Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 125. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laxig síærsta og
íjölbreyttasta
blað londsins
Pter|>wiMaííi&
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
125. tbl. — Föstudagur 4. júní 1965
:W^--wi™v'
f.'.'jfs'jy.-i.'y.'yí/y.'/' ¦¦¦¦¦
Krafizt að rannsóknar-
dómarinn víki úr sæti
VERJANDI Jósafats Amgrims-
sonar, Áki Jakobsson, hrl.. krafð
ist þess þann 28. maí gL, að rann-
sóknardómarinn í málinu ákæru
valdið K<v;n Josafat Arngríms-
syni ©g fleirum viki saeti sem
dómari í málinu.
Aðalrök  verjandans  eru  þau,
að  óeðlilegt  sé  að  rannsóknar-
j Oður hundur
| drepur lömb 1
j k ÖBRUM tímanum í gær \
\ var kært til lögreglunnar yfir 1
! því, að óður hundur hefði j
j drepið 2 lömb að Bústaða- i
j bletti 3. Lögreglumenn fóru \
j þegar á vettvang og náðu þeir l
\ hundinum, sem þá var f arinn i
I að éta lömbin. Hundurinn var j
Í settur í geymslu til vörzlu- \
I manns bæjarlandsins. Ekki er '¦
\ vitað, hver eigandi hans er, ;
! en eigendur lambanna hafa |
Í fullan hug á að fá bætur fyrir i
\ tjón sitt.
dómari kveði sjálfur upp dóm í
máli, sem hann hefur sjálfur
rannsakað. Auk þessa hafi þetta
mál vakið svo stórfelldar umræð
ur í blöðum, sem talin verði æsi-
skrif,  þannig  að  aðstaða  rann-
sóknardómarans sé orðin erfið til
að geta verið hlutlaus.
í gær kvað rannsóknardómar-
inn, Ólafur í»orláksson,  upp úr-
skurð, þar sem hann synjaði
beiðninni.
Úrskurður   dómarans   hefur
verið kærður til Hæstaréttar og
hefur verjandinn leitað leyfis
saksóknara lögum samkvæmt til
að sú kæra megi Verða tekin
fyrir af Hæstarétti.
Skipstjóri Jarlsins
dæmdur í 300 pd. sekt
Einkaskeyti  til  Mbl.
London 3. júní — AP,
BREZKUR sjóréttur dæmdi í dag
Magnús Bjarnason, skipstjóra á
Jarlinum, í 300 sterlingspunda
sekt fyrir að hafa óvirt réttinn.
Auk þess var skipstjóranum gert
að greiða kostnað sakarinnar.
Magnús var sekur fundinn um
að  hafa  siglt  skipi  sínu  frá
Bridgewater 18. maí sl. á meðan
skipið var í haldi sjóréttar.
Hewson dómari, sem kvað upp
dóminn í dag, sagði að skipið
hefði verið í haldi vegna skuld-
ar, sem greidd hafi verið að vísu
daginn, er skipið lét úr höfn.
Hinsvegar hafi skipið farið án
opinbers leyfis. Dómarinn kvað
tillit hafa verið tekið til að-
stæðna við ákvörðun refsingar.
Reikningar Reykjavíkurborgar fyrir 1964:
Hrein eign jokst um 223,5
millj. kr. og er nú 1300 millj.
REIKNINGAR Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1964 voru lagð-
ir fram á fundi borgarstjórnar í
gær. Að venju eru þeir mjög ítar
legir og hafa inni að halda ná-
kvæmlegar sundurliðanir og
greinargerðir um öll helztu fjár-
hagsmálefni borgarinnar. Af
reikningunum kemur fram, að
hrein eign Reykjavíkurborgar
jókst á árinu um 223,5 millj. kr.
og er nú orðin 1,3 milljarður. Eru
þá ekki meðtalin framlög borgar
innar til nýrra gatna og hol-
ræsa, en til þeirra var varið
109,4 miUj. kr. en það er miklu
meira en á undan förnum árum
hvort heldur er talið í krónum
eða miðað við hundraðshluta af
heildarútgjöldum. Eignarhluti
Reykjavikurborgar í Soginu er
hin.s vegar nú í fyrsta sinn færð-
ur til eignar hjá borgarsjóði, en
hann er 49,2 milljónir króna. Þá
sést einnig af reikningunum, að
rekstrargjöld borgarinnar urðu
aðeins um 3,3 millj. kr. hærri en
áætlað var eða 0,7%, þrátt fyrir
að verulegar kaup- og verðlags-
hækkanir urðu eftir að fjárhags
áætlunin var endanlega samin.
