestra augum og finnum
þær í eigin augum. En skulum
nú athuga málið. Við íslending-
ar ættum að hafa okkur hæga,
athuga ýmis óhöpp og neyð ann-
arra þjóða og þakka vort frið-
sæla líf hér.
„Vel hefur konungurinn alið
oss", sagði íslendingurinn forð-
um, þegar hann kippti örinni út
og var að deyja. Svo mættum við
og segja — vel hefur konungur-
inn okkar allra alið oss — land
vort og þjóð! — Gefið okkur
kristna trú og kjarngott hugar-
far. Þannig er íslenzkt þjóðerni
gætt mikilli mannúð og vill hlýða
boðum herra síns.
Svo vil ég minnast á mína eig-
in reynslu og náin kynni af ver-
öldinni. Fékk að vísu stórt áfall
í æsku, missti foreldra mína ung
og fór til vandalauss fólks — sem
reyndist mér vel og alls staðar
fann ég hinn annan huggara, sem
gaf mér sinn frið, sterka heilsu,
og alla þá möguleika er ég hef
til viðbragða, svo langa ævL
Snemma fann ég eðli mitt
hneigjast að öllu, sem stóð í
einhverjum skugga. Alveg sama
hvort það var há eða lág lífvera,
menn eða mállaus dýr, þangað
fór ég og þráði að gjöra nú eitt-
hvað. Þurfti þá ekki að hafa mik-
ið fyrir, því minn voldugi verk-
stjóri sá um allt — frá báðum
hliðum. Og enn sá ég að við er-
um öll í einhverjum aldingarði.
Alls staðar dýrð Guðs, krafta-
verk hans og enginn munaðar-
laus eftir. í hreysum vesaling-
anna er musteri þeirra minninga
að þeim hafi svo oft verið lagt
lið frá Guði og mönnum er hann
hafi sent þangað sem þörfin var
mest Þarna er mjög dýrmætur
háskóli fyrir mig og aðra, er hafa
fengið aS snerta sjúka og sveitta
hönd síns náunga.
Og ekki skuluð þér ætla, að
hraustir  og  háttsettir  mennta-
menn séu sjúkir af sínu einangr-
aða drambi — nei og aftur nei,
það er ekki svo, þar hef ég gjör-
reynt hin stóru tilþrif í sterkum
bróðurhug og dýrmætum skiln-
ingi, mér og öðrum vesalingum
til stuðnings, vináttu og lofgjörð
ar. Kristur kemst nefnilega alls
staðar að.
Oft hef ég undrazt þann un-
að, sem mér finnst lífið á jörðu
mettað af — getur þó enginn mað
ur séð neina hamingjuturna
kringum mig. Ég hef sjálf unnið
fyrir mínum nauðsynjum og eng-
inn þjónað mér til afkomu, þó
alltaf haft nóg af öllu og liðið
svo yndislega vel. Núna 15. maí
var ég í síðasta sinn með vinum
minum i samkvæmi, og fann
hvað þar var gott að vera. —
Blessað fólkið var svo vingjarn-
legt og góðviljað. Einn þeirra
gekk þó lengst í sínum auðveldu
afrekum — mér til heilla, og
munu fleiri hafa reynt dreng-
lyndi hans um dagana. Hvernig
ætti ég nú að meta og mæla öll
þau vinahót er mér veittust þann
dag? Fékk t.d. ótrúlegan fjölda
símskeyta frá fólki í Reykjavík
og víðs vegar af landinu. Einnig
frá Vestmannaeyjum og Færeyj-
um. Þessu mun ég aldrei gleyma
né gjalda það, svo sem vert væri,
því slík atriði eru af helgustu
hneigð hvers manns vináttu.
Hjartanlega þakka ég þeim er
voru með mér í Breiðfirðingabúð
og öðrum dýrmætum vinum, er
hafa reynzt mér vel og aukið un-
að minn svo lengi. Það er og víst,
að þið eruð hjól í afli allra minn-
inga um góða menn, sem eru vís-
ir til að styðja þá er aðrir stjaka
við, vegna þess að þeir hafi hras-
að og liggi særðir við veg hinna
sterku. Ég bið ykkur vinir mín-
ir að athuga gullið í því grjóti
og muna að þeir eru -eign síns
skapara þó svona færi. Enda
margar orsakir til óhappa á jörðu
vorri — og enginn getur skipað
örlögum annarra fyrir verkum.
Óska svo þjóð minni allra
heilla og kveð ykkur öll með
hjartans þökk fyrir góð* sam-
ieið.
Kristín SigfúsdótUr,
frá SrVri-VMluH.
Guðrún órofatryggð við þessar
fjölskyldur báðar og börn þeirra,
sem entist alla ævi.
í 11 ár samfleytt dvaldist Guð-
rún síðan á heimili þeirra Guð-
mundar Magnússonar kaupm. og
konu hans Sveinbjargar Klem-
ensdóttur hér í borg. Reyndist
hún þar veikluðum syni þeirra
sem ástríkasta móðir í hvívetna.
Næstu ár er hún á vist hjá
Olafi Thors, forsætisráðherra og
frú hans, og síðan hjá Óskari
Einarssyni lækni og Jóhönnu lyf-
sala, og vann sér þar, sem ann-
ars staðar mikla vináttu og virð-
ingu. Persónulega hafði ég ekk-
ert kynnzt Guðrúnu á þessu tíma
bili ævi hennar. Það var ekki
fyrr en hún réðist til Guðrúnar
dóttur minnar, að ég kynntist
mannkostum hennar og hæfileik-
um. Meginhlutann af þeim árum,
sem dóttir mín var við háskóla-
nám, gætti Guðrún bús og barna,
með þeirri alúð, samvizkusemi og
snilld, sem fáum er gefið að geta
fórnað óskyldum aðilum. Minn-
ast börnin jafnan hennar með
djúpri virðingu, svo traust urðu
böndin á milli þeirra og hennar.
Frá þessum árum öllum og mörg
um, sem á eftir fóru, er margs
að minnast og margt að þakka,
sem aldrei var að fullu endur-
goldið. Þegar dóttir mín, að loknu
háskólanámi hér fluttist til Vest-
urheims til áframhaldandi náms
þar, flyzt Guðrún til þeirra hjóna
Lárusar Blöndal bókavarðar og
konu hans, Margrétar Ólafsdótt-
ur Gíslasonar, og dvaldi þar til
dauðadags. Naut hún þar í rík-
um mæli fornrar vináttu frú
Margrétar, sem sýndi henni í hví
vetna frábæra nærgætni og um-
önnum, þegar kraftarnir voru að
þrotum komnir og lífsneistinn að
slokkna, og annaðist að siðustu
útför hennar, svo sem um eigin
móður væri að annast.
Ekki naut Guðrún annarrar
menntunar í æsku, en barna-
fræðslu eins og hennar var kraf-
izt á þeim tíma, en í samvistum
við sér menntaðri menn, karla
og konur, kynntist hún margvís-
legum fróðleik, var og mjög bók-
hneigð og las því jafnan mikið,
einkum hin síðari árin. í langri
vist með frú Jakobínu, tileinkaði
hún sér meira nám í húsfræðslu
og heimilisstjórn allri, en þótt
hún hefði gengið á sérskóla i
þeim fræðigreinum um lengri
tíma. Kunni hún vel að notfæra
sér það í lífinu.
Guðrúh giftist aldrei né held-
ur eignaðist hún börn, er væru
hennar niðjar. En svo mörgum
börnum, annarra foreldra, gaf
hún ást sína, blíðu og umhyggju,
að fæstar mæður hafa náð því
meti. Alla sína ævi bar hún fram
úr ríkum sjóði hjarta síns þau
verðmæti, sem mölur og ryð fær
eigi grandað, og þau verðmæti
lagði hún fyrst og fremst, að fót-
um þeirra, sem enn voru of veik-
ir og smáir til þess sjálfir að afla
sér þeirra verðmæta. Allt var
henni þetta eðlilegt og ljúft, án
þess að krefjast endurgjalda, þvi
að trúmennskan, tryggðin og
gjafmildin voru sterkustu þætt-
irnir í fari hennar.
Guðrún var gædd óvenjulegum
næmleika fyrir fegurð og yndL
Það var því ekki að undra þótt
hún vandaði mjög val á hverju
frækorni, sem fór um greipar
hennar til gróðursetningar í 6-
venjulega víðáttumiklum þjón-
ustuakri. En hún naut einnig
þeirrar gleði, að sjá mörg af þeim
blómum, sem af þeim fræjum
döfnuðu, prýða veg hennar allt
til leiðarenda.
Með Guðrúnu er genginn 6-
venjulegur persónuleiki, er marg
ir minnast og allir sakna, sem af
henni höfðu kynni.
Gísli Jónsson.
Húseigeindafélac Reykjavíkur
Skrifstofa á Grundarstíg 2A
Sími 15669. Opin kl. 5—7 alla
virka daga, heriia Iaugardaga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28