Samkvæmt borgarreikningunum
urðu  tekjurnar  alJs  24,8  millj.
kr. hærri en áætlað var, en þá
ber þess að gæta, að gera má
ráð fyrir, að ekki verði innheimt
oll álögð útsvör á árinu 1964
fremur en áður.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
hafði framsögu fyrir reikningun-
um við I. umræðu í borgarstjórn
í gær. Verður nánar skýrt frá
ræðu hans og borgarreikningun-
um hér í blaðinu. Ekki tóku
aðrir en borgarstjóri til máls við
þessa 1. umræðu um borgar-
'reíkningana, og voru þeir saro-
þykktir samhljóða til 2. um-
raeðu.
'MIKID gos hefir nú orðið
' skammt frá Surtsey og er þar
|að myndast ný eyja. Gos-
isstöðvarnar  nýju  hafa  verið
nefndar Syrtlin^^ur. Sturla
' Friðriksson jurtaerfðafræðing
I ur tók meðfylgjandi myndir.
| Hin myndin sýnir fyrstu
, plöntuna af æðri jurtastofni,
sem nemur land í Surtsey, en
I það er fjörukál. Þykir þetta
) mikill og merkur líffræðileg-
l ur fundur í Surtsey.
Ráðningar
JÓNA Guðmundsdóttir, Austur-
brún 4, hefur verið ráðin yfir-
hjúkrunarkona við Slysavarð-
stofu Reykjavíkur.
Einnig hefur Magnús Þorsteins
son, Stóragerði 11, verið ráðinn
deildarlæknir við barnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
í GÆRKVÖLDI átti blaðið
samtal við Sturlu Friðriks-
son, jurtaerfðafræðing, um
borð í Lóðsinum frá Vest-
mannaeyjum, þar sem skipið
var á leið til lands úr Surts-
eyjarferð með sérfraeðinga til
rannsókna þar á eyjunni og
skoðunar á hinu nýja gosi,
sem nú er æði kraftmikið úr
gíg, er fræðimenn hafa nefnt
Syrtling. Samtalið fór fram
um kl. 18.30.
— Við erum á leið til Eyja,
sagði Sturla. — Enn er engin
eyja komin upp af gosi Sytlings,
en gosið er talsvert kraftmikið
ag fallegt. Er það nákvæmlega
eins og smækkuð mynd af upp-
hafi Surtseyjargossins og eins-
konar vasaútgáfa af því.
— Sjálf Surtsey er nú afar
doðaleg og liggur gos þar niðri.
— >essi ferð okkar til Surts-
eyjar i dag bar þann merka árang
ur að við fundum fyrstu 3 plönt-
urnar af æðri tegundum jurta,
tvær þeírra voru fjörukál, en
hina þriðju höfum við ekki
ákvarðað, þar sem hún var ekki
enn farin að bera nein blöð, sem
sé á algeru frumstigi tilveru
sinnar. í för með okkur eru fugla
og fiskifræðingar í leit að rann-
sóknarefni.
— Hér er gott veður og miklar
vikurhrannir á sjónum allt um
kring.
Um kl. 11 í gærkvöldi voru
vísindamennirnir komnir hingað
til Reykjavíkur og átti blaðið þá
samtal við Sturlu á ný. Sagði
hann að er þeir voru á leið til
lands hefði Syrtlingur gosið geysi
háum gosum og svo virtist sem
alda bryti á nýju landi skammt
undir yfirborði sjavar.
Blaðið hafði ennfremur spurn-
ir af því frá flugmönnum er
fóru hjá gosinu í gærkvöldi a8
eyjan væri greinilega að koma
í ljós og gosstrókarnir væru allt
upp í 1000 feta hæð og sáust
greinilegar  eldglæringar  í  gos-
-^mekkinum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28